Morgunblaðið - 22.08.2000, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Rússneski flotinn harkalega gagnrýndur fyrir viðbrögð við Kúrsk-slysinu
Norskir djúp-
kafarar gerðu
gæfumuninn
TALSMENN rússneska sjóhersins
tilkynntu formlega í gær, níu dögum
eftir að kjarnorkukafbáturinn Kúrsk
sökk í Barentshafi, að allir þeir sem
um borð voru, alls 118 menn, væru
látnir. Þetta var fyrst tilkynnt eftir
að norskir kafarar, sem komu á vett-
vang á laugardag, höfðu náð að opna
neyðarlúgu kafbátsins og komust að
því að báturinn, sem liggur á 108
metra dýpi, væri fullur af sjó.
Rússnesk yfirvöld hafa sætt
harðri gagnrýni af hálfu fjölmiðla og
almennings í Rússlandi fyrir röng
viðbrögð við slysinu, ítrekaðar lygar
og að hafa ekki þegið erlenda aðstoð
við björgunarstarfíð fyir.
í ijósi þess hve fljótt norsku köfur-
unum tókst að gera það sem Rússum
hafði ekki tekist á heilli viku beinist
athyglin að þeirri staðreynd að rúss-
neski flotinn hefur ekki yfir neinum
þjálfuðum köfurum að ráða lengur.
Eftir að hafa vísað frá öllum til-
boðum um erlenda hjálp fyrstu fjóra
dagana eftir að fréttir bárust af slys-
inu urðu Rússar loks að æskja að-
stoðar Breta og Norðmanna.
Áður en hinir sérþjálfuðu djúpkaf-
arar norska sjóhersins fóru í sinn
fyrsta leiðangur niður að Kúrsk síðla
laugardags höfðu Rússar gert marg-
ítrekaðar tilraunir til að tengja
björgunarhylki við neyðarlúgu
Kúrsk, en þessi hylki eru í raun litlir
smákafbátar. Nikolaj Konorev vara-
aðmíráll átti að fá svör við áleitnum
spumingum um hvers vegna sjóher-
inn hefði ekki fengið annað hvort
rússneska eða erlenda kafara til liðs
við björgunarmannskapinn.
„Þessari spumingu er erfítt að
svara,“ sagði hann við blaðamenn.
„Við vomm sannfærðir um að okkur
tækist þetta með því að beita björg-
unarhylkjum.“
Kafarasveitir leystar upp í
sparnaðarskyni
Þetta finnst fyrrverandi köfurum
rússneska flotans vafasamt. Sam-
kvæmt því sem fram kemur í rúss-
neska dagblaðinu Komsomolskoja
Pravda segir Júrí Filchenkov, sem í
15 ár var kafari í sovéska og síðar
rússneska flotanum, að hann hefði
boðið fram krafta sína um leið og
hann frétti af slysinu, en sér hefði
verið tjáð að ekki væri þörf á liðsinni
hans. Hann hefði því næstu dagana
ekki getað gert annað en fylgst með
AP
Norskir kafarar kanna hér
vandlega köfunarbúnað sinn áð-
ur en haldið er niður að Kúrsk.
fréttum af hinum misheppnuðu til-
raunum til að tengja björgunahylki
við kafbátinn.
„I vondu veðri og miklum straumi
er útilokað að tengja björgunarhylki
við kafbát nema með aðstoð kafara,“
er haft eftir Filchenkov. Segir hann
sig og aðra fyrrverandi kafara flot-
ans hafa verið meira en viljuga til að
fara á vettvang og leggja sitt af
mörkum, en óvíst sé hvort flotinn
hafi enn yfir réttum búnaði að ráða
sem djúpkafarar þurfa á að halda við
slík björgunarverkefni. Hin sérút-
búnu skip sem kafararnir notuðu
sem athafnamiðstöðvar hafa fyrir
löngu ratað í skipakirkjugarð.
Sovéski sjóherinn rak tvo skóla
fyrir djúpkafara og það voru djúp-
kafarasveitir við allar fjórar deildir
rússneska flotans fram til miðs
tíunda áratugarins. Þá voru þær
leystar upp í sparnaðarskyni.
Anatolí Vyrelkín, sem á árum áður
fór fyrir kafarasveit rússneska
Norðurflotans, fullyrðir að á Sovét-
tímanum hefði það tekið hans menn
minna en einn dag að komast inn í
Kúrsk. Fljótlegt hefði verið, með
sameiginlegu átaki kafara og áhafna
björgunarhylkja, að bjarga skipverj-
um úr kafbátnum.
En Norðurflotinn á ekki eitt ein-
asta sérútbúið kafaraskip tiltækt og
þeir menn sem mönnuðu björgunar-
hylkin höfðu aldrei fengið þjálfun í að
tengja slíkt við neyðarlúgu kafbáts.
Þetta hefur Komsomolskoja Pravda
eftirVyrelkín.
Svo virðist enn fremur vera, skrif-
ar norska blaðið Aftenposten, að
ekki hafi tekist að ná neinum al-
mennilegum myndum af ástandi
Kúrsk úr björgunarhylkjunum þrátt
fyrir fullyrðingar talsmanna rúss-
neska flotans um að búið væri að
grandskoða ytra byrði kafbátsins.
Þegar norsku kafaramir höfðu tekið
myndir af neyðarlúgu Kúrsk með
eigin fjarstýrðu myndbandsupp-
tökuvél var þeim myndum tekið í
stjómstöð Rússa sem áhrifamiklum
nýjum tíðindum.
Á að lyfta flakinu?
Eftir að allar vonir hafa verið
gefnar upp á bátinn um að bjarga
einhverjum skipverja Kúrsk á lífi
tekur við umræða um hvað gera skuli
næst, þ.e. hvort reyna eigi að ná
Kúrsk aftur upp á yfirborð eða að
innsigla flakið þar sem það liggur til
að hindra að geislavirk efni sem
menga myndu hin mikilvægu fiski-
mið Barentshafs leki út.
Sú hugmynd að reyna að koma
Kúrsk aftur á flot kom fram strax
eftir að það fréttist að báturinn, sem
er 155 metrar að lengd, lægi þó ekki
meira en á 108 metra dýpi. Fullur af
sjó er reiknað með að hann vegi í
kring um 24.000 tonn.
Að sögn Vladimírs Kúrojedovs
flotaforingja er hugsanlegt að hægt
sé að lyfta Kúrsk upp af sendnum
hafsbotninum með hjálp víra sem
strengdir væru á milli stórra
pramma, eða með hjálp risavaxinna
uppblásanlegra loftpúða.
I Roubine-rannsóknamiðstöðinni í
Pétursborg, þar sem Kúrsk var
hannaður, hefur þegar verið hafist
handa við að kanna möguleikana á að
koma bátnum aftur á flot.
En Ilja Klebanov, aðstoðarforsæt-
isráðherra Rússlands, sem hefur yf-
irumsjón með rannsókninni á slys-
inu, hefur lýst því yfir að Rússum sé
ókleift að leysa þetta verk upp á eigin
spýtur. „Ekkert land er fært um
slíkt,“ sagði hann. Ekki verði hjá því
komist að leita erlendrar aðstoðar
við_að lyfta Kúrsk.
í síðustu viku sagðist sænski
kaupsýslumaðurinn og loftbelgja-
framleiðandinn Per Lindstrand í við-
tali við BBC að hann væri að undir-
búa tilboð um að lyfta Kúrsk með því
að vefja risavöxnum uppblásanleg-
um belgjum utan um hann.
En deildar meiningar eru meðal
aþjóðlegra sérfræðinga um hvað ráð-
AÐGERÐIR NORSKU KÖFUNARSVEITARINNAR
// Kafarar á
' þessu dýpi
' nota 6% súr-
efni og 94%
helíum (súrefni
er banvænt
við þrýsting
undir 50 m)
Kafarar greindu frá því í gær að er innri neyðarlúga kjanorkukafbátsins
Kúrsk hafi verið opnuð hafi komið í Ijós að báturinn var fullur af sjó.
Norska kafarasveitin beitir aðferðum sem eru bæði flóknar og lífshættulegar
og verða alls níu kafarar að starfa allan sólarhringinn.
I Þrír kafarar fara í þrýstijöfnunar-
klefa um borð í móðurskipinu
og eru þar 12-3 klst.
til að aðlagast þeim
þrýstingi sem er
á 108 metra
dýpi
Þrír kafarar halda áleiðis til flaksins
af Kúrsk í sérstöku köfunar-
hylki sem er tengt við
móðurskipið með
streng sem ber
heítt vatn, raf-
magn og gas.
E
Björgunar-
hylki
□
Tveir kafarar sem tengdir eru
við strenginn yfirgefa björgunar-
hyikið og hefja vinnu við
lúguna. Þriðji kafarinn er í
hylkinu og fylgist með
aðgerðum hinna.
E Kafarar starfa í um 5-
6 klst. f sjónum áður en
þeir koma upp á yfirborð
sjávar. Við tekur annar
hópur kafara.
Dýpi:
108 metrar
£0 Myndir af
aðgerðum nást
með fjarstýrðum
myndavélum og
myndavélum [
hjálmum kafara
Myndavéla-
búnaður
Heimildir: Stolt Oftshore, Crawford Logan
REUTERS #
legast sé að gera við flakið af Kúrsk.
Sumir eru harðir á því að öruggara
sé að láta kafbátinn vera þar sem
hann er. Við tilraunir til að lyfta hon-
um væri hætta á því að laskaður
skrokkurinn liðaðist í sundur með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það
yrði því að gera ítarlega könnun á
ástandi bátsins áður en tilraun yrði
gerð til að lyfta honum. Slíkt muni
taka nokkrar vikur hið minnsta.
Orsakir enn óljósar
Enn deildari meiningar eru þó um
það hvað olli slysinu. Ymsar kenn-
ingar eru á lofti, þótt sönnur hafi
ekki verið færðar á neina þeirra.
Vitað er að tvær sprengingar
heyrðust um það leyti sem kafbátur-
inn sökk. Samkvæmt útreikingum
norskra jarðskjálftafræðinga var
styrkur síðari sprengingarinnar
áþekkur sprengikrafti tveggja tonna
afTNT.
Þetta hefur vakið tilgátur um að
síðari sprengingin hafi orðið í fram-
hluta Kúrsk, þar sem tundurskeytin
voru geymd. Þar voru allt að 30 virk-
ir sprengjuoddar, en er slysið varð
stóð stór flotaæfing yfir.
Nokki-ar tilgátur eru á lofti um
hvað hafi komið síðari og stæm
sprengingunni af stað.
Ein tilgátan er sú að eitt tundur-
skeytanna hafi sprungið um borð í
bátnum og komið mun stæm
sprengingu af stað þegar hinar
sprengjumar sprungu. Rússneska
hermálaritið Kraznaja Zvezda
(Rauða stjaman) hefur greint frá því
að skipt hefði verið um afhleypibún-
að tundurskeytanna í Kúrsk. Sett
hefði verið í hann eldra og ódýrara
kerfi, þar sem fljótandi eldsneyti er
notað til að skjóta tundurskeytunum
af stað. Þetta kerfi sé hættulegt, þar
sem fljótandi eldsneytið skapi
sprengihættu. Fyrri sprengingin
gæti hafa orðið er tundurskeyti var
hleypt af.
Onnur tilgáta er sú að kafbáturinn
hafi rekist á hafsbotninn og árekst-
urinn valdið sprengingu í háþrýsti-
lofttönkum, sem síðan hafi valdið
stærri sprengingu. Fyrrverandi
flotaforingi í Svartahafsflotanum,
Eduard Baltin, hefur að sögn BBC
lýst þeirri skoðun sinni að vanhæfni,
slæmt skipulag og léleg þjálfun hafi
valdið slysinu.
„Kúrsk var hannaður fyiir út-
hafssiglingar, ekki grunnsævi. Þar
sem hann var að athafna sig í heræf-
ingunni og þar sem hann sökk er villt
svæði - hafstraumar sterkir og mik-
ill öldugangur. Það er ekki hægt að
hleypa af tundurskeytum þar,“ segir
hann.
Þriðja tilgátan er sú að Kúrsk hafi
lent í árekstri við bandarískan eða
breskan kafbát og síðari sprengingin
verið afleiðing árekstursins. Mikhaíl
Motsak, yftnnaður rússneska sjó-
hersins, hefur fullyrt að þrír erlendir
kafbátar hafi verið á svæðinu er slys-
ið varð. Bandarískavarnarmálaráðu-
neytið hefui- játað því að tveir kaf-
bátar bandaríska fiotans hafi verið í
Barentshafi, en hvergi nærri slys-
staðnum. Bretar hafa vísað tilgátum
um að breskur kafbátur hafi rekist á
Kúrsk á bug sem algjörri fjarstæðu.
Fjórða tilgátan er sú að Kúrsk hafi
siglt á gamalt tundurskeyti úr síðari
heimsstyrjöld.
Víst þykir að hvað sem í raun gerðr
ist gekk það mjög hratt fyrir sig. Svo
hratt að ekkert ráðrúm gafst til að
senda út neyðarkall eða að setja út
neyðarvita.