Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Inversk stemmning Indversk tónlist Indverskar bókmenntir afslattur af U Indverskum vörum Mugabe hvetur til landtöku ROBERT Mugabe, forseti Zimbabwe, skoraði í gær á jarð- næðislausa blökkumenn í grannríkjunum að fara að dæmi landtökumannanna í Zimbabwe ef hvítii’ bændur neituðu að af- sala sér búgörðum sínum. „Ef nágrannaríkin lenda í svipuðum vanda og við hvers vegna ættu þau þá ekki að gera það sama og við. Það er einfold lausn,“ sagði Mugabe í ræðu á útifundi í Namibíu í tilefni af Degi Afríku. Hundruð jarðnæðislausra blökkumanna í Zimbabwe hafa lagt undir sig rúmlega þúsund búgarða sem þeir segja að hvítir menn hafi stolið á nýlendutím- anum. Yerkfalli af- stýrt í Noregi NORSK stéttarfélög aflýstu í gærmorgun verkfalli um 34.000 opinberra staifsmanna sem boðað hafði verið í gær. Samn- ingar náðust í fyrrinótt um 4,8% launahækkun, auk þess sem or- lofsdögum verður fjölgað um fimm daga. Samningarnir ná til 600.000 opinberra starfsmanna og giida í eitt ár. Nokkm- fá- menn stéttarfélög, meðal annars 1.000 starfsmanna dagheimila, sættu sig ekki við niðurstöðuna og ætla að efna til verkfalls. Erich Mielke látinn ERICH Mielke, fyrrverandi yf- irmaður Stasí, leyniþjónustu kommúnistastjómar Austur- Þýskalands, lést á dögun- um, 92 ára að aldri. Hans var minnst í gær sem illmenn- is sem lét handtaka Erich Mielke hundruð þúsunda andófsmanna og skjóta fólk sem reyndi að flýja yfir Berlínar- múrinn. Hann var þó aldrei sótt- ur til saka fyrir glæpi Stasí á fjögurra áratuga valdatíma kommúnistastjómarinnar þar sem hann þótti ekki fær um að koma fyrir rétt vegna heilsu- brests og ellihrömunar. Pútín „klúðr- aði njósna- verkefninu“ VLADÍMIR Pútín, forseti Rússlands, klúðraði síðasta verkefni sínu sem njósnari so- vésku leyniþjónustunnar KGB í Austur-Þýskalandi á ámnum 1984-90, að sögn Johannes Legners, talsmanns stofnunar í Berlín sem varðveitir skjalasöfn austur-þýsku öiyggislög- reglunnar, Stasí. Að sögn Legners urðu Pútín á mikil mistök þegar honum var falið að skipuleggja nýtt njósn- anet eftir hmn Berlínarmúrsins. Hann fékk þá fyrrverandi starfsmenn Stasí til að njósna fyrir KGB og einn þeirra gaf sig fram við vestur-þýsku leyni- þjónustuna og ijóstraði upp um njósnarana. Nokkrir þeirra vom handteknir vegna málsins. Pútín fór frá Þýskalandi skömmu síðar. Flugræninginn lést eftir hátt fall Manila. AFP. LÖGREGLAN á Filippseyjum fann í gær lík flugræningja, sem kastaði sér í fallhlíf út úr farþegaþotu eftir að hafa ógnað farþegum hennar með skammbyssu og handsprengju og neytt þá til að afhenda sér öll verð- mæti sem þeir höfðu á sér. Embætt- ismenn í dómsmálaráðuneytinu í Manila sögðu að maður úr áhöfninni, sem hjálpaði flugræningjanum að stökkva úr þotunni, yrði ekki sóttur til saka. Þotan var í rúmlega 1.800 m hæð þegar flugræninginn stökk. Hann lést vegna þess að fallhlífin, sem hann saumaði sjálfur, opnaðist ekki. Lögreglan kvaðst telja að maðurinn hefði saumað fallhlífina á hótelher- bergi í borginni Davao síðustu dag- ana fyrir flugránið í fyrradag. Þotan var í eigu Philippine Airlin- es og á leiðinni til Manila með 290 manns, þar af 277 farþega. Þeir voru allir heilir á húfi þegar þotan lenti í Manila eftir að hafa flogið áfram með dymar opnar. Þrýstingurinn var tekinn af þot- unni til að gera áhöfninni kleift að AP Lögreglumaður á Filippseyjum ber kennsl á lík fallhlífarræn- ingjans Augusto Lakandula. opna dyrnar. Tveir embættismenn í dómsmálaráðuneytinu sögðu að maðurinn sem hjálpaði flugræningj- anum að stökkva út yrði ekki sóttur til saka. „Það var alls ekki ætlun hans að drepa manninn. Hann vildi bara bjarga sér og öllum farþegun- um í vélinni,“ sagði annar mannanna. Talsmaður flugfélagsins Philipp- ine Airlines staðfesti að áhöfnin hefði hjálpað flugræningjanum að forða sér úr þotunni eftir að hann hefði fest sig í dyrunum. Stjóm Filippseyja kvaðst hissa á því hversu auðvelt hefði verið fyrir flugræningjann að komast með skammbyssu og sprengju í þotuna. Lögreglustjóra flugvallarins í Davao var vikið úr embætti vegna flugráns- ins og yfirmaður hans, sem stjórnar öryggiseftirliti á flugvöllum lands- ins, bauðst til að segja af sér. BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI SÍMI: 554 6300 FAX: 554 6303 27. maí -10. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.