Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Jim Smart Eflaust verður bæði evrópskt og menningarlegt yfirbragð á Menningar- borgarlundinum í Laugardal þegar fram líða stundir en þar voru um helgina gróðursettir runnar frá öllum níu menningarborgum Evrópu. Runnar níu menningarborga FULLTRÚAR menningarborga Evrópu gróðursettu á laugardag runna í nýjum Menningarborgar- lundi í Laugardal en aðalfundur stjórnenda og stjórnar Samtaka evrópsku menningarborganna ár- ið 2000 var haldinn i Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina. I lundinum höfðu áður verið gróðursett níu reynitré en reynir- inn var vaiinn vegna þess að hann vex í öllum þeim níu lönd- um sem menningarborgirnar eru í. Runnarnir eru hins vegar ein- kennandi fyrir hverja borg en valdar voru tegundir sem eru upprunalegar í landi hverrar þeirra. Þannig var t.d. valinn loð- víðir fyrir Reykjavík og geisla- sópur fyrir Santiago de Compost- ela en hann er upprunninn í Pyreneafjöllunum. Leikfélag fslands Fastráða lands- þekkta leikara „LEIKFÉLAG íslands hefur ráðið á fastan samning í vetur leikarana Sig- urð Sigurjónsson, Öm Árnason, Eddu Björgvinsdóttur, Friðrik Frið- riksson og Jakob Þór Einarsson og einnig hefur verið gerður samningur við Hilmi Snæ Guðnason um fast- ráðningu fyrir leikárið 2001-2002,“ sagði Magnús Geir Þórðarson, leik- hússtjóri Leikfélags íslands, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Þá hefur Jón Ólafsson verið fast- ráðinn í vetur sem tónlistarstjóri Leikfélags íslands. Að sögn Magnús- ar hefur Vigdís Finnbogadóttir, íyrr- verandi forseti og fyrrverandi leikhús- stjóri í Iðnó, gert félaginu þann heiður að vera vemdari Leikfélags íslands. Að sögn Magnúsar eru fastráðn- ingarsamningai- nýjung í starfsemi Leikfélags íslands og koma í kjölfar sameiningar Leikfélags íslands, Loftkastalans og Hljóðsetningar ehf. fyrr á árinu. Þess má geta að Sigurð- ur Sigurjónsson og Örn Ámason vom báðir stórir hluthafar í Hljóð- setningu ehf og eiga því hlut í hinu nýja Leikfélagi íslands. Þeir era báðir fastráðnir hjá Þjóðleikhúsinu en að sögn Stefáns Baldurssonar Þjóðleikhússtjóra mun Sigurðm’ verða í sex mánaða leyfí frá störfum við Þjóðleikhúsið en ráðningarsamn- ingur Amar mun enn vera í fullu gildi. „Þeir samningar sem við bjóð- um era opnari en þeir samningar sem tíðkast hjá stóra opinberu leik- húsunum. Samningsbundnir leikarar hjá okkur munu vinna að fjölbreytt- ari verkefnum, s.s. sviðsleik, leik- stjórn fyrir svið, sjónvarp og útvarp og hljóðsetningu á erlendu efni fyrir sjónvarp, myndbönd og kvikmynda- hús. Samningarnir era einnig mjög sveigjanlegir gagnvart öðrum verk- efnum sem þessir listamenn kunna að vilja sinna þótt Leikfélag íslands hafi forgang að þeim og vinnu þeirra." Að sögn Magnúsar mun þessi hóp- ur einnig starfa náið með leikhús- stjóra að listrænni stefnumótun starfseminnar. „Við viljum að sjálf- sögðu nýta krafta þeirra og reynslu á sem fjölbreyttastan hátt. Með þessu sníðum við einnig af ákveðna van- kanta sem segja má að hafi háð leik- húsrekstrinum til þessa, þar sem erf- itt hefur reynst að samnýta leikara með öðram leikhúsum og tekist hef- ur verið á um sýningarkvöld. Eftir sem áður verður talsvert af lausráðn- um leikuram við störf á vegum Leik- félags Islands enda verður starfsem- in fjölbreytt og umfangsmeiri í vetur en verið hefur til þessa.“ Edda Hilmir Snær Björgvinsdóttir Guðnason Sigurður Örn Sigmjónsson Ámason Meðal þeirra leikara sem starfa munu á vegum Leikfélags íslands verða Halldór Gylfason, Stefán Jónsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Árni Tryggvason, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Ölafía Hrönn Jónsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttií’ og Sigrún -Edda Björnsdóttir. Leikfélag íslands mun í vetur reka starfsemi í tveimur leikhúsum, Iðnó og Loftkastalanum, og segir Magnús að með þessu móti megi hagræða í rekstrinum og halda úti fleiri sýning- um samtímis en ella. Aðspurður kvaðst Magnús ekki til- búinn til að greina frá verkefnavali leikársins sem er að hefjasten hann sagði að fleiri verkefni yrðu á dag- skránni í vetur en „...samanlagt hjá Leikfélagi íslands og Loftkastalan- um í fyrravetur.“ Spunasprell í Hallgrímskirkju Sagan um Tuma tígur KVIKMYJVDIR K r i n g 1 ii b í «, B f 6 - hullin, Laugar- á s b í ú, N ý j a b í 6 Akureyri ug Nýja bíú Keflavík TUMI TÍGUR „The Tigger Movie“. Leikstjóri: Jun Falkenstein. Leikstjórn ísl. talsetningar: Jakob Þór Einars- son. Raddir: Þórhallur Sigurðs- son, Óskar Völundarson, Sigurð- ur Siguijónsson, Hjálmar Hjálmarson, Jóhann Sigurðar- son, Örn Árnason, Edda Heiðrún Backman og Grímur Hall- grímsson. Disney. EINN besti vinur bangsans fræga, Bangsímons, er tígurinn Tumi og um hann fjallar Disn- ey-teiknimyndin Tumi tígur eða „The Tigger Movie“. Tuma leið- ist óskaplega vegna þess að hann saknar þess að eiga enga fjölskyldu og þegar félögum hans í skóginum mistekst að hressa hann við heldur hann út í stórhríð og vetrarkulda í leit að ættingjum sínum. Tumi tígur er fyrir yngstu kynslóð kvikmyndahúsagesta og hún mun ugglaust skemmta þeim vel. íslenska talsetningin er mjög vel af hendi leyst, sér- staklega verður Tumi í höndum Þórhalls Sigurðssonar grát- brosleg persóna og asninn Eyrnaslapi spaugilega þung- lyndur í meðförum Jóhanns Sigurðarsonar. Aðrir leikarar standa sig með mikilli prýði og verður ekki nógsamlega minnt á hversu mikilvæg íslensk tal- setning er á teiknimyndum fyr- ir börn. Ævintýrið um Tuma er hæfi- lega spennandi og persónurnar dregnar einföldum en skýrum dráttum. Vinir Tuma eru Bangsímon, Gúri, Kanínka, Grislingur og Eyrnaslapi og þeir vilja allt fyrir hann gera en þegar þeim tekst ekki að hressa hann við og hann heldur út í óveðrið fara þau öll af stað að leita hans og lenda í miklum hættum. Hér er ekki á ferðinni, eins og svo oft í Disney-myndum, bar- átta góðs og ills með ógurlegum illingja og ævintýrapersónum sem vinna bug á honum. Hér er allt á miklum mun rólegri nót- um. Boðskapurinn fjallar um vináttuna og tryggðina og fórn- arlundina og ætti að hitta í mark hjá ungviðinu. Arnaldur Indriðason M-2000 Þridjudagur 22. ágúst TOJVLIST Hallgrfmskirkja ORGELTÓNLEIKAR Verk eftir J. S. Baeh, Kuchar, Túma (spuni um gefin stef). B. Jan- ácek og Eben. Jaroslav Túma, org- el. Sunnudaginn 20. ágúst kl. 20. Á ÁTTUNDU og næstsíðustu tón- leikum „Sumarkvölds við orgelið" á menningarborgaárinu 2000 á sunnu- dag var röðin komin að Prag. Jar- oslav Túma (f. 1956) virðist eftir tónleikaskrá að dæma meðal fremstu organista Bæheims og Mæris; starfar sem orgel- og semb- alleikari með sérsvið í endurreisnar-, barokk- og nútímatónlist, tónskáld og kennari og hljóðritar m.a. fyrir Supraphon útgáfuna. Hann mun hafa hlotið nokkur verðlaun fyrir spuna, og kom það ekki á óvart þegar að þeirri grein leið á tónleikunum. Tékkneski organistinn lék fyrstu tvö dagskráratriði uppi í púlpítúr, þar sem spilarinn er í naflastrengssam- bandi við hljóðfærið, en færði sig síð- an um set og lék afganginn á fjarborð- ið niðri á kirkjugólfí; án mikils vafa til að áheyrendur fengu betur notið fóta- fimi hans og raddvalslistar. Sem kunnugt er hefui- orgelið eitt umfram önnur hljómborðshljóðfæri þegar sjá- aldri mætir, að fótmennt flinkustu organista getur jaðrað við flugatriði loftíimleikamanna, enda oft með ólík- indum hvað virðist mega leggja á út- limaburð og heilaniðurhólfun flytja- ndans. Að þessu sinni, líkt og stundum áður í Hallgrímskirkju, bættist við sú tilfinning hjá þeim áheyrendum sem bezt sáu til, að sýni- legu tilþrifin virtust skýra markvert hraðasta tónferlið, sem annars vildi misfarast í gímaldsheyrðinni, þótt vera kynnu sálfræðileg áhrif að mestu. Prelúdía og fúga Bachs í C BWV 547 frá fyrstu áranum í Leipzig naut s.s. ekki góðs af téðri ímyndun, því þó að verkið væri rennilega spilað, kom prelúdían heldur graggug út í fremur flatri registran, kannski líka vegna fullveikra innradda, og „tenútissimo“- túlkun fúgunnar hefði eflaust orðið skýrari með aðeins meiri afmörkun og jafnvel staccato-beitingu á viðeig- andi stöðum. Viðmiðun hlustandans var ólíkt minni í þeim skrifuðu verkum sem eftir vora, enda öll tékknesk og fá- heyrð hér um slóðir, en með þeim fyr- irvara virtust þau öll mjög vel flutt. Fantasía Jans K. Kuchars (1751- 1829) í d-moll verkaði nánast eins og söngvasyrpa úr mozörzku „Sing- spiel“; ljúft, sjarmerandi og mikið registrað í lipurri og oft lævíst gáska- fullri túlkun. Þjóðlagarætumar vora rammai’ í næsta atriði, Hanakische Tanze, dansasvítu frá 18. öld eftir ókunnan höfund, frumsamin fyrir klavíkorð en hér flutt með snarstefjaðri innradda- fyllingu. Óhætt er að segja að Túma hafi nýtt sér litaspjald Klais-pípu- hljómsveitar Hallgrímskirkju til þrautar í þessari heillandi svítu, því ýmist var sem maður væri staddur á hofferðugum hirðdansleik hárkollu- aldar eða í bjórangandi sveitakrá í myndlýsingu Breughels eldra, þar sem sinfón, regöl og sekkjapípur þramuðu við raust. Að spilarinn væri vel sáttur við raddvalsmöguleika org- elsins kom oftar en einu sinni í ljós þegar klappað var, þar sem hann benti orgelpípum að „rísa á fætur“ í virðingarskyni. Skiptar skoðanir era um fyrir- brigðið impróvísasjón - allt frá „sýnd- arleik úr fyrir fram undirbúnum „lag- er-frösum““ og upp í „hraðvirkustu tónsmíðaaðferðina". Sjálfsagt ræður úrslitum hver á heldur; alltjent er þessi forna íþrótt, sem hvarf úr píanó- menntum á 19. öld, enn við lýði í org- elleik, og m.a.s. haldnar keppnir í henni sunnar í álfu, þótt h'tið fari fyrir því hér. Væri vissulega gaman að fá að heyra hápunkta frá slíkri spuna- keppni í útvarpi, enda ætti hún með réttri framreiðslu að vera kjörið sjónvarpsefni. Til að útiloka allan undirbúning var hér sá háttur hafður á að færa organ- istanum nóterað stef á blaði í allra augsýn. Urðu stefin raunar tvö frekar en eitt, og frétti undirr. eftir á að það héfði orðið fyrir handvömm: Kramrni svaf í klettagjá og Á Sprengisandi Kaldalóns. Þó svo að stefín megi kald- hamra saman með herkjum, bar Túma ekki við að „kombínera“ þau eins og kannski mætti búast við áður en lyki, heldur spann úr þeim fantasíu til skiptis með miklum tilþrifum, aðal- lega hljómrænt, rytmískt og með auð- ugu raddvali, er stundum leiddi hug- ann að frönsku impressjónistunum. Þó kenndi fleiri grasa, enda andstæð- ur legíó, bæði í Ut, styrk og áferð. Tónskráin tilgreindi aðeins tvo sálmforleiki úr „Tre passionskoraler" eftir tékknesk-sænska höfundinn Bedrich Janácek (f. 1920), en ég fékk ekki betur heyrt en leiknir væra þrír, síðast Ó höfuð, dreyra drifið. Þetta vora fremur hómófónískar en þétt ofnar tónsmíðar, dreymandi inn- hverfar og vel fluttar. Loks vai’ mikið virtúósastykki eftir Petr Eben, „Hommage a Dietrich Buxtehude" undir víxlformi Lubeck-meistarans, þar sem skiptast á tokkötu- og fúg- atókaflar. Er varla ofsagt að Túma hafi þar farið á kostum í þessu and- stæðuríka verki með snöfurlegri snerpu og jafnvel „sveiflu", enda stundum engu líkara en að höfundur væri staddur í Cotton Club í Harlem að soga djassinn beint í æð. Undirtektir áheyrenda kölluðu óhjákvæmilega á aukanúmer. Kom þar að seinni spunalotu kvöldsins, sem var jafnvel enn glæsilegri en hin fyrri. Stefið var dæmigert pentatón- ískt írskt þjóðlag, sem komið mun í nýjustu sálmabók þjóðldrkjunnar (Drottinn, Guðs sonur) og fékk hér svo líflega útfærslu í ekki sízt hryn- rænu tilliti, að „Riverdance" dans- flokkurinn hefði sem hægast getað stigið við sópandi írskan þjóðdans á hörðum skóm. í staðinn fengu menn að sjá kvikstepp organistans á pedal- inn, en satt bezt að segja var spilarinn allur á iði líkt og gegnmúsíkalskur sprellikarl, og lauk sér af með glymj- andi handleggsakkorðum í myndar- legum lokaklímax, svo fagnaðarlátum æltaði seint að linna. Ríkarður Ö. Pálsson HÁSKÓLABÍÓ Rauða plánetan - Alþjóðleg ráð- stefna um rannsóknir á Mars. Fjallaö um heimskautajöklana á Mars. íslenskir vísindamenn kynna eldgos undirjöklum hérá landi, ný- legjökulhlaup og forsöguleg stór- hlaup. ththor@raunvis.hi.is www.reykjavik2000.is - wap.olis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.