Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 51 FRIÐRIK VIGFÚS SIGURBJÖRNSSON + Friðrik Vigfús Sigurbjörnsson fæddist á Vopnafirði 25. júní 1915. Hann lést á Sunnuborg á Vopnafirði laugar- daginn 20. maf síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigurbjöm Stefánsson og Þór- unn Karítas Ólafs- dóttir. Systkini hans voru Óskar, Óiafur, Alfreð, Stefán Georg, Stefanía, Ólöf og Klara. Vigfús kvæntist Vilborgu Stefaníu Ólafsdóttur. Þeirra synir em Stefán Georg, f. 5.4. 1940, Ólafur Vil- helm, f. 2.4. 1944, d. 16.4. 1998 og Ragn- ar, f. 19.9.1951. Vigfús stundaði sjómennsku ungur að árum. Hann vann einnig við báta- og húsasmíði og hvers kyns smíðavinnu. Á Sj ómannadaginn 1999 var Vigfús sæmdur heiðursorðu fyrir vel unnin störf til sjós. Utför Vigfúsar fer fram frá Vopna- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. fyrir að síðustu árin hafi heilsunni hrakað og sjónin gefið sig var hann samt sem áður alltaf að dytta að garðinum og húsinu sínu. Enda vildi afi hafa allt svo snyrtilegt og fallegt í kringum sig. Með þessum orðum viljum við kveðja þig, elsku afi okkar, með þökkum fyrir allt. Megir þú hvíla í friði. Síst vil ég tala um svefii við þig; þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda; - það kemur ekki mál við mig. Flýt þér vinur í fegra heim; krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans. Meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson.) Þín barnaböm: Vilborg Þórunn, Álfhildur Anna, Hjalti Már, Áslaug Hrund, Guðrún Rannveig og fjölskyldur. Elsku afi minn. Það eru ekki margir dagamir síðan við töluðum saman í síma, það var svo gott og hlýtt í þér hljóðið þrátt fyrir að þú værir búinn að vera veikur. Fyrir mig að ná sambandi við þig var svo mikil uppljómun að ég gleymdi sjálf hvað ég hef verið mikið veik. Þegar ég nú stend frammi fyrir þeim mikla söknuði að hafa misst þig og pabba með svo stuttu millibili finn ég samt hvað ég átti mikla ást til ykkar. Söknuðurinn, fjarlægðin, þörfin fyrir föðurást sem ég missti af, allt þetta hverfur í þokuna þegar ég hugsa til baka. Þótt ég hafi lítið hitt þig í gegnum tíðina er það að vera barnabarn þitt mitt ríkidæmi. Þegai' ég stóð yfir leiði pabba í Keflavíkurkirkjugarði og bar honum þau tíðindi að þú værir farinn líka fannst mér eins og þið báðir hélduð utan um mig, það var undarleg tilfinning sem fór um mig þá. Mér fannst ég hafa þekkt ykkur báða svo vel, það fór svo vel um okk- ur öll þrjú. Barnið þráir hlýju frá föður og þarna fann ég hlýju sem ég hef saknað svo lengi. Þarna gat ég sagt ykkur hug minn um ástina, hlýj- una, bænirnar, barnið í sjálfri mér, tárin, um þrána að hlutirnir hefðu getað farið öðruvísi. Samt var þessi tími yfir pabba mínum látnum mér svo dýrmætur. Tími sem hróflaði við öllum mínum tilfinningum sem ég hef átt erfitt með að vinna úr. Ég hélt að ég hefði týnt þeim. Elsku afí minn, þetta var allt til staðar og tilfinningarnar blossuðu upp. Elsku afi minn, þú munt alltaf vera mér við hlið. Ég sakna ykkar og að hafa ekki fengið að fá föðurást. En þetta eru tilfinningar sem ég verð að læra að lifa með. Þín sonardóttir, Svava Viborg. Okkur langar í fáum orðum að minnast afa okkar (Fúsa afa) sem ávallt var svo gott að koma til enda var hann hvers manns hugljúfi. Afi hafði unun af fjárbúskap og var lengi vel með lítið fjárhús og nokkrar kindur. Afi hafði einnig sérstakt yndi af blóma- og trjárækt, sást það einna best á því hvað garðurinn hans var stór, ræktarlegur og vel hirtur. Þrátt Elsku langafi okkar! Nú þegar þú ert horfinn þá munum við minnast þeirra stunda sem við áttum saman. Það var svo gaman þegar við heim- sóttum þig á Vopnafjörð. Þú gerðir svo margt til að gleðja okkur. Nú þegar leiðir skilja viljum við þakka þér alla þína vinsemd. Biðjum Guð að blessa þig, þín munum við alltaf minnast. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, égbið aðþúsofirrótt Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þínverölderbjörtáný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast^ svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir oglýsirumókominár. (Þórunn Sig.) Þín bamabamabörn, María Dröfn og Aníta Ósk. PALL J. BRIEM + Páll Jakob Briem fæddist á Hofs- stöðum í Skagafirði hinn 6. aprfl 1912. Hann lést 15. maí síð- astliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Enda þótt Páll J. Briem væri orðjnn 88 ára gamall kom andlát hans mér mjög á óvart. Hann bar aldurinn svo vel, að Elli kerling virt- ist ekkert vinna á hon- um. Útlit hans breyttist sáralítið þótt árin liðu. Mér fannst hann í útliti vera líkari sextugum manni en 88 ára. Páll var ættaður úr Skagafirðinum og ólst þar upp. Áhugi hans fyrir hestum var því auðskilinn. Þegar hann ungur að áram fluttist til Reykjavíkur hélt hann áfram að eiga hesta og stundaði útreiðar til hinsta dags. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur tók hann upp þann vana að ríða árlega norður Kjöl til Skaga- fjarðar á æskuslóðirnar. Skiptu þess- ar ferðir hans tugum áður en yfir lauk. Við hjónin áttum því láni að fagna að ferðast með Páli og fleiri góðum ferðafélögum um hálendi íslands um nokkurra ára skeið. Var það lær- dómsríkt að ferðast með manni, sem kunni að ferðast um hálendið með all- an farangur á trússahestum. Þurfti þá að taka með í ferðina allt sem til þurfti. Man ég t.d. eftir því, að einu sinni var lagður klyfsöðull og töskur á hest sem var óvanur slíku reiðveri. Sleit hesturinn sig lausan, tók mörg hafurstökk og sleit gjarðir og mót- tök, svo að klyfsöðullinn, töskurnar og allt sem í þeim var hentist út í móa. Nú virtust góð ráð dýr. Páll lét sér ekkert bregða, fór í tösku sína, tók þar upp hnoðnagla, varagjarðir og móttök og gerði við klyfsöðul- inn. í annað skipti kom saumspretta á slæmum stað á reiðbuxum hjá konu. Þá tók Páll upp saumnál og tvinna og gerði við saumsprett- una á svipstundu. Þessi dæmi sýna fyrirhyggju Páls. Ekki þarf að taka það fram, að hann var góður vatnamaður. Hann kunni vel að velja vöð á jöku- lám. Er það mikil list, sem krefst glöggskyggni og er ekki auðlærð. Við áttum saman ásamt tveim öðr- um jörðina Traðarholt í Flóa, þar sem við höfðum beitiland fyrir hest- ana. Fuglalíf er þar fjölskrúðugt. Margar ógleymanlegar stundir átt- um við þar með hestum okkar, sér- staklega fyrri hluta sumars á björt- um nóttum, þegar fuglarnir vöknuðu við sólampprás eftir stuttan nætur- blund. Þá ómaði söngur þeirra í lofti. Það kallaði Páll „sinfóníuna", sem er réttnefni, og er með fegurstu sinfón- íum. Þegar dauðinn kvaddi dyra var það snögglega. Páll var að venju í hesthúsi sínu að sinna hestunum og búa sig undir að fara á bak, þegar hann hné niður örendur. Var það áreiðanlega að hans skapi að deyja þannig, en ekki á sóttarsæng. Veit ég, að Páll er nú þegar kom- inn til eiginkonu sinnar, Jónínu, sem lést fyrir nokkrum áram. Gæti hann nú verið að fá sér nýbakaðar pönnu- kökur hjá henni áður en hann fer í hesthúsið efra að líta á alla sína fomu gæðinga og taka þá til kostanna. Við Inga þökkum kærlega fyrir vináttu og margar ánægjulegar stundir á liðnum áram með þeim hjónum og vottum bömum og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð okk- ar. Agnar Gústafsson. Hann afi minn Páll var alltaf hress og kátur og mér þótti hann alltaf mjög skemmtilegur þótt aldursmun- urinn væri mikill. Hann var mjög minnugur og hafði bæði gaman af að segja sögur sem hann kunni nú hell- ing af og að rekja ættir fólks stund- um langt aftur í tímann. Hann hafði skemmtilegan húmor sem var blanda af hæðni og stríðni en allt á góðan hátt. Ég kom oft við í Sigtúninu til að heilsa upp á hann afa minn og tók gjaman vinkonur mínar með. Þá bakaði hann handa okkur pönnukök- ur og sagði okkur nokkrar af sínum mörgu sögum. Ég held að hann hafi haft jafngaman af þessum heimsókn- umogvið. Afa Páli þótti mjög vænt um hest- ana sína, eyddi með þeim mörgum góðum stundum. Hann kenndi mér að umgangast hesta og fara vel með þá, enda kunni hann það nú heldur betur, búinn að vera á baki frá tveggja vikna aldri eins og hann sjálfur sagði oft. Það er mjög skrýtið og óraunvera- legt að sitja héma og skrifa minning- argrein um þennan hressa og skemmtilega mann sem var svo hraustur að maður hélt að myndi lifa til hundrað ára aldurs en hann þakk- aði oft allri útiverunni hversu hraust- ur hann var. En núna er hann afi Páll kominn aftur til hennar ömmu Ninnu og þeim líður öragglega vel saman. Ég er afar þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með afa mín- um og ömmu. Guð blessi minningu þeirra og ég mun aldrei gleyma þeim. Kristín Hrund. + Ástkær eiginkona mín, dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT EMILSDÓTTIR, Klettaborg 4, Akureyri, lést á heimili sínu fimmtudaginn 25. maí. Hörður Guðmundsson, Magna Sæmundsdóttir, Kolbrún Júlíusdóttir, Hallgrímur Júlíusson, Þrúður Gísladóttir, Valdimar L. Júlíusson, Sara Helgadóttir, Magna Ósk Júlíusdóttir, Elmar Þorbergsson, Sigrún Hrönn Harðardóttir, Þór Friðriksson, Hildur Harðardóttir, Ómar Viðarsson, barnabörn og langömmubörn. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir okkar, GERÐA BJARNADÓTTIR, Ljósheimum 20, Reykjavík, lést 15. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Hörður Guðjónsson, Agnes Rece, Lí Rice, barnabörn, barnabarnabörn, Hrefna Bjarnadóttir, Guðbjörn Bjarnason. + Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir og amma, DÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR, Logafold 77, andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 24. maí. Einar Bjarnason, Lovísa Guðbjörg Sigurjóns, Sigurjón Harðarson, Dóra Björk Aðalsteinsdóttir, Guðjón Örn Aðalsteinsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN ÞORLÁKSDÓTTIR, áður búsett í Hrísey, Hrafnistu, Reykjavík, lést fimmtudaginn 25. maí. Margunnur Engla Kristjánsdóttir, Valdimar Helgason, Kristinn Þ. Kristjánsson, Sigrún Hjördís Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. <r + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BALDUR SVEINSSON kennari, Skipasundi 59, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 25. maí. Erla Ásgeirsdóttir, Hilmar Baldursson, Guðrún Nanna Guðmundsdóttir, Sigríður Lillý Baldursdóttir, Skúli Bjarnason, Sveinn Ásgeir Baldursson, Edda Gunnarsdóttir og barnabörn. t"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.