Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 68
J«6 8 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN JSannleikanum verður hver sárreiðastur EINS og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur félagsmálaráðuneytið úrskurðað að Reykja- víkurborg hafí ekki far- ið að lögum við gerð fjárhagsáætlana þar sem þar er ekki að finna áætlun um efnahag borgarinnar í upphafi *~’-fog lok árs eins og lög- boðið er, sbr. 5. mgr. 61. gr. sveitarstjómarlaga. Þar með er staðfest gagnrýni undirritaðs á vinnubrögð R-listans í þessu efni. I grein sem ég ritaði í Morgunblaðið 10. maí vakti ég athygli á þessum úrskurði og sagði m.a.: „Mjög mikilvægt er að þessi afdrátt- arlausa niðurstaða skuli nú liggja fyr- ir þar sem breytingar á skuldastöðu borgarinnar eru einn mikilsverðasti mælikvarði á það hvemig til hefur tekist með stjórn á fjármálum borg- arinnar." Alvarlegur áfellisdómur Úrskurður félagsmálaráðuneytis- ins er vitaskuld alvarlegur áfellisdóm- ur yfii' vinnubrögðum þeirrra sem fara með meirihlutavald í höfuðborg landsins. Þetta gera borgarfulltrúar R-listans sér sjálfsagt Ijóst. En sann- leikanum verður hver sárreiðastur. I gremju yfir umfjöllun minni um úrskurð ráðuneytisins ryðst einn af borgarfulltrúum R-listans fram á rit: völlinn í Morgunblaðinu 16. þ.m. í grein sinni, sem ber yfirskriftina ^»,Hafa skal það sem sannara reynist", virðist ætlunin að hrekja það sem úr- skurður ráðuneytisins felur í sér og ég vakti at- hygli á í grein minni. Greinarhöfundi tekst hins vegar ekki betur til en svo, að hann stað- festir nákvæmlega það sem ég benti á og það sem úrskurður ráðu- neytisins segir, þ.e.a.s. að Reykjavíkurborg hafi ekki farið að lögum við gerð fjárhagsáiet!- ana þar sem þar er ekki að finna áætlun um efnahag borgarinnar í upphafi og lok árs. Það er aumlegt yfirklór þessa borgarfull- trúa höfuðborgarinnar þegar hann reynir að réttlætta vinnubröð R-list- ans með því að vísa til þess að finna megi önnur sveitarfélög sem ekki hafa uppfyllt ákvæði sveitarstjómar- laganna að þessu leyti. Borgarstjóri brýtur lög til að fela skuldir Þá er röng sú fullyrðing borgarfull- trúans að í umræddum lögum sé sveitarfélögunum gefinn aðlögunar- frestur að þessari grein. Það stendur ekki stafur um slíkt í lögunum en þau tóku gildi 1. júní 1998. Félagsmála- ráðuneytið hefur af einhverjum ástæðum „talið eðlilegt að veita sveit- arfélögum svigrúm til að aðlagast hin- um nýju lagaákvæðum". Ef marka má niðurstöðu ráðuneytisins þá ætlar það að herða „kröfurnar strax á næsta ári enda verða sveitarstjómir Borgarfjármál Á árunum 1995-1998 hafa því verið fluttir um 2,2 milljarðar frá þess- um fyrirtækjum til borgarsjóðs, segir Guð- laugur Þór Þórðarson, umfram það sem verið hefði ef sömu arð- greiðslustefnu hefði ver- ið fylgt og árin þar á undan. þá að afgreiða þriðju fjárhagsáætlun- ina frá því að sveitarstjómarlög nr. 45/1998 tóku gildi“. Hvers vegna ráðuneytið herðir ekki kröfumar fyrr en þremur ámm eftir að lögin tóku gildi verður ráðuneytið að svara. Að- alatriðið er hins vegar þetta: I sveit- arstjómarlögum stendur: „I fjárhagsáætlun skal koma fram rekstrar- og framkvæmdaáætlun, áætlun um efnahag í upphafi og lok árs, auk áætlaðra fjármagnshreyf- inga.“ Þrátt fyrir þessi ótvíræðu laga- ákvæði hefur borgarstjóri ákveðið að hafa ekki inni í fjárhagsáætlun sinni áætlun um efnahag í upphafi og lok árs. Reykjavík er langstærsta sveit- Guðlaugur Þór Þórðarson 20001 Reykjavík Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2000, vinsamjegast vitji umsóknareyðublaða á skrifstofu ÍTR Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08:20 - 16:15. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi 29.maí fyrir kl. 16:00. Úthlutun verður föstudaginn 2. júní kl.14:00 á Fríkirkjuvegi 11. Vakin er athygli á því, að öll lausasala frá tjöldum og á hátíðarsvæðinu er stranglega bönnuð. Gjald v/ söluleyfa er kr. 4.000.- Söluleyfi er ekki veitt einkaaðilum heldur einungis félögum og samtökum sem sinna æskulýðs- íþrótta- og félagsstarfi í Reykjavík. Tjöld skulu vera snyrtileg og samþykkt af ÍTR. Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur Nettóskuldir Reykjavíkurborgar án lífeyrissjóðs skuldbindinga á árslokaverðlagi 1999 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 arfélag á landinu og það hefði verið hið minnsta mál að framfylgja þessu ákvæði. Af hverju brýtur þá borgar- stjóri þessi lög? Svarið er augljóst. Borgarstjóri er að reyna að fela skuldaaukningu borgarinnar. Forðast eins og heitan eldinn Það sem vekur þó mesta athygli við lestur á grein borgarfulltrúans er að hann kýs að minnast ekki á það sem skiptir borgarbúa mestu máli og var aðalatriði í grein minni, en það er hrikaleg skuldaaukning borgarinnar á því góðæristímabili sem n'kt hefur frá því að R-listinn tók við stjóm borgarinnar. Þess í stað setur hann sig í kunnuglegar sjónhverfingastell- ingar borgarstjórans með fullyrðing- um um að skuldasöfnun „borgai’- sjóðs“ heyri nú fortíðinni til. Eins og fram kom í grein minni eru staðreyndimir þær að samkvæmt ársreikningum borgarinnar hafa nettóskuldimar vaxið úr 7,0 milljörð- um króna í árslok 1994 í 17,4 milljarða í árslok 1998 (m.v. árslokaverðlag 1999) eða um 10,4 milljarða (án lífeyr- issjóðsskuldbindinga). Þetta þýðir að meðaltali 7 milljóna skuldaaukningu á dag! Við nánari skoðun á ársreikning- um borgarinnar kemur í Ijós að þessi skuldaaukning verður að stærstum hluta rakin til hallareksturs á borgar- sjóði. Talsmenn R-listans forðast hins vegar eins og heitan eldinn að ræða þessar staðreyndir og vísa til þess að skuldaaukningin sé fyrst og fremst til komin vegna arðbærra framkvæmda, t.a.m. vegna virkjunarframkvæmda á Nesjavöllum. Skoðum aðeins þessar fullyrðingar. Hallarekstur borgarsjóðs meginskýring á hækkun skulda Þegar R-listinn tók við völdum stórhækkaði hann arðgreiðslur frá Rafmagnsveitu og Hitaveitu til borg- arsjóðs. Frá og með árinu 1995 hafa árlegar arðgreiðslur frá þessum fyr- irtækjum verið um 550 milljónum hærri en þær voru á árinu 1994. Með þessum hætti hefur skuldastaða borgarsjóðs verið lagfærð á hverju ári um 550 milljónir. A sama hátt hef- ur skuldastaða Hitaveitu og Raf- magnsveitu vitaskuld versnað um sömu fjárhæð. A árunum 1995-1998 hafa því verið fluttir um 2,2 milljarðar frá þessum fyrirtækjum til borgar- sjóðs umfram það sem verið hefði ef sömu arðgreiðslustefnu hefði verið fylgt og árin þar á undan. Við skoðun á ársreikningum borgarinnar fyrir árin 1994-1998 kemur í ljós að nettó- skuld Hitaveitu jókst um 3,2 milljarða á árabilinu 1995-1998 og nettóskuld Rafrnagnsveitu jókst um 0,8 milljarða eða samtals um 4,0 milljarða (m.v. árslokaverðlag 1999). Þetta þýðir að ef ai’ður frá þessum fyrirtækjum til borgarsjóðs hefði verið sá sami á ár- unum 1995-1998 og á árinu 1994 þá hefðu nettóskuldir þeirra aukist sam- tals um 1,8 milljarða eða aðeins um 17% af heildarhækkun á nettóskuld borgarinnar (17% af 10,4 ma.kr.), þ.e.: Það er því Ijóst að leita verður ann- arra skýringa á 83% af skuldaaukn- ingunni eða á 8,6 milljörðum. Sú skuldaaukning skýrist að meginhluta til af hallarekstri borgarsjóðs. Full- yrðingar talsmanna R-listans um að skuldaaukningu borgarinnar á þessu árabili megi fyrst og fremst rekja til arðbærra fjárfestinga hjá Hitaveitu og Rafmagnsveitu eiga sér því ekki stoð í raunveruleikanum. Blekkingarnar burt - Horfa verður á borgina í heild Vegna stórfelldra millifærslna R- listans á skuldum borgarsjóðs yfir á fyrirtæki sem að öllu leyti eru í eigu borgarinnar er marklaust að horfa eingöngu á skuldir borgarsjóðs eins og borgarstjóri gerh' jafnan í málf- lutningi sínum. Horfa verður á borg- ina í heild sinni, þ.e. borgarsjóð ásamt fyrirtækjum borgarinnar. A grund- velli ársreikninga borgarinnar fyrir árin 1994-1999 og spá um þróunina 2000 blasa nöturlegar staðreyndirnar við. Skuldir borgarinnar munu í árs- lok 2000 hafa nær þrefaldast á sex ár- um. Þessi alvarlega þróun kemur glögglega fram á meðfylgjandi mynd. Halda sjónhverfíngarnar áfram? Samkvæmt ársreikningum borgar- innar og framkomnum áformum nú- verandi borgarstjómarmeirihluta má gera ráð fyrir að í árslok 2000 verði nettóskuldir borgarinnar orðnar um 20 milljarðar og að þá verði búið að færa um 11 milljarða skuldir frá borg- arsjóði yfir á fyrirtæki sem að öllu leyti eru í eigu borgarinnar (Félags- bústaði og Orkuveituna). Með þess- um snilldarráðum R-listans hefur skuldasöfnun borgarsjóðs verið stöðvuð! Höfundur er borgarfulltrúi. Hækkun nettóskulda Hitaveitu 1995-1998 Hækkun nettóskulda Rafmagnsveitu 1995-1998 Heildarhækkun á nettóskuld HR og RR 1995-1998 Hækkun á arðgreiðslum í borgarsjóð 1995-1998 m.v. 1994 Hækkun á nettóskuld HR/RR án viðbótararðgreiðsina Hækkun á nettóskuld borgarsjóðs o.fl. 1995-1998 Hækkun á nettóskuld borgarinnar samtals 1995-1998 3,2 ma.kr. 0,8 ma.kr. 4,0 ma.kr. -2,2 ma.kr. 1,8 ma.kr. 17% 8,6 ma.kr. 83% 10,4 ma.kr. 100% Uinalína Rauða krossins - Ókeypis símaþjónusta þegar þér er uandi á höndum - Ert þú 18 ára eða eldri og þarft að ræða við einhuern í trúnaði? - Uinalínan sími 800 6464 frá kl. 20-23 öll kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.