Morgunblaðið - 20.05.2000, Side 46

Morgunblaðið - 20.05.2000, Side 46
46 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 MOEGUNBLAÐIÐ SNtargtuMiifeifr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LISTAHÁTÍÐ Á TÍMAMÓTUM STEFNUMÓT við tímann er kjörorð Listahátíðar í Reykjavík að þessu sinni en hún verður sett í dag. Sennilega er tíminn aldrei jafn ofarlega í huga fólks og þeg- ar staðið er á tímamótum en segja má að Listahátíð í Reykjavík standi nú á margföldum tímamótum. Þetta ár markar ekki aðeins skil tveggja alda og árþúsunda heldur eru þrjátíu ár síðan fyrsta hátíðin var sett. Helstu hvata- menn að hátíðinni voru Vladimir Ashkenazy og Ivar Eske- land, fyrsti forstöðumaður Norræna hússins og fyrsti fram- kvæmdastjóri Listahátíðarinnar. Enn er byggt á frumkvæði þessara manna og áhrifum en það vakti athygli hversu vel gekk að fá þekkta alþjóðlega listamenn til hátíð- arinnar fyrstu árin. Það var stórt skref fyrir litla borg að efna til metnaðarfullrar listahátíðar og þótt efasemdir hafi verið á lofti um að það myndi takast í byrjun þá blandast engum hugur um það nú. Listahátíð í Reykjavík hefur tví- mælalaust verið gríðarleg lyftistöng fyrir íslenskt menn- ingarlíf. Mikið úrval innlendra og erlendra listamanna mun koma fram á hátíðinni að þessu sinni. Hæst ber sýningar San Franeisco-ballettsins á Svanavatninu undir stjórn Helga Tómassonar, stórsöngvaraveislu þar sem fjórir af fremstu söngvurum Islands koma fram og svo afar áhugaverðar myndlistarsýningar þar sem landsmönnum gefst kostur á að skoða íslenska samtímalist í samhengi við erlenda. Einn- ig er það ánægjulegt að efnt er til leiklistarhátíðar barna með þremur nýjum verkum. A þessu ári er Reykjavík ein af níu menningarborgum Evrópu. Þennan titil hefur hún borið vel það sem af er ári. Tilgangurinn með listahátíð og þátttöku í verkefni á borð við menningarárið er í meginatriðum tvíþættur; að lyfta undir menningarlega starfsemi í landinu og víkka sjón- deildarhringinn, bæði hjá listamönnum og almenningi. Leiðirnar að þessum markmiðum eru ótalmargar en náist þau er til mikils unnið. ÞINGINTERPOL TUTTUGASTA og níunda Evrópuþing alþjóðasakamála- lögreglunnar Interpol var haldið íyrsta sinni hér á landi nú í vikunni og lauk í gær. Interpol er stofnun, sem þjóðir heims hafa komið sér upp í samvinnu til þess að berjast gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Til Interpol eru sendar upplýsingar um afbrotamenn víðs veg- ar um heim. Lögregluyfírvöld senda inn fyrirspurnir um menn, sem brotlegir hafa gerzt einhvers staðar í aðildarríkjunum, og þær upplýsingar, sem Interpol veitir, ráða oft úrslitum um nið- urstöður slíkra rannsókna. Interpol er því ekki sízt risastór gagnabanki um afbrot og afbrotamenn og tengsl þeirra í milli. Kendall, aðalframkvæmdastjóri Interpol, er harla gagnrýn- inn á þróun mála í Evrópu hvað varðar glæpi, einkum er tengj- ast fíkniefnum. Hann telur, að glæpastarfsemi hafi breytzt á síðustu 15 árum. Ein hinna augljósu ástæðna er fall Berlínar- múrsins og breytingar á ástandinu í Sovétríkjunum og austan- tjaldslöndum. Það var í rauninni ekki við mikinn fíkniefna- vanda að etja í Evrópu snemma á áttunda áratugnum. Evrópulöndin voru þá millilendingarstaðir þegar fíkniefni voru flutt frá Miðausturlöndum áleiðis til Tyrklands, Irans og Bandaríkjanna. „Ég tel það mikið áhyggjuefni að fíkniefna- vandinn í Evrópu skuli hafa aukizt eins mikið og raun ber vitni á ekki lengri tíma en 20 til 30 árum, eða frá því að vera varla fyrir hendi til þess sem blasir nú við, að allar tegundir fíkniefna séu í umferð í Evrópulöndum. Viðvörunarmerkjum um þessa þróun var enginn gaumur gefínn og því þurfa menn nú að tak- ast á við vandann sjálfan,“ sagði Kendall. Þessi ummæli aðalframkvæmdastjóra Interpol eru alvarlegt umhugsunarefni fyrir stjómvöld um gervalla Evrópu. Stað- reyndin er sú, að þrátt fyrir gífurlega umfangsmiklar aðgerðir til þess að draga úr og stöðva dreifingu fíkniefna hefur dreif- ingin aukizt. Það bendir óneitanlega til þess, að þær aðferðir, sem beitt hefur verið hingað til, dugi skammt. Þess vegna er tímabært að þjóðir heims hugleiði nýjar leiðir til þess að ná tök- um á þessum vanda. Það er mikilvægt fyrir okkur Islendinga að ársfundur Inter- pol var haldinn hér á íslandi. Fundurinn og þær umræður, sem spunnizt hafa út frá honum, undirstrika, að við eram ekki lausir allra mála, þótt við búum í fjarlægu landi. Fíkniefnaseljendur mega ekki ná fótfestu hér og Island má ekki verða millilending- arstaður fyrir flutning á fíkniefnum á milli heimsálfa. Sveitarstjórnarmenn um sameiningu sveitarfélaga á hö Takmarkaður sti ingur er við tillögi HUGMYNDIRNAR gera ráð fyrir að kannað verði ítar- lega hvort rétt sé að sam- eina öll sveitarfélögin í eitt eða hvort mynda eigi tvö sveitarfélög þar sem Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjósarhreppur sam- einist annars vegar og Garðabær, Hafnarfjörður og Bessastaðahreppur hins vegar. Kópavogur sameinist svo öðru hvoru sveitarfélaginu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir sameiningarhugmyndir nefndar SSH hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þær hafi ekki verið kynntar fyrir sveitarstjórnunum áður en greint var frá þeim opin- berlega. Borgarstjóri telur ekki raunhæft að ætla sér að sameina öll sveitarfélögin í eitt, en segist þó gera sér grein fyrir því að það hefði í för með sér vissa kosti. Það myndi til að mynda auðvelda að ná utan um ýmsa sameiginlega þætti. Myndi skapa slagsiðu Hún telur ókostina þó vega mun þyngra. Með tilkomu svo stórs sveitarfélags yrði í raun til borg- ríki sem skapaði slagsíðu í sveitar- stjórnarmálum. Þetta myndi til dæmis gera lagasetningu á því sviði afar erfiða. En það misræmi sem nú þegar er á milli sveitarfé- laga vegna stærðar þeirra gerir, að mati borgarstjóra, nógu erfitt um vik við lagasetningu. Borgarstjóri segir að raun- særra geti verið að sameina sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu í tvö eða þrjú sveitarfélög, en bend- ir á að engar umræðui’ eigi sér stað um slíkt á vegum Reykjavík- urborgar. Borgarstjóri segist sakna hugmynda um höfuðborgarráð, sem hugsanlega yrði kosið til og hefði með höndum þau verkefni sem hagkvæmt er fyrir heildina að sinna sameigin- lega. Eðlilegt að sveitarfélögum fækki Aðrir sameiningarkostir skoðaðir Nefnd skipuð af samtökum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, SSH, greindi í vik- unni frá hugmyndum sínum um æskilega sameiningu sveitarfélaganna. Hugmyndirnar virðast njóta lítils fylgis meðal oddvita meiri- og minnihluta sveitarstjórna á svæðinu. Flestir þeirra telja þó líklegt að sveitarfélög- unum fækki á næstu árum. Komið hafa fram hugmyndir um sameiningu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í eitt eða tvö sveitarfélög. Inga Jóna Þórðadóttir, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjóm, er á móti þeim hugmyndum um sameiningu sem nefnd SSH leggur til. Hún telur hins vegar eðlilegt að þróunin verði sú að sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fækki og sér fyrir sér að þau verði þrj ú til fjögur. „Ég held að það sé mjög óheppilegt að öll sveitarfélögin renni hér saman í eitt risastórt sveitarfélag," sagði Inga Jóna. „Ég held að fyrir sveitarstjórn- arstigið í landinu, sem er mjög mikil- vægt stjórnsýslustig og hluti af vald- dreifingunni, væri það óheppilegt.“ sagði hún. Inga Jóna segir heldur ekki sjálfgef- ið að við sameininguna verði til hag- kvæmari rekstrareining. Hún segir sveitarfélögin þurfa á nálægð við íbúa sína að halda, annars sé ákveðin hætta á því að dragi úr kostnaðarvitund sveitarstjórnarmanna. Inga Jóna telur að nefnd SSH hefði átt að leggja meiri áherslu á að skoða leiðir til þess að koma samstarfi sveit- arfélaganna í heppilegan farveg, það sébrýntverkefni. eigin skoðun og hafa síðan áhrif á það út frá sínum eigin forsendum hvert verður stefnt,“ sagði Magnús Ingimundur Sigurpálsson, bæjar- stjóri í Garðabæ, segist ekki sjá að það sé hlutverk SSH að gera tillögu í þessu efni, samkvæmt sveitarstjórnarlögum sé sveitarstjóma að ákveða að kanna möguleika á sameiningu. Hann segist ekki hafa séð hugmyndir nefndarinnar fyrir sér sem raunhæfan kost. Ingimundur segir bæjarstjóm Garðabæjar hafa fallist á að kanna kosti sameiningar bæjarins við Bessa- staðahrepp en að öðra leyti hefði hann ekki litið til þess að það væri verkefni dagsins í dag að standa fyrir samein- ingu allra sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu. Til þess þyrfti miklu víðtækari umræðu og að henni þyrftu fleiii að koma en þeir sem standa að rekstri sveitarfélaganna á höfuðborg- ai’svæðinu. „Þetta er líka spurning um sveitarfélögin sem þar era fyrir utan,“ sagði Ingimundur. vöra og að íbúar sveitarfélaganna fái að láta álit sitt í ljós í almennum kosn- ingum. Einar hefur ekki trú á að við- ræður milli Garðabæjar og Bessa- staðahrepps skili árangri. Sveitarfélögin haldi sjálfstæði sínu Mikiivægt að mynda mótvægi við Reykjavík Magnús Gunnarsson bæjarstjóri í Hafnarfírði er hlynntur aukinni sam- einingu sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu en líst illa á þá hugmynd að sveitarfélögin renni saman í eitt. „Mér líst ekkert á borgríki," sagði hann. Magnús segir það hafa verið sína skoðun lengi að Hafnarfjörður, Garða- bær og Bessastaðahreppur eigi að taka upp viðræður um sameiningu. Það sé fyrsta skrefið en skoða megi hvort raunhæft sé að Kópavogur komi inn í þær viðræður. Magnús bendir á að nefnd SSH hef- ur í raun enga lögsögu í sveitarfélög- unum. „Ég held að menn hljóti nú hver í sínu sveitarfélagi að mynda sér sína Einar Sveinbjörnsson, oddviti minnihlutans í bæjarstjóm Garðabæj- ar, segist hafa orðið var við að fjölmar- gir íbúar á höfuðborgarsvæðinu sjái ekki tilgang með sjö til átta sveitar- félögum á svæðinu þegar það sé í raun og vera orðið eitt atvinnusvæði. „Ég held að það sé hins vegar ekki heppilegt að stofna til eins ofursveitar- félags eins og hugmyndir þessa hóps ganga meðal annars út á nema þá með mjög virkri hverfastjórnun en þá eram við í rauninni að tala um alveg nýtt stjórnsýslustig,“ sagði Einar. Hann telur þó að það sé mikilvægt fyrir Garðabæ og sveitarfélögin þar í kring að reyna að mynda mótvægi við Reykjavík. Hann segir stöðu Reykja- víkur í samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu afar sterka og að ágreiningsfletir hafi komið upp og eigi eftir að koma upp. „Ég held að sveitarfélögin frá Kópa- vogi og jafnvel suður í Vatnsleysu- strandarhrepp gætu myndað nokkuð sterkt sveitarfélag með 50 til 60 þús- und íbúum,“ sagði Einar. Hann vill að þessi kostur verði skoðaður í fullri al- Jónas Sigurðsson, forseti bæjar- stjórnar í Mosfellsbæ, segir hugmynd- ir SSH á höfuðborgarsvæðinu koma á óvart, en Mosfellsbær átti ekki fulltrúa í nefndinni. Jónasi líst engan veginn á að sveitarfélögin sameinist með þeim hætti sem lagt er til að skoðaður verði. „Mér finnst hugmyndimar ganga að verulegu leyti gegn því markmiði, sem mér finnst vera full ástæða til að ná, þ.e.a.s. nálægð íbúanna við ákvarðana- töku um nánasta umhverfi sitt,“ sagði Jónas. „Þarna er verið að mínu mati að leggja niður þetta sveitarstjórnarstig að því marki sem við þekkjum það í dag,“ Jónas vill eindregið að sveitarfélög- in haldi sínu sjálfstæði varðandi skipu- lagsmál og þjónustustig en telur hins vegar að skoða mætti frekara samstarf en nú er orðið á öðram sviðum. Þá seg- ir hann hugmyndir um hugsanlega yf- irstjóm höfuðborgarsvæðisins kosna beinni kosningu vel koma til skoðunar. Hákon Bjömsson, oddviti sjálfstæð- ismanna, sem eru í minnihluta í bæjar- stjóm Mosfellsbæjar, segir eðlilegt að skoða fram komnar hugmyndir um sameiningu. Hann vill þó ekki leggja dóm á hugmyndimar að svo stöddu. „Mér finnst að sveitarfélögin eigi að endurmeta stöðu sína með tilliti til þess að ná sem mestri hagkvæmni á hverjum tírna,“ sagði Hákon. Höfum lítinn áhuga á að sameinast öðrum Gunnari I. Birgissyni oddvita bæj- arstjómar í Kópavogi h'st illa á hug- myndimar. „Þessar hugmyndir hafa ekkert komið inn á borð hjá okkur í bæjarstjórnunum þannig að þetta er eitthvað fólk út í bæ sem er að vinna þessar hugmyndir," sagði Gunnar. „Við Kópavogsmenn höfum lítinn áhuga á því að vera að sameinast öðr- um,“ sagði Gunnar. Hann segist telja að þegar bærinn verði fullbyggður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.