Morgunblaðið - 22.08.2000, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 4 li
„Nei“. Ég vildi ekki trúa að þessi litli
yndislegi drengur væri farinn frá
okkur, hann sem átti allt lífið fram-
undan. Elsku Villi minn, ég veit að
þú hefur verið kallaður til starfa á
æðra tilverustigi þó svo mér finnist
það alveg rosalega sárt að missa þig,
veit ég að þú átt eftir að láta gott af
þér leiða þar eins og þú gerðir hér í
þessu lífi.
Allar þær minningar sem ég á um
þig, kæri bróðir, eru yndislegar, sér-
staklega hringurinn sem við bræð-
urnir spiluðum í Grafarholtinu dag-
inn fyrir tvítugsafmælið þitt. Þetta
var hringur sem við höfðum lengi
ætlað að spila og mikið er ég feginn
að það tókst.
Það sem mér finnst lýsa því best
hversu viljugur þú varst þegar við
vorum yngri, var þegar þú lokaðir
þig inn í herbergi mánuð eftir mánuð
með sjónvarpsvísi Stöðvar 2 og last
hann þar til þú kunnir hann utanað.
Ég gat spurt þig hvað yrði í sjón-
varpinu eftir tíu daga klukkan níu og
ég fékk svarið um leið og þetta finnst
mér lýsa þér mjög vel eða eins og þú
sagðir sjálfur „allt er hægt ef Villinn
er fyrir hendi“.
En eitt máttu vera viss um, kæri
bróðir, að sá dagur á ekki eftir að líða
að þú verðir ekki í huga mínum og
sérstaklega þegar ég spila golf á
uppáhaldsstaðnum þínum, í Leir-
unni. Með þessum fáu orðum langar
mig að minnast bróður míns, Villa.
Megi guð geyma þig og varðveita,
elsku kallinn minn.
Nú er ég klæddur og kominn á ról,
Kristur Jesú veri mitt skjól,
í guðsóttanum gefðu mér
að ganga í dag, svo líki þér.
(M. Joch.)
Þinn bróðir,
Svanur.
Elsku litli bróðir, þú sem varst
okkur öllum svo kær. Litli glókollur,
engillinn sem allh’ elskuðu, „krullu-
bróðir" minn. Nú ertu horfinn á
braut.
Hvaða öfl það voru sem drógu þig
frá okkur er okkur eflaust ekki ætlað
að skilja að svo stöddu. Það vitum við
þó, að þú fórst ekki frá okkur, heldur
varstu leiddur á brott. Kallaður til
starfa á æðri stað, sem við þekkjum
ekki enn, en höfum þó óljósa hug-
mynd um að sé til staðar, einhvers
staðar ofar okkar jarðneska veru-
leika. Þess vegna fyrirgefum við þér
og vitum að þú munt vaka yfir okkur
sem engill á himni.
Við söknum faðmlaga þinna og
hlýju. Það var enginn eins og þú. Ég
hafði oft hugsað til þess að þú varst
sem engill á jörðu niðri, sendur til að
vera á meðal okkar til að kenna okk-
ur að þykja vænt hverju um annað.
Stundum fannst mér þú vera of góð-
ur til að geta verið raunverulegur, en
samt varstu svo sannarlega raun-
verulegur. Það finnum rið svo sár-
lega þegar þú ert farinn, elsku eng-
illinn minn. Ég er þér svo þakklátur
í'yrir allar stundirnar sem rið áttum
saman. Stundirnar sem ég vakti yfir
þér sem ungbarni, þá sjaldan sem
foreldrar okkar brugðu sér úr húsi.
Stundirnar sem þú umvafðir mig
örmum þínum, kysstir mig og tjáðir
mér hvað þér þætti vænt um mig.
Stundirnar sem rið áttum saman á
golfvellinum. Stundimar sem rið átt-
um saman í fótboltanum. Stundirnar
sem rið áttum saman í bflnum á leið-
inni heim úr rinnunni og lékum okk-
ur í tónlistargetraun: „Hver flutti og
rið hvaða tækifæri?" spurði ég, og
oftast varstu með svarið á reiðum
höndum, þó svo að tónlistin væri frá
þeim tíma sem þú varst vart kominn
í heiminn. Þá hafði ég oft á orði að þú
værir gömul sál í ungum líkama.
Stundin sem við áttum saman í
bflnum kvöldið sem þú varst kvadd-
ur á brott mun aldrei líða mér úr
minni. Við ræddum um framtíðina
varðandi rinnuna, landsmótið í golfi,
hvað það var gaman og hvað þú áttir
þar góða félaga og rini. Það veit sá
sem allt veit að þú varst ekkert á
leiðnni í burtu. En hann þurfti á þér
að halda og ég veit að hann verður
ekki srikinn af þér sem starfskrafti.
Samriskusemi þín og dugnaður átti
sér vart líka.
Við sitjum hins vegar eftir og
spyi’jum hvers vegna hann þurfti að
taka þig svo ungan frá okkur, en fá-
um engin svör. Innst inni finnum rið
þó að þú varst einn af hans lykil-
mönnum og rið erum þakklát fyrir
að hafa fengið að eiga þig um sinn.
Ég veit þú vakir yfir okkur, elsku
bróðir.
Þinn ætíð stóri bróðir,
Garðar.
Á stundu sem þessari ei-u orð fá-
tækleg. Þér er best lýst með þeim
orðum sem góð vinkona sagði rið
mig rétt áður en þú varst kallaður
burt: „Mikið er hann bróðir þinn
blíður og hlýr drengur, en hann hef-
ur nú samt alveg kjaftinn þegar á
þarf að halda.“ Þú varst sérstakur á
margan hátt. Ég minnist þess sér-
staklega hvað þú varst ánægður með
að hafa komist sex sinnum milli
Keflavíkur og Reykjavíkur á sama
bensíntanknum. Bræður þínir höfðu
aðeins mælt þessa leið í mínútum áð-
ur._
Ég get lítið annað gert en þakkað
þér fyrir 20 skemmtileg ár. Þú hefur
verið kallaður til annarra og mikil-
vægari verka. Ég vona að þú fylgist
með golfinu og þínum eftirlætis-
mönnum í Leeds úr himnasæti þínu.
Hvfl í friði.
Þinn bróðir,
Margeir.
Elsku hjartans Villi minn, þetta
eru erfiðustu línur sem ég hef nokk-
urn tímann skrifað, en um leið þær
mikilvægustu, því mig langar til að
segja þér hvað mér þótti rosalega
vænt um þig. Þú varst bara sex ára
þegar ég fór að slá mér upp með
stóra bróður þínum. Þú varst alveg
yndislegur svo fallegur blíður og
góður. Algjör glókollur með líka
þessar fallegu krullur. Ég man hvað
það var alltaf gaman að tala rið þig,
þú varst líka svo einstaklega skýr.
Manstu Villi þegar Gæi sagði þér að
ég væri fyrsta körfuboltakonan á ís-
landi sem gæti troðið afturábak. Það
hefur mikið verið hlegið að þessu þri
þú trúðir þessu svo innilega í mörg
ár og eins og þú sagðir sjálfur frá
settirðu mig á þvflíkt háan stall. En
svo liðu árin og litli glókollurinn
breyttist í ungan mann. En áfram
varstu þessi fallegi, blíði og góði
drengur. Þú varst alveg einstakur,
Villi minn. AUtaf þegar ég hitti þig,
tókstu utan um mig og gafst mér
koss. Svona varstu bara, svo einlæg-
ur. Ég veit að ég á eftir að sakna
þess svo mikið. Þú varst líka alltaf
svo góður rið frændsystkinin þín.
Ásgeir og Brynjar litu svo upp til
þín. Þú varst líka svo einstaklega
góður og þolinmóður rið þá. Þú gafst
þeim alltaf tíma. Þeir eiga eftir að
sakna þín svo rosalega mikið. Öll
knúsin frá Villa. Þú varst líka
ánægður með litlu frænku þína þeg-
ar hún fæddist, þér fannst flott að
það væri loksins komin stelpa í fjöl-
skylduna, og Katla Rún fékk ekki
síður athygli frá þér en strákarnir.
Þú hafðir bara svo mikla hlýju handa
öllum að enginn varð útundan. En
elsku Villi minn, þessi hræðilega,
hræðilega nótt sem breytti öllu lífi
okkar verður rist ekki frá okkur tek-
in, en rið ritum í hjarta okkar að þú
hafðir ekkert með þetta að gera.
Sumir hlutir eru óútskýranlegir og
þetta er víst einn af þeim. Við verð-
um bara að trúa þri að Guð hafi ætl-
að þér annað og stærra hlutverk.
Það hjálpar okkur að rinna á sorg-
inni sem nístir svo sárt að mann
verkjar allstaðar. En ég er þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast þér.
Þín verður sárt saknað.
Guð gefi okkur öllum styrk til að
takast á rið lífið á ný án þín.
Þín mágkona,
Kristín Jóna.
Elsku stóri frændi.
Við trúum þri ekki að þú sért far-
inn frá okkur. Mamma og pabbi eru
búin að segja okkur hvað kom fyrir
og þú sérst núna engill uppi hjá guði.
Samt er svoh'tið erfitt að skilja þetta
allt. Þú varst besti frændi sem hægt
var að hugsa sér. Þú varst alltaf svo
góður rið okkur. Þegar rið förum
með bænina okkar munum rið alltaf
að biðja guð að passa besta engilinn
sinn. Okkur er svolítið illt í hjartanu,
en það er bara af þri þú ert farinn.
Við skulum segja Kötlu Rún frá þér
þegar hún verður stærri. Við knús-
um þig í huganum.
Þínir frændur,
Ásgeir Elvar og
Brynjar Freyr.
KæriVilli!
Það erfiðara en orð fá lýst að
kveðja þig, kæri frændi. Þú varst
ekki orðinn þriggja ára þegar ég
heimsótti Jng með páskaegg undii’
höndum. Á meðan þú opnaðir eggið
smellti ég myndum af þér og ein
þeirra birtist á forsíðu Víkurfrétta
um páskana fyrir sautján árum, þar
sem þú reiðir högg með plasthamri á
eggið. I sumar horfði ég á þig slá
mörg falleg högg, á golfvellinum
okkar í Leirunni. Ég undraðist frá-
bæran leik þinn í þriðjudagsmóti
snemma sumars. Þú bakaðir frænda
þinn sem átti ekkert svar rið mörg-
um „fuglurn" þínum. Ég sagði rið þig
að ég hefði aldrei séð þig leika svona
gott golf. Líf þitt endaði á uppá-
haldsstað okkar og þín verður
minnst í Leirunni fyrir gleði og
skemmtilega framkomu.
Það var gaman að eiga þátt í góð-
um stundum með þér í sumar þegar
þú fagnaðir stúdentsprófi í vor og
tritugsafmæli nú í byrjun ágúst. Ég
keypti handa þér golfhúfu á Opna
breska meistaramótinu á St. Andr-
ews og sagði þér frá þri í síma um
leið og ég óskaði þér til hamingju á
afmælisdaginn. Einhvern veginn
æxluðust hlutú-nir þannig að húfan
beið upp í skáp en svo ætlaði ég að
afhenda þér hana á Landsmótinu á
Akureyri í síðustu riku. Þú spurðir
mig um húfuna en ég gleymdi henni
og náði ekki að smella henni á þinn
snöggklippta koll, áður en kallið
stóra kom. Það þykir mér miður,
Villi.
Þú áttir góðar stundir á Akureyri í
síðustu riku og einn hringinn lékst
þú meistaragolf. Golfið átti hug þinn
allan og þú hafðir allt til að komast í
meistaraflokk. Þú varst líka svo mik-
ill golfari í þér.
Ég ril þakka þér fyrir allar sam-
verustundimar og hvatninguna sem
þú varst alltaf að færa mér, frænda
þínum, tæplega tuttugu árum eldri.
Ég sagði þér aldrei hvað mér þótti
vænt um hana. Ég var reyndar ekki
sá eini sem þú hvattir. Þú varst alltaf
að hvetja vini þína í leik og starfi.
Alltaf að gefa af þér.
Minningin um þig mun verða mér
hvatning um aldur og æri. Hlýja þín
mun ylja mér í minningunni og
styrkja í þessari miklu sorg.
Vertu sæll kæri frændi,
Páll Ketilsson.
Það er erfitt að kveðja ungan
dreng í blóma lífsins. Ég vil þakka
Villa með sínar ljósu krullur og spek-
ingslega srip og spurði mig spjörun-
umúr.
Sumt var full nærgöngult en ann-
að svo fullorðinslegt. Það voru mikl-
ar vangaveltur og pælingai’, um okk-
ur kærustuparið, mig og Palla
frænda hans.
Við hittumst síðast á Akureyri þar
sem hann tók þátt í landsmótinu í
golfi. Hann kom og kyssti mig eins
og alltaf þegar rið hittumst og skipt-
umst á afmæliskveðjum. Hann var
svo hjartahlýr, gefandi og þægilegur
að umgangast.
Elsku Villi, lífið verður fátækara
án þín. Ég bið Guð að styrkja for-
eldra þína, systkini og aðra ástrini.
Hvfl þú í friði.
Hver minning dýrmæt perla
að liðnum lífsins degi,
hin pfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinnkærleikuríverki
var gjöf, sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnastþér.
(Ingibj. Sig.)
Ásdís Pálmadóttir.
Elsku besti Villi minn. Ég veit eig-
inlega ekki alveg hvernig ég á að
vera þri ég vonaði að ég myndi aldrei
þurfa að upplifa þá sorg og vanlíðan
sem er í hjartanu mínu núna. Þú
varst alveg eins og stóri bróðirinn
sem ég hafði alltaf óskað að ég ætti.
Ég hef alltaf öfundað hana Völu
mína af þeim fjársjóði sem hún átti
fyrir bræður. Þú hefur alltaf passað
vel upp á Völu og þar áttu hrós skilið,
því mér fannst þér takast það vel.
Það er svo mikið sem mig langar
að segja þér og rifja upp með þér að
ég eiginlega veit ekki hvar ég á að
byrja. Ég er búin að þekkja þig og
fjölskylduna þína frá þri ég var smá-
stelpa eða frá þri ég flutti í hverfið
og á tímabili bjó ég nánast heima hjá
ykkur. Ég og Vala vorum eins og
samlokur og þar sem hún var litla
systir þín fékk hún stundum að
heyra það frá þér, en alltaf varstu
jafn almennilegur rið mig. Við ól-
umst upp saman og þó þú værir frek-
ar róleg týpa svona út á rið þá gastu
nú verið þessi líka litli prakkarinn.
Þegar rið svo urðum eldri tóku aðrir
hlutir rið, áherslurnar urðu aðrar og
lífið varð einhvernvegin flóknara.
Þegar ég svo valdi að fara í MR sein-
asta haust sprakk sprengjan. Þú,
þessi harði Verzlingur, lést mig sko
heyra það, hvað ég væri eiginlega að
hugsa að velja þennan bóndabæ
fram yfir fínu höllina þína. Þú gast
endalaust fundið eitthvað sniðugt að
segja og stundum var eins og þú ætt-
ir minnisbók fulla af fyndnum setn-
ingum. Þrátt fyrir allt sem var erfitt
í heiminum og sama hversu leiður
maður var þá gat maður alltaf rétt
aðeins skroppið yfir í næsta hús í
smá heimsókn og komið aftur heim
með stærðarinnar bros á vörunum.
Fólk talar stundum um að það eigi
nokkra staði í heiminum þai’ sem þri
líði rirkilega, rirkilega vel og einn
svoleiðis staðurinn minn er heima
hjá þér. Ég veit það vel að hann á eft-
ir að vera það áfram, en ég á samt
aldrei eftir að koma með jafn stórt
bros út aftur þri þar verður enginn
Villi til þess að gera grín að hlutun-
um og hlæja með manni að þeim eftir
á.
Rétt eftir að þú útskrifaðist í vor
kom ég í heimsókn til að óska þér til
hamingju og segja þér hvað ég væri
ægilega stolt af þér. Þú sagðir mér
hvað þig langaði að verða og' það
komu nokkrir hlutir til greina og
þeir vora þannig gerðir að þú yrðir
að vera duglegur og samriskusamur
til að ná settu marki, en þannig
fannst mér þú einmitt vera, tilbúinn
að rinna fyrir hlutunum sem þig
langaði að gera. Ég fékk þig meira
að segja til að lofa mér því að þegar
þú yrðir orðinn stór og frægur kall
þá mundir þú ennþá þekkja mig.
Mér finnst alveg óendanlega sárt að
hugsa til þess að Ásgeir, Brynjar,
Viktor og Katla litla fái ekki að njóta
þeirrar yndislegu og frábæru pers-
ónu sem þú, elsku besti Villi minn,
varst.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur huga þinn og þú munt
sjá, að þú grætur yfir því sem var
gleði þín.“ (Khalil Gibran.)
Elsku Villi, Sigrún, Gæi og Krist-
ín, Maddi, Svanur, elsku hjartans
Vala mín, Gummi og aðrir aðstand-
endur. Megi guð og allir hans englar
vaka yfir ykkur og styrkja um aldur
ogæri.
Elsku Villi, ég ril þakka þér svo
heitt fyrir að hafa fengið að kynnast
þér. Þú fékkst mig svo oft til að sjá
hlutina í nýju og betra Ijósi.
Þín rinkona að eilífu,
Ingibjörg Lára.
Elsku Villi okkar, nú ert þú farinn
frá okkur. Orð fá ekki lýst þeirri
miklu sorg sem helltist yfir okkur er
fréttir bárust af andláti þínu. Það er
ótrúlegt hversu hverfult lífið getur
verið, að þú skulir hverfa frá okkur
með svo skömmum fyrirvara. Þú
sem varst ávallt brosandi og þekktur
fyrir að vera einn mesti gleðigjafi
rinahópsins. Okkur langar að minn-
ast þín í nokkrum orðum.
Það var haustið 1996 sem leiðir
okkai’ lágu fyrst saman þar sem rið
hófum menntaskólagöngu okkar rið
Verzlunarskólann og lentum öll í
draumabekknum 3.-E. Þetta var
upphafið að yndislegri rináttu sem
við óskum að hefði verið lengri en
raun bar ritni. Það er ekki hægt að
minnast þín öðrurisi en með bros á
vör því þær minningar sem hjörtu"*f
okkar geyma eru eingöngu góðar.
Það sem er okkur minnisstæðast á
þessari stundu eru skiljanlega þau
atriði sem einkenndu þig hvað mest.
Atorkusemi þín, orðheppni og sá ein-
staki hæfileiki að sjá skoplegu hlið-
arnar á öllu standa upp úr þegar rið
hugsum til baka.
Við kveðjum þig með söknuði úr
þessu jarðneska lífi en minningin um
þig mun ávallt lifa. Elsku Vilhjálm-
ur, Sigrún, Garðar Ketill, Margeir,
Svanur, Vala Rún og aðrir aðstand-
endur. Við vottum ykkur okkar ,
dýpstu samúð og megi Guð styrkja '
ykkur og efla í þessari miklu sorg.
Þínir rinir,
Arnar, Elín og Katrín.
Elsku Villi frændi.
Það var svo margt sem mig lang-
aði til að segja rið þig og það er svo
sárt að fá ekki tækifæri til þess í
framtíðinni. Þú með þitt stóra hjarta
og þinn góða rilja náðir að snerta
mig á mjög sérstakan hátt þann
stutta tíma sem rið áttum saman.
Mér fannst alltaf gaman að hitta þig
og eiga stund með þér.
Síðast hittumst rið þegar ég var í
heimsókn á íslandi og rið föðmuð-
umst. Ég rissi ekki þá að það var rú"/
síðasta sinn. Þú varst alltaf tilbúinn
til að aðstoða mig þegar ég þarfnað-
ist þess og í mínum huga áttum rið
alltaf skemmtilegar stundir. Ég naut
framúrskarandi vélritunarkunnáttu
þinnar og íslenskuhæfileika. Ég var
ekki sá eini í minni fjölskyldu sem þú
áttir sérstakan sess hjá, þú áttir líka
sérstakan sess í hjartanu hennar
mömmu.
Og ég veit að þú snertir mjög
marga aðra. Þú snertir hjartað mitt
á sérstakan hátt og ég mun varðveita. i
minninguna um einstakan fi’ænda
um alla framtíð.
Elsku Sigrún og Villi. Hugsanir
mínar hafa verið hjá ykkur frá þri ég
fékk sársaukafullu fréttirnar. Mig
skortii’ orð til að lýsa þri hve mikið
ég finn til með ykkur, elsku frænka
og frændi. Þið eru svo vandaðar og
góðar manneskjur og hafið lagt ykk-
ur svo mikið fram með uppeldi bai-na
ykkar. Þið elskið þau svo mikið og
það sést svo vel í þeim hve mikið þið
hafið gefið í að foreldra þau. Það sást
svo vel í Villa og sést líka svo vel í
Völu, Svani, Gæja og Madda. Ég tala
af eigin reynslu þri að ég hef verið
þeirrar gæfu aðnjótandi að vera
elskaður af ykkur. Ég geymi í hjarta
mínu minningar frá þri ég var lítill
drengur, þegar þið voruð til staðar
fyrir mig á stundum sem skiptu mig
miklu máli. Þig hafið haldið því
áfram og gerið það enn.
Elsku Gæi, Maddi, Svanur og
Vala. Elskumar mínar, ég finn svo
mikið til með ykkur að mig verkjar í
hjartað. Elskulegur bróðir ykkar er
ekki á meðal ykkai’ lengur.
Ég hef hugsað mikið til ykkar og
mig langar til að segja ykkur hve of-
boðslega mér þykir vænt um ykkur
öll.
Mér hlýnaði um hjartaræturnar
þegar ég heyrði af því hvernig þið er-
uð öll búin að vera til staðar hvert
fyrir annað. Það gerði mig stoltan af
þri að vera partur af fjölskyldunni. -
Elsku Maddi, þakka þér fyrir að
fljúga til Svans og færa honum frétt-
irnar af láti bróður síns, með þinni
líkamlegu riðveru.
Elsku Villi, Sigrún, börn og fjöl-
skyldur, mamma, afi, báðai’ stórfjöl-
skyldurnar og allir aðrir sem Villi
snerti. Ég sendi ykkur öllum innileg-
ar samúðarkveðjur.
Ólafur Grétar.
• Fleirí minningargreitmr um Vil-
hjálm Villyálmsson bíðn birtingar
og munu birtast íblaðinu næstu
daga.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fyígi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfír eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eð.a
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.