Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Inversk
stemmning
Indversk
tónlist
Indverskar
bókmenntir
afslattur af
U
Indverskum
vörum
Mugabe
hvetur til
landtöku
ROBERT Mugabe, forseti
Zimbabwe, skoraði í gær á jarð-
næðislausa blökkumenn í
grannríkjunum að fara að dæmi
landtökumannanna í Zimbabwe
ef hvítii’ bændur neituðu að af-
sala sér búgörðum sínum.
„Ef nágrannaríkin lenda í
svipuðum vanda og við hvers
vegna ættu þau þá ekki að gera
það sama og við. Það er einfold
lausn,“ sagði Mugabe í ræðu á
útifundi í Namibíu í tilefni af
Degi Afríku.
Hundruð jarðnæðislausra
blökkumanna í Zimbabwe hafa
lagt undir sig rúmlega þúsund
búgarða sem þeir segja að hvítir
menn hafi stolið á nýlendutím-
anum.
Yerkfalli af-
stýrt í Noregi
NORSK stéttarfélög aflýstu í
gærmorgun verkfalli um 34.000
opinberra staifsmanna sem
boðað hafði verið í gær. Samn-
ingar náðust í fyrrinótt um 4,8%
launahækkun, auk þess sem or-
lofsdögum verður fjölgað um
fimm daga. Samningarnir ná til
600.000 opinberra starfsmanna
og giida í eitt ár. Nokkm- fá-
menn stéttarfélög, meðal annars
1.000 starfsmanna dagheimila,
sættu sig ekki við niðurstöðuna
og ætla að efna til verkfalls.
Erich Mielke
látinn
ERICH Mielke, fyrrverandi yf-
irmaður Stasí, leyniþjónustu
kommúnistastjómar Austur-
Þýskalands,
lést á dögun-
um, 92 ára
að aldri.
Hans var
minnst í gær
sem illmenn-
is sem lét
handtaka
Erich Mielke hundruð
þúsunda
andófsmanna og skjóta fólk sem
reyndi að flýja yfir Berlínar-
múrinn. Hann var þó aldrei sótt-
ur til saka fyrir glæpi Stasí á
fjögurra áratuga valdatíma
kommúnistastjómarinnar þar
sem hann þótti ekki fær um að
koma fyrir rétt vegna heilsu-
brests og ellihrömunar.
Pútín „klúðr-
aði njósna-
verkefninu“
VLADÍMIR Pútín, forseti
Rússlands, klúðraði síðasta
verkefni sínu sem njósnari so-
vésku leyniþjónustunnar KGB í
Austur-Þýskalandi á ámnum
1984-90, að sögn Johannes
Legners, talsmanns stofnunar í
Berlín sem varðveitir skjalasöfn
austur-þýsku öiyggislög-
reglunnar, Stasí.
Að sögn Legners urðu Pútín á
mikil mistök þegar honum var
falið að skipuleggja nýtt njósn-
anet eftir hmn Berlínarmúrsins.
Hann fékk þá fyrrverandi
starfsmenn Stasí til að njósna
fyrir KGB og einn þeirra gaf sig
fram við vestur-þýsku leyni-
þjónustuna og ijóstraði upp um
njósnarana. Nokkrir þeirra vom
handteknir vegna málsins.
Pútín fór frá Þýskalandi
skömmu síðar.
Flugræninginn
lést eftir hátt fall
Manila. AFP.
LÖGREGLAN á Filippseyjum fann
í gær lík flugræningja, sem kastaði
sér í fallhlíf út úr farþegaþotu eftir
að hafa ógnað farþegum hennar með
skammbyssu og handsprengju og
neytt þá til að afhenda sér öll verð-
mæti sem þeir höfðu á sér. Embætt-
ismenn í dómsmálaráðuneytinu í
Manila sögðu að maður úr áhöfninni,
sem hjálpaði flugræningjanum að
stökkva úr þotunni, yrði ekki sóttur
til saka.
Þotan var í rúmlega 1.800 m hæð
þegar flugræninginn stökk. Hann
lést vegna þess að fallhlífin, sem
hann saumaði sjálfur, opnaðist ekki.
Lögreglan kvaðst telja að maðurinn
hefði saumað fallhlífina á hótelher-
bergi í borginni Davao síðustu dag-
ana fyrir flugránið í fyrradag.
Þotan var í eigu Philippine Airlin-
es og á leiðinni til Manila með 290
manns, þar af 277 farþega. Þeir voru
allir heilir á húfi þegar þotan lenti í
Manila eftir að hafa flogið áfram með
dymar opnar.
Þrýstingurinn var tekinn af þot-
unni til að gera áhöfninni kleift að
AP
Lögreglumaður á Filippseyjum
ber kennsl á lík fallhlífarræn-
ingjans Augusto Lakandula.
opna dyrnar. Tveir embættismenn í
dómsmálaráðuneytinu sögðu að
maðurinn sem hjálpaði flugræningj-
anum að stökkva út yrði ekki sóttur
til saka. „Það var alls ekki ætlun
hans að drepa manninn. Hann vildi
bara bjarga sér og öllum farþegun-
um í vélinni,“ sagði annar mannanna.
Talsmaður flugfélagsins Philipp-
ine Airlines staðfesti að áhöfnin hefði
hjálpað flugræningjanum að forða
sér úr þotunni eftir að hann hefði
fest sig í dyrunum.
Stjóm Filippseyja kvaðst hissa á
því hversu auðvelt hefði verið fyrir
flugræningjann að komast með
skammbyssu og sprengju í þotuna.
Lögreglustjóra flugvallarins í Davao
var vikið úr embætti vegna flugráns-
ins og yfirmaður hans, sem stjórnar
öryggiseftirliti á flugvöllum lands-
ins, bauðst til að segja af sér.
BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI SÍMI: 554 6300 FAX: 554 6303
27. maí -10. júní