Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG BRIDS llmsjón (Inílmundiir Páll Arnarson „HEFUR þú einhvern tíma heyrt talað um trompútspil gegn alslemmu?" Þessi at- hugasemd austurs lætur ekki mikið yfir sér, en er ótrúlega kvikindisleg í því samhengi sem hún á heima: Norður * AG105 v G6 ♦ K105 + 5432 Vestur Austur ♦84 +932 VD873 VK105 ♦ G94 ♦ 72 +KDG10 +Á9876 Suður *KD76 »Á942 ♦ ÁD863 +- Eftir nánast óskiljanleg- ar sagnir varð suður sagn- hafi í sjö spöðum. Með KDGIO í laufi taldi vestur óhætt að hefja leikinn þar og suður trompaði fyrsta slaginn. Sagnhafi taldi um stund á fmgrum sér, en lagði svo af stað: Spilaði tígli á tíuna (!) og trompaði lauf. Fór svo inn í borð á tíg- ulkóng og trompaði enn lauf. Hann átti eitt tromp eftir heima og spilaði þvi yfir á blindan og aftromp- aði vörnina. Lagði síðan upp: sjö á tromp, einn á hjarta og fimm á tígul. Samtals þrettán slagir. Sagnhafi þurfti að svína fyrir tígulgosann tii að geta trompað þrjú lauf heima, en auðvitað hefði það dugað skammt ef ekki hefði gefist tækifæri til að trompa lauf í fyrsta slag. Það fór ekki framhjá vestri, en austur gat ekki stiilt sig um að nefna það í framhjáhlaupi. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyi-ir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Árnað heilla O p' ÁRA afmæli. í dag, ö O laugardaginn 20. maí, verður áttatíu og fimm ára Lilja Jóhannsdóttir, Sólvöllum 15, Akureyri. Hún er stödd á Hotel Bahia Grande, Cala Millor á Mall- orca. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Fríkirkjunni í Hafn- arfirði af sr. Einari Eyjólfs- syni Hafdís Viðarsdóttir og Jón Ingimundarson. SKAK Umsján llelgi Áss Grétarsson í MEÐFYLGJANDI stöðu áttust við ensku skákmenn- irnir David Friedgood, hvítt, (2244) og James Dale (2239) í síðustu helgi bresku deildakeppninnar sem fram fór í lok apríl. 12.Rg6+!! hxg6 13.h5 Rg8 Svartur er að því er virðist hjálparlaus gagnvart sókn hvíts meðfram h-línunni. T.d. eftirl3...bxc4 ber sókn hvits ávöxt: 14.hxg6+ Kg8 15.Bxf6 Hxf6 16.Hh8+! Kxh8 17.Dh5+ og svartur er óverjandi mát. Jafnframt geng- ur 13...Rh7 ekki upp sökum 14. Bxe7 Dxe7 15. hxg6 bxc4 16.Hxh7+ Kg8 17.Dh5 og hvítur mátar. 14.hxg6+ Rh6 15.Bxh6 gxh6 16.Dh5! og svartur gafst upp enda óverjandi mát. Byrjunar- leikirnir í þessari stuttu skák voru eftirfarandi: l.c4 e5 2.Rc3 f5 3.d4 e4 4.Rh3 Rf6 5.Bg5 c6 6.RÍ4 Be7 7.e3 00 8.c5 d5 9.cxd6 Dxd6 10.Bc4+ Kh8 11.h4 b5?? og nú höfum við stöðuna á stöðumyndinni. Raddir framtíöar Hvað er loft? Maöurgetur kafaö meö því. Súrefni, maðurgetur eytt því þegar maður andar. Himnaríki. Börn frá Heiðarborg. UOÐABROT SKAFLAR Er geng ég eftir götunum, þá gín við augum mínum svo margt af jarðlífs misfellum, að mér er spurn í huganum: Skal sær ei hækka senn? Því sekkur land ei enn? Æ, til hvers eru allir þessir menn? Ég horfi í fólksins augu inn, og á mig kulda leggur frá anda, sem er uppgefinn að elta gæfuvinninginn; hans þrá er tapað tafl við tómlátt skapaafl. Við fátíð upprof dyngir skafli á skafl. Af ryði ískra heimsins hjól, og hatast flestar stéttir. Um fegri menning, meiri sól er messað, en í snjáðum kjól vor göfgi gengur lút. Mörg gleði er borin út, en eftir verður kuldi, sorg og sút. Hví syrtir yfir sálu manns á sömu vorsins stundu sem geislar stiga í dalnum dans og daggir tindra á blómum hans? Því sigi'ar ekki sól þann sorta, er hugann fól? Ó, sól, sem ert þó aUs hið eina skjól. Jakob Thomrensen. STJÖRJVUSPÁ eftir Franees Ilrake NAUT Afmælisbarn dagsins: Með láthragði þfnu gefur þú ljós- lega til kynna hver þú ert og hvað það er, sem þú vilt. Hrútur (21. mars -19. apríl) Það er einhvern veginn eins og allt sé nýtt úr kassanum i dag. Njóttu ferskleikans til hins ýtrasta og uppgötvaðu þér áður óþekkta hluti. Naut (20. apríl - 20. maí) i** Fjármálin virðast eitthvað þung í skauti þessa dagana. Þá er bara að setjast niður, fara í gegn um málin og koma skikki á hlutina. Tvíburar . f (21. maí-20.júní) Aa Þig vantar félaga til þess að framkvæma það sem þig dreymir um. Kannaðu hvort einhver úr vinahópnum eða fjölskyldunni vill slá til. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú hefur látið aðra ganga fyrir og nú er kominn tími til þess að þú sinnir sjálfum þér. Mundu að ekkert er dýrmæt- ara í heimi hér en heiisan. Ljón (23. júh - 22. ágúst) m Þú skuidar góðum vini sendi- bréf og ættir að inna þá skuld af hendi fyrr en síðar. Vináttan er nefnilega ekki bara einstefna heldur þarf tvo tU. Mnyja (23. ágúst - 22. sept.) Þér finnast allir á hraðferð í kring um þig og það veldur þér áhyggjum. Láttu þær lönd og ieið og haltu þínu striki. Þú kemst í mark eins og aðrir. Vog m (23.sept.-22.okt.) Fegurð hlutanna er ekki fólgin í stærð þeirra. Lærðu að sjá undir yfirborðið og upplifðu þá föiskvalausu gleði sem svo oft felst í því smáa. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Ekki falla í þá freistni að kaupa hluti bara af því að þú átt eitthvert fé handbært. Hugsaðu þig vandlega um áður en þú velur fjárfesting- logmaður Í2. nóv. -21. des.) Xf) eyfðu öðrum að njóta gleði innar og gamansemi. Heim- rinn er nógu erfiður, þótt kki sé allt upp á alvarlega látann. Hláturinn lengir líf- Steingeit , (22. des. -19. janúar) A Mörkin milli draums veruleika liggja ekki allta augum uppi. En það get reynzt erfitt ef menn ge ekki greinarmun á þes tvennu. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) kjfr: Nú á tímum er hægur vandi að bæta við þekkingu sína svo þú hefur enga afsökun fyrir því að láta ekki undan þessari Iöngun þinni. Byrj- aðu strax. Fiskar (19. feb. - 20. mars) M»*> Vertu vakandi fyrir því sem er að gerast í kring um þig. Þér er beinlínis hættulegt að ana svona áfram í blindni svo sperrtu upp augu og eyru. Stjörnuspána A að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki bygeðar á traustum grunni vísindafegra staðreynda. LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 81 Afmælistilboð frá 13.—21. mai.i Ekta pelsar og leðurflíkur - Satín rúmföt. Handunnin rúmteppi og púðaver. Handunnin húsgögn. Gamaldags klukkur og öðruwfsi Ijós. Opið Vifka daga kl. 11—18oglau. kl. 11—15 Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545 Sigurstjama Lausir einkatímar í heilun og ráðgjöf Frjáls eins og fuglinn í Camp-let tjaldvagni Einföld tjöldun, mikið pláss, áfast eidhús og fortjald, auk frábærrar endingar eru atriði sem gera Camp-let að einstökum tjaldvagni. Ef allir vagnar eru skoðaðir sést vel af hverju Camp-let nýtur vinsælda ár eftir ár. I^ÍSLI JÓNSSON ehf Bíldshöfða 14 112 Reykjavík S. 587 6644 Reiki-y heilunar- og sjálfctyrkingamámskeið Skrántng á tiámskeið í sima 553 3934 kl. 10-12 virka daga. Guðrím Óladóttir, reikimeistari. HvaófáþáttMkmdurút^ slíkmn námskeiSunt. Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfmningalegt jafhvægi. ^Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. ^Læra að hjálpa öðmm til þess sama. Námskeið í Reykjavík 23.-25. maí.......... I. stig kvöldnámskeíð. 27.-28. maí..........II. stig helgamámskeið. 5.-7. júní......... I. stig kvöldnámskeið. ÍTlOUfÍCG lOCfOÍX Switzerland ------------ ÚTSÖLUSTAÐIR; -------------- Jón & Óskar Klukkan Georg V. Hannah Meba Laugavegi 61 Hamraborg j Keflavík j Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.