Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 47

Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 47
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 4 7 1- MORGUNBLAÐIÐ •fuðborgarsvæði Forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu um umhverfismál á EES uðn- nrnar verði hann mjög góð rekstrareining. „Það hefur sýnt sig núna hjá okkur að við höfum sérstöðu í rekstrarniður- stöðu á höfuðborgarsvæðinu, lang- lægsta reksturinn. Þannig að við sjá- um engan hag í því að vera að sameinast öðrum, sérstaklega þeim sem eru með mun slakari rekstur,“ sagði Gunnar. Hugmyndirnar allrar athygli verðar Flosa Eiríkssyni, oddvita minnihlut- ans í bæjarstjóm Kópavogs, finnst hugmyndir nefndar SSH allrar athygli verðar. Honum Kst þó illa á að sameina allt höfuðborgarsvæðið í eitt sveitarfélag og er ekki hlynntur sameiningu Kópavogs og Reykjavíkur. „Ég held að það væri gott héma á höfuðborgarsvæðinu ef við ætlum að sameina sveitarfé- lög að það yrði til annað mjög stórt og öflugt sveitarfélag fyrir utan Reykjavík. Þá sæi maður auðvitað sveitarfélögin fyrir sunnan Reykjavík sérstaklega fyrir sér sem sveitarfélag sem gæti veitt Reykjavík samkeppni og mótvægi," sagði Flosi. Guðmundur H. Davíðsson, oddviti Kjósarhrepps, átti sæti í nefnd SSH. „Mér finnst leiða af sjálfu sér að það þurfi að skoða þessi mál. Það eru að myndast stærri einingar víða um land og við náttúrlega eram smá eining,“ sagði Guðmundur. Hann kveðst ekki hafa myndað sér skoðun á því hver möguleikanna þriggja henti best. Samkeppni milli sveitarfélag- anna kemur íbúunum til góða Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi er andvígur sameining- arhugmyndunum og telur að þær njóti ekki mikils fylgis meðal sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ekkert langt síðan við kusum um sam- einingu öll sveitarfélögin hér á svæð- inu þannig að við þykjumst vita hvað borgararnir vilja,“ sagði Sigurgeir. Hann telur ekki hollt að stækka Reykjavík frekar en orðið er. Með sameiningu yrði borgin svo sterk að vandræðum ylli gagnvart ríkisvaldinu. „Sveitarfélögin era í ákveðinni heil- brigðri samkeppni sín á milli sem ég held að komi íbúunum mjög til góða. Borgararnir hafa að einhverju leyti valið sér búsetu eftir þeirri þjónustu sem sveitarfélögin veita,“ sagði bæjar- stjórinn. Hann vill hins vegar auka samvinnu sveitarfélaganna. Fundað um sameiningarkosti í Bessastaðahreppi Guðmundi G. Gunnarssyni, oddvita sveitarstjórnar Bessastaðahrepps, hugnast ekki hugmyndir um samein- ingu alls höfuðborgarsvæðisins í eitt sveitarfélag en hins vegar finnst hon- um rétt að skoða hvaða kostir era í stöðimni aðrir. „Ég er alla vegana áhugamaður um það að þessi mál séu skoðuð í fúlustu alvöra og athugað hvort menn geti náð sameiginlegri lendingu," sagði Guð- mundui'. Hann telur til dæmis að sveit- arfélögin fyrir sunnan Reykjavík ættu að ræða um hvaða möguleikar henta best til sameiningar og finna valkost fyrir kjósendur að kjósa um. Guðmundur telur fullvíst að sveitar- félögum á höfuðborgarsvæðinu muni fækka á allra næstu árum, einfaldlega vegna þess að stöðugt sé verið að færa meiri ábyrgð frá ríki til sveitarfélaga og stærri og sterkari sveitarfélög hafi meiri slagkraft fyrir Mana og gagn- vart ríkinu. Guðmundur vekur athygli á því að Bessastaðahreppur hafi þegar boðað fulltrúa allra sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu til sín á fund um sam- einingarkosti. Fundurinn fer fram næstkomandi föstudag. i Horfa þarf á efnahagslífið til að ná árangri í umhverfismálum Engin þjóð á Evrópska efnahagssvæðinu not- ar endurnýjanlega orkug.]afa 1 jafn miklum mæli og Islendingar, sem nota jafnframt mesta orku miðað við höfðatölu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu, sem forstöðumaður hennar, Dom- ingo Jimenez-Beltran, kynnti hér á landi. Morgunblaðið/Sverrir Domingo Jimenez-Beltran, forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu, og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra ræða við blaðamenn í ráðherrabústaðnum í gær. RÍKI Evrópska efnahags- svæðisins virðast oft setja sér mörk í umhverfismálum en stefna síðan í allt aðra átt í raun, samkvæmt skýrslu, sem Dom- ingo Jimenez-Beltran, forstjóri Um- hverfisstofnunai- Evrópu, greindi frá hér á landi. Sagði hann að til að ná árangri í umhverfismálum dygði um- hverfisstefna ekki til heldur þyrfti að líta á sjálft efnahagslífið. Sagði hann að íslendingar ættu ýmsa möguleika í orkumálum, en benti á að huga þyrfti vel að öðram kostum en orkufrekum iðnaði þegar menn veltu fyrir sér hvernig nýta ætti óbeislaða orku lands- ins. Beltran kom hingað til lands til þess að kynna stofnunina og starf þennar og kynna sér betur aðstæður íslendinga og sjónarmið á sviði umhverfismála um leið og ræddi í fyrradag við Siv Frið- leifsdóttur. Bertran kynnti skýrsluna, sem kom út fyrr í þessum mánuði, um ástand umhverfismála í Evrópu þar sem bera má frammistöðu íslendinga á ýmsum sviðum saman við önnur EES-ríki, á blaðamannafundi í fyrradag. Beltran sagði að íslendingar væra meðlimir í stofnuninni þótt þeir væru ekki í Evrópusambandinu vegna þess að Jacques Delors, fyn-verandi fram- kvæmdastjóri Evrópusambandsins, hefði séð fyrir sér að stofnunin ætti að vera opin fyrir þeim þjóðum, sem hefðu sömu markmið - að nota upplýsingar til að bæta umhverfið og vinna að sjálf- bærri þróun og því væri mikilvægt fyr- fr íslendinga að vera með. Þá væri lík- legt að íslendingar fengju enn betri innsýn í ástandið í Evrópu vegna þess að mjög líklegt væri að ríki Austur- Evrópu fengju aðild að Umhverfis- stofnuninni áður en þau kæmust inn í Evrópusambandið. Ríkjum stofnunar- innar gæti því fjölgað um 13 innan tíð- ar, eða ríki Mið- og Austur-Evrópu auk Tyrklands, Kýpur og Möltu. Beltran lagði áherslu á að það væra engin smáríki í stofnuninni. Ekki væri farið eftir höfðatölu, heldur framlagi vegna þess að frá umhverfissjónarmiði væri Evrópa bæði einstök og eitt svæði: „Framlag íslands er umtalsvert og getur skipt sköpum." ísland mikilvægt Hann sagði að mikilvægt væri að ís- land væri í stofnuninni til að fylla inn í myndina. En ísland gæti einnig hagn- ast á þessu, til dæmis á sviði uppblást- urs lands. „Þá er annað svið þai- sem stofnunin hefur lítið aðhafst og ísland gæti beitt sér,“ sagði hann. „Það era fiskveiðai- og auðlindir hafsins." Að sögn Beltrans gæti ísland einnig verið kjörið til að prófa aðferðir til að mæla og safna upplýsingum, sem erfitt væri að koma fyrir í löndum á borð við Þýskaland þar sem stjórnkerfið væri flókið. Ávinningurinn gæti því orðið gagnkvæmur fyrir ísland og stofnun- ina. Beltran sagði að í skýrslunni, sem hann kynnti í byrjun maí fyrir um- hverfisráðherram Evrópusambands- ins, væri niðurstaðan í grundvallarat- riðum sú að hlutirnir stæðu ekki vel. Vandi Evrópu í umhverfísmálum „í umhverfismálum hefur ástandið ekki batnað það mikið,“ sagði hann. „En við stöndum þó vel að því leyti að við höfum sjúkdómsgreiningu á sjúkl- ingnum og einnig höfum við sagt fyrir um þróunina í Evrópu. í júní 1999 sögðum við fyrir um þróunina til 2010 og sögðum að héðan af yrðu framfarir ekki knúnar fram með umhverfisstefnu heldur breytingum á stefnunni í efna- hagsmálum. Eg gekk svo langt að segja ráðherranum að einbeittum við okkur að hlutum eins og meðferð sorps og að draga úr mengun án þess að huga að geirum eins og flutningum og orku- framleiðslu sem era í hamslausum vexti næðist enginn árangur." Hann sagði að það væri ekki nóg að draga úr útblæstri bíla þegar þeim fjölgaði um tvo til þrjá af hundraði á ári. Að sama skapi kæmu hljóðlátari flugvélar að litlu gagni þegar flugum- ferðykist um níu af hundraði á ári. „Ég sagði við ráðherrana að á meðan þeir væra að skoða hlutina frá um- hverfissjónarmiði væra hlutimir að gerast allt annars staðar," sagði hann. „Því er nú svo komið í Evrópusam- bandinu að við tölum ekki um umhverf- ismál heldur landbúnað, samgöngur og svo framvegis." ísland á að meta möguleikana og afleiðingar og kostnað Hann spurði hvemig ætti að líta á ísland í þessu samhengi og sagði að ís- land væri í forréttindastöðu hvað varð- aði mengun og önnur klassísk um- hverfisvandamál. „Ég gæti talað um hluti á borð við úrgang, en ég held að spurningin snúist heldur um möguleikana, hvernig hvert land noti möguleika sína,“ sagði hann. „í sumum löndum era enn mikil vanda- mál tengd iðnaði eða þéttbýlisþróun, en annars staðar vill fólk skapa sér þessi vandamál vegna þess að það vill auka atvinnu eða stofna til iðnaðar, sem krefst mikillar orku, og svo framvegis. Almennt bendum við á að við verðum að horfa til þess í auknum máli hvemig við foram með okkar auðlindir í því skyni að tryggja sjálfbæra þróun. Spurningin er því ekki aðeins hversu alvarlegt mengunarvandamálið er, heldur hvemig möguleikamir era nýtt- ir varðandi orkulindir, ferðaþjónustu og landbúnað með það fyrir augum að tryggja framtíðina í þeim efnum. Ef tekst að leysa úr því er mengunarvand- inn leystur því að úrgangur er einfald- lega slæm nýting á efninu.“ Hann sagði að ísland væri enn í þeirri stöðu að hér væri mikil orku- notkun og það kæmi ekki á óvart að ís- lendingar ættu í vandræðum með að uppfylla skilyrði Kyoto-sáttmálans. Miklir raöguleikar í orkumálum „Mikilvægast er að huga að framtíð- inni þannig að möguleikamir verði nýttir rétt,“ sagði hann. „ísland á mikla möguleika í orkumálum, en hvernig á að nota þessa orku. Á að nota hana í orkufrekan iðnað á borð við álfram- leiðslu eða til hluta, sem kosta minni orku og hafa ekki jafn skaðleg áhrif á umhverfið." Sagði hann að til dæmis mætti virkja til að framleiða vetni til að knýja skipa- og bílaflotann í stað þess að beisla vatnsfoll fyrir orkufrekan iðn- að. Beltran benti á að opin svæði væra til dæmis mikill akkur. Hann hefði ekki gert sér grein fyrir því þegar hann bjó í heimalandi sínu, Spáni, og íslendingar áttuðu sig kannski ekki á því heldur, en eftir að hafa búið í miðri Evrópu væri augljóst hvað það væri mikilvægt að hafa pláss. „Segið þetta Þjóðverjum, sem taka 1,3 ferkílómetra undir þéttbýli á dag eða 500 ferkílómetra lands á ári, og þeir gera sér grein fyrir mikilvæginu," sagði hann. „En spumingin er hveiju er fómað. Hér sé ég eitt vandamál, uppblásturinn. Þetta er einnig vanda- mál á Spáni - stundum mætast norðrið og suðrið með þessum hætti - og er erf- ittviðfangs." í skýrslunni kemur ísland fyrir á nokkram stöðum. Þar kemur fram að á áranum 1990 til 1996 jókst útblástur koltvísýrings á íslandi um 10% og fór úr 2,1 tonni upp í 2,3. Reyndar dró að- eins úr útblæstri í þremur af þeim ríkj- um, sem borin era saman, á þessu tímabili, en þetta þýðir engu að síður að íslendingar hafa þegar náð því marki, sem sett hefur verið um að draga úr gróðurhúsalofttegundum og stefnt er að því að náist á tímabilinu 2008 til 2012 samkvæmt Kyoto-sáttmálanum. í skýrslunni má lesa að íslendingar era fremstir þjóoða á EES-svæðinu í notkun endumýjanlegra orkugjafa, en engin þjóð á svæðinu notar hins vegar jafnmikla orku miðað við höfðatölu. Ar- ið 1996 var notkun endurnýjanlegra orkugjafa 61,8% af heildinni hér á landi, en Norðmenn komu næstir með 41,2%. Meðaltalið í löndum Evrópu- sambandsins það ár var 5,4% og 5,9 % á Evrópska efnahagssvæðinu öllu. Frammistaða Islendinga tekur hins vegar á sig aðra mynd þegar litið er á heildarorkuneyslu. Þegar hún er um- reiknuð í brennslu á tonn af olíu á mann var neysla hvers íslendings 8,4 tonn ár- ið 1996. Aðeins Lúxemborgarar vora í námunda við íslendinga með 8,2 tonna neyslu á mann, en Finnar brenndu sex tonn, Svíar 5,8 og Norðmenn 5,3 eins og Belgar. Meðaltalið það ár var hins vegar 3,8 tonn á Evrópska efnahags- svæðinu. Uppsöfnun sorps aftengd efnahagsumsvifum í skýrslunni er sérstaklega tekið til þess að Þjóðverjai-, Hollendingar og ís- lendingar virðist hafa náð árangri í að slíta tengslin milli uppsöfnunar sorps og aukinna efnahagsumsvifa. Þetta er talið lykilatriði eigi að hemja sorp- magn. Samkvæmt tölum í skýrslunni komu 272 kg af sorpi frá heimilum og fyrirtækjum á hvern íslending árið 1996. Þetta er það lægsta, sem þá gerð- ist á Evrópska efnahagssvæðinu. Hins vegar stöndum við okkur ekki jafnvel þegar kemur að því hvemig farið er með úrgang, sem brotnar niður með líf- rænum hætti. Á íslandi fóra árið 1995 um 35% lífræns úrgangs í landfyllingu, en meðaltalið er tæp 30%. Samkvæmt skýrslunni var frammistaða ísland með því lakara sem gerist í EES hvað varðar endurvinnslu plastefna og pappírs og pappa. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- hema sagði að í skýrslunni kæmi fram að íslendingar stæðu sig frekar slæ- lega í úrgangsmálum að því leyti að hlutfall umbúða til endurvinnslu væri lágt og einnig mæþti bæta notkun á líf- rænum úrgangi. í því sambandi hefði verið sett á stofn nefnd undfr forustu Guðmundar G. Þórarinssonar, sem á að fara ofan í saumana á endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs fyrir um- hverfisráðuneytið. EES óvíða haft meiri áhrif en í umhverfismálum Siv sagði að ekki þyrfti að fara mörg- um orðum um mikilvægi Evrópusam- vinnunnar fyrir íslendinga og óhætt væri að segja að óvíða hefði samningur- inn um Evrópska efnahagssvæðið haft rnefri áhrif en á sviði umhverfismála og þá einkum á sviði mengunarvama, eit- urefna og matvælamála. „Við tökum meirihluta tilskipana og reglugerða Evrópusambandsins á sviði umhverfismála inn í íslenska löggjöf í gegnum EES-samninginn og því skiptfr okkur miklu máli að eiga gott samstarf við Evrópuríki og stofnanir Evrópu- sambandsins í umhverfismálum,“ sagði hún. „Ekki skiptir minnstu máli fyrir okkur að þar ríki skilningur og þekldng á aðstæðum hér á landi, sem era að mörgu leyti óhkar því, sem gerist í þétt- . býlum ríkjum meginlandsins.“ ísland hluti af evrópsku upplýsinganeti Siv benti á að Umhverfisstofnun Evrópu væri ekki stjórnsýslustofnun, sem sæi um að hrinda stefnu ESB á sviði umhverfismála í framkvæmd, heldur væri hún upplýsinga- og vökt- unarstofnun, sem jafnframt gegndi mikilvægu ráðgjafarhlutverki fyrir að- ildarríkin og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þegar Umhverf- isstofnun Evrópu var sett á fót 1994 hefði verið ákveðið að EES-ríkin í EFTA fengju aðild að stjórn stofnun- arinnar. „Islendingar hafa þannig frá upphafi átt fulltrúa í stjóm stofnunar- innar, sem er óvenjulegt þegar um er að reæða stofnun á vegum Evrópu- sambandsins," sagði hún og bætti við að umhverfisráðuneytið hefði tilnefnt íslenska sérfræðinga á ýmsum sviðum umhverfismála sem tengiliði við Um- hverfisstofnunina og væra þeir þar með orðnir hluti af evrópsku upplýs- inganeti um umhverfismál. „Með þátt- töku í því gefst íslandi tækifæri á að efla samstarf við evrópska sérfræð- inga, samræma vöktun umhverfisins og veita sambærilegar upplýsingar og önnur Evrópuríki," sagði hún. „Það var einn helsti hvatinn að stofnun Um- hvei'fisstofnunarinnar að ekki lá fyrir greinargóð heildarmynd af ástandi um- hverfisins í Evrópu og hvert ríki notaði eigin staðla og aðferðir við mælingar og vöktun. Það segir sig sjálft að það er erfitt að gera kröfu um sameiginlegar reglur á mörgum sviðum ef það er eng- in leið að bera saman upplýsingar um ástand mála á einfaldan hátt.“ Upplýsingagjöf samræmd Hún sagði að á íslandi væri unnið að því að samræma upplýsingagjöf að evrópskum viðmiðum til þess að hér yrði innan skamms kostur á eins full- komnum upplýsingum um stöðu mála ogkosturværi. „Umhverfisráðuneytið hyggst gefa út viðamikla úttekt á ástandi umhverf- ismála á næsta eða þar næsta ári, fyrir tíu ára afmælisfund Ríó-ráðstefnunnar árið 2002 og í því starfi verður haft að leiðarljósi að upplýsingarnar verði eftir megni sambærilegar við það, sem best gerist á alþjóðlegum vettvangi,“ sagði hún. „Þar verður starf Umhverfis- stofnunar Evrópu haft að leiðarljósi.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.