Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 37
4-
i-
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
KÚRSK
Stundum verða einstakir og al-
varlegir atburðir til þess að
sýna heilt þjóðfélag í hnot-
skurn. Hið mikla kafbátaslys í Bar-
entshafi, þegar einn fullkomnasti kaf-
bátur rússneska flotans, Kúrsk, sökk
niður á hafsbotn er slíkur atburður.
Þetta hörmulega slys, sem hefur leitt
til þess að 118 manna áhöfn kafbáts-
ins hefur öll farizt, varpar ljósi á
mikla bresti í stjórnkerfi rússneska
lýðveldisins.
Frá því að fréttir bárust af þessum
atburði hafa komið mjög misvísandi
fréttir frá rússneskum stjórnvöldum.
Ýmist var sagt, að áhöfnin hefði súr-
efni til nokkurra daga eða lengri
tíma. í nokkra daga var því haldið
fram, að áhöfnin hefði haldið uppi
merkjasendingum við kafara með
höggmerkjum. Var það allt upp-
spuni?
Strax í byrjun höfnuðu Rússar að-
stoð frá öðrum þjóðum. Þegar nokkr-
ir dagar voru liðnir frá slysinu féllust
þeir á að fá aðstoð frá Norðmönnum
og Bretum.
Það voru norskir kafarar, sem köf-
uðu niður að neyðarútganginum á
kafbátnum. Það voru norskir kafarar,
sem komust inn í neyðarútganginn á
kafbátnum og komust að raun um að
bæði neyðarútgangurinn og kafbát-
urinn allur var fullur af sjó.
Úr því að Rússar sjálfir höfðu ekki
yfir að ráða tækni og þjálfuðum
mönnum til þess að vinna þetta verk
er óskiljanlegt að þeir skuli ekki hafa
þegið aðstoð Norðmanna þegar í stað.
Það er líka ljóst að Bretar höfðu yf-
ir að ráða tæki til þess að notast við
hugsanlega björgun manna úr kaf-
bátnum. Aðstoð þeirra var heldur
ekki þegin fyrr en nokkrum dögum
eftir að slysið varð.
Sú afstaða yfirmanna rússneska
flotans og ríkisstjórnar Rússlands að
halda því fram dögum saman að
Rússar sjálfir væru fullfærir um að
bjarga mönnunum, þegar allt annað
kom svo í ljós, er óskiljanleg. Auð-
vitað er ekkert hægt að fullyrða um,
að áhöfnin hafi lifað slysið af í upp-
hafi. Hugsanlega kemur það í ljós,
þegar kafbátnum hefur verið lyft af
hafsbotni. En í þeirri ákvörðun þeirra
sjálfra að kalla til Norðmenn og
Breta á síðari stigum felst viðurkenn-
ing á því, að staðhæfingar þeirra í
upphafi um eigin getu voru rangar.
Rússneskir stjórnmálamenn hafa
augljóslega takmarkaða reynslu af
því hvernig lýðræðislegir stjórnar-
hættir virka og það^ er kannski ekki
við öðru að búast. í lýðræðisþjóðfé-
lagi komast stjórnvöld ekki upp með
að gefa svo rangar upplýsingar um al-
varlegan atburð eins og rússnesk
stjórnvöld hafa augljóslega gert
fyrstu dagana.
Það er jafnframt lítil reisn yfir við-
brögðum Pútíns Rússlandsforseta.
Hann sá ekki ástæðu til að mæta á
staðinn og fylgjast með björgunarað-
gerðum. Er þó ljóst, að nærvera hans
hefði orðið til þess að ákvarðanir
hefðu verið teknar fyrr en ella og alls
kyns tafir í kerfinu hefðu ekki valdið
þeim mistökum í björgunarstarfinu,
sem nú blasa við. Varnarmálaráð-
herra Rússa kveðst hafa ráðlagt Pút-
ín að mæta ekki á staðinn og fullyrðir
að það hafi verið rétt ráðgjöf. Það er
svo augljóst, að ekki þarf að hafa um
það mörg orð, að þetta var röng ráð-
legging, sem á eftir að verða forseta
Rússlands dýrkeypt.
Það er nánast hægt að fullyrða, að í
þróuðu lýðræðisríki hefði forseti,
sem hefði haldið þannig á málum orð-
ið að segja af sér og alla vega veikzt
svo mjög pólitískt, að hann hefði
aldrei náð sér á strik.
Og þarna koma veikleikar hins
rússneska stjórnkerfis skýrt í ljós.
Það eru gefnar rangar upplýsingar
dögum saman. Það eru teknar rangar
ákvarðanir í marga daga og sjálfur
leiðtogi þjóðarinnar er víðs fjarri ein-
hverju mesta slysi, sem orðið hefur á
sjó í langan tíma. Þótt öll slys séu
óhugnanleg eru örlög áhafnar Kúrsk
óhugnanlegri en flest, sem þjóðir
heims hafa orðið vitni að um nokkurt
skeið.
Það er auðvitað staðreynd, að lýð-
ræði í Rússlandi er ungt að árum og
það hlýtur að taka þessa miklu menn-
ingarþjóð töluverðan tíma að ná átt-
um eftir einræðisstjórn í aldir, fyrst
keisaranna og svo kommúnistanna.
Kúrskslysið hefur orðið til þess að
þessi veruleiki verður mun sýnilegri
en áður.
FORSETAKOSNING AR
í BANDARÍKJUNUM
að er gjarnan haft á orði, að lít-
ill munur sé á stefnu tveggja
stærstu stjórnmálaflokkanna í
Bandaríkjunum og að litlu skipti
hvort frambjóðandi demókrata eða
repúblikana sest á forsetastól.
Stundum getur sitthvað verið til í
þessu en það hefur ekki átt við um
bandarísk stjórnmál á þessum ára-
tug.
Clinton Bandaríkjaforseti hefur
búið við meira hatur frá andstæð-
ingum sínum en flestir forsetar á
síðustu hálfri öld og verður helzt
jafnað til þeirrar andúðar, sem ríkti
í garð Richards Nixons í hans for-
setatíð. Að sumu leyti má segja það
sama um forsetafrúna Hillary Clint-
on, sem býður sig nú fram til öld-
ungadeildarinnar í New York-ríki.
Astæðan fyrir þessari óvenjulegu
hörku andstæðinga forsetahjónanna
er sú staðreynd, að þau hafa barizt
fyrir róttækum breytingum í banda-
rísku þjóðfélagi, breytingum, sem
hafa miðað að því að bæta hag
hinna ver settu, þótt það yrði að
einhverju leyti á kostnað hinna bezt
settu.
Sterkur stuðningur Clintonhjón-
anna við Gore, forsetaefni demó-
krata, byggist á trú þeirra á því, að
hann muni halda áfram að berjast
fyrir þessum markmiðum.
Forsetakosningarnar í nóvember
munu því endurspegla dýpri þjóðfé-
lagsátök í Bandaríkjunum en menn
vilja almennt vera láta.
Alþjóða heilbrigðisstofnunin undirbýr fyrsta alþjóða tóbaksvarnasáttmálann
Spjótum beint gegn
auglýsingum og smygli
Tóbaksvarnafólk bindur nú miklar vonir
við að nýr alþjóðlegur sáttmáli auðveldi
baráttuna gegn reykingum í heiminum, að
því er fram kom á 11. alþjóðlegu ráðstefn-
unni um baráttuna gegn tóbaki sem haldin
var á dögunum í Chicago. Meðal annars er
vonast til að sáttmálinn auðveldi baráttuna
gegn smygli á tóbaki. Eiríkur P.
Jörundsson fylgdist með ráðstefnunni og
komst að því að tóbaksfyrirtækin eru sjálf
stórtækust í smygli á tóbaksvörum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Leiðtogar fjörutfu ríkja komu saman í Sarajevo síðasta sumar til að samþykkja sáttmála um uppbyggingu á Balkanskaga.
Á réttri leið
með lýðræðis-
sinnum Suð-
austur-Evrópu
Fyrir rúmu ári var stöðugleikasáttmálinn
fyrir Balkanskaga kynntur í Sarajevo af
40 þjóðarleiðtogum. I grein sinni segja
þeir Bill Clinton og Gerhard Schröder að
mikilsverður árangur hafí náðst á þeim
tíma sem síðan er liðinn.
Reuters
Gerhard Schröder og Bill Clinton.
FYRSTI alþjóðlegi sáttmál-
inn um tóbaksvamir er nú
í undirbúningi hjá Alþjóða
heilbrigðisstofnuninni,
WHO, og eru miklar vonir bundnar
við sáttmálann í baráttunni gegn
tóbaksnotkun í heiminum. Tóbaks-
reykingar eru að mati WHO stærst-
ar af þeim dauðavöldum sem hægt
er að koma í veg fyrir, en næstu 30
árin er áætlað að fleiri muni deyja af
völdum tóbaks heldur en samanlagt
af völdum alnæmis, berkla, bflslysa,
morða og sjálfsvíga.
Helsta markmiðið með nýjum
sáttmála er að gera ríkjum betur
kleift að beijast gegn auglýsingum
og markaðssetningu tóbaksfyrir-
tækja, hjálpa til við miðlun þekking-
ar um tóbak í heiminum og koma í
veg fyrir smygl á tóbaki, að því er
fram kom í inngangsræðu Gro Harl-
em Brundtland, aðalframkvæmda-
stjóra WHO, á 11. alþjóðlegu ráð-
stefnunni um tóbaksvarnir sem
haldin var í Chicago í síðustu viku.
Aðdragandinn að gerð sáttmálans
hófst í maí 1999 þegar allar þjóðim-
ar, 191, sem eru aðilar að WHO sam-
þykktu að hefja samningaviðræður
um frumdrög að alþjóðasáttamála
um tóbaksvarnir, en viðræðumar
munu hefjast formlega 16. október
nk. í Genf. Vonir eru bundnar við að
þessi fyrsti alþjóðlegi sáttmáli um
baráttu gegn tóbaki geti haft sögu-
leg áhrif á heilbrigði í heiminum,
með fjölþjóðlegri samvinnu sem
nær yfir landamæri ríkja til þess
sérstaklega að stemma stigu við
markaðssetningu tóbaks og smygli.
Brandtland sagði í ræðu sinni að
innleiðing sáttmálans yrði þó erfið í
mörgum ríkjum og minntist hún
sérstaklega á viðleitni tóbaksfyrir-
tækjanna til að koma í veg fyrir að
ríki muni samþykkta og virða sátt-
málann, jafnvel fyrir gerð hans og
samþykktar meðal ríkjanna. Hún
tók sem dæmi nýlegar niðurstöður
rannsóknar sem hópur sérfræðinga
vann á vegum WHO, þar sem lagt
var mat á hvort að tóbaksfyrirtækin
hefðu gert tilraunir til þess að hafa
neikvæð áhrif á starf WHO varðandi
tóbaksvarnir og var niðurstaða
þeirra byggð á skjölum fyrirtækj-
anna.
„Niðurstaða þeirra var augljós:
Sönnunargögn úr tóbaksiðnaðinum
leiddu í ljós að tóbaksfyrirtæki hafa
í mörg ár unnið vísvitandi í þeim til-
gangi að grafa undan áhrifum af
starfi WHO varðandi tóbaksvamir.
Tilraunir þeirra til niðurrifsstarf-
seminnar hafa verið vandlega út-
færðar, vel fjármagnaðar, marg-
brotnar og yfirleitt ósýnilegar.“
Tóbaksfyrirtækin sjálf
stórtækust í smygli á tóbaki
Á ráðstefnunni í Chicago kom
fram á fundi sérfræðinga í tóbaks-
smygli, að smygl er einn stærsti
vandinn sem baráttan gegn tóbaki
stendur frammi fyrir. Alþjóðabank-
inn áætlar að um einn þriðji alls út-
flutnings á vindlingum í heiminum
hverfi inn í arðbæran svarta markað
á tóbaksvöram. Aðilar frá Kanada,
Hollandi og Brasilíu kynntu á ráð-
stefnunni umfangið á tóbakssmygli í
heiminum og leituðust við að svara
spurningunni hver hefði mestan
hagnað af smyglinu, en allir aðilar
vora sammála um að
tóbaksfyrirtækin sjálf
væra stórtækust í
smyglinu. Þó að svarið
hafi ekki komið á óvart
meðal ráðstefnugesta
kom það fólki engu að
síður í opna skjöldu að
heyra hversu fyrir-
tækin í raun stunda
mikið smygl.
Skipulagt smygl á
vindlingum hefst venjulega þannig
að pöntun í heildsölu er send frá
framleiðanda. Mest seldu tegun-
dirnar, s.s. Marlboro, Camel, Mild
Seven og 555, era vinsælastar meðal
smyglara, þar sem hægt er að selja
þær nánast hvar sem er í heiminum.
Þegar varan er send frá verksmiðj-
unni eða tollgeymslu með skjölum,
sem sýna að varan er á leið á lögleg-
an markað, skiptir varan um hendur
nokkram sinnum og er flutt til með
ýmsum tilfærslum sem erfitt er að
fylgjast með.
Að lokum leiðir slóð skjalanna
rannsóknarmenn að fyrirtækjum,
sem ekki era til eða hafa aðra starf-
semi að yfirvarpi, og vindlingamir
era horfnir á svarta markaðinn. Á
fundinum á ráðstefnunni tók Clive
Bates, sem starfar fyrir bresk sam-
tök um tóbaksvamir, sem dæmi að
umtalsvert magn af vindlingum sem
seldir eru í Bretlandi vora fiuttir út
til Andorra, þar sem að þeir fóra
hvorki á markað né heldur vora þeir
fluttir út úr landinu aftur og höfðu
því hreinlega gufað upp þegar leitað
var af tóbakssendingunum.
Rök tóbaksframleiðenda
léttvæg fundin
Tóbaksframleiðendur hafa haldið
því fram að ástæðan fyrir smygli
væri fyrst og fremst sú að varan
væri of dýr og skattaálögur of mikl-
ar á tóbak. Eina ráðið til að minnka
smygl sé því að lækka verðið með
því að minnka skattaálagningu á
tóbaki. Á fyrrgreindum fundi vora
þessi rök léttvæg fundin af sérfræð-
ingunum og leiddu þeir í ljós að í
raun væri minnst smygl í þeim lönd-
um þar sem skattar á tóbak væru
hæstir, svo sem á Vesturlöndum,
meðan talsvert meira
smygl á sér stað þar
sem varan er mun
ódýrari, ma. í Austur-
Evrópu og Suður-Am-
eríku.
Helsta ástæðan fyr-
ir því að smygl á sér
stað í umtalsverðum
mæli er hins vegar lé-
leg löggæsla og toll-
gæsla og vfljaleysi og
vanmáttur stjómvalda til að taka á
vandamálinu. Þannig þrífst smygl
vel í löndum þar sem að lögum og
reglum varðandi smygl er h'tt fylgt
eftir og spilling meðal opinberra
starfsmanna er mikil. Þar að auki
virðast stjómvöld margra ríkja ekki
vilja líta á smygl á tóbaki sem al-
varlegan glæp og refsingar fyrir slík
afbrot era oft aðeins lítið brot af
þeim refsingum sem veittar era fyr-
ir smygl á lyfjum eða vopnum.
Þetta gerir tóbakssmygl meira
aðlaðandi fyrir smyglara sem meta
gríðarlegan hagnað af smyglinu
meira en þær sáralitlu líkur á að þeir
náist og verði dæmdir, fangelsaðir
og/eða sektaðir.
Að mati tóbaksvarnafólks á ráð-
stefnunni á væntanlegur alþjóða-
sáttmáli WHO um tóbaksvarnir að
geta orðið einstakt tækifæri fyrir
ríki heimsins til að stilla saman
strengi sína í baráttunni við smygl á
tóbaki. Þeir sáttmálar sem núna
hggja fyrir varðandi leiðm til að
draga úr smygh á lyfjum og vopnum
gefa slíku samkomulagi gott for-
dæmi.
400 Islendingar deyja árlega
vegna tóbaksnotkunar
Að líkindum nýtur ísland þeirrar
stöðu sinnar, að hér á landi hafa tób-
aksauglýsingar verið bannaðar og
ekki er vitað til þess að smygl hafi
afgerandi áhrif á tóbaksreykingar
hér á landi. Engu að síður era reyk-
ingar stórt vandamál á Islandi sem
annars staðar og tahð er að um 400
íslendingar deyi árlega af völdum
tóbaks. Engu að síður virðist sem
margir landsmanna eigi erfitt með
að átta sig á umfangi þessa vanda-
máls. Þorsteinn Njálsson, læknir og
formaður tóbaksvarn-
arnefndar, segir að
vissulega virðist sem
fólk eigi erfitt með að
átta sig á þessa heljar-
stóra vandamáli.
„Við eram að tala um
að 400 íslendingar deyi
á ári út af tóbaki. Þetta
er svo óskaplega mikið
og svo margir sem
deyja, að fólk á einmitt
erfitt með þennan mæl-
ikvarða. Og það era margir, t.d. í
ráðandi stöðum í þjóðfélaginu,
stjórnmálamenn eða fólk í ráðuneyt-
4-
um, sem hafa ekki tilfinningu fyrir
því að tóbakið sé vandamál. Þeh- era
af þeirri kynslóð að þeir skilja áf-
engið, en þeir skilja ekki að tóbakið
er veralegt vandamál líka sem við
verðum að horfast í augu við. Skað-
inn er svo mikill. Ef við getum komið
í veg fyiir að eitt þúsund ungmenni
byiji að reykja komum við í veg fyr-
ir að 500 fullorðnir einstaklingar
deyi af völdum tóbaks.“
Þorsteinn segir að ráðstefnan í
Chicago hafi dregið saman það
helsta sem er að gerast í tóbaks-
vörnum í heiminum í dag og kannski
undirstrikað þá eflingu alþjóðlegs
samstarfs sem á sér stað varðandi
tóbaksvamir og felst í að deila upp-
lýsingum og kynna þær aðferðir
sem hafa virkað í viðkomandi lönd-
um.
„Snjókomið er orðið að stóram
bolta og hann er lagður af stað niður
hlíðina og það virðist sem allt mót-
læti efli bara samstöðu þessa hóps.“
Tóbaksvamafólk um allan heim
hefur lagt á það áherslu síðustu árin
að gera rannsóknir til að styðja bet-
ur málstaðinn gegn tóbaksfyrir-
tækjunum. Þorsteinn segir að nú sé
árangurinn að koma í ljós og að
menn séu með góðar vísindalegar
rannsóknarniðurstöður á bak við all-
ar fullyrðingarnar.
„Þetta era vönduð vinnubrögð og
í raun getur enginn í dag verið á
móti tóbaksvörnum. Það hefur bæst
mikið við af upplýsingum á síðustu
10-15 áram og þær segja allar það
sama: Að sígarettur og óbeinar
reykingar era miklu hættulegri en
við héldum, miklu hættulegri.“
Stefnt að reyklausum
veitingahúsum á næstunni
Þorgrímur Þráinsson, fram-
kvæmdastjóri tóbaksvarnamefnd-
ar, segir að starfið í dag sé orðið
mun auðveldara en það var íyrir að-
eins þremur áram. „íslendingar
hafa verið að taka sig taki, mér
finnst þeir vera jákvæðir gagnvart
tóbaksvörnum og ég skynja það, að
þeir era tilbúnir í frekari takmark-
anir á reykingum, jafnvel verð-
hækkanir og annað sem dregið get-
ur úr tóbaksnotkun. Mér finnst
ísland í raun hafa alla burði til að
vera í fararbroddi hvar varðar tób-
aksvarnir, bæði lagalega og hvað
varðar verðhækkanir, takmarkanir,
skólafræðslu og annað slíkt.“
Tóbaksvamarnefnd hefur lagt
mikla áherslu á verðhækkanir á tób-
aki, en þeir Þorgrímur og Þorsteinn
segja að jafnframt því verði á næst-
unni lögð áhersla á að öll kaffi- og
veitingahús hérlendis verði reyk-
laus, enda má reikna með að slíkt
gerist í mörgum löndum í náinni
framtíð.
„Við eram að tala um að 78% full-
orðinna á íslandi séu reyklausir og
fyrir hveija era þá veitingastaðim-
ir? Þeir verða líka að muna eftir því
á veitingastöðunum að þeim ber
skylda til að verja starfsfólk sitt og
það getur ekki verið góð regla á
vinnustöðum að hafa starfsmenn
sína í tóbaksreyk allan daginn. Það
að reykja er einkamál hvers og eins,
sem fremi að hann skaði ekki aðra,
enda hafa menn engan rétt til að
gera slíkt,“ segir Þorsteinn.
Að sögn Þorgríms hefur það sýnt
sig í Bandaríkjunum
að reyklaus veitinga-
hús hafa sýnt betri af-
komu eftir að reyk-
ingar vora bannaðar,
þannig að óttinn við
að missa viðskipti
með því að banna
reykingar hefur verið
ástæðulaus íyrir veit-
inga- og kaffihúsaeig-
endur. Þorgrímur
segir að ekki megi
heldur gleyma því, að flestir reyk-
ingamenn kjósi einnig sjálfir að
borða á reyklausum veitingahúsum.
FYRIR ári voram við í
Sarajevo, ásamt leiðtog-
um rúmlega 40 ríkja, til
að hleypa af stokkunum
einstöku samstarfi milli ríkja Suð-
austur-Evrópu og alþjóðasamfé-
lagsins. Þar með var efnt loforð
sem veitt hafði verið á fundi Banda-
ríkjanna og Evrópusambandsríkja
(ESB) í Bonn mánuði íyrr.
Stríðinu í Kosovo var nýlokið og
rúm milljón flóttamanna var á leið
heim til sín. Sá árangur sem náðst
hafði með aðgerðum NATO gegn
þjóðarhreinsunum í Kosovo var lof-
aður, en menn gerðu sér einnig
grein fyrir því að bæði Evrópa og
Bandaríkin höfðu orðið að standa
fast á sínu til að friður kæmist á.
Við höfðum öll áhyggjur af því að í
miðri Evrópu yrði á 21. öldinni að
finna svæði er einkenndist af var-
anlegum óstöðugleika.
Stöðugleikasáttmálinn var
kynntur í Sarajevo og ríkti skiln-
ingur á að eining, friður og lýðræði
mun ekki ríkja í Evrópa fyrr en
lýðræðisþjóðir í suðausturhluta álf-
unnar taka sinn réttmæta sess
meðal hinna Evrópuþjóðanna.
Samkomulag ríkti um að þessu
takmarki yrði ekki náð í áföngum,
eitt hérað, ein þjóð, eitt vandamál í
einu. Né heldur mætti skapast
þannig andrúmsloft að efnamestu
þjóðir Balkanskagans kepptust við
að „flýja“ frá svæðinu á kostnað
nágranna sinna. Þetta markmið
krefst samvinnu alþjóðasamfélags-
ins og að Evrópa, Bandaríkin og
Rússland vinni saman.
Þjóðum Suðaustur-Evrópu var
komið í skilning um að þær yrðu að
takast á við umbótastarf til að laða
að erlenda fjárfesta - og að þær
yrðu að vinna saman að öryggis-
málum, sem og í baráttunni gegn
spillingu og glæpastarfsemi. Á
móti hétum við því að axla ábyrgð-
ina með þeim, líkt og gert hefur
verið.
í mars sl. var stöðugleikasátt-
málinn undirritaður undir forystu
Bodo Hombach og yfir 2,3 milljörð-
um dollara var heitið til að koma á
fót yfir 200 verkefnum sem bæta
skulu efnahagsástand, auka öryggi
og tryggja lýðræði í ríkjum Suð-
austur-Evrópu. Ríki Evrópu taka,
ásamt alþjóðasamfélaginu, að sér
forystu þessa verkefnis líkt og vera
ber og hafa Evrópuríkin heitið
rúmlega 85% þeirrar aðstoðar sem
veita á.
Þýskaland ætlar fyrir sitt leyti
að veita 1,2 milljörðum þýskra
marka á næstu áram til stuðnings
við fjölda verkefna. Þau era allt frá
stuðningi við óháða fjölmiðla í
Serbíu til svæðisbundinnar vopna-
eftirlitsstofnunar í Króatíu, sem og
stuðningi við vatnsveitur í Svart-
fjallalandi.
Bandaríkin hafa heitið því að
styðja rúmlega 50 verkefni. I júlí
kynntu Bandaríkin og Uppbygg-
ingar- og þróunarbanki Evrópu
(EBRD), stofnun 150 milljón doll-
ara styrktarsjóðs sem ætlað er að
styðja lítil og meðalstór fyrirtæki
Suðaustur-Evrópu. Þá hefur
bandarísk stofnun sem fer með er-
lendar fjárfestingar (OPIC) einnig
komið á fót 150 milljón dollara
sjóði, sem ætlaður er til fjárfest-
inga í samskiptabúnaði, neysluvör-
umog öðram varningi á svæðinu.
Áhrif þessara og annarra alþjóða
verkefna er þegar farið að gæta. í
Bosníu eru deilur nú leystar í kjör-
klefanum og þeim flóttamönnum
sem snúa aftur fjölgar sífellt. Þá
einbeita æ fleiri sér nú að endur-
byggingu vega og brúa sem tengja
svæðið öðram Evrópuríkjum - í
stað þess að reisa múra á milli
granna.
Þó sambýli íbúa Kosovo kunni að
vera erfitt í framkvæmd er fólk þar
engu að síðar að búa sig undir sínar
fyrstu lýðræðislegu kosningar.
Króatía mjakast í lýðræðisátt.
Annars staðar á svæðinu, í Rúm-
eníu, Búlgaríu, Makedóníu og Alb-
aníu, er nú búist við rúmlega 3%
hagvexti og minnkandi verðbólgu í
kjölfar neikvæðs hagvaxtar ársins
1999.
Stöðugleikasáttmálinn hefur
stutt við nokkur mikilvæg
skipulagsverkefni sem nú er unnið
að, m.a. endurbætur á aðallanda-
mæram Makedóníu og Kosovo,
sem og miklar vegaframkvæmdir í
Albaníu.
Þá hefur verið hafist handa við
að bæta þjálfun lögreglumanna á
svæðinu, unnið er að því að fjar-
lægja jarðsprengjur og barnabæk-
ur og sjónvarpsefni er notað til að
eyða stöðluðum þjóðernismyndum.
Mikilvægast af öllu er þó e.t.v. að
leiðtogar ríkja á svæðinu era nú
famir að ræða og vinna saman. Á
síðasta ári var lokið við gerð landa-
mærasamninga og viðskiptasamn;
inga og samstarfsverkefni hafin. 1
einum slíkum samningi, sem er
bæði hagkvæmur og táknrænn,
samþykktu Rúmenía og Búlgaría
að reisa brú yfir Dóná sem tengir
löndin.
Til að raunverulegur árangur
náist þurfa ríki Suðaustur-Evrópu
þó á sterku sameiningarafli að
halda, sameiningarafli sem er nógu
sterkt til að sigrast á aldagömlum
fjandskap. Slíkt sameiningarafl
felst í raunverulegum möguleika á
aukinni hagsæld, sem og aðild að
alþjóðastofnunum. Eina raunhæfa
svarið við fyrri kröfum um „öflugri
Serbíu“ og „öflugri Albaníu" felst í
því að halda áfram að byggja upp
öflugri Evrópu.
Á sl. ári opnaði Evrópusamband-
ið fyrir viðræður um aðild Rúmeníu
og Búlgaríu að ESB og komið var á
tengslum við þau ríki sem enn era
ekki talin tilbúin að ganga í sam-
bandið. Við horfum með bjartsýni
til aukinna samskipta ESB og Suð-
austur-Evrópu undir forystu
Jacques Chirac Frakklandsfor-
seta, á meðan Frakkland fer með
forystu ESB.
Heimsviðskiptastofnunin (WTO)
hefur nú samþykkt aðild bæði Alb-
aníu og Króatíu og aðild Makedón-
íu og Bosníu er til umræðu. Króatía
tekur nú þátt í verkefnum á vegum
Evró-Atlantshafsráðsins (EAPC)
og Samstarfs í þágu friðar (PfP).
Þá hefur skýrlega verið látið í ljós
að dyr NATO standa nýjum með-
limum opnar.
Ári eftir atburðina í Sarajevo er
árangurinn sem náðst hefur hvetj-
andi. Síðasti herskái einræðisherra
Evrópu heldur þó áfram að ógna
þeim friði. I viðleitni sinni til að
halda völdum hefur Slobodan Mil-
osevic ráðist gegn stjómarskrá
Júgóslavíu og reynt að grafa undas-
lýðræðisþróun í Svartfjallalandi.
I Okinawa lýstum við, ásamt
samstarfsmönnum okkar í G8, m.a.
Vladímír Pútín forseta Rússlands,
yfir áhyggjum okkar vegna þessa.
Varað var við því að stiginn yrðu
nokkur skref í þá átt er ýtt gætu
undir ofbeldi. Við eram sama sinnis
og lýðræðisöfl í Serbíu og Svart-
fjallalandi. Kosningar verða að
uppfylla lög og lágmarkskröfur um
lýðræði.
Áfram verður unnið með lýðræð-
isöflum í Serbíu og þau aðstoðuð
við að sameinast um sameiginlega
stefnuskrá, þá verða óháð samtök
og fjölmiðlar studdir, sem og Milo
Djukanovic, forseti Svartfjalla^
lands. Verður þetta gert þar til allir
þeir sem liðið hafa undir stjórn Mi-
losevics geta tekið sess sinn meðal
Evrópubúa.
Tálsýnir varðandi þá miklu
vinnu sem eftir er bii-gja okkur
ekki sýn, en þær framfarir sem
náðst hafa sannfæra okkur um að
þetta er hægt. I sameiningu getum
við aðstoðað Suðaustur-Evrópu á
sama hátt og Vestur-Evrópu var
hjálpað eftir síðari heimsstyrjöld-
ina og Mið-Evrópu eftir fall komm-
únismans: Við getum fellt hana að
lýðræðislegri og sameinaö^
Evrópu þar sem möguleikinn á enn
einni hrikalegiá styrjöld er ekki
lengur til staðar.
Bill Clinton er forseti Banda-
rikjiiniui. Gerhard Schröder er
kanslari Þýskalands. Grein þessa
rituðu þeir til birtingar íeinu dag-
blaði íhverju Evrdpuriki.
Reykingar eru
stórt vandamál á
íslandi sem ann-
ars staðar, en tal-
ið er að um 400
íslendingar deyi
árlega af völdum
tóbaksnotkunar
Alþjóðabankinn
áætlar að um einn
þriðji alls út-
flutnings á vindl-
ingum í heiminum
hverfi inn í arð-
bæran svarta-
markað með
tóbaksvörur