Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 31
Djassilmur
á menning-
arnóttu
DJASS
VI e n n í n o a r n ó f t
Rune Gustafsson og Odd
Arne Jackobsen,
gftardúett, Norræna húsið. Óskar
Guðjónsson og félagar, djasstríóið
Solea og Stórsveit Reykjavíkur
undir stjórn Sæbjarnar Jónssonar
ásamt Ragnhildi Gísladóttur.
Laugardagur 19. ágúst.
RUNE Gustafsson er einn
þekktasti gítaristi í norrænum
djassi og hafa verk hans sett mik-
inn svip á sænskan djass, aftur á
móti er félagi hans, norski gítarist-
inn Odd Arne Jackobsen, ekki eins
þekktur djassleikari, en því þekkt-
ari meðal gítargeggjara. Hann er
eini norræni gítaristinn sem haldið
hefur einleikstónleika í Carnegie
Hall og hann hefur unnið mikið
með asískum djassleikurum og
hefur þá ekki alltaf farið troðnar
slóðir. Þess gætti þó ekki á tón-
leikunum nema í eina frumsamda
laginu sem þar var leikið. Þá lék
Odd Ai’ne einn á tólf strengja gít-
ar og sótti innblástur í indverska
tónlist.
Þeir félagar voru hér í boði Nor-
ræna hússins og voru hluti af
menningarnóttinni þótt um há-
bjartan dag væri og annað forskot
á Jazzhátíð Reykjavíkur er hefst 2.
september. Dagskrá sína nefndu
gítaristarnir „As Time Goes By“
og upphófst hún að sjálfsögðu á
þessu þekkta lagi úr Casablanca
og í kjölfarið fylgdi „Autumn
Leaves“.
Rune og Odd Arne eru ólíkir
gítarleikarar og mætt helst líkja
dúó þeirra við dúó Jóns Páls
Bjarnasonar og Björns Thorodd-
sens. Einsog Jón Páll hefur Rune
hinn klassíska rafgítardjasstón,
sem rekja má til eftirmanna Char-
lie Christian, s.s.Jimmys Raneys,
Tals Farlows og Barneys Kessels.
Hann er þó mjög persónulegur í
tónmyndun sinni og þrátt fyrir að
andlit hans sé nær steingert er
hann spilar eru blæbrigðin í spili
hans þrungin tilfinningu. Odd
Arne er á órafmögnuðu nótunum í
tóni með vænum django-hljómi.
Fyrstu fímm iögin léku þeir á
rafgítara og var Rune ráðandi í
sólóum. Sérílagi var mögnuð túlk-
un hans á „Sweet Lorrien", fyrsta
laginu er Nat King Cole söng á
plötu, jafnt laglínuspilið og spun-
inn. Odd Ai’ne svíngaði vel í hryn-
slættinum og átti tilfinningaríka
sólóa í „Willow Weep For Me“ og
„Beautiful Love“.
Odd tók upp óprafmagnaðan gít-
ar í þjóðlegri syrpu sem römmuð
var inn í Taube og Jobim. Þar bar
af túlkunin Rune á sænska þjóð-
laginu „Emigrantvisa", sem Jan
Johansson lék öllum öðrum betur.
Rafgítararnir réðu að nýju ríkj-
um í „Indian Summer" og annað
lag sem Nat King Cole gerði
frægt, „Natuer Boy“, var fallega
leikið og svo var endað á bossan-
ova valsi eftir Bengt Hallberg,
sem hvorki var fugl eða fiskur:
„Valsnova."
Helst mátti fínna að þessum
tónleikum að þeir voru full einhæf-
ir, tempóin lík og lítil ævintýra-
mennska í spunanum. Heldur bet-
ur var þó brugðið út af þessu í
aukalögunum. Hið fyrra var blús
eftir Rune, „Afton Blues“, og þar
lék hann einsog ekta rýþmablús
gítaristi, enda getur Rune brugðið
sér í allra kvikinda líki ef því er að
skipta, annars væri hann varla
einn eftirsóttasti stúdíómúsíkant í
Svíþjóð. Svo kom klassísk „Topsy“
eftir basiegítaristann Eddie Dur-
ham - og þar ríktu riffin eins og í
basie-bandinu.
Eftir að hafa hlustað á tónleika
Rune Gustafsson og Odd Ai-ne
Jacobsens hélt ég á vit ævintýr-
anna á menningarnóttu Reykjavík-
ur. Fyrsti viðkomustaður var Jóm-
frúartorgið þarsem Óskar
Guðjónsson og félagar voru að
leika „But Not For Me“. Óskar
dvaldi í London síðasta vetur og
mun gera það á vetri komanda. Eg
hef ekki heyrt hann leika hér
heima síðan hann kom að utan
nema í sjónvarpi frá Kristnitöku-
hátíð. Drengurinn er samur við
sig, leitar víða fanga og fer lítt
troðnar slóðir. Tenórtónninn var
nokkuð mattur sem oftar en fullur
lífgleði. Eiríkur Orri Ólafsson blés
í trompet með Óskari í „But Not
For Me“ og tóku þeir Mulligan/
Baker samspilsfúgu undir lokin.
Edvard Lárusson sló bassa á gít-
arinn og Mattías M.D. Hemstock
trommur. Píanistinn Davíð Þór
hafði blásið með þeim í altósaxófón
áður en mig bar að en lokalagið
léku þeir Oskar, Eddi og Matti.
Það var söngur Mikka refs úr
Dýrunum í Hálsaskógi, en tónlist
Torbjörns Egners er Oskari mjög
hugleikin. Var túlkun þeirra ævin-
týralega skemmtileg.
Listasafn íslands var næsti
áfangastaður, en þar lék þýska
tríóið Soela í tvígang, rammað inn
í Kjarval og Scheving. Það skipa
píanistinn Markus Horn, sem m.a.
hefur leikið með Albert Mangels-
dorf, rafbassaleikarinn Lars Han-
sen og trommarinn Dieter Schmig-
elok. Fyrirtæki Hrólfs Vagnssonar
harmonikusnillings, CordAria, hef-
ur gefið út disk með þeim félögum.
Fyrstu fjögur lögin voru eftir
Soela og leikur tríósins í stjörnu-
merki Keith Jarrets. Tríóið er vel
samspilað og lögin ágætlega samin
og mjög vel leikin. Það var sosum
ekkert sem kom á óvart í leik
tríósins fyrren fjórða lagið var
kynnt, valsinn víðkunni eftir Jón
Múla, Vikivaki. Það var greinilegt
að tríóið hafði ekki haft lagið lengi
á efnisskránni en túlkunin var
skemmtileg þó og dálítið ólík því
sem við höfum vanist hjá píanist-
um á borð við Eyþór Gunnarsson
og Ole Koch Hansen. Tónhending-
arnar voru ekki skýrt afmarkaðar
heldur leið lagið áfram í jarretísk-
um draumi. Lokalagið á þessum
fyrri tónleikum Soela tríosins á
menningarnóttu var „Beatrice"
eftir saxófónleikarann Sam Rivers
og fannst mér það hápunkturinn í
leik þeirra félaga, rýþminn sterkur
og píanóleikur Horns leikandi létt-
ur en þó markviss og sterkur.
Áður en flugeldasýningin mikla
hófst við höfnina lék Stórsveit
Reykjavíkur þar og Ragnheiður
Gísladóttir söng. Sveitin lék lög af
efnisskrám Bennys Goodmans og
Glenns Millers m.a. „Pennsylvania
6-5000“. Þetta lag er eitt hið elsta
sem varðveitt er með íslenskri
stórsveit, hljómsveit Bjarna Böð-
varssonar, og þá blésu Kjartan
Runólfsson og Ólafur Pétursson
trompet- og tenórsaxófónsólóana,
en við hafnarbakkann voru það
Snorri Sigurðarson og Ólafur
Jónsson. Ragnhildur Gísladóttir
sómdi sér vel í íslenskum karl-
mönnum en djasssöngur hennar í
„Stormy Weather“ og „Ain’t Mis-
behaving11 var hálfgert mjálm.
Eftir stórkostlega flugeldasýn-
ingu var ljúft að ljúka menningar-
nóttu á Bókakaffi Súfistans þar-
sem Óskar Guðjónsson og félagar
léku lög Jóns Múla.
Vernharður Linnet
Menningarborgir
eru skapandi borgir
Síðastliðinn laugardag, á meðan borgarbúar streymdu í bæinn
til að njóta menningarnætur, hélt breski menningarfræðingurinn
Charles Landry erindi um hlutverk og þýðingu menningarborga
í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fríða Björk Ingvarsdóttir hlustaði
á fyrirlesturinn og tók svo Landry tali.
Morgunblaðið/Jim Smart
Charles Landry í Ráðhúsi Reykjavíkur.
„BORGIR hafa alltaf
verið hjarta siðmenn-
ingarinnar, menningar-
lífins og þess athafnalífs
er skapar auð þeirra. I
dag standa borgarsam-
félög frammi fyrir ótrú-
legum breytingum um
leið og efnahagsleg og
félagsleg vandamál auk-
ast og grunngerð borg-
arinnar breytist," segir í
kynningu bókarinnar
„The Creative City“ eða
„Skapandi borg“ eftir
Charles Landry. I er-
indi sínu, sem hann
flutti í borgarstjórnar-
sal Ráðhúss Reykjavík-
ur, fjallaði hann um
menningarborgir, hlut-
verk þeiri’a og þau
vandamál sem þær
standa frammi fyrir á
meðan á menningarár-
inu stendur og eftir að
því lýkur. Viðstaddir voru fulltrúar
menningarborganna í ár auk ann-
arra gesta og bauð borgarstjórinn í
Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, gestina velkomna.
Charles Landry er fæddur í Bret-
landi og hlaut menntun í hagfræði í
Þýskalandi, á Ítalíu og í heimalandi
sínu. Hann hefur ferðast víða um
heim, tekið að sér verkefni á sviði
menningar og flutt fyrirlestra um
stefnumótun, eðli menningariðnað-
arins og framtíð og þróun borgar-
samfélaga.
Fyrirlesturinn í Ráðhúsinu nefndi
Landry „How to Stay a Creative
Cultural City“ eða „Hvernig hægt er
að halda áfram að vera menningar-
borg“. Hóf hann mál sitt með því að
skilgreina hugtakið „menning“ á
mjög víðan máta: „það sem fólk gerir
og hugsar, því allt sem við aðhöfumst
er mettað af menningunni sem mót-
ar okkur - og öfugt.“
Hlutverk markviss átaks á borð
við menningarborg er að hans mati
tvíþætt. Annars vegar að flokka þá
arfleifð sem fyrii’ er, beina athygli að
ákveðnum þáttum hennar og móta
þannig bæði tilurð hefðarinnar og
framtíðina, og hins vegar að sinna
sköpunarkraftinum sjálfum í því sem
er að gerast í samtímanum. „Sú
sköpun sem á sér stað í samtímanum
er menning framtíðarinnar," sagði
hann.
Menningin er meginstoð
umræðu og upplýsingar
Charles Landry vék nokkuð að
hlutverki menningarinnar í borgar-
samfélaginu almennt, en að hans
mati er það ekki síst falið í því að
vera meginstoð umræðu og upplýs-
ingar - vettvangur til að njóta þess
sem vitsmunh’ og sköpunarkraftur
mánnsins hafa upp á að bjóða.
f stuttu samtali við blaðamann gaf
Landry nokkuð ítarlegri skýringu á
þessu hlutverki: „Ég stilli hinu
gamla og því nýja í menningunni upp
hlið við hlið af því að þessir tveir
þættir móta framtíðina. Hluti af því
sem ég hef kallað flokkunarferli er
svo einnig það að ræða saman um
menninguna í fortíð og samtíð og
áhrif hennar á okkur öll.“
Landry sagðist reyna að forðast
„að hefja máls á menningarumræðu
með orðinu „list“. Ég vil gera tilraun
til að nálgast sjálfan kjarna menn-
ingarinnar og þá hugsun sem hún
sprettur úr. Ein birtingarmynd
hennar er listin og hún er auðvitað
mjög áhugaverð. Samt sem áður get-
ur menningin einnig hreinlega falist í
athyglisverðu samtali manna á milli.
Ég vil ekki gera listamönnum of hátt
undh’ höfði, þó mér finnist þeir oft
sinna hlutverki sínu með ágætum.“
„Ég lít ekki á listina sem kjarna
menningarinnar,“ segir hann, „list
hefur það hlutverk innan hennar að
útskýra íyrir okkur hvað menningin
er, hvað það er sem við eram að
reyna að skapa. List er bara eitt af
því sem menningin endurspeglast í.“
Þó erindi Landry hafi verið al-
menns eðlis fjallaði hann nokkuð ít-
arlega um mikilvægi menningarinn-
ar fyrir íbúa borgarsamfélagsins.
„Ef menningarumræðu er stjórnað á
réttan hátt getur hún orðið til þess
að almenningur verði sáttur við
breytingar. Menningin skapar
grundvöll til samræðna þar sem eng-
um þarf að stafa ógn af skoðunum
annarra," sagði hann. „Mig langar til
að skapa umhverfi þar sem fólk veit
að því er óhætt að hafa sína skoðun
og vera á öðru máli - þar sem því er
sýnd virðing. Það er á þann máta
sem menningin skapar grundvöll til
vitsmunalegrar umræðu og sköpun-
ar.“
Menningarborgir ættu að
leggja áherslu á séreinkenni sín
I umfjöllun sinni um menningar-
borgir kom fram að Landry telur
hagsmunum einstakra borga best
þjónað með því að þær leggi áherslu
á sín eigin séreinkenni í stefnumótun
sinni. Þannig sé hægt að draga jað-
armenningu inn á miðjuna og gefa
henni aukið vægi í samhengi við um-
heiminn. Hann benti á mikilvægi
þess að samtvinna ólíka þætti alþjóð-
legrar og þjóðlegrar menningar. Að
öði-um kosti telur hann hættu á að
hárfín séreinkenni smænn menning-
arheilda glatist, þar sem tilhneiging-
in til að einfalda hlutina, svo auðveld-
ara sé að selja þá, sé eitt einkenni
markaðslögmála nútímans. Þær
menningarborgir sem hafa náð
mestum árangri að hans mati eru því
þær sem hafa séreinkenni sín í fyrir-
rúmi við skipulagninguna.
Landry lagði á það áherslu að á
undanförnum árum hafi lífsmáti
okkar breyst til muna, menntun sé
t.d. orðin að stöðugu ferli í samtím-
anu, í stað þess að tilheyra einungis
ungdómsárum einstaklingsins. I
kjölfar þessara breytinga þurfum við
að breyta hugsunarhætti okkar.
Eitt af því sem einkenndir borgar-
samfélag nútímans, sagði Landry, er
aukinn hlutur vitsmunalegrar starf-
semi af ýmsu tagi, „Bókin mín fjallar
um viðhorf okkar og hugsun varð-
andi menninguna og byggir á þeirri
grundvallarsannfæringu minni að
menningin sé það sem á eftir að vera
þungamiðjan í borgarsamfélaginu í
framtíðinni."
Menningarborgir þurfa því að
huga vandlega að því hvaða arfleifð
þær skilja eftir sig og ekki síður að
því hvernig sú mikla fjárfesting sem
ráðist hefur verið í skilar sér til sam-
félagsins. Það má ekki horfa fram
hjá allri þeirri reynslu og þeim upp-
lýsingum sem safnast saman í kring-
um verkefni á borð við menningarár
og hvernig hægt er að halda áfram
að nýta þá þekkingu.
Endurskilgreining á
hugtakinu „menningarborg“
Landy varpaði fram þeirri hug-
mynd að kannski mætti endurskil-
greina hugtakið „menningarborg"
og þær vonir sem við bindum við
slíka viðburði. Hann sagði t.d. um-
hugsunarvert hvort skipuleggjendur
vildu nota alla þá fjármuni, sem þeir
hafa til ráðstöfunar, á menningarái’-
inu sjálfu eða geyma hluta þeirra til
seinni tíma til að fylgja framtíðar-
markmiðum eftir og nýta betur þá
þekkingu sem safnast.
„Sumar borgir, eins og t.d. Berg-
en, hafa tekið þá stefnu að slá upp
einni allsherjar menningai-veislu, og
það er engin ástæða til að gagnrýna
það ef vel er að verki staðið. Samt
sem áður myndi ég fara öðruvísi að
ef mér væri falið að skipuleggja
menningarár. Ég myndi reyna að fá
meira út úr því með því að tengja það
langtímamarkmiðum. Eitt markmið
gæti hreinlega verið innblástur eða
andleg hvatning til borgarbúa. Ann-
að gæti falist í tilraun til að ná betri
tengslum við umheiminn. I fyrh’-
brigðinu menningarár felst raun-
hæfur möguleiki til að breyta innra
eðli borgarinnar sjálfrar til framtíð-
ar. “
„Ef maður lítur á hátíðarhöld af
þessu tagi í víðum skilningi, þá er
hægt að ná ýmsu fram sem er mun
mikilvægara en það að efna til veislu.
Okkui’ hætth’ kannski til að gera of
lítið úr þeim möguleikum sem slík
hátíðarhöld bjóða upp á. Menningar-
ár getur skilið eftir sig mikilvæga
arfleifð," sagði Charles Landry áður
en hann hélt út í sólina til að njóta
menningarnætur í Reykjavík.