Morgunblaðið - 20.05.2000, Side 50

Morgunblaðið - 20.05.2000, Side 50
50 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 Konuí Hvíta húsið Frambjóðandinn lofar öllu fógru, rétt eins og aðrir frambjóðendur sem sækj- ast eftir embætti forseta Bandaríkj- anna, og hefur birt lista yfir helstu stefnumál sín. Þarerkomið víða við, þótt ekki risti alltjafn djúpt sem pólitík- usinn hefurfram að færa. Eftir Hönnu Katrínu Friðriksen Um jafnréttismál hef- ur frambjóðandinn það eitt að segja, að allir eigi að fylgja hjarta sínu og stefna hátt, um leið og hann lofar því að leggja sitt af mörkum svo að hvert bam nái að þroska hæfileika sína og ná eins langt og mögulegt er. Ekki tekur betra við þegar frambjóðandinn ræðir ástandið í heimsmálunum. , Jt>að er svo dásamlegt þegar öll- um kemur vel saman og við eigum að hjálpa vinum okkar í okkar eig- in landi og líka í öðrum löndum,“ er framlag hans tii friðarmála, en á UiAUADE öðrumstaðí VlUnUlfr stefnuskránni tekur fram- bjóðandinn skýrt fram að blessuð dýrin séu líka í vinahópnum og það eigi að vemda þau og sýna þeim bh'ðu, svo að þau njóti hamingjuríks lífs. Frambjóðandinn segist „trúa á“ menntun, rétt eins og bæði A1 Gore og George W. Bush, sem opna aldrei svo munninn að þeir tali ekki um nauðsyn þess að bæta menntakerfið í Bandaríkjunum. Þessi frambjóðandi er aftur á móti ekkert að velta fyrir sér flóknum lausnum, heldur lofar því að allir skólar muni bjóða bömum bestu menntun. Af hverju í ósköpunum hefur engum dottið þetta í hug fyrr? Umhverfismál, sem A1 Gore ætlar að slá sér upp á í kosninga- baráttunni og sem Bush, ríkisstjóri í Texas, vonar líklega að verði sem minnst rædd vegna hörmulegrar stöðu fylkisins í þeim málum, em auðvitað á stefnuskrá þessa fram- bjóðanda líka. Hann segir tíma- bært að taka nú afstöðu og hugsa um hag Móður Jarðar. Gott og vel. Hann er líka búinn að átta sig á því, að hreint loft, hreint vatn og hreint umhverfi er nauðsynlegt heilsu mannanna (og ábyggilega vina okkar dýranna líka). Þessi góðviljaði og allt- umlykjandi frambjóðandi er reyndar ekki að bjóða sig fram „í alvörunni", heldur eru þetta stefnumál dúkkunnar Barbie, eins og þau birtast á glæsilegri heima- síðu hennar. Framleiðandinn Mattel hefur sem sagt sett á mark- að „Forseta-Barbie“, sem er að sjáífsögðu klædd íhaldssamri blárri dragt og með í kaupunum fylgir ræðupúlt með hljóðnemum. Ymsir haia orðið til þess að lýsa sérstakri ánægju með þetta fram- tak dúkkuframleiðandans þar sem það færi litlum stelpum heim sann- inn um að konur geta líka náð tíl æðstu metorða í pólitíkinm. Þessir aðdáendur dúkkunnar segja að hún hafi alltaf verið til mikillar fyr- irmyndar. Hún hafi gegnt ýmsum merkum störfum; m.a. verið geim- fari og bisnesskona og ávallt fengið allt sem hugurinn girntíst, hvort sem það var sportbíll, föt, „draumahúsið", sundlaugin eða báturinn. Þar að auki lifi þessi magnaða kona í heimi þar sem karlmaðurinn, sem oftast gegnir nafninu Ken, sé bara aukahlutur, jafnvel aðskotahlutur sem hægt sé að hunsa eða leika sér að eftir því hvemig vindamir blása. Hvað þessum Barbie aðdáendum finnst aðdáunarvert við slíka hegðan fylgir að vísu ekki sögunni. Þeir em nokkuð margir sem telja sig finna feilnótur í femínisma Mattels Barbieframleiðenda. Þar era t.d. í fararbroddi konur á borð við Patriciu Schroeder, sem er fyrrverandi þingmaður og öflugur baráttumaður fyrir jafnrétti kynj- anna, og nafna hennar Patricia Ireland, formaður bandarísku kvennasamtakanna NOW. Schroeder segir, að enn á ný sé verið að ýta undir þær fáránlegu hugmyndir, að konur getí ekki náð frama nema þær líti óaðfinnanlega út. Hlutfallslega brenglaður álfa- kroppur Barbie veki rangar hug- myndir hjá litlum stelpum um hvemig kvenlíkaminn eigi að h'ta út og átröskun af ýmsu tagi megi síðan rekja beint til þessara brengluðu hugmynda. Það síðasta sem við þurfum sé að tengja hug- myndina um mögulegan kvenfor- seta í Hvíta húsinu við Barbie- ímyndina. Það er reyndar áhugavert að rifja hér upp að þær tvær konur sem á síðasta ári komu hvað mest við sögu Hvíta hússins, Monica Lewinsky og Linda Tripp, sáu báðar ástæðu til umtalsverðra útlitsbreytinga, að sögn í von um jákvæðari umfjöllun. Það tókst kannski ekki sem skyldi, enda náði hvorag svo sem að komast í hálf- kvistí við sjálfa Barbie. Patricia Ireland hæddist að for- setaframbjóðandanum Barbie í ræðu sem hún hélt yfir banda- rískum háskólanemendum í byrj- un maí. Hún bentí meðal annars á þá nöturlegu staðreynd, að fram- bjóðandinn gætí ekki staðið á eigin fótum, heldur fylgdi honum sér- stakt statíf, svo að hægt væri að stílla honum upp við ræðupúltið. Barbie hefur reyndar tekið ýmsum breytingum frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir 41 ári. Hún er núna til í öllum mann- kynsins htum, ekki bara hvít og Ijóshærð eins og í upphafi. Fyrir nokkram árum var meira að segja ákveðið að minnka örhtíð barminn á henni og breikka mjaðmimar, til að gera hana „raunverulegri“ í lag- inu. Af einhveijum ástæðum er hún þó enn með örsmáa fætur, en samkvæmt Barbie-úttekt sem gerð var í Morgunblaðinu fyrir nokkram árum myndi hún nota skó númer 20, sem er algeng skó- stærð ársgamalla bama, miðað við að hún væri 180 cm á hæð. Það eru sem sagt engar ýkjur að hlutfólhn era veralega brengluð og án stuðn- ings er hetjan afskaplega óstöðug. Og nú er fyrirmyndin komin í forsetaframboð og ku eiga að sýna fram á sjálfstæði og ótakmarkaða möguleika ungra kvenna á því herrans ári 2000. Framleiðandinn hefði hins vegar betur heima setið en af stað farið, því að stefnumál dúkkunnar ýta eingöngu undir þá skoðun, að hún sé heimsk ljóska. Heimspeki Thorbjöms Egner; „öh dýrin í skóginum eiga að vera vin- ir“, var vel brúkleg í Hálsaskógi, en forsetaframbjóðandi þarf eitt- hvað bitastæðara til að tala sig inn í hjörtu allra htlu stelpnanna. Nema útlitið þyki duga. IÍIKU m MORGUNBLAÐIÐ Á slóðum Ferðafélags fslands Horft inn Barkárdal, Héðinsskarð fyrir miðju, Jökulfjall til vinstri. Hólamannavegur liggur upp á jökulinn og beygir þar til hægri upp í Hölamannaskarð, sem er í hvarfi. Nokkrir fjallvegir á Tröllaskaga Hér segir af gönguleið- um um Hrísháls og Hólamannaveg. í þess- ari grein fjallar Sigur- jón Páll Isaksson um áhugaverðar gönguleið- ir í og úr Hjaltadal, á sögufrægum slóðum sem fleiri ættu að kynn- ast af eigin raun. HEITIÐ Trölla- skagi, um skagann og fjallgarðinn milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, er ekki gamalt. Talið er að Pálmi Hannesson rektor MR sé höfundur þessa nafns, og hefur hann talið það réttnefni vegna þess hvað fjallgarðurinn er víða tröllslegur. Nafnið er einkum notað um svæðið suður að Öxnadals- heiði, en hálendið þar fyrir sunnan telja sumir einnig til Tröllaskaga. Hæstu tindar á Tröllaskaga (norð- an Öxnadalsheiðar) era um 1.400 m. Þessi hrikalegi fjallaklasi er sund- urskorinn af dölum og giljum, sem hafa grafist í hásléttu sem er nú 900- 1.300 m há. Víða hggja jöklar í skál- um og dalabotnum nærri fjallabrún- um, en þeir hafa minnkað á siðustu áratugum. Fjallvegir á Tröllaskaga era með þeim hæstu á landinu, margir um og yfir 1.000 m yfir sjáv- armáli. Nokkrir fjallvegir um Tröllaskaga Öldum saman bjuggu íslendingar við kerfi reiðvega sem breyttist lítið frá einum tíma tíl annars. Á seinni hluta 19. aldar bárast hestakerrar til landsins, og hófust þá vegabætur, sem breyttu þó samgöngukerfinu ekki í grandvallaratriðum. En með tilkomu bíla varð bylting í þessum efnum, og byggðist smám saman upp nýtt þjóðvegakerfi, sem var allólíkt því gamla, og einfaldara. Dæmi vora um að bæir sem áður vora afskekktir væru nú komnir í þjóðbraut, en al- gengara var þó að bæir sem áður höfðu verið við alfaraveg væra orðn- ir afskekktir. Glögg dæmi um þetta má sjá í austanverðum Skagafirði. Á Hólum í Hjaltadal var hin kirkjulega Hópur frá Ferðafélagi Islands við Tungnahryggsskála 4. ágúst 1991 Horft af Barkárjökli norður í Hólamannaskarð. stjómsýslumiðstöð fyrir allt Norður- land, og að nokkra leyti hin verald- lega einnig. Allra leiðir lágu heim að Hólum og því vora Hólar þunga- miðja í vegakerfinu foma. Tvær að- alleiðir lágu út Hjaltadalinn. Önnur út með Hjaltadalsá að austan, ef ferð var heitið út í Kolkuós, Grafarós og Hofsós, eða út í Fljót. Hin leiðin lá yfir Hrisháls (220 m), en hann er við norðurenda Viðvíkurfjalls, ofan við Viðvik og Enni í Viðvíkursveit. Sú leið var farin ef menn áttu erindi inn í Blönduhhð, eða „yfram (ufram)“, þ.e. vestur yfir Héraðsvötnin. Til Eyjafjarðar lágu nokkrir fjall- vegir frá Hólum. Þekktust og fjöl- fömust var leiðin yfir Heljardals- heiði (870 m). Þá er farið frá Hólum út yfir Víðinesá, síðan austur yfir svonefnda Hálsgróf eða Grófina yfir í Kolbeinsdal. Þar var áður allnokk- ur byggð sem nú er komin í eyði. Farið er yfir Kolbeinsdalsá eða Kolku og inn Kolbeinsdal inn fyrir Heljará. Þar er beygt upp Heljar- brekkur og farið inn Heljardal og yf- ir Heljardalsheiði að Atlastöðum í Svarfaðardal. Heljardalsheiði (Helja) var að fomu mjög fjölfarin sumar og vetur, en þó að hún sé ill- viðrasöm urðu þar mjög fá alvarleg slys. Árið 1906 var símalína lögð yfir Heljardalsheiði, og ljósleiðari var lagður þar árið 1988. Af Heljardalsheiði lá hhðarvegur um svokallaða Hákamba (um 1.000 m), bæði fyrir þá sem áttu leið milh Svarfaðardals og Deildardals, en einnig var sú leið farin úr Kolbeins- dal norður í Stíflu í Fljótum eða til Ólafsfjarðar. Var þessi leið fjölfarin meðan Hólastóll hélt reisn sinni og lét sækja skreið og hákarl til Ólafs- fjarðar. Annar fjallvegur til Eyjafjarðar var svokallaður Hólamannavegur (1.220 m). Var þá farið upp Víði-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.