Morgunblaðið - 22.08.2000, Page 42

Morgunblaðið - 22.08.2000, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGU NBLAÐIÐ SIG URBJORN FANNDAL ÞORVALDSSON Sigurbjörn Fanndal Þor- valdsson fæddist á Blönduósi 5. októ- ber 1969. Hann lést á heimili si'nu, Karlagötu 1 í Reykjavík, 13. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans eru Erna Sigurbjörns- dóttir, f. 22.5. 1951, og Þorvaldur Skaftason, f. 6.6. 1949. Systkini Sig- urbjörns eru Hafdís Eygló Þorvaldsdótt- ir, f. 29.6. 1971, Jónas Fanndal Þorvaldsson, f. 25.5. 1976. Sigurbjörn kvæntist Ásu Láru Þórisdóttur, f. 5.7. 1978, hinn 17. maí 2000. Sigurbjörn ólst upp hjá for- eldrum sfnum á Skagaströnd og eftir skyldunám var hann eina önn við nám í Fjöl- brautaskóla Sauð- árkróks. Hann stundaði siðan sjó- mennsku til margra ára, meðal annars á Arnarborg HU, Bessa ÍS, Haffara ÍS, Hrafni Svein- bjarnarsyni GK, Gnúp GK, Ými HF, Rán HF og síðast á Arnari HU. Sigur- björn hóf sambúð með Ásu Láru 1997 og hætti til sjós 1998 og starfaði sem tónlistarmaður og bflstjóri, síðast hjá Smith & Norland, þar sem hann naut einstakrar hlýju og velvilja í veikindum sínum. Sigurbjörn Fanndal verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst at- höfnin kl. 15. Elsku Bjössi minn, ég get ekki sagt bless og kvatt þig, því í mínum huga ert þú alltaf hjá mér. Ég get ekki haldið utan um þig lengur og kúrt hjá þér, en ég á minningar sem eru ómetanlegar. Þú varst enginn venjulegur maður, þú snertir strengi í hjörtum allra sem kynntust þér. Blikið í augunum þínum og einlægi hláturinn, þú hafðir þessa sérstöku útgeislun sem ekki allir búa yfir. Þegar ég kynntist þér er ég var 18 ára og þú 27 ára, höfðu fæstir trú á því að þetta gengi upp, en við urðum sn’o ástfangin að við komum sjálfum okkur á óvart. Við áttum svo yndis- legar stundir saman, gerðum upp draumaíbúðina, keyptum okkur draumabílinn, ’68 árgerðina af blæjubjöllu og þú varst farinn að spila í hljómsveit. Lífið lék við okkur eins og við margt ungt fólk sem er að byrja líf sitt saman. En okkur fannst við alltaf sérstök, við vorum John og Yoko. Núna hlusta ég á tónlistina sem við hlustuðum svo mikið á þar sem Bubbi segir: „Ef það er líf eftir þetta líf þá vil ég elska þig líka þar“, þetta sagðir þú við mig og ég ætla að elska þig allt mitt líf og næsta líka. Bjössi minn, þú varst sterkasti maður sem ég hef kynnst, þrátt fyrir erfið veikindi hélst þú höfðinu alltaf hátt og oftast var ekki að sjá að á ferðinni væri veikur maður. Þessi kraftur lifir nú í mér og mun styrkja mig og fjölskyldu okkar á þessum erfiða tíma. Ég verð aldrei söm eftir að hafa elskað þig og að hafa verið elskuð af þér. Ég er svo stolt að hafa verið konan þín og ég er svo rík, þó ég hafi misst það sem ég elskaði mest og það eina sem skipti mig máli, þá á ég allar minningarnar og allar stund- irnar með þér og það getur enginn tekið frá mér. Nú ert þú frjáls úr viðjunum og flýgur á brott til betri heims þar sem enginn þarf að þjást og kveljast. Þú horfir til okkar og biður okkur um að brosa gegnum tárin, því það er sann- arlega það sem þú hefðir viljað. Ég get ekki annað en fundið frið í hjarta mínu því ég veit að nú loksins líður þér betur, jafnvel betur en nokkru sinni íyrr og þess vegna brosi ég gegnum þessi þungu tár fyrir þig, ástin mín. Þú svífur á brott og líkami þinn leysist upp íþúsund lítil skær ljós sem lýsa upp himininn. Eg leita til þín, en ekkert finn því líkami þinn liggur kyrr þú ekkert sérð, ekkert finnur. þó ég strjúki vanga þinn, þú liggur kyrr. Innst inni veit ég að ást okkar leiðir þig gegnum leiðina löngu, leiðina aftur til mín. Nú ljósið skín, Ijósið okkar sem lýsir upp leiðina mína við áttum svo mikið, ég og þú sem enginn fær frá okkur tekið. (Ása.) Ávallt þín, Ása Lára Þórisdóttir. Elsku Bjössi okkar, það er komin kveðjustund, alltof snemma, en við vitum að þú þjáist ekki lengur. Það var svo erfítt að horfa á sárið í aug- unum þínum eftir að þú greindist með krabbameinið og eftir aðgerð- ina sem heppnaðist ekki eins og hún átti að gera. En þvílíkur dugnaður og þrek sem þú sýndir, meðal annars þegar þú fórst að slá lóðina þína á þriðju- daginn. Við eigum margar og góðar minningar til að ylja okkur við. Við erum þakklát fyrir að hafa átt samverustundirnar og hún var svo sérstök samverustundin á föstu- dagskvöldið þegar við borðuðum öll saman stórmáltíðina. Við vorum að tala um að þetta væri eins og á jólun- um og á innkaupastrimlinum stóð gleðilega jólahátíð en að það vantaði bara desember og snjó. Við erum líka þakklát fyrir að þú skyldir finna hana Ásu þína sem var alltaf hjá þér, lá á spítalanum með þér og hugsaði svo vel um þig og var svo góð við þig og elskaði þig. Við vorum bara unglingar þegar við eignuðumst þig, agnarlítinn snáða, fæddur fyrir tímann, enda gerðist allt hratt hjá þér. Ef þú fékkst hugmynd var hún fram- kvæmd strax. Þegar þú varst lítill söng ég svo oft til að svæfa þig. Drengurinn minn draumur míns hjarta dýrðlegust gjöf móður ert þú eiga þú munt ævina bjarta óskin mín besta er til þín sú. Góða nótt þú glókollur minn glöð og sæl ég strýk þína kinn góðanóttégguðiþigfel góða nótt og dreymi þig vel. Hreykinn ég er af þessum snáða uppvæánn mun fallegur sveinn frumburður minn fæddur til dáða fremri þér verður ekki neinn. Við kveðjum þig núna með mikl- um söknuði, en við eigum eftir að hittast aftur þegar okkar tími kem- ur._ Ástarkveðja, Mamma. Við hugsum til þín vinur ogharmurinnerskýr áþvíöllu eryfirdynur elsku vinur svona hlýr. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, SIGRÍÐUR ÖGMUNDSDÓTTIR, andaðist á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 19. ágúst. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA ÚLFARSDÓTTIR, Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja sunnudaginn 20. ágúst sl. Árni M. Jónsson og börn hinnar iátnu. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI SIGURÐSSON, Austurgötu 18, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðumesja laugar- daginn 19. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðviku- daginn 30. ágúst kl. 14.00. Sigurður Geirdal Gíslason, Örn Geirdal Gíslason, Eygló Geirdal Gísladóttir, Ægir Geirdal Gíslason, Jóhann Geirdal Gíslason, Ólafía Ragnarsdóttir, Þórhalla Stefánsdóttir, Georg Hannah, Lilja Jónsdóttir, Hulda Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn og faðir okkar, GUNNAR D. JANGER, fæddur í Noregi, andaðist í Bandaríkjunum laugardaginn 19. ágúst sl. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarkort Alzheimersfélags- ins á íslandi (símar 587 8388 og 898 5819). Vigdís Þorbjörnsdóttir Janger, Þórdís Vala Janger Smith, Siv Dagmar Janger Schults. Marý Njálsdóttir, Úlfar Njálsson, Harpa Njálsdóttir, Jóhanna Njálsdóttir, Pétur Njálsson, Friðrik Njálsson, Kolbeinn Ólafsson, Halla Hafsteinsdóttir, Atli Sigurðsson, Ragnar Óskarsson, Andrea Gunnarsdóttir, Siw Schalin. t Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR, Rauðarárstíg 32, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum Fossvogi að kvöldi laugardagsins 19. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju föstu- daginn 25. ágúst kl. 10.30. Vignir Jónsson, Hreiðar Jónsson, Vigdís Jónsdóttir, Hafsteinn Jónsson, Kristján Jónsson, Birgir Guðmundsson, Sigrún Sveinsdóttir, Helga María Sigurjónsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir, Kristbjörg Lilja Rúnarsdóttir, Jensína Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t ASTRID SIGFRID JENSDÓTTIR, lést á heimili sínu 5. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Aðstandendur Þú dugmikill varst drengur og dáðir hverja þraut en nú fær enginn lengur að sjá þitt lífsins skraut. Við horfum út á hafið en tárin hamla sýn líf þitt burt er farið ó hvað við söknum þín. Sé þetta Drottins dómur að dáðadrengur fer þá kirkjuklukknahljómur ei gleði flytur mér. Við báðumfyrirbata ó bænin var svo heit en þú lést burtu taka já trúin okkar sveik. Við trúum samt og treystum að betri sé þín tíð af sjúkdómsböndum leystum var ásjóna þín fríð. Svo sjáumst við um síðir ogtökumst höndíhönd. Því hvað sem lífið þýðir er dauðinn æðsta strönd. Hinsta kveðja, Pabbi. Elsku Bjössi, mikið er erfitt að trúa því að þú sért dáinn, en við vit- um að núna líður þér vel og finnur ekkert til, ég á eftir að sakna þín ólýsanlega mikið. Við ætlum öll að passa hana Ásu þína og hjálpa hvert öðru í þessari miklu sorg. Hvíl í friði, elsku bróðir, okkur þykir vænt um þig- Kallið er komið komin er stundin vinaskilnaðar viðkvæm stund vinimir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Þín systir, Hafdís og fjölskylda. Elsku stóri bróðir og frændi, það er svo erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Ég leit alltaf upp til þín og mun ávallt gera. En við eigum margar góðar minn- ingar um þig, allt sem við brölluðum saman árin sem við vorum saman á Arnari. Það huggar hjarta mitt að vita að þú kvelst ekki meira í þessum erfiðu veikindum sem þú barðist við, þú varst svo sterkur og duglegur, hark- aðir af þér um páskana og komst norður til okkar og áttum við þá góð- ar stundir. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að verja með þér þínum síðustu dögum. Við geymum minningu þína fremst í okkar hjarta. Þinn litli bróðir, Jónas, Ragna og María. Elsku Bjössi. Það var sárt að vakna á sunnu- dagsmorgun og fá þær fréttir að þú værir dáinn. Frá því að þú veiktist og þar til yfir lauk bað ég til guðs að þú næðir fullri heilsu og á tímabili leit út sem svo yrði, en það flýr eng- inn örlög sín. Þér er ætlað annað hlutverk á öðrum stað. Það er erfitt að sætta sig við að svona ungur og hæfileikaríkur mað- ur sé kallaður burt. Þú varst góður tengdasonur en bara í alltof stuttan tíma. Það er þó huggun harmi gegn að vita að núna er þér batnað og að þér líður vel. Elsku vinur, með þessum fátæk- legu orðum kveð ég þig og vil þakka þér i leiðinni allt sem þú gerðir fyrir mig síðastliðið haust þegar ég átti erfitt. Ég bið góðan guð að blessa þig og varðveita. Eg sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir. Égbið að þú sofir rótt (Þórunn Sig.) Guð gefi okkur öllur styrk til að takast á við þessa erfiðu raun, og Ása mín láttu lífsmottóið hans Bjössa þíns verða þitt, aldrei að gef- ast upp. Guðríður Ásgrímsdóttir. Kæri frændi. Nú er samveru- stundum okkar hér á „Hótel Jörð“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.