Morgunblaðið - 20.05.2000, Side 62

Morgunblaðið - 20.05.2000, Side 62
62 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Stór skref í átt til aukinnar neytendaverndar á Islandi Á Alþingi voru nýver- ið samþykktir f]órir ný- ir lagabálkar sem allir fela í sér stórtækar og umtalsverðar réttar- bætur fyrir neytendur. Neytendaréttur á ís- landi hefur verið í örri þróun á undanfömum árum. Við undirbúning framangreindra mála hefur nú sem fyrr verið höfð náin og góð sam- vinna við hinar Norður- landaþjóðimar en löng hefð er fyrir samvinnu Norðurlanda á þessu réttarsviði. Ég tel að rík ástæða sé til að vekja athygli neytenda og alls almennings á þeim nýmælum er horfa til framfara, Valgerður Sverrisdóttir ekki síst fyrir íslenska neytendur. Ný lög um lausaQárkaup Fyrst vil ég nefna að nú hefur Alþingi sam- þykkt ný lög um lausa- fjárkaup. Gildandi lög, sem einnig vora árang- ur norrænnar sam- vinnu, era frá árinu 1922 og var því orðið brýnt að endurskoða lögin þannig að þau tækju betur mið af við- skiptaháttum á nýrri öld. Hin nýju lög um lausafjárkaup hafa fjög; ur meginmarkmið að leiðarljósi. f fyrsta lagi að laga íslenska viðskipta- Neytendavernd Eg tel að rík ástæða sé til að vekja athygli neyt- enda, segir Valgerður Sverrisdóttir, og alls al- mennings á þeim nýmælum er horfa til framfara, ekki síst fyrir íslenska neytendur. löggjöf að breyttum viðskiptaháttum og breyttri þjóðfélagsumgjörð. í öðra -M ISLENSKT MAL ENN er frá því að segja, að komin er út bók um íslenskt mál, sú sem mikill fengur er í. Þetta er Nafnabókin okkar undir rit- stjórn Herberts Guðmundsson- ar, Ólafar Margrétar Snorra- dóttur og Guðrúnar Kvaran. Bókin er mjög handhæg, þægi- leg í meðfórum og sett upp á skýran og greinargóðan hátt. Mannanafnafræði (onomato- graphia, onomastics) hefur verið eftirlætisviðfangsefni tunsjónar- manns, svo mörgum árum skipt- ir, og er hann því þakklátur hverju verki sem fram kemur í fræðum þessum og sómasam- lega er unnið. Mannanafnafræði er afar erf- ið. Mörg eru nöfnin ævafom sem nærri má geta, og er ekki hlaupið að því fyrir okkur, sem nú lifum, að setja okkur inn í hugsunarhátt og tilfinningalíf fólks sem lifði fyrir langalöngu. En eitt er víst: I fjölda nafna felst óskin um að ríkjandi goð- mögn haldi vemdarhendi sinni yfir baminu sem skíra skal. Þetta er sama sagan í hebresku og norrænu, svo dæmi séu tekin. En þótt við þykjumst vita þetta, er aragrúi nafna sem okkur tekst ekki að skýra; auk heldur þegar nafnliðir em teknir sinn úr hverri áttinni; þá verður stundum óhægt og ógerlegt að fá heildarmerkingu út úr sam- setningunni. Mér sýnist t.d., að það hafi verið til siðs á 19. öld, að reyna að tengja saman nöfn foreldra í einu nafiii bams. Ég bý til dæmi: Kona heitir Margrét, maður hennar Elías. Sonur þeirra gæti sem best hafa heitið Marel. Ég ætla til gamans að taka raunveruleg dæmi. Hjón hétu Felix og Herdís, bjuggu vestanlands. Móðir bónda hét Þórey og unni hann henni mjög. Nú líður tími fram, og ekki lang- ur, að Herdís húsfreyja verður þunguð, og einhvemveginn er Felbc bóndi sannfærður um að kona hans gangi með meyfóstur. Fær hann samþykki Herdísar sinnar, að mærin fái nafnið Þór- ey, þegar þar komi. En þá vildi svo til að hinn sprækasti sveinn lítur lífsins ljós. En þeim hjón- um verður ekki ráðafátt, snúa við Þóreyjamafninu, og verður nú brátt á legg kominn fyrsti Eyþór á þessari jörð: Þetta er fallegt nafn, hamingjan að fram- an og guðinn Þór að aftan. Er Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1.058. þáttur enda svo komið að Eyþórar skipta hundmðum í þjóð- skránni. En brátt bar að höndum nýj- an vanda. Herdís elur meybarn. Búið var að láta heita í höfuðið á Þóreyju, þó með fmmlegum hætti væri. Því þá ekki að tengja saman ávöxt ástar þeirra Her- dísar og Felix, og það var gert: Fel tekið úr nafni bónda og dís úr nafni húsfreyju, og verður til nýtt nafn öðra sinni, Feldís, og sómir sér hreint ekki illa! Nafnið varð að vísu ekki algengt, en það lifir. Geta má þess að Éelix er latína og þýðir frjósamur eða lánsamur, nema hvort tveggja sé. En stundum segir smekkur okkur að verr hafi til tekist, eins og þegar úr Guðmundur og El- ísabet varð Guðbet eða úr Guð- mundur og Anna varð Guð- anna. Ekki var alltjent hirt um staf- setningu á öldinni 19. Maður að nafni Eiríkur féll frá, er á konu hans var bamsþykkt. Litlu síðar fæðist mær og ekld gat hún heit- ið Eiríkur. Og hvað þá? Auðvit- að var stúlkubarnið látið heita Ríkey, og ekki verið að pæla í stafsetningu. Svona geta sóma- nöfti orðið til. Umsjónarmaður hefur heyrt þá alþýðuspeki að gifta fylgi góðu nafni. Og svei mér, ef hann trúir þessu ekki. Otrúlega margt fólk, skírt annarlegum nöfnum, hefur orðið skammlíft, sætt ógæfu eða horfið úr landi, og nú er ísinn að verða ansi háll. En foreldram er ráðið að vanda val naftia bama sinna, og til þess mætti Nafnabókin okkar veita mikla hjálp. Það er svo annar handleggur að menn greinir oft á um merkingu sumra nafna. ★ Mikið hefur verið sungið um bláskel milli hleina. Nú er ekki alvíst af hvaða orði hleina er eignarfall fleirtölu, því að bæði era tíl kvenkynsorðið hlein og karlkynsorðið hleinn. En litlu skiptir þetta því að báðar orð- myndimar merkja hið sama, það er (hallandi) klöpp í flæðar- máli; stoð eða stólpi í vefstað, og reyndar fleira sem er nú úrelt mál, t.d. ró eða hvíld. Af þessum orðum kemur svo sögnin að hleina= hvfla sig, vera í ró, svo og fjöldi orða í skyldum tungu- málum. Frigg hét öðra nafni Hlín, og hlfn er algengur stofnliður í kvenkenningum og stundum hálfkenning. Nafnið Hlín er talið merkja hollvættur eða verndar- dís, skylt t.d. lat. cliens= skjól- stæðingur. Ásgeir Bl. Magnús- son segir: „Hlín er eiginlega „sú sem er höll að eða holl einhverj- um“.“ Hlín er í fyrstu hljóð- skiptaröð við hlein. Ur því að minnst var á Frigg, er réttast að skýra nafn hennar að nokkra. Ásgeir Bl. Magnús- son þýðir það svo: „eiginl. hin elskaða eiginkona“. Það er merkileg regla að germanskt jj varð ggj í norrænu. Þannig var Frigg aftur í fomeskju *frijjó. Fjölda mörg orð era þessu skyld, eitthvað í sambandi við ástina. Friðill er elskhugi og frilla < friðla var ástkona. Seinna meir var farið að nota þessi orð í niðrandi merkingu, því að ekki fór þetta ætíð saman við hjónaband, nema síður væri. Þá er til orðið friðgin= elskend- ur (líka foreldrar og böm), sömuleiðis frfi = elskhugi. Sam- svarandi sögn var fría sem breyttist í fijá, og lýsingarhátt- urinn fríandi varð frændi. Þá er nafnorðið friður, sem er and- rætt við stríð, en merkir auk þess ást eða vinátta. I Hávamál- um segir (90. erindi): Svoerfriðurkvenna, þeirra er flátt hyggja, sematójóóbryddum áísihálum, teitum, tvevetrum, ogsétamuriUa, eðaíbyróðum beiti stjómlausu eðaskylihalturhenda hreináþáfjaili. Óbryddur jór er= hestur sem ekki er „skaflajárnaður", henda er að handsama og þáfjall er fjall, þar sem snjór eða svell er að þiðna. Það skal fram tekið að höf- undur Hávamála gleymir ekki að segja frá brigðlyndi karla við konur: (91.) Bertegnúmæli, þvíaðegbæðiveit, brigður er karla hugur konum; þávérfegurstmælum, ervérflásthyggjum, þaðtælirhorskahugi. Ath. vel. I síðasta þætti varð vond villa í seinni limranni: „kálkvist“ fyrir kálvisk. Beðist er afsökunar á þessu. lagi að treysta norræna réttareiningu á sviði kauparéttar. í þriðja lagi að leiða í lög hér á landi efnisákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um sölu vöra á milli rílga sem gerður var árið 1980 (sn. CISG-samningur). í hinum nýju lögum er því nú í fyrsta sinn sett ákvæði um alþjóðleg kaup en með því er átt við að aðilar sem eiga í viðskiptum hafa atvinnustöð sína í mismunandi ríkjum. í fjórða lagi að efla réttarstöðu neytenda en auk eldri reglna sem vora í lögunum frá árinu 1922 um réttarstöðu kaupenda og seljenda hafa nú verið settar margvíslegar sér- reglur sem gilda eiga um neytenda- kaup. Eiga þau við um viðskipti ein- staklinga sem kaupa vörar til persónulegra þarfa eða fyrir fjöl- skylduna. í lögunum er því að finna ýmsar sérreglur sem veita neytend- um betri rétt en þeir hafa notið sam- kvæmt lögunum frá 1922. Réttur til þess að tilkynna ef um galla er að ræða er lengdur um helming, er nú al- mennt tvö ár en var áður aðeins eitt ár. Hins vegar ef um er að ræða sölu á byggingarefni sem ætlaður er vera- legur endingartími er frestur til að bera fyrir sig galla allt að fimm ár frá afhendingu. I lögunum er einnig að finna ákvæði um kærunefnd sem aðil- ar að lausafjárkaupum geta snúið sér til ef ágreiningur kemur upp og feng- ið álit hennar á deiluefninu. Ný lög um lausafjárkaup taka gildi 1. júní 2001 en fram tfl þess tíma er mikil- vægt að neytendur og aðflar í við- skiptalífinu kynni sér hinar nýju reglur og réttarstöðu sína samkvæmt þeim. Lögum þjónustukaup Frumvarp til laga um þjónustu- kaup var einnig samþykkt á Alþingi samhliða nýjum lögum um lausa- fjárkaup. Ákvæði laganna era nýmæli hér á landi en markmið þessarar laga- setningar er að auka veralega vemd neytenda þegar þeir kaupa þjónustu sem felur í sér að vinna er innt af hendi við lausafjármuni og taka því lögin til hvers kyns viðgerðarþjón- ustu og annarra þjónustuverka sem tengjast fasteignum, s.s. viðhaldi þeirra o.s.frv. Með aukinni hagsæld hefur hlutur þjónustu af einkaneyslu landsmanna sífellt farið vaxandi og útgjöld heimila tfl þessara þátta hafa einnig aukist. Mildlvægt er því að í lögum sé kveðið á um réttindi og skyldur aðila að slíkum samningum, s.s. hvenær telst verk gallað sem selj- andi þjónustu hefur innt af hendi og hvaða úrræði standa neytendum til boða ef seljandi vanefnir samning sinn um viðgerð, o.þ.h. Hingað til hef- ur aðeins í litlum mæli verið unnt að beita ákvæðum laga um lausafjár- kaup enda taka ákvæði þeirra aðeins Silki-damask í metratali í úrvali Póstsendum Skólavördustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050. til sölu á vöram en ekki þjónustu. í lögum um þjónustukaup er gert ráð fyrir að unnt sé að leita til kærunefnd- ar komi til ágreinings mflli seljanda þjónustu og neytenda. Hér hefur því verið stigið stórt skref tfl þess að auka vemd neytenda og skýra réttarstöðu seljanda tfl dæmis þegar farið er með hlutíviðgerð. Lög um húsgöngu- og ljarsölusamninga Neytendur stunda í vaxandi mæli viðskipti á Netinu og framboð á ýmis- konar vöram og þjónustu sem þar er boðin fram eykst stöðugt. Þegar gerð era kaup á vöram með fjarsölusamn- ingi þá er einkenni slíks samnings að neytandi hefur ekki tækifæri tfl þess að skoða vörana með sama hætti og þegar kaup era gerð með venjulegum hætti. í lögum um húsgöngu- og fjar- sölusamninga sem Alþingi hefur nú einnig samþykkt er réttarvemd neyt- enda stórlega bætt þegar kaup era gerð í fjarsölu, til dæmis á Netinu. I lögunum er kveðið á um ríka upplýs- ingaskyldu seljenda vöra og þjónustu þegar um er að ræða sölu sem fram fer með fjarsölu, en hið sama á einnig við um þegar vörur era seldar með svo nefndri húsgöngusölu. Jafnframt er neytendum veittur 14 daga skila- réttur þegar kaup era gerð með fram- angreindum hætti og getur hann fall- ið frá kaupsamningnum innan þess tíma og ber að endurgreiða honum án nokkurs kostnaðar þær greiðslur sem hann kann að hafa irmt af hendi. Lög- in stemma einnig stigu við notkun ýmissa fjarskiptaaðferða við fjarsölu, s.s. símbréfa, tölvupósts, o.fl. Til við- bótar ákvæðum sem vora sett í lög ár- ið 1992 um húsgöngusölu hefur nú verið bætt ákvæðum um fjarsölu- samninga og er það nýmæli. Ástæða er tfl þess að hvetja neytendur og seljendur vöra og þjónustu tfl þess að kynna sér efni þessara nýju laga. Lög um lagaskil á sviði samningaréttar Á undanfömum áram hafa við- skipti yfir landamæri aukist stöðugt, ekki síst vegna þess hve þróun raf- rænna viðskipta er ör um þessar mundir. í iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytunum er í undirbúningi framvarp til laga um rafrænar undirskriftir sem ég hyggst leggja fyrir Alþingi í október nk. Að margra áliti mun til- koma rafrænna undirskrifta ýta enn frekar undir og auka rafræn viðsldpti. Ekki síst vegna sívaxandi alþjóða- væðingar viðskiptalífsins þótti nauð- synlegt að skrásetja ýmsar megin- reglur lagaskilaréttar og kveða skýrar á um eftir hvaða landslögum skuli fara ef kemur upp ágreiningur í viðskiptum yfir landamæri. I lögun- um er að finna margvísleg ákvæði sem veita mikfivægar leiðbeiningar undir slíkum kringumstæðum, jafnt fyrir neytendur sem og viðskiptalífið í heild. Sem dæmi um aukna neytenda- vemd samkvæmt lögunum má nefna að ekki er heimilt að takmarka þá vemd sem neytendur njóta sam- kvæmt ófrávíkjanlegum lagareglum í því landi sem neytandi býr og treystir því ákvæðið réttarstöðu þeirra sem hér era búsettir. Niðurlag Samþykkt framangreindra laga markar að mínu áliti ákveðin kaflaskfl í þróun neytendaréttar á íslandi. Ljóst er að frekari þróunar er að vænta á þessu sviði á næstu áram og mun verða fylgst náið með framvindu mála á þessu sviði, jafnt hér á landi sem erlendis. Rétt er þó að benda á að mikflvægt er að allir hlutaðeigandi aðflar kynni sér efni þeirra réttarbóta sem nú hafa verið samþykktar á Al- þingi og standi vörð um þau réttindi sem þeir njóta að lögum. Það er hag- kvæmt fyrir viðskiptalífið og neyt- endur þegar til lengri tíma er litið. Höfundur er iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.