Morgunblaðið - 20.05.2000, Side 68

Morgunblaðið - 20.05.2000, Side 68
J«6 8 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN JSannleikanum verður hver sárreiðastur EINS og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur félagsmálaráðuneytið úrskurðað að Reykja- víkurborg hafí ekki far- ið að lögum við gerð fjárhagsáætlana þar sem þar er ekki að finna áætlun um efnahag borgarinnar í upphafi *~’-fog lok árs eins og lög- boðið er, sbr. 5. mgr. 61. gr. sveitarstjómarlaga. Þar með er staðfest gagnrýni undirritaðs á vinnubrögð R-listans í þessu efni. I grein sem ég ritaði í Morgunblaðið 10. maí vakti ég athygli á þessum úrskurði og sagði m.a.: „Mjög mikilvægt er að þessi afdrátt- arlausa niðurstaða skuli nú liggja fyr- ir þar sem breytingar á skuldastöðu borgarinnar eru einn mikilsverðasti mælikvarði á það hvemig til hefur tekist með stjórn á fjármálum borg- arinnar." Alvarlegur áfellisdómur Úrskurður félagsmálaráðuneytis- ins er vitaskuld alvarlegur áfellisdóm- ur yfii' vinnubrögðum þeirrra sem fara með meirihlutavald í höfuðborg landsins. Þetta gera borgarfulltrúar R-listans sér sjálfsagt Ijóst. En sann- leikanum verður hver sárreiðastur. I gremju yfir umfjöllun minni um úrskurð ráðuneytisins ryðst einn af borgarfulltrúum R-listans fram á rit: völlinn í Morgunblaðinu 16. þ.m. í grein sinni, sem ber yfirskriftina ^»,Hafa skal það sem sannara reynist", virðist ætlunin að hrekja það sem úr- skurður ráðuneytisins felur í sér og ég vakti at- hygli á í grein minni. Greinarhöfundi tekst hins vegar ekki betur til en svo, að hann stað- festir nákvæmlega það sem ég benti á og það sem úrskurður ráðu- neytisins segir, þ.e.a.s. að Reykjavíkurborg hafi ekki farið að lögum við gerð fjárhagsáiet!- ana þar sem þar er ekki að finna áætlun um efnahag borgarinnar í upphafi og lok árs. Það er aumlegt yfirklór þessa borgarfull- trúa höfuðborgarinnar þegar hann reynir að réttlætta vinnubröð R-list- ans með því að vísa til þess að finna megi önnur sveitarfélög sem ekki hafa uppfyllt ákvæði sveitarstjómar- laganna að þessu leyti. Borgarstjóri brýtur lög til að fela skuldir Þá er röng sú fullyrðing borgarfull- trúans að í umræddum lögum sé sveitarfélögunum gefinn aðlögunar- frestur að þessari grein. Það stendur ekki stafur um slíkt í lögunum en þau tóku gildi 1. júní 1998. Félagsmála- ráðuneytið hefur af einhverjum ástæðum „talið eðlilegt að veita sveit- arfélögum svigrúm til að aðlagast hin- um nýju lagaákvæðum". Ef marka má niðurstöðu ráðuneytisins þá ætlar það að herða „kröfurnar strax á næsta ári enda verða sveitarstjómir Borgarfjármál Á árunum 1995-1998 hafa því verið fluttir um 2,2 milljarðar frá þess- um fyrirtækjum til borgarsjóðs, segir Guð- laugur Þór Þórðarson, umfram það sem verið hefði ef sömu arð- greiðslustefnu hefði ver- ið fylgt og árin þar á undan. þá að afgreiða þriðju fjárhagsáætlun- ina frá því að sveitarstjómarlög nr. 45/1998 tóku gildi“. Hvers vegna ráðuneytið herðir ekki kröfumar fyrr en þremur ámm eftir að lögin tóku gildi verður ráðuneytið að svara. Að- alatriðið er hins vegar þetta: I sveit- arstjómarlögum stendur: „I fjárhagsáætlun skal koma fram rekstrar- og framkvæmdaáætlun, áætlun um efnahag í upphafi og lok árs, auk áætlaðra fjármagnshreyf- inga.“ Þrátt fyrir þessi ótvíræðu laga- ákvæði hefur borgarstjóri ákveðið að hafa ekki inni í fjárhagsáætlun sinni áætlun um efnahag í upphafi og lok árs. Reykjavík er langstærsta sveit- Guðlaugur Þór Þórðarson 20001 Reykjavík Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2000, vinsamjegast vitji umsóknareyðublaða á skrifstofu ÍTR Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08:20 - 16:15. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi 29.maí fyrir kl. 16:00. Úthlutun verður föstudaginn 2. júní kl.14:00 á Fríkirkjuvegi 11. Vakin er athygli á því, að öll lausasala frá tjöldum og á hátíðarsvæðinu er stranglega bönnuð. Gjald v/ söluleyfa er kr. 4.000.- Söluleyfi er ekki veitt einkaaðilum heldur einungis félögum og samtökum sem sinna æskulýðs- íþrótta- og félagsstarfi í Reykjavík. Tjöld skulu vera snyrtileg og samþykkt af ÍTR. Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur Nettóskuldir Reykjavíkurborgar án lífeyrissjóðs skuldbindinga á árslokaverðlagi 1999 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 arfélag á landinu og það hefði verið hið minnsta mál að framfylgja þessu ákvæði. Af hverju brýtur þá borgar- stjóri þessi lög? Svarið er augljóst. Borgarstjóri er að reyna að fela skuldaaukningu borgarinnar. Forðast eins og heitan eldinn Það sem vekur þó mesta athygli við lestur á grein borgarfulltrúans er að hann kýs að minnast ekki á það sem skiptir borgarbúa mestu máli og var aðalatriði í grein minni, en það er hrikaleg skuldaaukning borgarinnar á því góðæristímabili sem n'kt hefur frá því að R-listinn tók við stjóm borgarinnar. Þess í stað setur hann sig í kunnuglegar sjónhverfingastell- ingar borgarstjórans með fullyrðing- um um að skuldasöfnun „borgai’- sjóðs“ heyri nú fortíðinni til. Eins og fram kom í grein minni eru staðreyndimir þær að samkvæmt ársreikningum borgarinnar hafa nettóskuldimar vaxið úr 7,0 milljörð- um króna í árslok 1994 í 17,4 milljarða í árslok 1998 (m.v. árslokaverðlag 1999) eða um 10,4 milljarða (án lífeyr- issjóðsskuldbindinga). Þetta þýðir að meðaltali 7 milljóna skuldaaukningu á dag! Við nánari skoðun á ársreikning- um borgarinnar kemur í Ijós að þessi skuldaaukning verður að stærstum hluta rakin til hallareksturs á borgar- sjóði. Talsmenn R-listans forðast hins vegar eins og heitan eldinn að ræða þessar staðreyndir og vísa til þess að skuldaaukningin sé fyrst og fremst til komin vegna arðbærra framkvæmda, t.a.m. vegna virkjunarframkvæmda á Nesjavöllum. Skoðum aðeins þessar fullyrðingar. Hallarekstur borgarsjóðs meginskýring á hækkun skulda Þegar R-listinn tók við völdum stórhækkaði hann arðgreiðslur frá Rafmagnsveitu og Hitaveitu til borg- arsjóðs. Frá og með árinu 1995 hafa árlegar arðgreiðslur frá þessum fyr- irtækjum verið um 550 milljónum hærri en þær voru á árinu 1994. Með þessum hætti hefur skuldastaða borgarsjóðs verið lagfærð á hverju ári um 550 milljónir. A sama hátt hef- ur skuldastaða Hitaveitu og Raf- magnsveitu vitaskuld versnað um sömu fjárhæð. A árunum 1995-1998 hafa því verið fluttir um 2,2 milljarðar frá þessum fyrirtækjum til borgar- sjóðs umfram það sem verið hefði ef sömu arðgreiðslustefnu hefði verið fylgt og árin þar á undan. Við skoðun á ársreikningum borgarinnar fyrir árin 1994-1998 kemur í ljós að nettó- skuld Hitaveitu jókst um 3,2 milljarða á árabilinu 1995-1998 og nettóskuld Rafrnagnsveitu jókst um 0,8 milljarða eða samtals um 4,0 milljarða (m.v. árslokaverðlag 1999). Þetta þýðir að ef ai’ður frá þessum fyrirtækjum til borgarsjóðs hefði verið sá sami á ár- unum 1995-1998 og á árinu 1994 þá hefðu nettóskuldir þeirra aukist sam- tals um 1,8 milljarða eða aðeins um 17% af heildarhækkun á nettóskuld borgarinnar (17% af 10,4 ma.kr.), þ.e.: Það er því Ijóst að leita verður ann- arra skýringa á 83% af skuldaaukn- ingunni eða á 8,6 milljörðum. Sú skuldaaukning skýrist að meginhluta til af hallarekstri borgarsjóðs. Full- yrðingar talsmanna R-listans um að skuldaaukningu borgarinnar á þessu árabili megi fyrst og fremst rekja til arðbærra fjárfestinga hjá Hitaveitu og Rafmagnsveitu eiga sér því ekki stoð í raunveruleikanum. Blekkingarnar burt - Horfa verður á borgina í heild Vegna stórfelldra millifærslna R- listans á skuldum borgarsjóðs yfir á fyrirtæki sem að öllu leyti eru í eigu borgarinnar er marklaust að horfa eingöngu á skuldir borgarsjóðs eins og borgarstjóri gerh' jafnan í málf- lutningi sínum. Horfa verður á borg- ina í heild sinni, þ.e. borgarsjóð ásamt fyrirtækjum borgarinnar. A grund- velli ársreikninga borgarinnar fyrir árin 1994-1999 og spá um þróunina 2000 blasa nöturlegar staðreyndirnar við. Skuldir borgarinnar munu í árs- lok 2000 hafa nær þrefaldast á sex ár- um. Þessi alvarlega þróun kemur glögglega fram á meðfylgjandi mynd. Halda sjónhverfíngarnar áfram? Samkvæmt ársreikningum borgar- innar og framkomnum áformum nú- verandi borgarstjómarmeirihluta má gera ráð fyrir að í árslok 2000 verði nettóskuldir borgarinnar orðnar um 20 milljarðar og að þá verði búið að færa um 11 milljarða skuldir frá borg- arsjóði yfir á fyrirtæki sem að öllu leyti eru í eigu borgarinnar (Félags- bústaði og Orkuveituna). Með þess- um snilldarráðum R-listans hefur skuldasöfnun borgarsjóðs verið stöðvuð! Höfundur er borgarfulltrúi. Hækkun nettóskulda Hitaveitu 1995-1998 Hækkun nettóskulda Rafmagnsveitu 1995-1998 Heildarhækkun á nettóskuld HR og RR 1995-1998 Hækkun á arðgreiðslum í borgarsjóð 1995-1998 m.v. 1994 Hækkun á nettóskuld HR/RR án viðbótararðgreiðsina Hækkun á nettóskuld borgarsjóðs o.fl. 1995-1998 Hækkun á nettóskuld borgarinnar samtals 1995-1998 3,2 ma.kr. 0,8 ma.kr. 4,0 ma.kr. -2,2 ma.kr. 1,8 ma.kr. 17% 8,6 ma.kr. 83% 10,4 ma.kr. 100% Uinalína Rauða krossins - Ókeypis símaþjónusta þegar þér er uandi á höndum - Ert þú 18 ára eða eldri og þarft að ræða við einhuern í trúnaði? - Uinalínan sími 800 6464 frá kl. 20-23 öll kvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.