Morgunblaðið - 22.08.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 22.08.2000, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Leiðin til auðlegðar Lítið barna- lán KVIKMYIVDIR Háskólabfð Barn í vændum ★ „Maybe Baby“. Leikstjórn og hand- rit: Ben Elton. Aðalhlutverk: Hugh Laurie, Joely Richardson, Rowan Atkinson, Emma Thompson. Pandora 2000. BRESKA gamanmyndin Barn í vændum eða „Maybe Baby“ eftir Ben Elton skartar mörgu af því besta sem bresk gamanmyndagerð getur státað af í dag. Hugh Laurie, gamanleikari til margra ára, fer með annað aðalhlutverkið, Rowan Atkin- son, betur þekktur sem herra Bean, leikur kvensjúkdómalækni í mynd- inni, Emma Thompson er nýaldar- sinni með vefjarhött og svo mætti áfram telja. Einnig reynir myndin að fjalla um á grátbroslegan hátt erfið- leika þá sem hjón eiga í við að eign- ast barn. Það er því nokkur furða að höfundi myndarinnar, Ben Elton, skuli ekki takast að búa til einn ein- asta brandara úr öllu saman, sem virkar fyndinn. Sumir brandaranna eru hreinlega of smekklausir til þess að hægt sé að hlæja að þeim eins og þegar Rowan Atkinson bögglast við að tala um þarmaverkið í Joely Richardson (gamanmyndahöfundur sem ekki getur fengið mann til þess að hlæja að Rowan Atkinson ætti reyndar að huga að annarri iðju). Aðrir brandar- ar eru hallærislegir. Þeir koma lang- flestir fyrir í setningum leikaranna, líkamlega sprellið er í lágmarki, og falla einhvern veginn flatir úr munn- um þeirra. Má vera því um að kenna að þetta er fyrsta bíómynd leikstjór- ans og svo má líka vera að handritið sé ekki fyndnara en þetta. Hugh Laurie er í dæmigerðri Hugh Grant-rullu sem heldur aum- ingjalegur en rómantískur eiginmað- ur, sem sífellt er að þeytast úr vinnu sinni að sofa hjá konunni þegar rétti tíminn er kominn. Hann þráir það helst að gerast handritshöfundur og þráin sú kemur honum í meiri bobba en hann óraði fyrir. Laurie er það besta við myndina, tilgerðarlaus að mestu. Joely Richardson þyrfti meiri æf- ingu í gamanleik. Hún ofleikur hlut- verk eiginkonunnar sem þráir það eitt að eignast bam, lendir í svolitlu ástarævintýri utan hjónabands og kemst að svikum eiginmannsins. Of- leikur hennar kemst þó ekki í hálf- kvisti við ægilegan leik Emmu Thompson í litlu hlutverki, sem bet- ur hefði mátt sleppa; einhvem veg- inn hefur maður á tilfinningunni að það hafi lítil leikstjórn verið á liðinu. En svo er þetta l£ka alvarleg mynd, sem reyndar er erfitt að taka alvarlega, því hún gerir tilraunir til þess að fjalla á alvöragefinn hátt um það vandamál þegar blessað barna- lánið er fjarri og þær sálrænu krísur sem fylgja. Hins vegar verður minna úr þeirri umfjöllun vegna þess að um miðbikið fer sagan út í allt annað og verður mikið til um kvikmyndagerð eftir að draumur eiginmannsins ræt- ist. Þannig er hér á ferðinni undarleg samsuða sem ætlar sér í hóp bestu bresku gamanmynda síðustu ára en mistekst að flestu ef ekki öllu leyti. Arnaldur Indriðason Aösendar greinar á Netinu S' mbl.is _ALLTAf= e/TTH\SAÐ /S/ÝTT BÆKUR F r æ ð i r i t Principles ofEconomic Growth eftir Þorvald Gylfason. Oxford University Press. 188 bls. 1999. HAGVÖXTUR hefur verið ís- lenskum vísindamönnum hugleikinn undanfarin ár, líkt og erlendum starfsbræðram þeirra. I fyrra kom út bók Guðmundar Jónssonar um hagvöxt og iðnvæðingu á Islandi frá 1870 til 1945 og fyrr á sama ári bók Tryggva Þórs Herbertssonar, „Sources of Economic Growth", sem byggð var á doktorsritgerð hans um efnið. Undir lok ársins kom svo út bók sú sem hér verður gerð að um- talsefni, „Principles of Economic Growth“, eftir Þorvald Gylfason, prófessor við viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla íslands. Þessi mikli áhugi á hagvexti end- urspeglar líklega tvennt, annars veg- ar mikilvægi fyrirbærisins og hins vegar það að undanfarin ár hefur skilningur manna á eðli, orsökum og afleiðingum hagvaxtar aukist til ERLENDAR BÆKUR Spennusaga Dauði aðalsmanns „Death of an Effendi" eftir Michael Pearce. Harper Coll- ins 2000.180 síður. MICHAEL Pearce heitir breskur sakamálahöfundur sem skrifað hefur bókaflokk um yfirmann egypsku ör- yggislögreglunnar í Kaíró skömmu eftir aldamótin 1900. Á máli inn- fæddra er hann Mamur Zapt og hef- ur í bókum Pearce fengist við hin fjölbreytilegustu morðmál eins og fyrri bókatitlar bera með sér: Mam- ur Zapt og kameldýr eyðileggingar- innar, Mamur Zapt og stúlkan í Níl- arfljóti, Mamur Zapt og fjársjóður Egyptalands. Nýjasta sagan í Mam- ur Zapt-seríunni heitir Death of an Effendi eða Dauði aðalsmanns en hún kom út fyrir skemmstu í vasa- broti hjá Harper Collins-útgáfunni og segir frá því þegar rússneskur fyrirmaður er myrtur á fallegum sumarleyfisstað fyrir framan nefið á sjálfum Mamur Zapt. Michael Pearce þekkir vel til á því muna. Hagvaxtarfræði hafa verið af- ar frjósamt fræðasvið og íslendingar lagt þar sinn skerf af mörkum. Principles of Economic Growth lýsir því vel hvernig skilningur á hag- vexti hefur þróast. Bókin er kennslu- bók í hagvaxtarfræðum og eins og við er að búast er stóram hluta henn- ar varið í að skýra þær kenningar sem nú þykja best lýsa hagvexti. Að auki er farið nokkuð rækilega yfir fyrri kenningar og áhrif þeirra. Þorvaldur leggur meira upp úr því að kynna höfunda kenninganna, sem fjallað er um, en almennt tíðkast í kennslubókum og það fer ágætlega á því. Persónurnar glæða bókina lífi og þetta virðist líklegt til að auka bæði áhuga og skilning lesenda. Auk fræðimannanna fá ýmsir stjómmála- leiðtogar nokkuð rými í bókinni en að sönnu flestir í skammarkróknum. Þorvaldur skoðar ýmis tilfelli úr mannkynssögunni þar sem sérstak- lega illa tókst til við stjóm efnahags- mála, greinir ástæður þess og segir deili á þeim sem vora við stjórnvöl- inn. Idi Amin, Pol Pot, Enver Hoxha, ýmsir sovétleiðtogar og fleiri slíkir skjóta því upp kollinum hér og þar í bókinni. Það er ágætt til þess að vita að allt þeirra strit var ekki unnið svæði sem hann fjallar um og sagn- fræðin virðist vera á hreinu. Hann ólst upp í Súdan sem Bretar og Egyptar réðu á þeim tíma og sneri þangað aftur á fullorðinsárum til þess að kenna og hefur starfað að mannréttindamálum. Hann býr nú í London og hefur unnið til verðlauna fyrir Mamur Zapt-bækur sínar. Sögulegar spennusögur virðast vera hans mikla áhugamál. Hann er einn- ig höfundur annars spennusagna- flokks sem fjallar um Dimitri Kam- eron og gerist í Rússlandi keisara- tímans. Dauði aðalsmanns gerist árið 1909 og það hefur talsverða þýðingu fyrir atburði hennar því nýlenduveldi Breta er í hámarki og allir vilja græða á hinu foraa Egyptalandi. Út- lendingar ráða landinu og sjá til þess að Egyptar hafi sem minnst um mál- efni þess að segja og það skapar ólgu í landinu. Föðurlandsvinir og þjóð- ernissinnar koma fram skoðunum sínum í blöðum sem reyndar era fyrir gýg, það nýtist a.m.k. sem kennsluefni. Þorvaldur hefur vahð að hafa nær engar jöfnur í meginmáli bókarinnar en setja kenningar þess í stað fram i orðum með aðstoð fjölda skýringar- mynda. Hann tekur einnig allmörg töludæmi þar sem áhrifum einnar stærðar á aðra er lýst með því að til- taka hvernig tiltekin breyting á þeirri fyrri veldur ákveðinni breyt- ingu á þeirri síðari. Þessi aðferð er vel þekkt úr byrjendakennslubókum, bæði í hagfræði og öðram greinum. Það er þó ekki hlaupið að því að setja flókið efni fram með þessum hætti. Höfundar hagfræðilíkananna sem Þorvaldur lýsir hafa undantekninga- lítið sett þau fram sem fjölda jafna sem erfitt er að lýsa í orðum og á myndum. Hætt er við að nokkra yfir- legu þurfi til að skilja sumar skýring- armyndanna, a.m.k. ef góður kennari er ekki til aðstoðar. Það er þó óhætt að lofa því að sú yfirlega er vel tím- ans virði. Bókin er í smærri kantin- um af kennslubók í hagfræði að vera sem iðulega era doðrantar upp á hátt í þúsund síður. Þorvaldi tekst engu að síður að útskýra í henni allar helstu kenningar hagíræðinnar um hagvöxt, sýna fjölda dæma og sem vandlega ritskoðuð af nýlenduveld- inu. Það er eitt af störfum Mamur Zapt, nafn hans er Owen, að ritskoða blöð en hann hefur nokkra samúð með málstað þjóðernissinna þar sem hann sjálfur kemur frá Wales. Hins vegar hefur hann enga samúð með morðingjum. Þannig er að Owen er sendur á mikinn fund kaupsýslumanna á sum- ardvalarstað utan við Kairó til þess að gæta sérstaklega eins fundar- manna, Rússans Tvardovskys. Owen fær ekki að vita af hverju mikilvægt er að gæta þessa eina fulltrúa og þekkir reyndar ekki mikið til hans en víkur ekki frá honum vopnaður byssu. Gæslan er hins vegar ekki nógu góð því þegar fundarmenn fara á fuglaveiðar lendir ein kúlan í hjarta Tvardovskys og hann deyr. Litið er á dauða hans sem veiðislys en Owen hefur sínar efasemdir og er brátt tekinn að rannsaka málið þótt svo virðist sem enginn vilji fá fram fyrr segir kynna helstu höfunda og (mis)notendur kenninganna. Þor- valdur kynnir svo helstu hagvaxtar- líkön á jöfnuformi i viðaukum. Þeir sem era vanir að vinna með stærð- fræðileg líkön geta því kynnt sér þau betur þar en aðrir sleppt þeim án þess að samhengi rofni. Þorvaldur kemst að þeirri niður- 1 stöðu að uppskriftin að hagvexti sé ■ einföld og hafi legið fyrir meira eða minna frá dögum Adam Smith. Hag- vöxtur verður mestur í ríkjum sem leggja nægilega mikið fyrir af fram- leiðslu sinni og fjárfesta skynsam- lega, láta fijáls viðskipti stjóma framleiðslu og neyslu, nýta kosti einkarekstrar, leggja mikið upp úr menntun, búa við lága verðbólgu og > treysta ekki um of á einstakar nátt- úraauðhndir. Það er alltaf fagnaðarefni þegar ’ virt erlend háskólaforlög líkt og Oxford University Press gefa út rit eftir íslenska fræðimenn. Principles of Economic Growth verðskuldar tví- mælalaust þann heiður og á væntan- lega eftir að verða notað víða við kennslu. Nemendumir þurfa engu að kvíða, bókin er skýr og vel skipulögð, efnið liflegt og textinn lipur. Gylfi Magnússon | sannleikann í málinu. Þótt um alvarlegt mál sé að ræða er sagan sögð með ljúfum og gam- ansömum jafnvel kaldhæðnislegum hætti sem á einhvern veginn vel við bæði umhverfið og efnið. Lesandi sem kemur inn í tólftu bók seríunnar saknar þess að fá ekki að vita meira um einkahagi og persónu Owens eða Mamur Zapt öryggislögreglunnar því hann er áhugaverður leynilög- reglumaður sem reynir að sigla á milli skers og báru í hinu margflókna egypska stjórnkerfi. Það er nær ekk- ert greint frá því hvað hann er að hugsa og vantar sárlega dýpt í per- sónuna. Michael Pearce virðist nýta sér þekkingu sína á þróun mála í Egyptalandi á fyrsta áratug tuttug- ustu aldar til hins ýtrasta, fjölþjóða- samfélaginu sem þar er að finna, skrifræðinu sem allt kæfir og sjálf- stæðisbaráttunni svo nokkuð sé nefnt og tekst að skapa forvitnilegan heim með áhugaverðum persónum. Einna skemmtilegastur er sérstak- lega kæraleysislegur egypskur prins sem lætur sér ekkert mannlegt óvið- komandi. Sagan er stutt og snöfur- mannlega skrifuð án orðalenginga og virkar sem hin ágætasta lesning í sumarfríinu. Arnaldur Indriðason Dansað á ólympíuleikum MEÐLIMIR ástralska danshópsins Tobowgule sjást hér sitja í fullum Allir meðlimir danshópsins eru frumbyggjar og munu þeir koma fram á skrúða undir 150 ára gömlu fíkjutré í grasagarðinum í Sydney í Ástralfu. listhátíð sem efnt er til í tengslum við ólympíuleikana í Sydney. Morðsaga úr Egyptalandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.