Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 79 FRÉTTIR ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Stórir birtingar í Tungulæk SJÓBIRTINGSVEIÐI hefur verið góð í Tungulæk í Landbroti í maí og fiskur verið að mjaka sér seint í sjávarátt. Enn er góð veiði og um síðustu helgi veiddist prýðilega, m.a. tveir 12 punda og einn 10 punda. Má heita að eingöngu sé veitt á flugu. Veiði er annars frem- ur lítið stunduð í ánni og aðeins af eigendum. Einn gríðarlega stór fiskur veiddist um helgina, næstum metra langur, að sögn Þórarins Kristinssonar, sem var á staðnum, en „hann var eins og spýtuplanki, dökkur slápur og í stað þess að vera nærri 20 pundum sem hann hefur áreiðanlega verið síðasta haust, þá var hann orðinn 11 pund. Við náð- um að vega hann án þess að skadda hann enda stóð til að gefa honum líf,“ eins og Þórarinn komst að orði. Skammt undan, í Fitjaflóði, hafa menn lent í góðum skotum og fiskar allt að 10 pundum verið að veiðast. Aðrar veiðislóðir Nokkuð góð veiði hefur verið i Soginu og margt af bleikjunni mjög Falleg og friðsæl mynd frá Minnivallalæk í Landssveit. vænn fiskur. Nýlega voru komnar um 70 bleikjur úr Bíldsfelli og grun- ur leikur á að svipuð veiði a.m.k. hafi verið í Ásgarði þótt ekki styðji veiðiskýrslur það. Þá hafa veiðst fá- einir sjóbirtingar og nokkrh’ hop- laxar, en þeim hefur flestum eða öll- um verið sleppt aftur. Mest af bleikjunni er á bilinu 1,5 til 3 pund, en frést hefur af allt að 5 punda bleikju í vor. Skot hafa einnig verið í Brúará og Hólaá. Hafa fengist spurnir af mönnum sem hafa verið að fá 3 til 7 fiska á dag og mikið af bleikjunni 2-3 punda. Bleikja er dyntótt í báðum ánum, en hefur helst veiðst með andstreymisað- ferðinni sem mjög er umtöluð hin seinni misseri. A enda taumsins er oftast púpufluga þyngd með kúlu- haus. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Stefán Sigurðsson veitingamaður, Brynhildur Kristjónsdóttir, Guð- björg Kristjónsdóttir og Grétar Sveinsson, eigendur Eldingar. Eldingin til Sandgerðis ELDINGIN kom nýlega til Sand- gerðishafnar en hún var áður kafara- og þjónustuskip við fiskveiðiflotann, en hefur nú verið breytt í hvalaskoð- unar- og skemmtiskip. Eldingin er 130 tonna skip með tvær 510 hestafla aðalvélar og tvær skrúfur. Ymsar endurbætur hafa verið gerðar á skipinu til að fullnægja kröfum sem gerðar eru til skemmtiskipa. I skipinu eru tveir rúmgóðir salir sem taka 85 manns í sæti. við borð, allar innréttingar eru glæsilegar og öflugt hljóðkerfi er um allt skip. Þá er góð aðstaða á dekki og á brúar- palli til að fylgjast með hvölum, segir í fréttatilkynningu. Eldingin verður gerð út frá Sandgerði í sumai’ til hvalaskoðunarferða og annarra skemmtiferða. Þar má nefna Eldeyj- arferðir og sjóstangaveiði en 25 sjóstangii’ verða um borð. Veitinga- húsið Vitinn í Sandgerði mun sjá um veitingar um borð í skipinu og bjóða uppá sjávarréttasúpu í öllum hvala- skoðunarferðum. Einnig verður boð- ið uppá sjávarréttahlaðborð og mat- arveislur fyrir allt að 85 manns fyrir þá sem þess óska. Eldingin er í eigu Grétars Sveinssonar og fjölskyldu. Bónus skór í nýtt húsnæði VERSLUNIN Bónus skór hefur opnað í nýju húsnæði á Hverfísgötu 76. Verslunin flytur inn skó frá Eng- landi og fleiii löndum og selur á góðu verði, segir í fréttatilkynningu. Boðið er upp á skó á alla fjölskylduna, s.s. inniskó, götuskó, spariskó o.s.frv. Verslunin er opin frá kl. 12-18 og á laugardögum yfir vetrai-mánuðina frá kl. 12-16. Einnig er sent í póst- kröfu. Nesstofusafn opnað á ný NESSTOFUSAFN hefur verið opn- að eftir vetrarlokun. Eins og undan- farin ár verður safnið opið yflr sum- armánuðina á þriðjudögum, fímmtudögum, laugardögum og sunnudögum kl. 13-17. Safnið er til húsa í Nesstofu á Seltjarnarnesi. Nesstofusafn er lækningaminja- safn. Þar gefúr að líta muni tengda sögu heilbrigðismála á íslandi síð- ustu aldirnar. Nesstofa var byggð fyrir fyrsta landlækninn á íslandi á árunum 1761-1763. Húsið er því eitt af elstu steinhúsum á Islandi, sam- tíða Bessastaðastofu og Viðeyjar- stofu. Síðasta sumar var sýningarrými safnsins stækkað. í nýja rýminu er sýning um holdsveiki á íslandi og Holdsveikispítalann í Laugamesi. Snæland 1 opið hús Vorum að fá í sölu glæsilega 4ra herb. endaíbúð á 2. h. t. v. á þessum eftirsótta stað. íbúðin er mikið endurnýjuð, m.a. ný og vönduð sérsmíðuð eldhúsinnr. Baðherb. nýl. standsett. Stór stofa. 3 svefnherb. Parket. 14 fm suður- svalir. Frábært útsýni yfir Fossvoginn og til austurs. Áhv. 2,7 millj. byggsj. Ákveðin sala. Eign í sérflokki. íbúðin verður til sýnis í dag, laugardag, frá kl. 14-16 og á morgun, sunnudag, frá kl. 16-18. Híbýli, fasteignasala, Suðurgötu 7, sími 585 8800 ' * inmlarlp í s L A N D ■ ▲ BRAV0 150S • 150x100x35 • 500 kg -Kf. 89.000,- ▲ BRAVO 2056 • 202x112x35 • 500 kg .Kr. 119.000,- ▲ BRAVO 225 • 225x145x30 • 746 kg -Kr. 145.000,- ▲ Ál 1205 NýlT- 203x128x30 • 500 kg • Kr. 158.000,- A BRAVO 310 TB- 310x168x30 • 1.600 kg • Kr. 295.000, ▲ £-750 stór ogsterk • 260x130x40 • Kr. 189.000,- A AihliJct flutningsvagn • 400x180x24 • 2.400 kg ▲ Ekta bílaflutningavagn • 2.500 kg A Mótorhjólavagn fyrir 1-2 hjól DALVEGUR 16B • KÓPAVOGl SÍMI 544 4454 ÞUMALÍNA fyrir mæður og börn Pósthússtræti 13 s. 5512136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.