Morgunblaðið - 20.05.2000, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 20.05.2000, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 61 ! UMRÆÐAN Hvað gerðist á Alþingi? ÞAÐ VAKTI nokkra eftirtekt sem fram kom þegar formaður Bænda- samtaka Islands, Ari Teitsson, kynnti nýja sauðfjársamninginn á Búnaðarþingi, að á Al- þingi gætti andstöðu við þennan samning. Þótt formlega væri stuðning- ur sauðfjárbænda við sauðfjársamninginn af- dráttarlaus, þ.e. 2/3 með en 1/3 á móti, hlýtur að vekja nokkra athygli hversu andstaðan við samninginn var þó mikil. En eins og kunnugt er virtu 35% sauðfjár- bænda atkvæðagreiðsluna að vett- ugi, þannig að einungis 42% sauðfjár- bænda greiddu samningnum atkvæði. Það verður því ekki annað sagt en að nokkurra efasemda gæti hjá bændum gagnvart þessum samn- ingi, að ekki sé fastar að orði kveðið og þá ekki síst þegar þess er gætt að ekkert var sparað til að kynna samn- inginn. Eins og kunnugt er var sá boðskapur mjög á einn veg. Það verður því ekki sagt að heimanmund- urinn með þessum samningi hafí ver- ið ríkulega framreiddur. Álit minnihluta Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins í áliti undirritaðs, minnihluta Framleiðnisjóðs landbúnaðarins til landbúnaðarnefndar Alþingis um frumvarp til breytinga á búvörulög- unum, er m.a. bent á að mikilvæg ákvæði í frumvarpinu mætti ætla að brytu bæði á móti landslögum og stjómarskrá. Á Alþingi hefur það svo gerst góðu heilli, að við meðferð málsins þar voru gerðar á því mikil- vægar breytingar sem eru í góðu samræmi við þessi sjónarmið. Þessar breytingar eru hver annarri miki]- vægari og því full ástæða til að taka þessar breytingar alvarlega. Breytingar á 9. gr. frumvarpsins eru afar mikilvægar, í þeim felst að niður er felldur réttur landbúnaðar- ráðherra til útgáfu reglugerðar um hvaða skilyrði bændur þurfa að upp- fylla til að þeir eigi rétt á álags- greiðslum vegna gæðastýrðrar fram- leiðslu. Með þessum breytingum hefur lagagreinin í raun enga merk- ingu því jafnframt er nú lögboðið að þessar reglur skuli ákvarða með lög- um frá Alþingi árið 2002. Þá fyrst standa bændui- frammi fyrir ein- hverri ákvörðun hver sem hún ann- ars kann að verða. Það staðfestir enn frekar þessar breyttu áherslur að niður er felld úr 10. gr. frumvarpsins heimild landbúnaðarráðherra um ráðstöfun álagsgreiðslna. Til þess svo að valda þessar ákvarðanir hefur nú verið, með bráðabirgða ákvæði við búvörulögin, lögboðið, að framan- greindum breytingum verði ráðið til lykta á Alþingi árið 2002. Þá fyrst sést hver framtíð hinnar gæðastýrðu sauðfjárframleiðslu verður. Mikilvægt nefndarálit I nefndaráliti meiri- hluta landbúnaðar- neftidar Alþingis, sem raunar virðist ekki hafa verið ágreiningur um þótt álitin hafi ver- ið þrjú, koma fram af- ar mikilvægar skýr- ingar á þeim Egill breytingum sem gerð- Jónsson ar voru á frumvarpinu. Þar segir m.a.: „Ekki er skilgreint nánar í frumvarpinu hvemig skilyrðum gæðastýrðrar framleiðslu verði háttað. Meirihluti nefndarinnar leggur áherslu á að þar sem gert er ráð fyrir að ákveðnum hluta beingreiðslna verði varið til að greiða sérstakar álagsgreiðslur fyiir gæðastýrða framleiðslu þurfi að setja lög um þær reglur sem gilda skuli um úthlutun þeirra.“ Þetta rím- ar vissulega við þær takmarkanir sem stjómarskráin setur Alþingi um framsal á valdi til framkvæmda- valdsins. í álitinu segir ennfremur: „Hér er um að ræða verulega fjár- muni sem nefndin telur óeðlilegt að hægt sé að úthluta til framleiðenda með stjómvaldsfyrirmælum.“ Hér fer ekkert á milli mála hvað við er átt. Akvarðanir stjómarskrárinnar skulu gilda. Þá em áherslur nefndarinnar varðandi landnýtingar þáttinn afar athyglisverðar, þar segir: „Hins veg- ar er enginn einhlítur mælikvarði fyrir hendi sem styðjast má við þegar landnýting er metin og ljóst að mikil vinna er framundan við kortlagningu á gróðurjörðum.“ Framangreindar áherslur nefndarinnar em svo til- greindar sem tilefni að þeim tillögum sem Alþingi hefur nú lögfest. Gæðastýring í uppnámi Búvöralagaírumvarpi landbúnað- arráðherra fylgja tvö fylgiskjöl. Þau fela í sér áformað vinnulag við undir- búning og framkvæmd að gæðastýr- ingu í sauðfjárbúskap og landnýt- ingu. Það skjal sem fjallar um landnýtingar þáttinn hefur að fyrir- sögn „Viljayfirlýsing" og er undirrit- uð af landbúnaðarráðherra. Þessi fylgiskjöl eins og önnur slík hafa þeim tilgangi að gegna að skýra mál enn frekar en fram kemur í málskjöl- um. Á það hefur verið bent að drög að reglugerðum þyrftu að fylgja stjórnarfrumvörpum, af því hefur þó ekki orðið það ég veit. Fylgiskjöl hafa þvi oft á tíðum miklu hlutverki að gegna sérstaklega þó þegar um er að ræða málefni, þar sem fram- kvæmd á að ráðast af reglugerð. Þannig er um þessi fylgiskjöl, en þær áherslur sem koma fram em orðnar marklausar, þar sem heimild til út- Sauðfjársamningur Það er skoðun margra þeirra sem um þessi mál fjalla, segir Egill Jdnsson, að það vanti því ekki reglur heldur jákvæð viðbrögð markaðarins. gáfu reglugerðar sem þau áttu að vera gmnnur að hlaut ekki stuðning við afgreiðslu málsins á Alþingi. Þess í stað er nú lögboðið að um þær ákvarðanir, eins og að framan er greint, verði farið að lögum en ekki reglugerð. Þessi fylgiskjöl em því gagnslaus pappír. Hið sama er um gróðurmatið, en í áhti landbúnaðar- nefndar segir um það efni „Hins veg- ar er enginn einhlítur mælikvarði fyrir hendi til að styðjast við.“ Aug- ljóst er að Nytjaland er ekki réttur aðili til að setja slíkar reglur. Það er því algörlega sjálfgefið, sérstaklega eftir umfjöllun Alþingis, að farið verði að þeim lögum sem um þessi mál gilda þ.e. lög um landgræðslu ríkisins og lög um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Þannig er þáttur Nytja- lands samkvæmt fyrri áformum úti í vindinum. Miklir óvissuþættir bíða Það leiðir nú af stöðu þessa máls að ákvæði 65. gr. stjórnarskráinnar um að „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum“ kemur ekki til álita nú þar sem ákvarðanir um reglur fyrir gæðastýringuna era engar til og verða ekki fyrr en árið 2002 þegar Alþingi hefur fjallað um málið á nýj- an leik. Sú óvissa sem að stjómar- skránni lítur er því áfram fyrir hendi. Þá setur það líka strik í reikninginn sem fram kemur í áliti landbúnaðar- nefndar að gæðastýringin sé þáttur í vistvænum aðgerðum. I álitinu segir: „Með því að taka upp gæðastýrða framleiðslu er stigið skref í þá átt að hvetja til vistvænnar framleiðslu sem getur verið áfangi í framleiðslu líf- rænna afurða.“ Nú er það svo að í Q2rvaí áisÁrifiargjafa gildi er reglugerð um vistvæna fram- leiðslu á sauðfjárafurðum. Stór hluti sauðfjárbænda getur uppfyllt skil- yrði þessarar reglugerðar. Það er skoðun margra þeirra sem um þessi mál fjalla að það vanti því ekki reglur heldur jákvæð viðbrögð markaðar- ins. Það verður því að skýrast sér- staklega þegar kemur að nýrri laga- setningu hver þörf er á gæðastýringunni til að betmmbæta þá reglugerð sem í gildi er um vist- væna framleiðslu. Sérstaklega verð- ur að skýrast, með tilliti til þessara vistvænu áforma, hverjum tilgangi það þjónar að draga bændur í dilka, þá verri og þá betri, og hvað réttlæti þann gjörning að færa bótalaust ríf- legan fimmtung beingreiðslna frá þeim verri til þeirra sem forræðis- hyggjan telur vera betri. Breyttar aðstæður Því verður tæpast á móti mælt að með þeim breytingum sem Alþingi gerði á búvömlagafrumvarpinu við afgreiðslu þess, er málið komið í nýj- an farveg. Gæðastýringin orðin býsna haltrandi ef ekki reisa og kom- in á byrjunarreit. Orð Ara Teitssonar um andstöðu á Alþingi við búvöm- samninginn, eins og hann var lagður fram, og í upphafi var vitnað til em'- áreiðanlega hárrétt. Svo heldur þessi erfiða umræða fyrir forsjárhyggju og gæðastýringu áfram á hinum póli- tíska velli, sérstaklega verður hún hávær á framboðsárinu 2002 þegar ákvarðanir um framtíð sauðfjár- ræktar verða innan seilingar. Þau áföll sem gæðastýringin hefur nú orðið fyrir og að framan em greind ræður hún ekki við. Hvernig mál sauðfjárbúskapar í landinu kunna að þróast fimm síðari ár samningsins er því í mikilli óvissu. Að þessum gjör- breyttu viðhorfum þarf íslenski sauð- fjárbóndinn vel að hyggja. Nú em þessi málefni í hans höndum ef hann kærir sig um. Sauðburður, mesti annatími sauð- fjárbóndans með löngum vinnudegi en fullum eftirvæntingar, þegar hverri andrá getur fylgt nýtt líf, er brátt að ljúka. Þetta em líka góðir dagar fyrir þá sem fjárhirðuna ann- ast. En eftirvæntingin verður áfram við lýði því framundan er sumarið og líka frelsið. Höfunduv er fyrrverandi alþingismaður. Allur fatnaður í sjósportið // Sportbúð Títan - Seljavegi 2-101 Reykjavík Netfang: titan@ísa.is - Vefsíða: www.isa.is/titan BIIA UPPHÆKKANIR! Upphækkanir fyrir flestar gerðir bifreiða DEMAN AHUSIÐ | Kringlan 4-12, sími 588 9944 Malmsteypan kaplahraunis U"PT T A Vlf 220 HAFNARFJÖRÐUR IILLL/Í 1U. SÍMI 565 1022 FAX 565 1587 húsgagnasýning í Ondvegi Opið alla helgsna laugardag kl. II.OO til 16.00, sunnudag kl. B.OO til 17.00 Siðumúla 20, sími 568 8799
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.