Morgunblaðið - 22.08.2000, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.08.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 11 Mikil aukning umferðarlaga- brota frá 1997 Engin sjáanleg merki um bætta umferðarmenningu Fjöldi umferðarlagabrota 1997-1999 skipt eftir yfirflokkum 1997 1998 1999 Reglur fyrir alla umferð 1.912 2.768 3.219 Umferðarreigur fyrir ökumenn 1.458 4.410 2.236 Ökuhraði 3.348 6.451 3.990 Um ökumenn 3.785 10.235 8.050 Um notkun öryggis- og verndarbúnaðar 633 1.367 471 Um fébætur og vátryggingu 1.223 1.251 626 Umferðaróhapp 2.874 3.475 4.232 Aðrir yfirflokkar 444 966 1.038 Samtals 15.677 30.923 23.862 Hlutfallsleg skipting eftir kyni og aldri þeirra sem fengu 1 eða fleiri umferðarpunkta á landinu öllu árið 1999 o J Aldur 15-20 21-30 31-40 41-50 51-60 61 og eldri í REYKJAVÍK verður haldið umferðarátak næstkomandi fimmtudag að frumkvæði lög- reglunnar í Reykjavík undir yfir- skriftinni „slysalaus dagur í um- ferðinni í höfuðborginni". Mun fjölga í lögregluliðinu á götum borgarinnar til mikilla muna og eftirlit verða hert. Lögreglan í Reykjavík leggur samt áherslu á að átakið sé ekki átak lögreglunn- ar einnar heldur átak almennings. Almenningur verði að hugsa sinn gang og íhuga ábyrgð sína varð- andi öryggi í umferðinni. Hvetur lögreglan ökumenn til að taka þátt í átakinu, fara að umferðarreglum og stuðla þannig að slysalausum degi í umferðinni. Óvenjumikið eftirlit 1998 Samkvæmt upplýsingum, sem fram koma í væntanlegri árs- skýrslu lögreglunnar í Reykjavík um fjölda og eðli umferðarlaga- brota árið 1999, voru brot færri það ár en árið á undan. Varlega verður að fara í túlkun þessara talna þar sem að árið 1998 var lögð sérstök áhersla á eftirlit með umferð sem hefur aukningu á skráningum brota í för með sér. Segir enda í skýrslunni að færri umferðarlagabrot 1999 megi að einhverju leyti útskýra með minni áherslu á eftirlit en 1998. Brotum fjölgar hins vegar verulega árið 1999 miðað við 1997. Aukning í flestum flokkum Samtals eru skráð umferðar- lagabrot 1997 15.677 talsins en 23.862 árið 1999. Fjölda brota er skipt eftir yfir- flokkum í skýrslu lögreglunnar. Tilkoma löggæslumyndavéla við gatnamót veldur m.a. aukningu í flokknum „reglur fyrir alla um- ferð“. Þar fjölgar brotum úr 1.912 árið 1997 í 3.219 árið 1999. Hrað- akstursbrotum fjölgaði um 642 á milli 1997 og 1999, voru 3.348 árið 1997 en 3.990 á síðasta ári. Skráð brot, sem heyra undir flokkinn „umferðarreglur fyrir ökumenn“, voru 1.458 árið 1997 en 2.236 á árinu 1999. Umferðaróhöppum fjölgaði á milli ára. Hér má kannski segja að það sé réttlætanlegt að taka árið 1998 með í samanburðinn þrátt fyrir þá fyrirvara sem áður var minnst á þar sem aukið eftirlit hefur tæplega áhrif á tilkynningar um óhöpp. Árið 1997 voru skráð óhöpp 2.874, 1998 voru þau 3.475 og í fyrra 4.232. í skýrslu lög- reglunnar er bent á að þessa aukn- ingu frá árinu 1998 megi að ein- hverju leyti skýra með því að borgarar virðast í auknum mæli kalla eftir aðstoð lögreglu þegar umferðaróhapp á sér stað frekar en að fylla út tjónstilkynningu sjálfir. Athygli vekur að í flokknum „um notkun öryggis- og verndar- búnaðar" fækkar tilfellum tálsvert 1999 miðað við 1997. í fyrra voru brotin 471 en árið 1997 633. Hlýtur maður að vona að það sé vísbend- ing um aukna bílbelta- og barna- stólanotkun. Einnig fækkar í flokknum „um fébætur og vá- tryggingu". Þar voru tilfellin 1.223 árið 1997 en 626 í fyrra. Helgast það af færri málum þar sem kom til brottflutnings ökutækja, t.d. þar sem var ólöglega lagt, en einn- ig kom sjaldnar til bráðabirgða- sviptingar ökuréttinda vegna hrað- aksturs. Helst yngstu ökumennirnir Mjög afgerandi niðurstöður fást þegar skoðuð er hlutfallsleg skipt- ing þeirra, sem fengu einn eða fleiri umferðarpunkta á landinu öllu á árinu 1999, eftir aldri og kyni. Hlutfallslegur fjöldi brotlegra í hverjum aldursflokki er nánast hinn sami hvort sem litið er til karla eða kvenna. Ef tölurnar fyrir bæði kynin til samans eru gaum- gæfðar kemur í ljós að 19 af hundraði þeirra, sem fengu punkta, voru á aldrinum 15-20 ára. Þetta er mjög hátt hlutfall í ljósi þess að hér er í raun aðallega um að ræða ökumenn á aldrinum 17- 20 ára. Næsti aldurshópur er fjöl- mennastur en hann nær yfir mun stærra aldursbil eða 21-30 ára. 34,7 af hundraði þeirra, sem fengu punkta, komu úr þessum hópi. Þaðan í frá fer hlutfall þeirra, sem fengu punkta, síminnkandi með hverjum aldurshópi. 4,8 af hundr- aði komu úr aldurshópnum 61 árs og eldri. Hvað kynjahlutfallið varðar voru 79 af hundraði þeirra, sem fengu punkta á árinu 1999, karlar en 21 af hundraði konur. 48 manns voru sviptir ökuréttindum á grundvelli punktafjölda og voru 96 af hundr- aði karlar. Árstíð og færð hafa áhrif Árstíð og færð hafa klárlega bæði áhrif á tíðni umferðaróhappa og of hraðs aksturs. Fjöldi tilkynninga um umferðar- óhöpp er mestur yfir vetrarmán- uðina, frá október og fram í mars. Hefur þeim tilvikum fjölgað veru- lega þar sem ökumenn stinga af frá vettvangi. Voru 726 slík tilvik tilkynnt árið 1999 á móti 243 árið þar á undan. Öfugt við umferðaróhöppin er fjöldi hraðakstursbrota mestur yf- ir sumarmánuðina. Á síðasta ári var um að ræða fjölgun mála frá apríl til júlí en síðan fækkaði mál- um jafnt og þétt með haustinu og fram í desember. Voru árin 1997 og 1998 sambærileg að þessu leyti. I I KAMÍNUR Vandaðar, fallegar. Ótrúlega hagstætt verð. -MIKIÐÚRVAL- PFAFF cHeimilistœkjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222 Brandtex fatnaður 5 Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Nú þegar haustið lætur á sér kræla og daginn tekurað stytta eru Ljósasklpti í Lumex. Þá seljum við nokkra sýningargripi og fleira á sérlega hagstæðu verðl f nokkra daga. Komdu og skoðaðu fallega hluti sem lýsa upp heimitið / skammdeginu. Skipholtl 37 Sími 568 8338
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.