Morgunblaðið - 20.05.2000, Síða 75

Morgunblaðið - 20.05.2000, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 75 MORGUNBLAÐINU hefur borist tilkynning frá Magnúsi Jónssyni veðurstofustjóra varðandi könnun sem gerð var á þjónustu Veðurstof- unnar. „Að gefnu tilefni þykir Veðurstofu Islands ástæða til að senda frá sér fréttatilkynningu um niðurstöður þjónustukönnunar sem Gallup vann fyrir stofnunina í mars sl. I einu dag- blaðanna er því haldið fram að niður- stöður þessarar könnunar séu þess eðlis að þær þoli ekki dagsins ljós og að þær séu að valda stjórnendum stofnunarinnar einhverju hugar- angri. Hér er um miklar rangfærsl- ur eða misskilning að ræða. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru eft- irfarandi: í fyrsta lagi afla langflest- ir sér upplýsinga um veður í sjón- varpi. Textavarpið er í þriðja sæti og Rás 1 Ríkisútvarpsins er í því fjórða. Um 23% horfa daglega á veður- fregnir Ríkissjónvarpsins og um 58% þrisvar sinnum í viku eða oftar. Sambærilegar tölur fyrir Stöð 2 eru 14% og 50%. Tveir þriðju hlutar að- spurðra eru ánægðir með veður- fregnir Sjónvarpsins og af þeim sem vildu einhverju breyta nefndu 9% „gömlu vindstigin". Um þrír fjórðu hlutar þeirra sem horfa á Stöð 2 er ánægður með veðurfréttir þar. Einnig var þar algengasta umkvört- unarefnið, eða um 7% svarenda, að menn söknuðu vindstiganna. í annan stað hlustar um fjórðung- LEIÐRÉTT Rangt nafn á listamanni í frétt í blaðinu í gær um opnun málverkasýningar Jóhönnu Hreinsdóttur í Galleríi Smíðar og skart á Skólavörðustíg, var hún ranglega nefnd Hanna. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. Rangur opnunartími I viðtali við Tryggva Ólafsson í blaðinu í gær var sýning hans, sem opnuð verður í Galleríi Fold í dag, sögð opnuð kl. 14. Rétt er að hún verður opnuð kl. 15. Kóngsbænadagur í frétt um veðurklúbbinn á Dal- vík var farið rangt með nafnið á kóngsbænadag, sem er í 3. viku eftir páska. Dagurinn heitir kóngs- bænadagur, en ekki kóngsbænda- dagur eins og stóð í fréttinni. Þjonustukönnun Veðurstofu fslands 23% horfa daglega á veðurfréttir RUV ur þjóðarinnar daglega eða oft á dag á veðurfregnir á Rás 1 í Ríkisútvarp- inu sem sendar eru beint út frá Veð- urstofunni. Um helmingur fólks hlustar aldrei á veðurfregnir á Rás 1. Fólk yfir 55 ára er stærsti hlust- endahópurinn á Rás 1 meðan fólk undir 25 ára notar þessa þjónustu sjaldan. Eins og við mátti búast eru sjómenn og bændur dyggasti hlust- endahópurinn á veðurfregnir Rásar 1. Um 62% aðspurðra eru ánægðir með þær veðurfréttir, en af þeim sem vildu bæta þar úr, nefndu 14% að taka ætti upp „gömlu vindstigin" eða vindheitin. I þriðja lagi nota um 10% þjóðar- innar textavarpið daglega til að afla sér veðurupplýsinga og tæplega 30% nota það tvisvar í viku eða oftar. At- hyglisvert er að sjómenn og bændur nota orðið textavarpið jafn mikið og veðurfregnir Rásar 1 til öflunar veð- urupplýsinga. Um 2% nota vefsíðu Veðurstofunnar daglega eða oft á dag og er hún ein af vinsælustu stofnanavefsíðum hér á landi. Rúm 7% nota sjálfvirkan símsvara stofn- unarinnar oftar en mánaðarlega. Mikill áhugi, einkum meðal yngra fólks, virðist vera á því að fá veður- upplýsingar með SMS-skilaboðum. I fjórða lagi treysta rúm 71% þjóðarinnar veðurupplýsingum Veð- urstofunnar vel og aðeins tæp 4% treysta þeim illa. Almenn ánægja virðist vera með þjónustu Veðurstof- unnar. Um 89% aðspurðra sögðust ánægðir með þjónustuna meðan rúrnlega 1% sögðust óánægðir. I fimmta og síðasta lagi kom fram að tæplega 23% aðspurðra vissu hvað vindheitið stinningskaldi merk- ir. Um 33% vissu það ekki en 44% töldu sig vita það en svöruðu rangt. Sé áhugi á frekari upplýsingum um þessa könnun er sjálfsagt að verða við því. Þannig er ekki um neitt trúnaðarmál að ræða eins og haldið hefur verið fram í fyrrnefndu dagblaði, enda hefur Veðurstofa ís- lands enga ástæðu til að fela þær niðurstöður sem komu fram í þessari könnun, sbr. tölur sem raktar eru hér að framan." Víð óskuj-;] j-Mrarifjsójííiararíðfii hamingju rneö nýtt h&írarjrj&ókJj-arsjd-p A 'r1 r \4£á U-i r“ l f JJTJ I / x
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.