Morgunblaðið - 20.05.2000, Qupperneq 78
78 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
EG EiTá KAFI í 6NÝmGJU?p
,jtóu. W-v
vS
Ljóska
Ferdinand
,,..en Davíð vann orrustuna
þegar hann hitti Golíat
i höfuðið með steini...“
Og hvað sagði mamma
Golíats um það?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Silfur Egils á
SkjáEinum
Frá Áslaugu Huldu Jónsdóttur:
SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 26. mars
vildi svo til að sendir hjá Landssím-
anum bilaði með þeim afleiðingum að
útsending SkjásEins féll niður í eina
og hálfa klukkustund. Við þetta
raskaðist endursýning á umræðu-
þættinum Silfur Egils svo mjög að
ekki var byrjað að senda þáttinn út
fyrr en klukkan tíu mínútur fyrir
miðnætti, fimmtíu mínútum síðar en
vani er. Eins og sjónvarpsáhorfend-
ur SkjásEins vita er Silfur Egils í
beinni útsendingu klukkan 12.30 á
sunnudögum og er þátturinn endur-
sýndur klukkan 23 að kvöldi sama
dags.
Þetta hefði kannski ekki komið
svo mjög að sök nema vegna þess að
sömu viku stóð yfir hin stóra fjöl-
miðlakönnun Gallups, dagbókar-
könnunin svonefnda þar sem er
mæld notkun á nær öllum fjölmiðlum
á íslandi. í fyrri dagbókarkönnun
frá því íoktóber hafði komið í ijós að
frumsýningin og endursýningin á
Silfri Egils voru nær jafnvígar -
reyndar horfðu ívið fleiri á endur-
sýninguna um kvöldið en beinu út-
sendinguna um daginn. Skýringin er
vísast sú að hádegi á sunnudegi er
ekki sérlega hefðbundinn tími til að
horfa á sjónvarp.
í ljósi þess að endursýningin á
Silfri Egils féll nánast niður umrætt
sunnudagskvöld þótti einsýnt að
mælingin væri ónákvæm. Þvi tók
SkjárEinn það ráð að gera nýja
könnun og staðfestist þar rækilega
að áhorf á Silfur Egils er mun meira
en lesa mátti úr dagbókarkönnun-
inni.
Þessi seinni könnun var gerð af
Gallup dagana 17. apríl til 7. maí og
var hringt samkvæmt tilviljunarúr-
taki úr þjóðskrá í 1200 einstaklinga á
aldrinum 16-75 ára. Niðurstöðumar
komu í gær og eru í stuttu máli þær
að á Faxaflóasvæðinu, áhorfssvæði
SkjásEins, er uppsafnað áhorf á Silf-
ur Eglis 20,5 prósent. Það segir okk-
ur að rúmlega 28 þúsund manns
höfðu horft á Silfur Egils á SkjáEin-
um. Þátturinn reyndist vera sterk-
astur í aldurshópnum 40-49 ára, en
þar fylgdust 28,6 prósent með hon-
um. I aldurshópnum 35-39 ára var
áhorfið 26,4 prósent.
Þátturinn nýtur einnig talsverðra
vinsælda meðal ungs fólks, sem hlýt-
ur að teljast ánægjulegt í ljósi þess
að hér er um pólitískan umræðuþátt
að ræða. I aldurshópnum 16-19 ára
horfðu 12 prósent á þáttinn, en í ald-
urshópnum 20-24 ára voru það 14,7
prósent.
Sökum þess að fyrri könnunin
misfórst eins og áður er rakið taldi
SkjárEinn rétt og skylt að koma
þessum upplýsingum á framfæri.
F.h. íslenska sjónvarpsfélagsins/
SkjásEins,
ÁSLAUG HULDA JÓNSDÓTTIR,
kynningarstjóri.
Hvar stendur
þjóðin í dag?
Frá Magnúsi Guðmundssyni:
ALLIR þeir sem sjá og geta lesið,
vil ég að lesi þessar línur og hug-
leiði þær vel. Ég vona að þjóðin
vakni og átti sig á því hvar hún
stendur í dag. Það er ekki nóga að
eiga - Hreint land, Fagurt land - ef
allt annað er óhreint og að þeir
óhreinu berjast við það að eyði-
leggja fegurðina, sköpunarverkið.
Arið 2000 er gengið í garð fyrir
nokkru og fer vel á því að rita þessi
orð núna.
Ég hélt raunar, að ég væri hætt-
ur að skrifa, en það er ekki svo,
raunar kemst ég ekki hjá því. I ár
heyri ég sagt að höfuðborgin okkar
Reykjavík sé svokölluð „menning-
arborg“, en alltaf þegar ég hefi
heyrt Reykjavík nefnda „menning-
arborg“, hefur fylgt á eftir, já Só-
dóma og Gómorra. Það er sorglegt
að höfuðborginni okkar skuli vera
líkt við Sódómu og Gómorru, sem
Drottinn eyddi vegna saurlifnaðar
og syndar. En því miður er Reykja-
vík orðin borg allskyns spillingar
svo sem kláms, samkynhneigðar,
ráns, nauðgana og morða og fl. fl.
Klám er á heimilum þegar verkast
vill og því er dreift um borgina í
klámritum. Hvað um börnin sem al-
ast upp við þennan saurlifnað og
synd, guðlast og stóryrði?
Það er rétt að lesa í heilagri bók
Biblíunni hvað þar er skráð um
homma og lesbíur. Orðrétt úr Bibl-
íunni:
„Leggist maður með karlmanni
sem kona væri, þá fremja þeir báðir
viðurstyggð; þeir skulu líflátnir
verða; blóðsök á þeim."
Þetta eru ekki mín orð heldur
Drottins, en þetta er viðurstyggð í
augum Guðs.
Það er því alvarlegt þegar allir
þingmenn á Alþingi okkar leggja
blessun sína yfir samkynhneigð.
Rétt er þó að taka fram, að aðeins
einn þingmaður andmælti þessu, en
það var Árni Johnsen, hann fær
gyllta stjörnu fyrir það.
Af þessu tilefni bið ég þig, sem
lest þetta að vera með mér í bæn.
„Drottinn er beðinn að fara inn í
þingsali Alþingis Islendinga og
hreinsa þar til, og útvelja þá, sem
þar eiga að vera að vilja Guðs.“
Það er nú augljóst að Alþingi Is-
lendinga með öllum sínum trúðum
og rollum í dag, er óhreint í augum
Drottins.
Það er því nauðsynlegt að ger-
breyta hugsunarhætti þjóðarinnar
og leysa hana undan bölvun villu
þeirrar, sem hún hefur gengið í, ef
hún vill og leita lausnar sinnar til
Guðs síns.
Hér læt ég staðar numið, en
sendi fljótlega línur frá mér.
MAGNÚS GUÐMUNDSSON,
Strandgötu 3, Patreksfirði.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.