Morgunblaðið - 27.05.2000, Síða 57

Morgunblaðið - 27.05.2000, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ riði stuðla sérstaklega að þessu. 1. Sveitarfélög hafa aðgang að ódýrara fjármagni en einkaaðilar auk þess sem einkaaðilar þurfa arð af verkefninu. 2. Hafa þarf í huga að einkafram- kvæmdin felur í sér yfirfærslu ábyrgðar frá sveitarfélagi á herðar einkaaðila og ýmislegt annað sem gerir samningaferlið tímafrekt og kostnaðarsamt. Þetta tvennt veitir sveitarfélögum strax í upphafi hagkvæmnisforskot í samkeppni við einkaaðila. Fleira má nefna sem gerir einkaframkvæmd varhugaverða. 3. Skuldbinding vegna einkafram- kvæmda færist ekki á efnahags- reikning bæjarsjóðs og margt er óljóst um færslu slíkra samninga í bækur. Vegna þess gætu sveitarfé- lög freistast til að velja einkafram- kvæmd til fjármögnunar verkefna, jafnvel þótt hún reyndist dýi'ari kostur, hreinlega til að fegra bók- haldið. Þessar bókhaldslegu aðstæð- ur gætu örvað viðleitni sveitar- stjórna til að kaupa strax og borga síðar. 4. Samkeppnisskilyi'ði þurfa að vera fyrir hendi á markaði einka- framkvæmda en því miður er ýmis- legt sem bendir til þess að svo sé ekki hér á landi. Annað markaðs- tengt skilyrði er nauðsyn þess að stærðarhagkvæmni og arðsemis- sjónarmið séu höfð að leiðarljósi þeg- ar verkefni eru valin til einkafram- kvæmda. 5. Einkaaðilinn þarf að hafa burði til að axla fjárhagslega ábyi'gð á verkefninu og mæta áföllum svo sveitarfélagið sé ekki að taka áhættu umfram það sem kveðið er á um í samningi. 6. Skuldbindingar einkafram- kvæmda valda ósveigjanlegum rekstri. Hendur stjómenda eru bundnar gagnvart rekstrarþáttum einkaframkvæmda og hagræðingar- valkostum í rekstri fækkar í framtíð. Þessi ókostur er tilfinnanlegri á Is- LAUGARDAGUR 27Í MAÍ 2000 57 UMRÆÐAN landi en annarsstaðar vegna hags- veiflna. Þessu til viðbótar getur verið að þróun ytri þátta, sem hafa rekstr- arlega þýðingu íyrir sveitarfélagið á löngum samningstíma, sldli sér síður til þess, svo sem reglugerðarbreyt- ingar, verðþróun, tækniframfarir, breyttir starfshættir og fl. 7. Síðast en ekki síst fá þau sveit- arfélög sem byggja skólamannvirki með einkaframkvæmd ekki bygg- ingastyrk úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga, sem nemur 20% af kostnaði þar sem mannvh'kið verður ekki eign sveitarfélagsins í lok samningstíma. Reynslan í nágrannalöndunum þar sem einkaframvæmdin hefur þróast hvað mest hefur ríkið stuðlað að fram- gangi hennar og gert hana að raun- hæfri fjármögnunarleið fyrir sveit- arfélög. I Bretlandi og Danmörku hefur ríkið í samstarfi við sveitarfé- lög átt aðild að uppbyggingu á þjón- ustu upplýsinga- og ráðgjafarstofn- ana sem sérhæfa sig á sviði einkaframkvæmda. Þá hefur ríkið eftirlitsskyldum að gegna með aðild sinni að fjármögnun mannvirkja og sett lög og reglur til að stuðla að eðli- legi'i bókfærslu einkaframkvæmda. Allt þetta umhverfi styður við stöðl- uð vinnubrögð á vinnsluferli samn- ingagerðar og eyðir óeðlilegum freistingum. Ef íslensk sveitarfélög vanda ekki vinnubrögðin kann einka- framkvæmdin í sumum tilvikum að vera skammgóður vermir. Það skipt- ir höfuðmáli hversu hár rekstrar- afgangur sveitarfélaga er og hvernig honum er ráðstafað til framkvæmda eða niðurgreiðslu skulda. Einka- framkvæmdin dregur úr þessum af- gangi. Ef hæfilegur rekstrarafgang- ur er fyrir hendi hjá sveitai-félagi og ef rétt er staðið að undirbúningi og frágangi einkaframkvæmdar, er um raunhæfan valkost að ræða. Höfundur er alþingismaður og for- maður bæjarráðs Kópavogsbæjar. Er heilsan þín? ALLFLESTIR ís- lendingar eru vel upp- lýstir um mikilvægi þess að lifa heilbrigðu lífi. Allnokkrir vita, að hreyfing og gott mat- aræði eru lykilþættir í forvörnum gegn okkar helstu velferðarsjúk- dómum. Þrátt fyrir þetta eru nokkuð fáir eða aðeins um helming- ur þjóðarinnar sem fær nægilega hreyfingu til að getað viðhaldið heil- brigði eða bætt líðan sína. Til upplýsingar fyrh' þá er þekkja ekki af hverju hreyfing og lík- amsrækt stuðlar að heilbrigði og betri líðan eru hér nokkrir grunn- þættii- sem eru fylgifískar reglu- bundinnar líkamsræktar: • hjartað styrkist • blóðstreymi eykst • styrkur og vöðvaþol eykst • brennsla líkamans eykst • við fáum betri tilfinningu fyrir líkama okkar • léttir lund • streitulosandi I leiðinni minnkum við líkumar á sjúkdómum eins og: • kransæðasjúkdómum • háum blóðþrýstingi • krabbameini í ristli • kvíða og þunglyndi • offitu • beinþynningu Með því að ganga og skokka verð- um við okkur úti um mjög einfalda og þægilega hreyfingu sem hægt er að stunda án mikillar fyrirhafnar og útbúnaðai'. Ef þú ert ekki með hreyf- ingu sem fastan lið í þínu lífi er tími til kominn að endurskoða skipulagið og setja daglega hreyfingu í forgang, þú getur gert það hvar sem er. Setjið ykkur raun- hæf markmið og njótið þess að vera á hreyf- ingu. Njótið þess einn- ig að vera í góðum fé- lagsskap og njótið náttúrunnar í öllum sínum myndum. Verum virk í göngu og hefjum göngur sum- arsins með 2000 skref- um þann 27. maí. Næsta gönguferð gæti verið 3000 skref, síðan Kvennahlaup ÍSÍ þann 18. júní og innan stund- ar er sumarfríið orðið að ævintýri á gönguför. Ef þér finnst erfitt að komast af stað þá eru víða starfandi göngu- og Líkamsrækt Setjið ykkur raunhæf markmið, segir Arn- grímur Viðar Ásgeirs- son, og njótið hreyfmgar. skokkhópar sem hafa innan sinna raða leiðbeinendur sem geta gefið góð ráð varðandi byrjunarski'efin. Iþróttir fyrir alla hafa einnig gefið út fræðsluefni um göngu og skokk ásamt fleiri aðilum og er íslending- um velkomið að hafa samband við samtökin. íþróttir fyi-ir alla eru til húsa í Laugardalnum í Reykjavík og er netfang framkvæmdastjóra arn- grim@toto.is og sími 581 3377. Með von um gott gengi um aldur ogævi. Höfundur er framkvæmdastjðri íþrótta fyriralla og sviðsstjóri a1- menningssviðs ÍSI. INTER Bíldshöfða 20 • Sími 510 8020 Aðsendar greinar á Netinu v^mbl.is _AL.LTJ\f= eiTTH\fj\G A/ÝTJ ^ - f\ L í dag, laugardag kl. 14-16 við Umferðarmiðstöðina: / m fakynni 'ng • Fj Ölsk y! 'duh útið Ferðaskrifstofa BSÍ kynnir fyrir íslendingum fjölbreytta ferðamöguleika um eigið land fyrir einstaklinga og hópa. M.a. hringmiða með sérleyfisbílum BSÍ, hálendisferðir, hestaferðir, gönguferðir, skíðaferðir, vatna- og fljótaferðir. Nú geta íslendingar ferðast til London og áfram til 18 áfangastaða í Evrópu með flugfélaginu Go á mjög hagstæðu verði. Ferðaskrifstofa BSÍ í samvinnu við Go og Northern Lights Tours í London býður nú upp á spennandi ferðamöguleika erlendis. Látið fagfólk annast flugpantanir, bóka gistingu, bílaleigubíla og afþreyingu í London. Leitið upplýsinga hjá ferðaskrifstofu BSÍ. LUKKULEIKUR FERÐASKRTFSTOFU BSÍ: MMSINGAR 1. Flug fyrir tvo til Londonmeð flugfélaginu Go. 2. Þórsmerkurferð fyrir tvo með Austurleið-SBS. 3. Hringmiðar um ísland fyrir tvo fullorðna og tvö böm. Nafn:_________.___________:____ 4 Hdmili:. Simi: Vimusími/Gsm:- Skilið þessum miða til Ferðaskrifstofu BSÍ, Umferðarmiðstöðinni. Lukkumiðar fást einnig á BSÍ. Dregið verður úr innsendum miðum mánudaginn 29. maí á milli ld. 9 og 10 hjá Ásgeiri Páli á GULL 90.9 - Dagskrá: • Hljómsveitin Land og synir Leikur fyrir gesti. • Solla stiröa og félagar úr Latabæ skemmta. • íshestar bjóða börnum á hestbak. • Rútur frá BSÍ til sýnis. Veríð velkomin á skemmtilega ferðahátíð! messis Mjólkursamsalan býður upp á kókómjólk, Floridana, Tomma&Jenna safa og Emmess-frostpinna. Fljótt og Gott á BSI býður samlokur að hætti Bneta Fínn miðill verður með beina útsendingu á útvarpstöðinni Gull 90.9 frá hátíðinni. FERÐASKRIFSTOFA UMFERÐARMIÐSTÖÐINNI Sími: 562-3320 • Fax: 552-9973 • E-mail: travel@bsi.is 4' £g
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.