Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 75

Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 75 MORGUNBLAÐINU hefur borist tilkynning frá Magnúsi Jónssyni veðurstofustjóra varðandi könnun sem gerð var á þjónustu Veðurstof- unnar. „Að gefnu tilefni þykir Veðurstofu Islands ástæða til að senda frá sér fréttatilkynningu um niðurstöður þjónustukönnunar sem Gallup vann fyrir stofnunina í mars sl. I einu dag- blaðanna er því haldið fram að niður- stöður þessarar könnunar séu þess eðlis að þær þoli ekki dagsins ljós og að þær séu að valda stjórnendum stofnunarinnar einhverju hugar- angri. Hér er um miklar rangfærsl- ur eða misskilning að ræða. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru eft- irfarandi: í fyrsta lagi afla langflest- ir sér upplýsinga um veður í sjón- varpi. Textavarpið er í þriðja sæti og Rás 1 Ríkisútvarpsins er í því fjórða. Um 23% horfa daglega á veður- fregnir Ríkissjónvarpsins og um 58% þrisvar sinnum í viku eða oftar. Sambærilegar tölur fyrir Stöð 2 eru 14% og 50%. Tveir þriðju hlutar að- spurðra eru ánægðir með veður- fregnir Sjónvarpsins og af þeim sem vildu einhverju breyta nefndu 9% „gömlu vindstigin". Um þrír fjórðu hlutar þeirra sem horfa á Stöð 2 er ánægður með veðurfréttir þar. Einnig var þar algengasta umkvört- unarefnið, eða um 7% svarenda, að menn söknuðu vindstiganna. í annan stað hlustar um fjórðung- LEIÐRÉTT Rangt nafn á listamanni í frétt í blaðinu í gær um opnun málverkasýningar Jóhönnu Hreinsdóttur í Galleríi Smíðar og skart á Skólavörðustíg, var hún ranglega nefnd Hanna. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. Rangur opnunartími I viðtali við Tryggva Ólafsson í blaðinu í gær var sýning hans, sem opnuð verður í Galleríi Fold í dag, sögð opnuð kl. 14. Rétt er að hún verður opnuð kl. 15. Kóngsbænadagur í frétt um veðurklúbbinn á Dal- vík var farið rangt með nafnið á kóngsbænadag, sem er í 3. viku eftir páska. Dagurinn heitir kóngs- bænadagur, en ekki kóngsbænda- dagur eins og stóð í fréttinni. Þjonustukönnun Veðurstofu fslands 23% horfa daglega á veðurfréttir RUV ur þjóðarinnar daglega eða oft á dag á veðurfregnir á Rás 1 í Ríkisútvarp- inu sem sendar eru beint út frá Veð- urstofunni. Um helmingur fólks hlustar aldrei á veðurfregnir á Rás 1. Fólk yfir 55 ára er stærsti hlust- endahópurinn á Rás 1 meðan fólk undir 25 ára notar þessa þjónustu sjaldan. Eins og við mátti búast eru sjómenn og bændur dyggasti hlust- endahópurinn á veðurfregnir Rásar 1. Um 62% aðspurðra eru ánægðir með þær veðurfréttir, en af þeim sem vildu bæta þar úr, nefndu 14% að taka ætti upp „gömlu vindstigin" eða vindheitin. I þriðja lagi nota um 10% þjóðar- innar textavarpið daglega til að afla sér veðurupplýsinga og tæplega 30% nota það tvisvar í viku eða oftar. At- hyglisvert er að sjómenn og bændur nota orðið textavarpið jafn mikið og veðurfregnir Rásar 1 til öflunar veð- urupplýsinga. Um 2% nota vefsíðu Veðurstofunnar daglega eða oft á dag og er hún ein af vinsælustu stofnanavefsíðum hér á landi. Rúm 7% nota sjálfvirkan símsvara stofn- unarinnar oftar en mánaðarlega. Mikill áhugi, einkum meðal yngra fólks, virðist vera á því að fá veður- upplýsingar með SMS-skilaboðum. I fjórða lagi treysta rúm 71% þjóðarinnar veðurupplýsingum Veð- urstofunnar vel og aðeins tæp 4% treysta þeim illa. Almenn ánægja virðist vera með þjónustu Veðurstof- unnar. Um 89% aðspurðra sögðust ánægðir með þjónustuna meðan rúrnlega 1% sögðust óánægðir. I fimmta og síðasta lagi kom fram að tæplega 23% aðspurðra vissu hvað vindheitið stinningskaldi merk- ir. Um 33% vissu það ekki en 44% töldu sig vita það en svöruðu rangt. Sé áhugi á frekari upplýsingum um þessa könnun er sjálfsagt að verða við því. Þannig er ekki um neitt trúnaðarmál að ræða eins og haldið hefur verið fram í fyrrnefndu dagblaði, enda hefur Veðurstofa ís- lands enga ástæðu til að fela þær niðurstöður sem komu fram í þessari könnun, sbr. tölur sem raktar eru hér að framan." Víð óskuj-;] j-Mrarifjsójííiararíðfii hamingju rneö nýtt h&írarjrj&ókJj-arsjd-p A 'r1 r \4£á U-i r“ l f JJTJ I / x

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.