Morgunblaðið - 27.05.2000, Side 31

Morgunblaðið - 27.05.2000, Side 31
MÓRGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 31 EMU-and- staðan sú mesta í tvö ár Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ANDSTAÐA Dana við aðild að Efna- hags- og myntsambandi Evrópu, EMU, er nú sú mesta sem verið hefur í tvö ár. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup fyrir Berlingske Tidende eru 47 prósent Dana andsnúnir aðild og 43 prósent fylgjandi. Jafnaðarmenn taka þessu illa og kenna Vensti’e og Ihaldsflokknum um. I gær birtu þrír óháðir ráðgjafar um efnahagsmál skýrslu um áhrif EMU-aðildar. Þeir hafna rökum rík- isstjórnarinnar um að það hafi slæm efnahagsleg áhrif að ganga ekki í EMU. Mogen Lykketoft fjármálaráð- herra kallaði í gær niðurstöður þeirra „æfingu í hinu tóma fræðilega rými“. Jafnaðarmenn kenna hægrimönnum um Af hálfu jafnaðarmanna er óspart látið í veðri vaka að slakar undirtektir Dana við EMU-aðild stafi af því að hægrimenn hafi misst sjónar á hug- sjónunum að baki EMU og Evrópu- sambandinu, EMU. Hægrimenn hafi síðan bætt gráu ofan á svart með því að tala um EMU og ESB sem sérleg hjartansmál jafnaðannanna. Þessi málflutningur hafi grafið undan áhuga á hægrivængnum. Hægrimenn hafa hvað eftir annað beðið jafnaðarmenn að hætta þessum Gorbatsjov stofnar jafnað- armannaflokk MIKHAIL Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, skráði stjórn- málaflokkinn sem hann stofnaði í desember sl., Rússneska jafnaðar- mannaflokkinn, formlega í gær. Við það tækifæri sagði hann að hugsjón- ir jafnaðarstefnunnar væru best til þess fallnar að forða Rússum frá öfg- um til hægri eða vinstri. Gorbatsjov átti í gær langt símaviðtal við Vladí- mír Pútín forseta um landsins gagn og nauðsynjar, en með þeim Jeltsín voru aftur á móti litlir kærleikar. málflutningi. Hann sé ómaklegur því stuðningur við aðild sé mun meiri á hægri- en vinstrivængnum, svo jafn- aðarmönnum væri nær að snúa sér að eigin kjósendum. Auk þess sé hann vatn á myllu EMU-andstæðinga því hann dragi úr trausti kjósenda. Nær væri að hægrimenn og jafnaðarmenn ynnu saman í stað þessa hnútukasts. Andstaðan á hægrivængnum hefur þó haft áhrif á leiðtoga þar. Nýlega sagði Anders Fogh Rasmussen, leið- togi Venstre, að nú þegar EMU væri komið á væri ekki ástæða til að ráðast í fleiri stórræði. Samruni ESB ætti ekki að vera meiri en orðið væri með EMU. Þetta er tekið sem merki um að Anders Fogh hafi hlustað á áhyggjuraddir í flokki sínum og vilji gjaman koma til móts við þær. En hægrimenn eiga sér þó mögu- leika á að halda sig á hægrivængnum og geta þó verið á móti EMU. I vik- unni samþykkti Kristilegi þjóðar- flokkuiinn að opinber stefna flokksins fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna væri að vera gegn EMU-aðild. í nýrri skýrslu efnahagsráðgjaf- anna er því haldið fram að það muni ekki hafa alvarleg áhrif á danskt efna- hagslíf þótt Danir hafni aðild að EMU. Bent er á að hægt sé að grípa til sömu ráða og 1982 og láta gengi krónunnar fljóta. Þetta álítur Lykketoft út í hött því þeir valkostir, sem verið hafi fyrir hendi í þessum efnum 1982, séu ein- mitt ekki lengur til staðar. Sérfræðingamir vísa gagnrýni Lykketofts á bug. Þeir benda á að þeir hafi eingöngu tekið tillit til efna- hagslegra forsendna en reyni ekki að spá í aðrar forsendur. Út frá þeim séu aðeins takmarkaðir og óvissir efna- hagslegir kostir samfara EMU-aðild. Holger K. Nielsen, formaður Sósía- h'ska þjóðarflokksins, sem er and- stæður EMU-aðild, sagði í viðtali við danska útvarpið að gagnrýni Lykke- tofts væri dæmi um að fylgismenn EMU álitu sér ógnað í viðleitni sinni til að telja Dani á sitt band. Gagnrýni Lykketofts væri fádæma gróf. Allsherjarkosningum í Venesúela frestað Reuters Stuðningsmenn Franeisco Arias, forsetaframbjdðanda í Venesúela, sýna stuðning sinn í Caracas í gær. Tæknilegum örðug leikum kennt um Caracas. AP. HÆSTIRÉTTUR Venesúela frest- aði í gær forseta-, þing- og sveitar- stjórnarkosningum sem fara áttu fram nú um helgina og bar því við að fyrst þyrfti að leiðrétta tækni- lega galla á kosningakerfi landsins. Fresturinn er talinn gefa Francisco Arias Cardenas, forsetaframbjóð- anda og fyrrum ríkisstjóra, færi á að minnka muninn milli sín og Hugo Chavez, núverandi forseta, sem haft hefur um 15-20% meira fylgi í skoðanakönnunum til þessa. Hæstirétturinn sagði í dómi sín- um að tæknilegir gallar í kosninga- löggjöfinni valdi því að „trúverðug- leiki og gagnsæi" komi í veg fyrir réttlátar niðurstöður og fyrirskip- aði þingi landsins að ákveða nýja dagsetningu fyrir kosningarnar. Verða þær haldnar á fimmtudag í næstu viku. Þá sagði í úrskurði dómsins að öll kosningabarátta yrði bönnuð fram að kosningum. Dómnum var ákaft mótmælt í Caracas, höfuðborg Venesúela, þar sem hundruð mótmælenda stóðu fyrir utan skrifstofur kosninga- stjórnar og hrópuðu: „Við viljum kjósa. Burt með kanana,“ og vísuðu til bandarískra kosningaeftirlits- manna sem staddir eru í landinu. Bandarískt tölvufyrirtæki stendur að framkvæmd kosninganna, sem verða afar umfangsmiklar enda kosið um öll stjórnmálastig lands- ins, og hafa tæknilegir örðugleikar við uppsetningu kerfisins átt stór- an þátt í frestun kosninganna. Bil- un í hugbúnaði olli því að ekki var hægt að skrá um 36.000 frambjóð- endur í landinu öllu á tilsettum tima. Hugo Chavez sagðist fallast á skýringar þær er hæstiréttur gaf fyrir frestun kosninganna og sagði að þær yrðu að vera fullkomlega gagnsæjar að öllu leyti. Aum Shinri- trúarreglan Framleiðir sarín-gas? LÖGREGLA í Japan hefur fundið minnisbréf með ná- kvæmum upplýsingum um framleiðslu sarín-gass og er bréfið talið tilheyra Aum Shinri-trúarreglunni, sem boð- að hefur heimsendi og kom sar- ín-gasi fyrir í neðanjarðarlest- arstöð í Tókýó árið 1995 með þeim afleiðingum að tólf manns létu lífið. Lagt var hald á bréfið í bif- reið dóttur yfirmanns trúar- reglunnar og er talið að það hafi verið í eigu farþega í bfln- um, konu á þrítugsaldri, sem er efnafræðingur að mennt. Greint var frá því í gær að kon- an hafi stært sig af því við vini sína að hafa átt þátt í árásinni fyrir fimm árum. 5 DYRA Gunnar Bernhard ehf. RHGGIIR 0G FJOLSKYLDUVÆNN UVlt HONDA Clvlc 5 dyra VTEC 115 hestöfl, 1500 vél, 2 loftpúðar, ABS, styrktarbitar I hurðum, sparneytinn, I blönduðum akstri 6,51/100 km 1,495.000 kr,- Vatnagörðum 24 • s. 520 1100 AKRANES: Bílversf., sími 431 1985. AKUREYRI: Höldur hf„ slmi 4613000. KEFLAVÍK: Bllasalan Bílavík, slmi 4217800. VESTMANNAEYJAR: Bílaverkstæðiö Bragginn, simi 481 1535

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.