Morgunblaðið - 20.05.2000, Qupperneq 52
52 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HARALDUR
HANNESSON
+ Haraldur Hann-
esson, útgerðar-
maður og skipstjóri,
fæddist á Stokkseyri
24. júní 1911. Hann
lést í Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja á
lokadaginn 11. maf
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Hannes
Jónsson, skipstjóri á
Stokkseyri og Sess-
elja Sigurðardóttir.
Haraldur átti átta
hálfsystkini og þrjú
alsystkini. Aðeins
ein alsystir Haraldar
er enn á lífi, Sigríður, f. 1920, sem
býr í Danmörku ásamt manni sín-
um Herberti Nielsen.
Haraldur kvæntist 24. nóvem-
ber 1933 Elínborgu Sigbjörnsdótt-
ur frá Ekru í Vestmannaeyjum, f.
3. september 1911, d. 11. ágúst
1995. Foreldrar hennar voru Sig-
björn Bjömsson frá Ekru og Þór-
anna Guðrún Jónsdóttir. Haraldur
og Elínborg bjuggu alla sína bú-
skapartíð í Vestmannaeyjum.
Þeim varð fimm bama auðið og
eru íjögur þeirra á
lífi.
Þau eru: 1) Unnur,
f. 27.10. 1933, gift
Magnúsi B. Jónssyni
og eiga þau Qögur
böm. 2) Ásta, f. 28.11.
1934, hennar maður
var Óskar Haralds-
son, en Óskar lést árið
1985 og eignuðustþau
fjögur börn. 3) Hann-
es, f. 4.10. 1938,
kvæntur Magneu G.
Magnúsdóttur og eiga
þau þrjú börn. 4) Sig-
urbjörg, f. 2.10. 1939,
d. 11.7.1942. 5) Sigurbjörg, f. 1.10.
1945, gift Friðriki Má Sigurðssyni
og eiga þau tvo syni.
Haraldur hóf snemma að sækja
sjóinn, lauk mótornámskeiði að-
eins átján ára og ári síðar lauk
hann prófi frá Stýrimannaskólan-
um í Vestmannaeyjum. Haraldur
hóf störf sem stýrimaður á mb. Öl-
veri sem gerður var út frá Stokks-
eyri árið 1930. Skipstjómarferil
sinn hóf hann árið 1932 á mb.
Hilmi VE og útgerð hóf hann ári
síðar þegar hann keypti fjórða
hlut í Hilmi VE, og var Haraldur
skipstjóri á þeim báti til 1939. Það
sama ár eða 1939 keypti hann mb.
Baldur VE 24 í félagi við Jónas
Jónsson og Rögnvald Jónsson, en á
Baldri var Haraldur skipstjóri til
ársins 1972 er sonur hans Hannes
tók við skipstjórninni. Hannes
eignaðist síðan þriðjungshlut í út-
gerð Baldurs VE á móti fóður sín-
um. Frá 1972 vann Haraldur í
landi við útgerð skipsins og er
Baldur VE enn gerður út. Har-
aldur hafði því gert Baldur VE út í
61 ár og verið útgerðarmaður í 67
ár er hann lést. Haraldur lét að sér
kveða í ýmsum félögum og má þar
nefna Björgunarfélagið, Lifrar-
samlag Vestmannaeyja, TJtvegs-
bændafélagið og skipstjóra- og
stýrimannafélagið Verðanda.
Hann var einn af stofnendum
Vinnslustöðvarinnar hf. og sat þar
í stjórn frá 1952-1986 og sat einnig
í stjórn tveggja dótturfyrirtækja
Vinnslustöðvarinnar um árabil,
Gunnars Ólafssonar & Co hf. og
Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vest-
mannaeyjum hf. Þá sat hann í
stjórn Bátaábyrgðarfélags Vest-
mannaeyja í tæpa þijá áratugi.
Haraldur verður jarðsunginn
frá Landakirkju í Vestmannaeyj-
um í dag og hefst athöfnin klukkan
10.30.
Afi minn, Haraldur Hannesson,
útgerðarmaður og skipstjóri, er nú
látinn, tæplega 89 ára að aldri. Það
var táknrænt að afi skyldi kveðja
okkur á hinum forna lokadegi, 11.
maí, en við þennan dag voru lok vetr-
arvertíða miðuð hér á árum áður. Afi
var ættaður frá Stokkseyri og
snemma varð ljóst hver yrði starfs-
vettvangur hans á lífsleiðinni því
ungur fór hann að vinna við sjávar-
síðuna og innan við tvítugt lauk hann
stýrimannaprófi frá Stýrimanna-
skólanum í Vestmannaeyjum. Afi hóf
störf sem stýrimaður á Ölveri frá
Stokkseyri árið 1930. Árið 1931 reri
hann á Þorgeiri goða með Sighvati
Bjarnasyni, en skipstjórn hóf hann á
Hilmi VE árið 1932, var skipstjóri
þar til ársins 1939 og síðan á Baldri
VE frá 1939-1972. Afi var því skip-
stjóri í 40 ár og var ætíð farsæll og
fengsæll og stýrði fleyi ávallt heilu til
hafnar. Afi hóf útgerð er hann keypti
hlut í Hilmi VE árið 1933. Rétt áður
en síðari heimsstyijöldin hófst
keypti hann ásamt félögum sínum
Baldur VE og til Eyja kom þetta
mikla happafley 29. júní 1939 og enn
þann dag í dag er hann í fullum
rekstri, tæplega sjötugur að aldri, en
Baldur VE var smíðaður í Danmörku
1931. Á Baldri VE hefur verið stund-
aður ýmiss veiðskapur, netaveiðar,
togveiðar og einnig nótaveiðar. Ekki
var ég orðinn hár í loftinu þegar ég
fór að fylgjast grannt með aflabrögð-
um Baldurs VE og ég minnist þess
að hafa lengi vel haldið nákvæmt
bókhald yfir aflabrögðin á Baldri og
þá einkum í samanburði við Suðurey
VE. Þetta var nú fyrir daga kvóta-
kerfisins. Afi hélt um skipstjórnina á
Baldri VE til 1972 en þá tók Hannes
sonur hans við, en hann hafði eignast
hlut félaga afa í útgerðinni. Hannes
er enn við stjómvölinn á Baldri og nú
hefur sonur Hannesar og alnafni afa
öðlast skipstjórnarréttindi og hafið
störf á bátnum. Afi fór að vinna við
útgerðina í landi og sinnti því hlut-
verki af samviskusemi. Utgerðin hjá
afa gekk alltaf vel og til marks um
það sagði hann mér að hann hefði
aldrei tekið víxil eða lán á sínum út-
gerðarferli. Það var mjög gaman að
spjalla um sjóinn við afa og ófáir
kaffibollamir vom drukknir yfir
spjalli um sjávarútveginn.
Ekki var afi minni gæfusmiður í
sínu einkalífi því 1933 kvæntist hann
eyjarósinni Elínborgu Sigbjöms-
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
mt mf JB
Sverrir WPrtffrWm
J/4: gm Einarsson Sverrir
útfararstjóri, ^ AH Olsen
sími 896 8242 mLulÆW útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen
útfararstjóri,
sítni 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogí.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www .utfarars tof a .ehf. is
Vesturhlíð 2
Fossvogi
ifmi 551 1266
www.utfor.is
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
%
’y
8BnV«
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
dóttur frá Ekra og varði hjónabandið
í 62 ár. Amma var góð kona og
skemmtileg og var afa mikill félagi.
Það var því mikill missir fyrir okkur
öll og sér í lagi afa þegar amma
kvaddi okkur tæplega 84 ára að aldri
árið 1995. Afi átti við nokkur veikindi
að stríða síðustu árin, en hann tókst á
við þau af æðraleysi og aldrei kvart-
aði hann við nokkurn mann. Nú síð-
ustu vikurnar hafði heilsu hans hrak-
að veralega og afi var því tilbúinn að
takast á við ferðina miklu og kveður
hann þetta jarðneska líf eftir farsælt
og fengsælt æviskeið. Ég er hins
vegar sannfærður um að hann er
ekki hættur í útgerð og nú verður ró-
ið á ný mið.
Afi og amma voru einkar viðkunn-
anleg og hlýleg og var annt um sína.
Þau tóku ávallt vel á móti manni og
alltaf vora einhverjar veitingar í
boði. Fagurlyst, en svo nefndist hús
þeirra, var einskonar fjölskyldumið-
stöð og þangað vora allir alltaf vel-
komnir. Einnig þótti börnunum mín-
um mjög gaman að heimsækja ömmu
og afa, enda var alltaf eitthvert góð-
gæti í boði. I gömlu Fagurlystina var
alltaf gaman að koma og um langt
árabil bjó hjá þeim Jónas Jónsson frá
Stokkseyri, en hann átti og gerði út
Baldur VE með afa. Jónas var ein-
stakur maður og bamgóður og því
var tvöfalt tilefni til að líta við í Fag-
urlystinni. í jarðeldunum á Heimaey
1973 fór Fagurlystin undir hraun og
þegar afi og amma komu aftur eftir
gos bjuggu þau fyrst á Heiðarvegi 46
og síðan í Birkihlíð 5, sem afi nefndi
Fagurlyst.
Afi tók hin síðari ár virkan þátt í
félagslífi eldri borgara, einkum þó á
meðan ömmu naut við. Mynduðu þau
góð vinatengsl við margt fólk á sínu
reki í gegnum þetta félagslíf með
eldri borguram. Meðal annars má
nefna að afi fór ásamt þeim Einari
heitnum Sigurjónssyni og Bergi El-
íasi Guðjónssyni í daglegar göngur
og var oft mikið spjallað og sagði
hann mér að þessar göngur hefði
fært sér mikla gleði og ánægju. Síðan
má nefna að afi hóf að stunda sund-
GARÐHEIMAR
BLÓMABÚÐ • STLKKJARBAKKA 6
SÍMI 540 5320 ^
laugina nær daglega eftir áttrætt
þegar heilsan leyfði.
Að leiðarlokum vil ég og fjölskylda
mín þakka afa og ömmu fyrir ára-
langa samfylgd og skemmtileg
kynni. Missir okkar er mikill og við
munum sakna þess að geta ekki kom-
ið við í Birkihlíðinni og fengið í kaffi-
bollann og rætt málin við afa.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimirkveðja
vininn sinn látna
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Elsku mamma, Unnur, Sibba og
Hanni, ég bið almáttugan Guð um að
styrkja ykkur og fjölskylduna alla á
þessum tímamótum því söknuður
okkar er mikill. Genginn er mikill
heiðursmaður og hafi hann þökk fyr-
ir allt og allt
Hörður Óskarsson og fjöiskylda.
Látinn er ástkær afi minn, Halli á
Baldri, tæplega 89 að aldri. Það er
margs að minnast frá samverustund-
um okkar afa í gegnum árin. Ungur
fékk ég að fara með honum til sjós
eða dvelja með honum löngum stund-
um í Baldurskrónni, en svo nefnist
veiðarfærahús Baldurs VE við Heið-
arveg. Þetta vora ógleymanlegar og
lærdómsríkar stundir og víst er að
afi kenndi manni margt.
Fyrir tilstilli afa fór ég nokkur
sumur í sveit að Þúfu í Landsveit,
þar sem hálfbróðir hans Dagbjartur
og kona hans Sigríður vora ábúend-
ur. Sveitadvölin var mjög gefandi og
mikið ævintýri. Hápunktur sumar-
dvalarinnar var þegar afi og amma
komu í heimsókn að Þúfu og stund-
um tóku þau mig með í stutt ferðalög
um landið.
Afi og amma bjuggu um langt ára-
bil í einkar reisulegu húsi við Urðar-
veg sem nefnt var Fagurlyst. Þangað
leitaði maður mikið sem krakki og oft
fékk maður að gista. Segja má að um
tíma hafi þau verið mér sem fóstur-
foreldrar því frá fermingu og þar til
ég sjálfur fór að búa bjó ég hjá þeim,
fyrst í gömlu Fagurlystinni, síðan
eftir gos á Heiðarveginum og síðan í
Birkihlíðinni. Þetta vora góð ár og
amma og afi reyndust mér sérstak-
lega vel og þeim á ég margt að þakka.
Það var mikill missir fyrir okkur
öll þegar amma kvaddi þetta líf 84
ára gömul árið 1995. Mestur var þó
missir afa og í hönd fóra erfiðir tímar
hjá honum. Um leið og hann tókst á
við sorgina fór heilsan að bresta en
afi tókst á við þetta af sinni alkunnu
hógværð. Þrátt fyrir ýmis áföll á
undanfömum áram kvartaði hann
aldrei. Þeir voru ófáir kaffibollamir
sem við drakkum saman og bíltúr-
amir sem við fóram og mikið var
spjallað, einkum um bátana, afla-
brögð, veðrið. Afi fylgdist vel með
skipinu sínu Baldri VE og alltaf gat
maður fengið nýjustu upplýsingar
um gang mála þar um borð. Mér era
einkar minnisstæðir okkar síðustu
bíltúrar þegar heilsu afa hafði hrak-
að svo að hann gat ekki lengur keyrt.
Afi skynjaði vel að hverju stefndi og
því var sem aldrei fyrr spjallað um
sjóinn og aflabrögðin, svona rétt eins
og við væram að gera þetta allt upp.
Að leiðarlokum vil ég fyrir mína
hönd, konu minnar og sona þakka
þér elsku afi fyrir samfylgdina sem
hefur reynst mér og minni fjölskyldu
mikið og gott vegnanesti á lífsleið-
inni. Nú sameinist þið amma á ný í
guðs blessun.
Megi algóður guð blessa minningu
afa og almættið styrkja okkur í
minningu um látinn heiðursmann.
Haraldur Óskarsson
og Qölskylda.
Nú hafa landfestar verið leystar.
Afi minn hefur lagt upp í sína hinstu
ferð. Minningarnar streyma og af
nógu er að taka.
Ur bernsku man ég vel eftir stóra
og fallega húsinu þeirra afa og
ömmu, Fagurlyst. Þar var stór garð-
ur sem gaman var að leika sér í og í
minningunni var alltaf svo gott veð-
ur. Bíltúrarnir í gamla sjógræna
V-37 Taunusinum vora skemmtileg-
ir, þar sem mesta sportið var að sitja
á milli afa og ömmu frammí. Eftir
gos hefur Birkihlíðin verið staður
margra góðra stunda, þar sem fjöl-
skyldan hefur komið saman, enda afi
og amma sérlega góð heim að sækja.
Það verður því skrýtið fyrir mig og
mína að geta ekki komið við og fengið
mola og djús hjá afa.
Afi hefur í rúm 60 ár gert út Bald-
ur VE 24. Útgerðin hefur alla tíð ver-
ið farsæl og hún verið hans líf og
yndi. Hann var sjálfur skipstjóri á
Baldri í rúm 30 ár eða allt til ársins
1972, er faðir minn tók við skip-
stjórninni. Frá þeim tíma sat hann
ekki auðum höndum. Króin eða „hús-
ið“ eins og fjölskyldan kallaði það
varð hans vettvangur. Þar vann hann
við viðgerðir og viðhald á ýmsu er
laut að bátnum. Afi var nýtinn og
henti aldrei neinu sem hugsanlega
yrði hægt að nota síðar. Þetta má vel
sjá þegar komið er inn í „hús.“
Líf afa breyttist mikið við snöggt
fráfall ömmu í ágúst 1995. Það tók á
að finna lífstaktinn aftur eftir 62 ára
gæfuríkt hjónaband.
Árin síðan hafa þó verið góð þótt
veikindi hafi sett þar nokkurt mai'k
á. Haustið 1998 var tekinn af honum
vinstri fóturinn. Það var honum
nokkuð áfall, enda kannski ekki auð-
velt að koma sér aftur á stjá þá 87 ára
gamall. En þá sýndi hann mikinn
dugnað og lífskraft og kom sér á ný á
gott ról. Með stuðningi fjölskyldunn-
ar tókst honum að búa áfram í Birki-
hlíðinni og ég veit að það var honum
mikils virði. Seinna akkeri Fagur-
lystarfjölskyldunnar er fallið. Minn-
ingamar era góðar og þær mun ég
geyma vel. Far þú í friði elsku afi
minn.
Hafdis Hannesdóttir.
Mig langar að minnast hans afa í
örfáum orðum.
Það era margar minningar sem
koma upp í hugann, er ég hugsa til
baka um samverastundir okkar afa.
Mér þótti alltaf spennandi að fá að
þvælast um með afa á mínum yngri
áram, fara á bryggjurnar, upp í veið-
arfærahús og hjálpa til með það sem
ég gat hjálpað til með, hvort sem það
var heima við eða tengdist útgerð-
inni.
Þegar ég varð eldri urðu heim-
sóknimar ekki færri, þvert á móti
þótti mér alltaf jafngaman að heim-
sækja ömmu og afa og þess vegna
tók ég kannski enn frekar eftir því,
að það var eins og hluti af afa hyrfi á
braut þegar amma dó, en það lýsti
best þeirra hjónabandi, að þau vora
ekki aðeins hjón heldur allra bestu
vinir.
En nú undir það síðasta þegar afi
átti í sínum veikindum, skynjaði
maður það ekki nema að litlu leyti,
því alltaf þegar ég spurði hann um
líðanina, þá svaraði hann á þá lund að
hann væri eldsprækur og aldrei verið
hressari og þar fram eftir götunum.
En nú þegar komið er að leiðarlokum
og afi er horfinn á braut, finn ég ekki
eingöngu fyrir söknuði, sorg og tóm-
leika, heldur líka fyrir vott af gleði,
því ég veit að nú situr afi með ömmu
sér við hlið uppi hjá almættinu og
þau tvö munu áfram halda vemdar-
hendi yfir sinni stóra fjölskyldu.
Ég lifi’ og ég veit hve löng er mín bið,
ég lifi’ uns mig faðirinn kallar,
ég lifi’ og ég bíð, uns ég leysist í frið,
ég lifi sem farþegi sjóinn við,
uns heyri ég, að Herrann mig kallar.
Ég ferðast og veit, hvar mín för stefnir á,
ég fer til Guðs himnesku landa,
ég fer, uns ég verð mínum frelsara hjá
og framar ei skilnaðarsorgin má
né annað neitt ástvinum granda.
Ég dey og ég veit, nær dauðann að ber,
ég dey, þegar komin er stundin,
ég dey, þegar ábati dauðinn er mér,
ég dey, þegar lausnin mér hentust er
og eilífs lífs uppspretta’ er fundin.
Ég lifi nú þegar í Drottni í dag,
ég dey, svo að erfi ég lífið,
ég ferðast mót eilífum unaðarhag.
Hví er þá mín sál ei með gleðibrag?
ég á þegar eilífa lífið.
(Þýð.Stef.Thor.)
Elsku mamma, Ásta, Unnur og
Hanni.
Guð styrki ykkur og okkur öll í
þeirri sorg sem við göngum í gegnum
þessa dagana en minnumst þess að