Morgunblaðið - 22.08.2000, Page 30

Morgunblaðið - 22.08.2000, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Vatnadísirnar þrjár svifu um tjörnina í logninu. Morgunblaðið/Ómar Morgunbiaðið/Jón Svavarsson Mikill fjöldi fólks kom saman á menningarnótt í miðbæ Reykjavíkur. mikil að aldrei væri hægt að upplifa nema hluta hennar. Garðar Cortes eftirminni- legur í óperunni í höfuðstöðvum SPRON við Skólavörðustíg var boðið til veislu og var stemmningin þar með hress- ara móti. Hljómsveitin Svasil spilaði fyrir utan bankann í góða veðrinu og margir stoppuðu þar við á menning- arnótt. Inni biðu börnin eftir að blöðrum yrði útdeilt og þar var einn- ig ótalmargt annað í boði. Skólavörðustígurinn var troðinn fólki um klukkan 21.30 og blaðamað- ur velti vöngum yfir hverju það gegndi. Lárus Sighvatsson tónlistarkennari kvað ástæðuna fyr- ir mannfjöldanum vera aðdráttarafl allra þeirra gallería sem staðsett eru á Skólavörðustígnum. Sjálfur sagðist hann hafa gefið sér góðan tíma til að skoða það sem í þeim var að finna. Ingileif Leifsdóttir og Jolle Margaret Crane voru einnig á Skólavörðustígnum en þær voru nýkomnar úr íslensku óperunni. Þar komu fram Kór íslensku óper- unnar, Gradualekórinn og einsöngv- arar. Líkt og annarsstaðar var þar allt troðfullt. Jolle benti á að Garðar Cortes hafi staðið sig einstaklega vel sem kynnir. „Hann gerði þetta svo lifandi og skemmtilegt," sagði hún. „Svo fékk hann alla áhorfend- urna til að syngja saman og ég er ekki frá því að hver einasti hafi hald- ið góðu lagi.“ í Listasafni íslands við Fríkirkjuveg lék djasstríóið Solea. Þar sátu margir áhorfendur og nutu afslappaðir tónanna. Listasafnið virtist virka vel fyrir tónleikahald af þessu tagi en Dieter Schmigelok m I ■ t. 'muL { ' I % 4* M ijL i i vi i'i'tlB m Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Sumir kusu að eiga kyrrðarstund í kirkju. trommuleikari benti þó á að hann þyrfti að spila af hálfum styrk þar sem endurkast væri mikið. Glæsileg flugeldasýning Líkt og við var að búast var mikil ásókn í uppistand Jóns Gnarr í Iðnó. Þar komust að færri en vildu. Hins vegar var endalaust hægt að bæta við fólki á harmonikkuballið sem haldið var á útitaflborðinu. Þar varð Léttsveit Harmonikufélags Reykja- víkur því valdandi að fótafimin braust fram í flestum þeim er leið áttu hjá. Fólk sönglaði Vertu hérna hjá mér ástin mín og Undir bláhimni með hljómsveitinni, en smátt og smátt fóru allir að fikra sig niður að höfn enda stutt í flugeldasýninguna. Straumurinn staðnæmdist á hafn- arbakkanum. Þar söng Ragnhildur Gísladóttir þekkta slagara með Stórsveit Reykjavíkur á stóra sviði og má segja að þar hafi stemmning- in náð ámarki. Mannfjöldinn fyllti hafnarsvæðið og náði jafn langt og augað eygði. Klukkan 23.30 hófst flugeldasýn- ingin sem var í boði Orkuveitunnar. Flugeldarnir vöktu mikla hrifningu enda var um að ræða stærstu flug- eldasýningu sem haldin hefur verið hér á landi. Fyrir suma markaði hún endinn á góðum degi en fyrir öðrum var menningarnóttin rétt nýhafin. Blaðamaður dróg þá ályktun að flestir gætu ekki annað en hafa heill- ast af menningarnóttinni og raulaði fyrir munni sér lagið sem Léttsveit- in hafði skömmu áður spilað: Ég varð snortinn af yndisleik þínum/ ástarþráin er vonunum felld./Þú ert ljósblik á lífshimni mínum/þú er ljóð mitt og stjarna í kveld. Dýpkunarprammi að störf- um við hafnarframkvæmd- irnar í Reykjavíkurhöfn á árunum milli 1913-1917. Og höfn- in tekur þeim opnum örmum OG höfnin tekur þeim opnum örmum er heiti á sýningu sem opnuð hefur verið á 6. hæð Grófarhússins, Tryggvagötu 15. Sýningin er á vegum Borgarskjalasafns og Ljós- myndasafns Reykjavíkur. Ljósmyndasafnið sýnir pan- oramaljósmyndir af Reykja- víkurhöfn frá fyrstu þremur áratugum 20. aldar. Myndirn- ar eru úr safni Magnúsar Ól- afssonar og Ólafs Magnússon- ar. Borgarskjalasafn Reykja- víkur sýnir uppdrætti og skjöl tengd hafnargerðinni í upphafi 20. aldar og hafa sum þeirra ekki komið fyrir al- menningssjónir áður. Sýningin stendur til 25. ágúst og er opin á opnunar- tíma Grófarhússins. Aðgangur er ókeypis. Húnvetnsk fjöll og hestar eru Auði Sturludóttur mynd- listarmanni hugleikin. Málverka- sýning í kaup- félaginu Blönduósi. Morgunblaðið. AUÐUR Sturludóttir heldur um þessar mundir málverkasýningu í matvöruverslun Kaupfélags Hún- vetninga (KH) á Blönduósi. Mynd- irnar eru málaðar með olíu á jút- ustriga og eru allar af fjöllum og hestum í Húnavatnssýslu. Þetta er fyrsta einkasýning Auðar fyrir ut- an eina farandsýningu í skókassa; Gallerí gúlp. Auður er borinn og barnfæddur Blönduósingur fædd árið 1975. Hún hóf nám í málun í Myndlistar- skólanum á Akureyri 1995 og lauk því við Myndlista- og handíðaskóla Islands árið 1999.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.