Morgunblaðið - 20.05.2000, Side 92

Morgunblaðið - 20.05.2000, Side 92
Hefur þitt fyrirtæki efni á aö eyöa tíma starfsfólksins í bið? Það er dýrt að láta starfsfólkið biða! Tölvukerfi sem virkar lltargtifiMjiMfr Netþjónar og tölvur MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJlSMBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 20. MAI 2000 VERÐI LAUSASOLU150 KR. MEÐ VSK. A Ahrifa hækkunar ávöxtunarkröfu húsbréfa gætir víða Landsbankinn hækkar vexti Heimilislána um 1,20% LANDSBANKI íslands hf. hækkaði í gær vexti Heimilislána í öllum flokkum úr 6,25% í 7,45%, eða um 1,2%. Astæðan fyrir vaxtahækkuninni er hækkun ávöxtunarkröfu húsbréfa að undan- förnu. Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkaði nökkuð í gær en veltan var áfram lítil. Ávöxtun húsbréfa- flokksins 98/2 var 5,90 við lok viðskipta í gær en var 6,12 á fimmtudag þegar afföll á húsbréfum höfðu ekki verið hærri síðan árið 1993. í gær tilkynnti SPRON að viðskiptavakt með húsbréf, spariskírteini og ríkisbréf yrði hætt en á fimmtudag sendu Íslandsbanki-FBA og Landsbankinn frá sér yfirlýsingu um að þeir -“Tnyndu einnig hætta viðskiptavakt með ríkisbréf. Framboð húsbréfa meira en eftirspurn Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir uppsögn fjái-málastofnana áhyggjuefni því það sé mjög mikilvægt fyrir íslenskt fjármála- kerfi að hér sé öflugur skuldabréfamarkaður og með eðlilegri vaxtamyndun. Að hans sögn er ein af ástæðunum fyrir því að skuldabréfamarkaðurinn hefur ekki náð að þróast eðlilega sú að útgáfa húsbréfa hafi aukist mjög mikið á undanförnum mánuðum og fram- boð hafi verið mun meira en eftirspurn. Öflug- ustu kaupendur húsbréfa, lífeyrissjóðirnir, hafa að mestum hluta ráðstafað fjármunum sínum í innlend og erlend hlutabréf og hlutabréfasjóði. Getur leitt til harkalegrar lendingar efnahagslífsins I morgunpunktum Kaupþings í gær er bent á að áhrifa muni gæta mun víðar en eingöngu á fasteignamarkaði þar sem vextir á skuldabréfum miðist við vexti á ríkisskuldabréfum í formi þess að það er visst álag ofan á ávöxtunarkröfu ým- issa markílokka húsbréfa. Til að mynda hafi eng- in viðskipti verið með skuldabréf fyrirtækja og sveitarfélaga í langan tíma. „Þessir aðilar hafa þurft að leita til banka og lánastofnana um lán í bæði erlendum og innlendum gjaldmiðlum sem skýrir að stórum hluta mikla útlánaaukningu bankanna síðustu misserin. Ef svo fer fram sem horfir kann að fara af stað atburðarás sem gæti leitt til þess að efnahagslífið kæmi til harkalegr- ar lendingar, enda fæst þá ekki fjármagn til at- vinnuveganna, þar sem skuldabréfamarkaður og vaxtastig er í raun ekki til og bankakerfið of þanið til að mæta eftirspurn eftir fjármagni frá atvinnulífinu. Fjármagnskostnaðurinn er nú orð- inn mjög hár og þetta raunvaxtastig er ekki æskilegt til lengri tíma en til skamms tíma litið mun þetta væntanlega hafa þau áhrif að draga úr þenslu og í kjölfarið má gera ráð fyrir að verðbólga minnki. Þessi mikli vaxtamunur mun einnig hafa áhrif á frekari styrkingu krónunnar.“ ■ Skuldabréfamarkaður/26 Stóra fíkniefnamálið Aðalmeð- ferð máls- ins hefst í lok maí HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur hefur ákveðið að aðalmeð- ferð í stóra fíkniefnamálinu svokallaða skuli hefjast mánu- daginn 29. maí næstkomandi. Til hafði staðið að hefja með- ferð málsins í haust en Hæsti- réttur ógilti þá ákvörðun dóm- ara og lagði að dóminum að hefja málsmeðferðina fyiT. Þrjátíu menn kærðir Að minnsta kosti 30 manns eru ákærðir í málinu, þar af 19 af hálfu ríkissaksóknara fyrir sölu, dreifingu og inn- flutnig fikniefnanna og yfir 10 af hálfu efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra fyrir pen- ingaþvætti. Ekki hefur fengist uppgefið hversu margir ná- kvæmlega sæta ákæru efna- hagsbrotadeildar, en yfir 100 milljónir í peningum og verð- mætum hafa verið gerðar upp- tækar í tengslum við þetta mál. Gæsluvarðhald þeirra níu sakbominga, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi í rúma átta mánuði, rennur út 28. júní næstkomandi. Von und- ir Jökli ÞETTA listaverk mun í framtíð- inni setja svip á umhverfið við Hellissand undir Jökli. Það heitir Von og listamaðurinn Grímur Marínó Steindórsson. Unnið er að uppsetningu verksins um þessar mundir. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Guðm. Guðjónsson Stálpaður arnarungi í hreiðri við Faxaflóa í fyrrasumar. Góðar horfur með arnarvarp ALLS er vitað um 33 arnarhreiður sem orpið hefur verið í og nokkur pör að auki sem ekki er vitað um hvort hafi orpið að þessu sinni, að sögn Rristins Hauks Skarphéðins- sonar, fuglafræðings hjá Náttúru- fræðistofnun íslands, en nú er að mestu lokið hefðbundnu eftirliti með arnarvarpi Fuglaverndarfé- lags íslands, sem Kristinn hefur stjórnað síðustu árin. Kristinn sagði að enn vantaði upplýsingar frá fáeinum stöðum en líklegt er að álíka mörg arnarpör hafi orpið í ár og i fyrra, en þá gekk arnarvarp óvenjuvel og 20 pör komu upp 27 ungum. „Það er mesti ungafjöldi sem upp hefur komist síðan farið var að fylgjast reglulega með arnarstofninum árið 1959,“ sagði Kristinn. Eitt hreiður eyðilagt Eitt arnarhreiður hefur verið vísvitandi eyðilagt af mannavöldum í vor svo vitað sé og sagði Kristinn það mál í höndum viðkomandi sýslumanns. „Ernir eru afar við- kvæmir fyrir truflunum á varptíma og næstu 2-4 vikur munu skera úr um hvernig varpið heppnast. Norð- anáhlaup eins og þau sem ríkt hafa undanfarna daga geta komið illa við erni eins og fleiri fugla, einkum ef þau verða um mánaðamót maí og júní. Á þeim tíma eru ernir að klekja út eggjum sínum og ung- arnir eru veikburða í fyrstu og verða ekki fleygir fyrr en um miðj- an ágúst,“ sagði Kristinn. Úrvalsvísitalan hefur lækk- að um 19% á 3 mánuðum MITSUBISHI HITSUBISHI dcmantar í umferö ÚRVALSVÍ SITALA Aðallista Verð- bréfaþings íslands hélt áfram að lækka í gær og var við lok viðskipta 1.523,6 stig. Lækkun frá fyrra degi nam 1,23%. Heildarviðskipti með hlutabréf á VÞÍ námu 134 milljónum króna í gær, mest með bréf Tryggingamið- stöðvarinnar fyrir 26,4 mOljónir í 4 viðskiptum. Gengi TM lækkaði um 7,8% og var það mesta lækkun á VÞÍ í gær. Viðskipti með hlutabréf í Eimskipafélagi Islands námu 14,8 milljónum og lækkaði gengi þeirra um 1,4% og endaði í 10,35. Gengi ís- landsbanka-FBA hf. lækkaði um 2,4% í gær og var í lok dagsins 4,95. Viðskipti með bréfin námu tæpum 13 milljónum. Hlutabréf fimm félaga hækkuðu í gær. Hlutabréf Baugs hækkuðu um 1,7% eftir 6,3 milljóna króna viðskipti og bréf íslenska hugbúnaðarsjóðsins um 0,4% eftir 10,4 milljóna króna við- skipti. Lítil viðskipti voru að baki ÚRVALSVÍSITALA HLUTABRÉFA frá áramótum 1900 1850 1800 1750 1700 1650 1600 1550 1500 31. des. 1997 = 100 íii 1 i.523,e 00 tl Jan. Feb. Mars April Maí 2,8% hækkun á bréfum Tæknivals, 0,5% hækkun á Bakkavör Group og 1,8% hækkun á bréfum Sæplasts. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 19,3% frá 17. febrúar sl. þegar hún náði hámarki, 1.888,7 stigum. Úr- valsvísitalan lækkaði aftur niður fyr- ir 1.700 stig í mars en náði 1.851,5 stigum 3. apríl sl. Lækkunin síðan þá nemur 17,7%. Lækkunin á gengi hlutabréfa ein- stakra félaga hefur verið umfram lækkun úrvalsvísitölunnar á tímabil- inu. Gengi hlutabréfa í Eimskipafé- lagi Islands var 14,3 hinn 17. febrúar sl. en lokagengi í gær var 10,35. Lækkunin á þessu tímabili nemur 27,6% en lækkunin frá 3. apríl nemur 15,9%. Lækkun á bréfum Útgerðar- félags Akureyringa frá 17. febrúar er 30,7% en frá 3. apríl 23%. Lokageng- ið í gær var 5,7. Gengi bréfa Flugleiða hefur lækk- að um 33% frá 17. febrúar þegar það var 5. Lokagengið í gær var 3,35. Hlutabréf Tæknivals hafa lækkað um 20% frá 3. apríl og gengi bréfa Landsbankans um 19,2%.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.