Morgunblaðið - 27.05.2000, Page 80

Morgunblaðið - 27.05.2000, Page 80
80 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ # * r HASKOLABIO HASKOLABIO i íi4*Öli>iU Fyrsta stórmynd sumarsinser komin. mynd ársis í ÓFE Hausverk.is Forsýning kl. 12 á miðnætti Hagatorgi, simi 530 1919 Reykjavík frfiíR 990 PUNKTA F£/m i SÍÚ aanWN jwiMmi «w«niia -.wpnflh HÝTT OG BETRA' SACA^ Alfabakka S, s*mi 5S7 8900 og 587 8905 Matthew Perry fer á kostum Hvad gerist þegai venjufegur maóur fær aögang aó dýpstu leynáarmálum kvenna? Meiriháttar fyntíin grinmynd meó fyndansta vinínum. Matthew Perry, og Neve Campbell úr Scream myndununi. THE MíLlION DOLLAR Tékkið ykkur inn á Milijón Dollara Hótelið og sjáið magnaða mynd með frábærum lögum U2 og Bono og hinum eina sanna Mel Gibson í aðalhlutverki. Kaupið miða í gegnum VITið. Nánari Sýnd kl. 2. Isl. tal VHnr. 14. N MHEl upplýsingar á vit.is Vit nr. 92 ■eixsital MYNDBÖND Ovænt- ir ból- félagar Bowfinger (Bowfinger) GAMAIMMYJVD 'k'k'k Leikstjóri: Frank Oz. Handrit: - ySteve Martin. Aðalhlutverk: Steve Martin, Eddie Murphy og Heather Graham. Bandaríkin 1999. Sam- myndbönd. Öllum leyfð. ÞEGAR tveir af bestu grínleikur- um hvíta tjaldsins leiða saman hesta sína gerir maður kröfur. Kannski fullmiklar og óraunhæfar. Það er nefnilega ekki hægt að bóast við tvöfalt meira gríni þótt leiði saman hesta sína tveir góðir grínarar. Það er eins og að halda að tvöfaldur hamborgari sé eitthvað betri á bragðið en einfaldur. Maður bjóst nú samt ekki við að þessir óvæntu bólfélagar myndu leika sam- an. Báðir eru þeir vanir að vera aðal- númerið og fá alla bestu brandarana en nú verða þeir að skipta þeim bróð- urlega á milli sín sem gerir þeim alls engan greiða. Það hallar þó heldur á Martin karlinn sem virðist þreyttari með hverri myndinni, sem er synd og skömm. Murphy á hinsvegar flna spretti og heldur í manni trúnni um að nú þurfí hann bara almennilega fyndið handrit í hendurnar til þess að verða á ný sú risastjama sem hann var. Aðalhúmor myndarinnar liggur þó í nokkrum ansi fyndnum skotum á Hollywood-iðnaðinn og á Martin greyið skilið litla rós í hnappagatið fyrir það. Skarphéðinn Guðmundsson Glimmer og gaddaólar iifpimmuminiinif i 20. n ■ ■I - 8. jfiBl 1680 ustu ballöðu íslandssögunnar „Can’t walk away“. Það er enginn svikinn um frábæra skemmtun þegar Herbert er annars vegar. Doddi og níundi áratugurinn Þá sem nú réðu plötusnúðarnir lögum og lofum á skemmtistöðum bæjarins. Doddi diskótekari ætlar að færa óyggjandi sannanir fyrir þessu þar sem hann mun þeyta skífur af mikl- um eldmóð. Hádramatísk sópran- rödd Limahls nísti hlustirnar þar sem hann söng upphafslagið úr hinni ógleymanlegu kvikmynd The Never Ending Story og Duran- drengir kváðu óð til villtra stráka. Doddi hefur aldrei sagt fullkomlega skilið við níunda áratuginn því hann er umsjónarmaður þáttarins „Með sítt að aftan“ þar sem eingöngu er spiluð tónlist frá hinum ótrúlega níunda áratug. Jóhann Örn dansari mætir í föt- unum hans Travolta og sýnir gest- um hvernig alvöru fólk dansar. Annars var dansmenntin undar- leg árið áttatíu og fimm. Þeir allra hörðustu kunnu að breika, taka orminn og þess háttar, meðan hinir hlédrægari hópuðust í hring og klöppuðu í takt við músíkina þegar einn og einn í einu fór inn í hringinn og sýndi danshæfileika sína. Þann- ig var vikivaki þessa tíma og hóp- sálir á Villta tryllta Villa glöddust. Hvort Ulfhildur og Gerður Kristný dansa í hring kemur í ljós í Kaffileikhúsinu í kvöld. Skyldumæting er fyrir alla sem voru fimmtán ára á föstu í ferming- ardressinu árið sem Wham- og Duran-stríðið geisaði. Nítján hundruð áttatíu og fimm, árið þar sem góður smekkur gleymdist og tískan tók sér frí. KLÚBBUR listahátíð- ar hefur fengið þeim Gerði Kristnýju, skáldi og blaðamanni, og Úlf- hildi Dagsdóttur bók- menntafræðingi það undarlega verkefni að rifja upp fyrir íslensku þjóðinni það sem hún vill helst gleyma, árið 1985. Andlausi áratugurinn? Níundi áratugurinn hefur stundum fengið það niðurdrepandi við- urnefni að vera kallað- ur andlaus. Leðurklæddir og reiðir pönkarar véku frá og ósvikið gleði- popp skók heimsbyggðina. Bleikur var liturinn og breikdans var „inni.“ Það var þá sem strákar jafnt sem stelpur brostu framan í heiminn með glossuðum vörum og ljósblár augnskuggi þótti prýða bæði kynin jafnt. Stælklæðnaðurinn var keypt- ur í aðalbúllunni Karnabæ, bráð- nauðsynlegar skjólflíkur eins og Limahl, ein skærasta sljai-na 9. áratugarins. legghlífar, grifflur og ennisbönd sem hömdu skunkastrípaða lokka á hvers manns kolli. Þær Gerður Kristný og Úlfhildur hafa fengið nokkra úrvalsmenn til íiðs við sig fyrir þennan einstaka atburð sem er einmitt í kvöld. Herbert Guðmundsson, sá hug- ljúfi herramaður sem var á barmi heimsfrægðar þá um árið, ætlar að heiðra gesti með nærveru sinni og mun vafalaust syngja eina lífseig- Ghmmermaðurinn MYNDBOND Indæl Dogma- mynd Síðasti söngur Mifune (Mifunes sidste sang) Drama ★★★ Leikstjóri: Sören Kragh-Jacobsen. Handrit: Sören Kragh-Jacobsen og Anders Thomas Jensen. Aðal- hlutverk: Iben Hjelje, Anders W. Berthelsen, Emil Tarding og Jesp- er Asholt. (98 mín.) Danmörk, 1999. Góðar Stundir. Öllum leyfð. HÉR er komin þriðja myndin sem gerð er eftir Dogma-sáttmálanum danska. Hinar tvær, þ.e. „Festen“ og „Idioterne" vöktu gríðarlega athygli en sú fýrr- nefnda naut mikilla vinsælda hér á landi. Mifunes sidste sang er ekki síðri en það áhrifa- ríka fjölskyldu- drama, hún er rólegri og ekki eins grimm, en kafar þó djúpt og skilur áhorfandann eftir með vellíðunartil- fmningu. Segir hér frá Kaupmanna- hafnaruppanum Kresten sem kallað- ur er til heimahaganna eftir að faðir hans deyr. Þar bíður Rud, þroska- heftur bróðir hans, þess sem verða vill. Kresten fær ráðskonu til að líta eftir bóndabýlinu á meðan hann íhugar hvað gera skuli en brátt taka málin óvænta stefnu. Aðalpersón- urnar þrjár, þau Kresten, Rud og ráðskonan Liva sem er fyrrum vændiskona eru allar ákaflega lif- andi og áhugaverðar. Myndin fjallar um sorgir þeirra og hið sérstaka samband sem þróast þeirra á milli. Þetta er eftirminnileg kvikmynd sem ég mæli hiklaust með. Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.