Morgunblaðið - 22.08.2000, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
URVERINU
Styrkja fískeldið
HERB Dhaliwal, sjávarútvegsráð-
herra Kanada, tilkynnti nú í byrjun
mánaðarins að hið opinbera ætlaði á
næstu fimm árum að verja fjórum
milljörðum til uppbyggingar á fisk-
eldi. Áætlun um sjálfbært fiskeldi í
Kanada á að tryggja iðnaðinum sem
hinu opinbera tækifæri til að rann-
sóknar- og þróunarstarfa í fiskeldi,
tryggja heilnæmi skelfisks með
vatnseftirlitskerfi og búa til löggjöf
og reglugerðir fyrir iðnaðinn.
Samkvæmt áætlununum verður
mest fjárfest í þróun eldistækni til að
tryggja aukna framleiðni og fjöl-
breytileika eldisins.
Árið 1998 framleiddu kanadískir
eldisbændur 92 þúsund tonn sem
samsvarar 27% af þeim afla sem
landað var á sama tíma. Um 14 þús-
und manns vinna nú við eldisiðnað-
inn, en þar af eru 7 þúsund sem
vinna við stoðgreinar. Helmingur
starfsfólksins er undir 30 ára aldri:
og mikill meirihluti þess býr á lands-.
byggðinni og ekki síst þess vegnai
þykir stjórnmálamönnum þetta góð
fjárfesting.
Skoski stangaveiði- og fískeldismaðurinn Mark Pattinson
„Léleg laxveiði ekki
sök fiskeldisins“
Morgunblaðið/Sverrir
Rússneski togarinn Obva er á förum á Flæmingjagrunn á vegum út-
gerðarinnar NASCO.
Níunda skip
NASCO á
Flæmingjagrunn
RÚSSNESKI togarinn Obva er að
hefja veiðar á vegum fyrirtækisins
NASCO. Að sögn Auðuns Birgis-
sonar, útgerðarstjóra NASCO, er
verið að setja rækjuvinnslu um
borð í skipið en að því loknu held-
ur það til rækjuveiða á Flæm-
ingjagrunni. „Við reiknum með að
Obva verði tilbúinn til veiða í þar-
næstu viku og heldur hann þá
beint á flæmska,“ segir Auðunn.
„Það hefur verið þokkaleg veiði
þar undanfarið en það er skelveiki
núna. Við vonumst þó til þess að
henni verði lokið nú um miðjan
mánuðinn."
Fyrir er NASCO með átta skip
á veiðum, sjö á Flæmingjagrunni
og eitt í Barentshafi og er reiknað
með því að Eyborgin bætist í hóp-
inn þegar hún heldur til veiða að
nýju eftir stopp í Kanada. Obva
verður því tíunda skip útgerðar-
innar og níunda skip útgerðarinn-
ar á Flæmingjagrunni. Auðunn
segir að eins og á öðrum bátum út-
gerðarinnar verði y^firmGnn -
lenskir en áhafnir erlendar.
DRÆM veiði hefur verið það sem af
er sumri í flestum laxveiðiám landsins
og virðast menn hafa mismunandi
skýringar á af hverju það stafi.
Nýverið gagnrýndu stangaveiðimenn
sjókvíaeldi og lýstu því yfir að af því
stafaði villtum laxi mikil hætta. Einn
er sá maður sem þekkir þessi mál bet-
ur en flestir aðrir en hann heitir Mark
Pattinson. Pattinson er þekktur
stangaveiðimaður en hann rekur eina
stærstu seiðaeldisstöð Skotlands og
hefur hann því lengi hlýtt á rök
manna sem sitja beggja vegna við
borðið.
Pattinson segir að hann hafi stund-
að stangaveiði mjög lengi og honum
finnist mjög miður að það sé þessi
spenna á milli eldismanna og stanga-
veiðimanna. „Mér finnst þessi rígur
leiðinlegur og þá sérstaklega hvemig
margir stangaveiðimenn láta út í lax-
eldismenn. Þeir láta eins og laxeldis-
menn beri alla sök á því að lítið veiðist
í laxveiðiánum og gera mikið úr því þá
sjaldan að eldislax sleppur og ratar
upp í laxveiðiá.
Laxveiði hefur dregist gríðarlega
mikið saman í Skotlandi sem og
mörgum nágrannalöndum og menn
hafa engar skýringar á reiðum hönd-
um. Ef þú spyrð eldismenn þá telja
þeir að minna sé af villtum laxi sökum
hækkandi hitastigs A.tiantshafsins því
sú hitastigsbreyting sem hefur orðið
virðist valda því að færri seiði eru að
skila sér írá Grænlandssvæðinu.
Menn hafa ekki hugað
að stofnunum
Ég tel að raunveruleg ástæða þess
að margar skoskar ár hafa valdið von-
brigðum undanfarin ár og gera enn
vera þá að menn hafa ekki hugað að
stofnunum. Það hefur verið mikið
veitt og ekkert gert til þess að byggja
upp stofnana og það er nú þannig að
ef maður sáir ekki uppsker maður
ekki heldur.
Ég tel að svarið við þessu sé að
byggja upp stofnana í ánum með því
Morgunblaðið/Jim Smart
Mark Pattinson er þeirrar skoðunar að byggja eigi upp veika laxastofna
með eldisseiðum.
að sleppa seiðum í þær líkt og gert er í
Rangá. Þrátt fyrir að aðeins 2% seið-
anna, sem eru alin af eldismönnum
fyrir eigendur ánna, veiðist aftur skil-
ar það sér margfalt fjárhagslega, ekki
aðeins fyrir eigendur ánna heldur
einnig fyrir samfélagið.
Vísindamenn hafa verið duglegir
að gefa ráð um uppbyggingu vissra
skoskra áa en það er greinilegt að það
er ekki að skila sér. Ég vil kalla
marga af þessum vísindamönnum
skrifborðsvísindamenn þar sem þá
skortir alla raunverulega reynslu. Ég
tel að það sé nauðsynlegt að gera
svipaða hluti í mörgum skoskum ám
eins og gert er í Rangá og hjálpa
stofnunum með eldisseiðum.
Vísindamenn hafa sagt að Rangá
sé einstakt dæmi þar sem botninn er
úr sandi og því erfitt að hrygna í hann
en ég spyr hver er munurinn á því að
hafa engin hrogn eða engan göngu-
stofn? Hvort sem er skilar sér í eng-
um fiski. Eins bendi ég á að ef stofn-
unum er ekki hjálpað með eldis-
seiðum eru þeir fáu fiskar sem koma
aftur í ámar orðnir svo skyldir að það
veikir stofnana.
Vísindamenn hafa sagt að eldisfisk-
urinn veiki stofninn þar sem hann sé
veikburða vegna eldisins en ég tel að
sá fiskur sem kemst til Grænlands og
aftur til baka sé alveg eins sterkur og
hver annar fiskur.“
Ofveiði vissulega vandamál
Pattinson segir að vandamálin sem
skosku ámar standi frammi fyrir séu
fleiri og eitt af þeim verstu er eignar-
aðild ánna. „Stóm landeigendumir
sem áttu ámar áður hafa selt þær og
nú era oft ein og sama áin í eigu
margra eigenda. Þessum eigendum
hefur gengið misvel að vinna sama að
því að byggja upp stofnana í ánum.
Ef litið er enn og aftur á Rangá
hafa eigendur hennar verið mjög
framsýnir og þefr hafa fjárfest í fram-
tíð árinnar með því að kaupa seiði.“
Pattinson segir að ofveiði í vissum
ám sé einnig vandamál sem menn era
fyrst að byrja að viðurkenna nú.
„Menn hafa í gegnum tíðina sagt að
það sé í lagi að veiða eins mikið og
hægt er úr ánum án þess að það hafi
nokkur áhrif á stofninn en era nú
loksins að gera sér grein fyrir að svo
er ekki. Það er gífurleg ásókn í marg-
ar ár og þær þola ekki álagið og það
er vitanlega hluti af ástæðu þessa
slæma ástands sem nú ríkir.“
Mark segir að það sé Ijóst að um-
hverfinu stafi ekki hætta af laxeldi og
því verði að gefa því frið til að starfa.
Hann segir að víða í Skotlandi hafi
laxeldi hjálpað til við að viðhalda
byggð úti á landinu sem hefur átt
undir högg að sækja og því sé það af
hinu góða.
ro p
m
OKUMENN
Gerum fimmtudaginn 24.ágúst að
slysalausum degi í umferðinni.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
||| Reykjavíkurborg
Sh Mosfellsbær
Seltjarnarnesbær
Borgarplast kaupir
38% í Umbúðamiðlun
BORGARPLAST keypti á dög-
unum ríflega 38% í Umbúða-
miðlun en Guðni Þórðarson,
framkvæmdastjóri Borgar-
plasts, segir að það hafi verið
gert til að styrkja bæði fyrir-
tæki. „Umbúðamiðlun er stærsti
notandi fiskikera hér á íslandi
og endurnýjunarþörfin hjá þeim
er upp á 4-5.000 ker á ári. Segja
má að við séum að tryggja við-
skipti okkar í þeirri endurnýjun
auk þess sem við komum að fyr-
irtækinu með talsvert fé.“