Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 79

Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 79
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 79 FRÉTTIR ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Stórir birtingar í Tungulæk SJÓBIRTINGSVEIÐI hefur verið góð í Tungulæk í Landbroti í maí og fiskur verið að mjaka sér seint í sjávarátt. Enn er góð veiði og um síðustu helgi veiddist prýðilega, m.a. tveir 12 punda og einn 10 punda. Má heita að eingöngu sé veitt á flugu. Veiði er annars frem- ur lítið stunduð í ánni og aðeins af eigendum. Einn gríðarlega stór fiskur veiddist um helgina, næstum metra langur, að sögn Þórarins Kristinssonar, sem var á staðnum, en „hann var eins og spýtuplanki, dökkur slápur og í stað þess að vera nærri 20 pundum sem hann hefur áreiðanlega verið síðasta haust, þá var hann orðinn 11 pund. Við náð- um að vega hann án þess að skadda hann enda stóð til að gefa honum líf,“ eins og Þórarinn komst að orði. Skammt undan, í Fitjaflóði, hafa menn lent í góðum skotum og fiskar allt að 10 pundum verið að veiðast. Aðrar veiðislóðir Nokkuð góð veiði hefur verið i Soginu og margt af bleikjunni mjög Falleg og friðsæl mynd frá Minnivallalæk í Landssveit. vænn fiskur. Nýlega voru komnar um 70 bleikjur úr Bíldsfelli og grun- ur leikur á að svipuð veiði a.m.k. hafi verið í Ásgarði þótt ekki styðji veiðiskýrslur það. Þá hafa veiðst fá- einir sjóbirtingar og nokkrh’ hop- laxar, en þeim hefur flestum eða öll- um verið sleppt aftur. Mest af bleikjunni er á bilinu 1,5 til 3 pund, en frést hefur af allt að 5 punda bleikju í vor. Skot hafa einnig verið í Brúará og Hólaá. Hafa fengist spurnir af mönnum sem hafa verið að fá 3 til 7 fiska á dag og mikið af bleikjunni 2-3 punda. Bleikja er dyntótt í báðum ánum, en hefur helst veiðst með andstreymisað- ferðinni sem mjög er umtöluð hin seinni misseri. A enda taumsins er oftast púpufluga þyngd með kúlu- haus. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Stefán Sigurðsson veitingamaður, Brynhildur Kristjónsdóttir, Guð- björg Kristjónsdóttir og Grétar Sveinsson, eigendur Eldingar. Eldingin til Sandgerðis ELDINGIN kom nýlega til Sand- gerðishafnar en hún var áður kafara- og þjónustuskip við fiskveiðiflotann, en hefur nú verið breytt í hvalaskoð- unar- og skemmtiskip. Eldingin er 130 tonna skip með tvær 510 hestafla aðalvélar og tvær skrúfur. Ymsar endurbætur hafa verið gerðar á skipinu til að fullnægja kröfum sem gerðar eru til skemmtiskipa. I skipinu eru tveir rúmgóðir salir sem taka 85 manns í sæti. við borð, allar innréttingar eru glæsilegar og öflugt hljóðkerfi er um allt skip. Þá er góð aðstaða á dekki og á brúar- palli til að fylgjast með hvölum, segir í fréttatilkynningu. Eldingin verður gerð út frá Sandgerði í sumai’ til hvalaskoðunarferða og annarra skemmtiferða. Þar má nefna Eldeyj- arferðir og sjóstangaveiði en 25 sjóstangii’ verða um borð. Veitinga- húsið Vitinn í Sandgerði mun sjá um veitingar um borð í skipinu og bjóða uppá sjávarréttasúpu í öllum hvala- skoðunarferðum. Einnig verður boð- ið uppá sjávarréttahlaðborð og mat- arveislur fyrir allt að 85 manns fyrir þá sem þess óska. Eldingin er í eigu Grétars Sveinssonar og fjölskyldu. Bónus skór í nýtt húsnæði VERSLUNIN Bónus skór hefur opnað í nýju húsnæði á Hverfísgötu 76. Verslunin flytur inn skó frá Eng- landi og fleiii löndum og selur á góðu verði, segir í fréttatilkynningu. Boðið er upp á skó á alla fjölskylduna, s.s. inniskó, götuskó, spariskó o.s.frv. Verslunin er opin frá kl. 12-18 og á laugardögum yfir vetrai-mánuðina frá kl. 12-16. Einnig er sent í póst- kröfu. Nesstofusafn opnað á ný NESSTOFUSAFN hefur verið opn- að eftir vetrarlokun. Eins og undan- farin ár verður safnið opið yflr sum- armánuðina á þriðjudögum, fímmtudögum, laugardögum og sunnudögum kl. 13-17. Safnið er til húsa í Nesstofu á Seltjarnarnesi. Nesstofusafn er lækningaminja- safn. Þar gefúr að líta muni tengda sögu heilbrigðismála á íslandi síð- ustu aldirnar. Nesstofa var byggð fyrir fyrsta landlækninn á íslandi á árunum 1761-1763. Húsið er því eitt af elstu steinhúsum á Islandi, sam- tíða Bessastaðastofu og Viðeyjar- stofu. Síðasta sumar var sýningarrými safnsins stækkað. í nýja rýminu er sýning um holdsveiki á íslandi og Holdsveikispítalann í Laugamesi. Snæland 1 opið hús Vorum að fá í sölu glæsilega 4ra herb. endaíbúð á 2. h. t. v. á þessum eftirsótta stað. íbúðin er mikið endurnýjuð, m.a. ný og vönduð sérsmíðuð eldhúsinnr. Baðherb. nýl. standsett. Stór stofa. 3 svefnherb. Parket. 14 fm suður- svalir. Frábært útsýni yfir Fossvoginn og til austurs. Áhv. 2,7 millj. byggsj. Ákveðin sala. Eign í sérflokki. íbúðin verður til sýnis í dag, laugardag, frá kl. 14-16 og á morgun, sunnudag, frá kl. 16-18. Híbýli, fasteignasala, Suðurgötu 7, sími 585 8800 ' * inmlarlp í s L A N D ■ ▲ BRAV0 150S • 150x100x35 • 500 kg -Kf. 89.000,- ▲ BRAVO 2056 • 202x112x35 • 500 kg .Kr. 119.000,- ▲ BRAVO 225 • 225x145x30 • 746 kg -Kr. 145.000,- ▲ Ál 1205 NýlT- 203x128x30 • 500 kg • Kr. 158.000,- A BRAVO 310 TB- 310x168x30 • 1.600 kg • Kr. 295.000, ▲ £-750 stór ogsterk • 260x130x40 • Kr. 189.000,- A AihliJct flutningsvagn • 400x180x24 • 2.400 kg ▲ Ekta bílaflutningavagn • 2.500 kg A Mótorhjólavagn fyrir 1-2 hjól DALVEGUR 16B • KÓPAVOGl SÍMI 544 4454 ÞUMALÍNA fyrir mæður og börn Pósthússtræti 13 s. 5512136

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.