Morgunblaðið - 27.05.2000, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 23
VIÐSKIPTI
Morgunblaðió/Golli
Ákvæðið um heimild einstaklinga og hjóna til að fresta skattlagningu hagn-
aðar af sölu hlutabréfa var bætt inn í frumvarp til breytinga á tekju- og
eignarskattslögum árið 1996. Var það gert að tilstuðlan meirihluta efna-
hags- og viðskiptanefndar Alþingis.
stefnubreyting hefði átt sér stað hjá
meirihluta nefndarinnar. Hann vitn-
aði í Pétur Blöndal, alþingismann:
„... Pétur Blöndal, sem er allra
manna fróðastur um innviði þessa
kerfis, segir mér að það sé sennilega
enginn íslendingur svo ríkur að hann
muni rekast á þessi þök enn sem
komið er a.m.k.“
Steingrímur bætti því við að þeir
einstaklingar væru ekki margir,
a.m.k. fyrsta kastið, sem hefðu meira
en þriggja milljóna króna hreinar
tekjur af arði, hlutabréfum, vöxtum
eða söluhagnaði. ,Af söluhagnaði
gæti það gerst. En síður af hinu enn
sem komið er.“
Fjárfestum refsað aftur og aftur
Pétur Blöndal, alþingismaður, tók
til andsvara í sömu umræðu frum-
varpsins. Hann tók dæmi um hvem-
ig þágildandi skattalög væru gagn-
vart atvinnulífinu: „... Steingrímur J.
Sigfusson kaupir sér tvö hlutabréf
fyrir hundrað þúsund kall í tveim
fyrirtækjum. Aiinað fer á hausinn.
Þá segir ríkissjóður: Þetta kemur
mér ekki við, gleymdu þessu bara.
En hitt gengur alveg glimrandi vel.
Þremur árum seinna selur Stein-
grímur J. Sigfússon hlutabréfin fyrir
tvö hundruð þúsund kall og þá á
hann aftur tvö hundruð þúsund kall-
inn sem hann lagði upphaflega í
þetta, þ.e. launin sín. Engar verð-
bætur og enga vexti, ekkert svoleið-
is. En þá segir ríkissjóður: Þama
ertu með hagnað, vinurinn. 100.000
kr. í hagnað. Þú keyptir hlutabréfin á
hundrað þúsund kall og selur þau á
200.000 kr. 100.000 kr. skulu skatt-
lagðar og háttvirtur þingmaður
borgar 42.000 kr. í skatt af engum
tekjum því að hann á ekki annað en
tvö hundmð þúsund kallinn sem
hann lagði upp með. En nú þarf hann
að borga 42.000 kr. í skatt, hugsan-
lega 47.000 kr. ef hann fer yfir mörk-
in. Hann er með sem sagt 158.000 kr.
út úr dæminu. Hann er búinn að tapa
á öllu saman, en ekki samkvæmt
skattinum.
Svona era skattalögin í dag. Svona
era þau vinsamleg atvinnulífinu eða
þeim sem era að fjárfesta í atvinnu-
lífinu. Það er allt annar hlutur en
skattlagning fyrirtækjanna sjálfra.
Þeim sem fjárfesta í atvinnulífinu er
refsað aftur og aftur. Enda gerir það
ekki nokkur óvitlaus maður. Menn
gera þetta af einhverri hugsjón,"
sagði Pétur.
Óbreytt ákvædi
eda afnám þess?
Vilji löggjafarvaldsins árið 1996
stóð sem sagt til þess að styrkja ís-
lenskt atvinnulífið og þátttöku í því.
Nú þegar ákvæðið hefur verið við
lýði í um fjögur ár er ríkisskattstjóra
spurn hvort það hafi verið upphaf-
lega verið ætlun löggjafans að ís-
lenskir aðilar nýttu sér frestunina
með fjárfestingum í gegnum eignar-
haldsfélög í Lúxemborg. í áður-
nefndu viðtalið við Morgunblaðið
sagði hann að oftar en ekki endaði
það með því að skattgreiðslan, sem
frestað væri, væri ekki greidd eða
rynni til erlendra ríkja. Hann taldi
nauðsyn á að ákvæðið yrði endur-
skoðað.
Geir H. Haarde, fjármálaráð-
herra, er ósammála ríkisskattstjóra,
að því er fram kom í viðtali Morgun-
blaðsins við hann tveimur dögum síð-
ar. Hann sagði ekki koma til greina
að afnema frestunarheimildina, slíkt
væri alltof róttæk breyting. Heimild-
in væri í dag mjög mikilvægur þáttur
í því starfsumhverfi sem hlutafélög
og eigendur þeirra störfuðu í.
En er hugsanlega hægt að binda
frestunarákvæðið við endurfjárfest-
ingu í íslenskum hlutafélögum ein-
göngu? Fjármálaráðherra segir slíkt
ekki standast skuldbindingar sem á
íslendingum hvíla og vísar þar til
meginreglna EES-réttar um frjálst
fjármagnsflæði.
Umræður um ákvæði 7. mgr. 17.
gr. tekju- og eignaskattslaga hljóta
af þeim sökum að snúast um hvort að
halda eigi því óbreyttu í lögunum eða
afnema það í Ijósi breyttra aðstæðna.
Ragnar Birgisson framkvæmdastjóri
Skífunnar
Umboð MGM
kærkomin búbót
RAGNAR Birgisson, framkvæmda-
stjóri Skífunnar, segir að umboðið
fyrir Metro-Goldwyn-Meyer, sem
Skífan fékk nýlega, sé kærkomin
búbót fyrir fyrirtækið. Hann segir að
markaðshlutdeild Skífunnar muni
vaxa með dreifingu ó myndum
MGM.
Að sögn Ragnars er MGM dreift
af Twentieth Century Fox um allan
heim.
„Skífan er einnig með umboð á fs-
landi fyrir Fox. Við eram nú þegar
búnir að fá umboðið fyrir myndbönd
MGM og fyrsta kvikmyndin á
myndbandi er komin út hjá okkur.
Sú næsta er nú á leiðinni. Kvik-
myndahluta umboðsins fáum við svo
í hendur í nóvembermánuði næst-
komandi."
Skífan rekur tvö kvikmyndahús,
Regnbogann og Stjörnubíó, og í lok
september á næsta ári opnar fyrir-
tækið nýtt kvikmyndahús í Smáran-
um.
„Skífan fær það mikið af myndum
á hverju ári í gegnum kvikmynda-
umboð sín að við náum ekki að sýna
þær allar. Því dreifum við myndum í
önnur kvikmyndahús, m.a. í Sambíó-
in. En þessir aðilar sem fá kvik-
myndir frá okkur til sýninga era
auðvitað ekki með umboðið fyrir
þær, þeir markaðssetja ekki mynd-
imar, þeir fá ekki dreifingarþóknun,
heldur einungis sýningarþóknun.
Það er því mikill munur á því að sýna
myndina eða dreifa henni,“ segir
Ragnar.
Aðspurður segist hann ekki úti-
loka að kvikmyndir sem Skífan dreif-
ir í gcgnum umboð sitt verði áfram
seldar til sýninga í öðram kvik-
myndahúsum eftir að bíóið í Smár-
anum hefur tekið til starfa. Sérstak-
lega þá aðsóknarmiklar myndir.
Á Kringludekri bjóða versianir
eg þjónustuaðilar Kringlunnar
eitthvað sérstakt i tengslum
við brúðkaupið.
Fjölbreyttar kynningar og sýningar
ffara ffram ó göngugetunum.
Til mikils að vinna l
Verðandi brúðhjón geta skráð
nöfn sín í pott og unnið
veglega vinninga.
KriKCtL
CsJ\