Morgunblaðið - 20.05.2000, Side 55

Morgunblaðið - 20.05.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 55 * MINNINGAR stundum. Hjá ömmu og afa bjó lang- amma, móðir ömmu. Svo að á þessu heimili var alltaf einhver heima, ef amma og afí vom að vinna var lang- amma alltaf til staðar. Þannig að ég kynntist aldrei leikskóla eða dag- heimili, þama gat ég alltaf komið. Afi var einstaklega barngóður og blíður maður, við barnabörnin hans fengum að kynnast því öll, og svo barnabarnabömin þegar þau komu. Nóg var af ást og hlýju. Að alast upp í litlu þorpi úti á landi era vissulega forréttindi, sem ég geri mér alltaf betur og betur ljós. Þetta öryggi sem er til staðar, þessi stóra fjölskylda, já ég segi fjölskylda, íbúarnh- sem byggðu þetta litla þorp. Margar ömmur og afar, sem skiptu sér af börnunum, þau gengu ekki um með lyklana um hálsinn, þannig var það ekki á þessum tíma. Það er dýrmætt að eiga stóra sam- heldna fjölskyldu, þar sem hver tek- ur utan um annan, bæði í gleði og sorg. A hverjum jólum er jólaboð í stóra húsinu sem stendur uppi á brekk- unni, gamla spítalanum eins og húsið er kallað, því þar bjuggu og störfuðu Víkurlæknar um árabil, tignarlegt hús og afar fallegt. Það kemur sér vissulega vel að heimili ömmu og afa hefur verið í þessu stóra og mikla húsi, þvi fjölskyldan er stór, telur ríf- lega 40 manns. Og allir sem mögu- lega geta komið mæta. Afi var ættstór maður og átti marga ættingja og vini á Síðunni, þar sem hann var fæddur og uppalinn. A Mosum dvaldist fjölskyldan mikið og þaðan á ég margar skemmtilegar minningar. Gleði og glaumur ríkti alltaf þær helgar sem afi og amma vora þar, fjölskyldan naut samvist- anna, jafnt stórir sem smáir. Síðasta vetur bauðst mér að fara til Finnlands í tvær vikur, þá tóku amma og afi sig til og fluttu sig til Reykjavíkur, inná heimilið mitt og tóku að sér bömin mín þrjú, ekki málið.!!! Afi sagði reyndar að hann kæmi ekki til Reykjavíkur, nema hann gæti haft eitthvað fyrir stafni, og svo sannarlega fann hann sér eitt- hvað að gera, dyttaði að öllu sem þurfti, setti upp hillur í geymslunni, setti upp snúrur handa mér og margt annað. Eg vissi að ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af öllu heima, börnin mín og heimili væri í góðum höndum. Afi var afar duglegur og iðinn maður, eftir hann liggja ófá handar- verkin, hann varð að hafa eitthvað að gera og ósjaldan fann maður hann í kjallaranum, að dunda sér við að dytta að bílum, smíða, eða annað það sem til féll. Svona var afi, það vita þeir sem til hans þekktu. Ég gæti vissulega skrifað ótal fleiri minningar, en þær mun ég geyma í hjarta mínu og ylja mér og mínum á. Nú hylur svæði heilög nótt, hniginnerröðullskær. Allt er svo kyrrt og alveg hljótt, andareiminnstiblær. Fjallabuna fagurtær kveður nú ein með ástkærum rómi. Nú ijómar stjama helgur her umhiminsaliblá, og segulljósin leika sér léttkvikum vængjum á. Fagrar of fölnuð strá mána ljósöldur meginfagrar líða. (Kristján Jónsson.) Elsku afi, takk fyrir alla ástúð þína og hlýju, hjálpina og styrkinn sem þú veittir mér og börnunum mínum. Ég veit að ég hitti þig þegar minn timi kemur, færðu langömmu kveðju mína og öllum sem þú hittir. Við sem eftir stöndum höldum utan um hvert annað eins og þú hefðir gert og gerð- ir alltaf þegar einhver þurfti á því að halda. Elsku amma, megi guð gefa þér styrk í sorg þinni. Þín Sólrún. Elsku afi. „Nei, erað þið á ferðinni, elskumar mínar," og stórt og hlýtt faðmlag vora alltaf móttökur þínar þegar við rákum inn nefið á leið okk- ar gegnum Víkina. Nú þegar þú hef- ur kvatt okkur hljóma þessi orð í sí- fellu innra með okkur og vekja upp hlýjar minningar. Þú varst svo góður maður. Kveðja þín kom okkur öllum í opna skjöldu og vildum við gjai-nan hafa haft þig lengur hér hjá okkur. En guð kallaði þig til sín og nú fá aðrir gæsku þinnar notið. Þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur gefið okkur. Elsku amma, megi algóður guð styrkja þig í sorginni og í því sem framundan er. Þín Hrafnhildur, Tinna, Atli, Einar og Birta Huid. Að heilsast og kveðjast, það er lífs- ins saga. Þessi setning leitar á hug- ann nú þegar við kveðjum öðlinginn Pál Jónsson. Það er svo að þegar ein- hver manni kær kveður, þá deyr um leið hluti af manni sjálfum. Palli, maðurinn hennar Siggu móðursyst- ur, var einhvern veginn eilífur eins og klettur í mínum huga - ljúfmennið með brosið í augunum, síungi prakkarinn, maðurinn sem bar slíka virðingu fyrir börnum að öll höfum við dáð hann, þessar þrjár kynslóðir sem efth- honum koma. Ekki getur maður minnst svo Palla að Sigga sé ekki nefnd í sömu andrá, svo samhent og einhuga hafa þau verið alla tíð. í ríflega fimmtíu og fimm ár hafa þau búið saman í Vík- inni, þar sem Sólveig amma átti heimili hjá þeim allt fram undir það að hún andaðist í hárri elli og bjuggu þau þannig að henni að við hin fáum aldrei fullþakkað. Með fráfalli Páls verða þáttaskil í ái-atuga búsetusögu Fögrubrekku- fjölskyldunnar í Víkinni, sem hófst fyrir réttum áttatíu áram þegar þau afi og amma settust þar að og okkur sem þangað eigum rætur að rekja hnykkir við. Þegar litið er yfir farinn veg má segja að með tilkomu Palla í fjöl- skylduna hafi heimili Sveins afa, sem fórst með sviplegum hætti fáum ár- um fyrr í sjóslysi sem skók hina litlu byggð í Víkinni, fengið með nokkram hætti framlengingu í heimahögum, þessum einstaka stað, og við höfum öll notið góðs af fram á þennan dag. Þau systkini, Sigga og Þórður, með mökum sínum og bömum, stóðu af sér þrengingar byggðarinnar í Víkinni og sú staðfesta hefur á seinni tíð skilað sér með endumýjuðum þrótti og stendur fjölskyldan þar fostum fótum nú þegar tryggðatröll- ið hefur skilað sínu dagsverki. Við, sem nú eram á miðjum aldri, vorum þeirrar gæfu aðnjótandi í æsku að dveljast um lengri eða skemmri tíma á hinu sameiginlega heimili þeirra hjóna, Palla og Siggu, ömmu og Þórðar. Þau elstu okkar muna fyrst eftir sér í Fögrabrekku, litla húsinu þeirra afa og ömmu uppi á Bökkunum þar sem þau Sigga og Palli hófu búskap sinn, síðan í „stóra húsinu“ sem þau og Þórður byggðu þar innar á túnunum, ofan við Sýslu- mannshúsið og var lengstaf stærsta íbúðarhúsið í Víkinni, og loks í „Spítalanum", á Suður-Víkurtúninu hinum megin við Víkurána. Margar minningai’ koma upp í hugann, ferðir austur á Síðu, í beija- mó í eldhrauninu, við frænkur mínar í heimsókn hjá Palla og Þórði mínum á verkstæðinu þar sem angaði allt af olíu sem var einhvernveginn svo notalegt og táknaði vinnusemi. Þá var pípan og pípuilmurinn órjúfan- legur hluti af Palla og manni fannst hann tákn um rósemi og yfirvegun. Síðan hefur svona ilmi fylgt hughrif bernskunnar, sem ljúft hugarþel kveikti í upphafi. Hlýjan og kímnin sem einkenndu þennan mann hafði þau áhrif að honum tókst að ná því besta fram í öllum. Hann tók börnum á þeirra eigin forsendum, skilyrðis- laust, umvafði þau hlýju og alúð þannig að þau urðu ljúf sem lömb í návist hans og ævarandi vinir hans þaðan í frá. Þannig hélt t.d. sonur minn lengi vel að Palli væri afi hans. Hann hefur með fasi sínu og við- móti, án þess að þurfa að fjölyrða, verið einskonar mannasættir á sinn hógværa og ljúfmannlega hátt. Þau hjón hafa verið rómuð fyrir einstaka gestrisni og gestagangur meiri en í meðalhófi þó hvoragt vildi við það kannast. Alla tíð hefur okkur frændfólkinu verið tekið opnum örm- um, hús þeirra staðið okkur opið, sama hvenær mann hefur borið að garði eða hvernig staðið hefur á, einn eða heilu fjöldskyldumar, jafnan á svo áreynslulausan hátt að manni hefur liðið eins og heima hjá sér og næstum gleymt að fara. Má segja að hús þeirra hafi staðið um þjóðbraut þvera í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Hef ég fyrir satt að oft hafi Palli á leið í matarhlé setið fyrir rátunni í hádegis-stoppi í Vík og ef einhver honum kunnur var á ferð, eins og börn á leið í sveitina, var þeim sama kippt heim í mat. Ég veit að Palli hefur oft verið þjáður síðustu árin en skaftfellska æðraleysíð sem honum var í blóð borið neitaði að kannast við það. Þannig datt mér ekki í hug þegar þau hjón komu í fermingu dóttur minnar nú í apríl að það væri í raun kveðju- stund þó faðmlagið hafi verið venju fremur hlýtt, en líklega grunaði hann sjálfan að hverju færi. Ég bið Siggu minni og öllum börnunum hennai’ og Palla, stóram og smáum, guðsbless- unar nú á þessari sorgarstundu. Guðrún Björk Tómasdóttir. Palli, þú ert dáinn. Þegar ég frétti á laugardaginn að þú værir dáinn vildi ég ekki tráa því. Það bara gat ekki verið, þú varst svo hress eftir aðgerðina, og það er svo stutt síðan þú varst að kjá framan í hann Breka Þór í skírnarveislunni um páskana. Þá vonaði ég að Breki fengi að kynn- ast þér eins og ég kynntist þér. Að sumu leyti leit ég á þig sem af- ann sem mig vantaði, og þú varst sá eini sem máttir kalla mig „Litla- Svein“ án þess að mér sámaði, vegna þess að ég vissi að þú kallaðir mig það, til að aðgreina okkur nafnana. Við Bjami Jón vorum leikfélagai’ frá barnæsku og fór þá ekki hjá því að við væram mikið heima hjá hvor öðr- um að leika okkur. Það var alltaf mjög spennandi að leika sér í kjallar- anum þínum, en oft held ég að þú hefðir viljað að við veldum annan leikvöll en kjallarann, því ekki tókum við alltaf til eftir okkur sem skyldi. Ég man varla eftir því að þú skamm- aðir okkur, nema ef vera skyldi þegar við Bjarni fóram að fóðra mýsnar í bflskúrnum. Samt held ég að þú hafir haft lúmskt gaman af því uppátæki. En ekki vildir þú hafa mýsnar inni í kjallara þannig að okkar gæludýra- hald varð endasleppt. Einu atviki ég gleymi aldrei. Við Bjami voram átta til níu ára gamlir, það var á aðfangadag, við áttum ein- hvem pening. Fóram í Shell-sjopp- una og stálumst til að kaupa okkur pilsner. Um kvöldið þegar ég kom uppúr til ykkar Siggu og við fóram að drekka kaffið þá vildir þú endilega gefa okkur Bjarna pilsner. Það skild- um við ekki þar sem okkur var aldrei boðið uppá pilsner. Kom þá í Ijós, að mamma og Sigga höfðu verið að skúra í Stapa og þær sáu okkur vera að þamba pilsnerinn við sjoppuna fyrr um daginn. Hjá okkur systkininum var það stór hluti af jólahaldinu að fara upp í Gamla-Spítala til ykkar Siggu og ömmu, meðan amma lifði. Þær vora margar ferðirnar sem ég fór með þér í sveitapóstinn á Volvon- um og þá var alltaf mesta sportið að fylgjast með hvað þú keyrðir hratt á „Skeiðílatarhraðbrautinni". Ég var uppfrá hjá ykkur Siggu þegar Vilhjálmur bróðir fæddist og þú reyndist mér óumræðilega vel þegar hann dó. Seinna þegar við unn- um hjá Klakk kynntist ég þér enn betur og þá sem vinnufélaga. Það var mjög gott að vinna með þér þótt ég hefði ekki alltaf við þér, þar sem þú varst bæði íljóthuga og hraðvirkur en á sama tíma útsjónarsamur. Ég veit að pabbi og mamma eiga eftir að sakna þín mjög mikið þar sem þú lítur ekki oftar inn í kaffi til að ræða málin, því þótt þú stoppaðir ekki alltaf lengi komstu oft í heim- sókn. Ég á líka eftir að sakna þín en ég mun rifja upp samverastundirnar sem vora svo margar og góðar. Elsku Sigga mín, Anna Sigga, Sólveig, Ása, Sveinbjörg, Sveinn, Bjarni Jón, tengdabörn, barnabörn og barna- barnabörn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Minning um góðan mann lifir. Sveinn Þórðarson. t Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, sr. HEIMIR STEINSSON, Þingvöllum, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 24. maí kl. 13.30. Jarðsett verður frá Þingvallakirkju að athöfn iokinni. Dóra Erla Þórhallsdóttir, Þórhallur Heimisson, Ingileif Malmberg, Arnþrúður Heimisdóttir, Þorlákur Sigurbjörnsson, Dóra Erla, Rakel, Hlín og Heimir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp- faðir, tengdafaðir og afi, HALLDÓR ÞORVALDSSON, Strandaseli 11, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 18. maí. Helga Guðmundsdóttir, Birgir Halldórsson, Soffía Antonsdóttir, Kristjana Halldórsdóttir, Guðrún B. Halldórsdóttir, Páll Þ. Þorkelsson, Sævar V. Bullock, Björg H. Sölvadóttir, Gunnhildur ísleifsdóttir, Hilmar Ingason, Brynja Þorleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, TRYGGVI GÍSLASON pípulagningameistari, Hraunbæ 103, verður jarðsunginn frá Kirkju Óháða safnaðar- ins miðvikudaginn 24. maí kl. 15.00. Alda Sigurjónsdóttir, Gísli Þór Tryggvason, Ingibjörg Steina Guðmundsdóttir, Ólafur Þór Tryggvason, Svanhvít Hlöðversdóttir, Sigurjón Þór Tryggvason, Tryggvi Þór Tryggvason, Guðfinna Guðmundsdóttir, Rannveig Tryggvadóttir, Heimir Þór Tryggvason, Ólafía Gústafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför VALDEMARS ÁSMUNDSSONAR fyrrum bónda á Halldórsstöðum, Bárðardal, Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Hvamms, sjúkrahússins á Húsavík og sveitar- stjómar Bárðdælahrepþs. Guð blessi ykkur öll. Ásmundur Valdemarsson, Hulda Þ. Valdemarsdóttir, Tryggvi Valdemarsson, Svanhildur Sigtryggsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Ingunn H. Aradóttir, barnabörn og langafabörn. t Hjartans þakkir til allra er sýndu vinarþel, um- hyggju og veittu hjálp í veikindum elskulegs frænda míns, ÓLAFS HALLDÓRSSONAR, Eskihlíð 6a, Reykjavík, er lést fimmtudaginn 13. apríl síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. Sigþrúður Ingimundardóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.