Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 ;43
lokið. Þú sem varst svo ungnr og þó
við skiljum það ekki núna þá skiljum
við það kannski betur seinna að
Drottinn hefur haft önnur verkefni
fyi-ir þig.
Okkur Sigrúnu langar að minnast
þín í örfáum orðum og þakka þér
fyrir allar samverustundirnar sem
við áttum saman. Alltaf var nú stutt í
gleðina og stríðnina á þeim bænum
en eftirminnilegast þó þegar gít-
arinn gamli, sem alltaf var skammt
undan, var dreginn fram. Þá fengu
tónlistarhæfileikar þínir að njóta sín.
Mér er það sérstaklega minnisstætt
þegar þú komst með gítarinn í þrí-
tugsafmælið mitt og spilaðir og
söngst fyrir mig. Þakka þér fyrir
það.
Þú varst ekki bara frændi minn
heldur líka einn besti vinur minn. Og
þó við hefðum ekki sést um tíma,
vegna búsetu minnar í Bandaríkjun-
um, þá héldum við nú alltaf sam-
bandi. Skarðið sem nú var hoggið í
vinahóp minn er stórt og það verður
skrítið að koma til íslands og hitta
þig ekki.
Þú varst hörku duglegui- sjómað-
ur og alltaf varstu aðal „gleðipinn-
inn“ þar sem þú varst, hvort sem þú
varst með fjölskyldu þinni eða félög-
um. Þar vitum við að þín verður sárt
saknað. Þú barðist eins og hetja í
veikindum þínum, en svo kom kallið.
Góða nótt frændi og Guð geymi þig.
Elsku Ása, Þorvaldur, Ema,
Haddý, Jonni, Ragna, Björgvin,
börnin og amma og afi, megi Guð
gefa ykkur styrk í þessari miklu
sorg.
Skafti Fanndal og fjölskylda,
Bandarikjunum.
Sunnudagsmorguninn 13. ágúst
hringdi síminn klukkan að ganga ell-
efu. Móðir mín var í símanum og til-
kynnti mér að þá nótt hefði hann
elsku Bjössi frændi okkar dáið. Eg
er enn að vona að ég eigi eftir að
vakna af þessum skelfilega draumi.
Það er mjög erfitt að sætta sig við
þetta og mikið er maður nú bitur og
reiður. Stundum er lífið svo órétt-
látt. Elsku Ása mín, þú sem stóðst
við hlið hans þessa mánuði og sýndir
okkur í fjölskyldunni hvað þú elsk-
aðir hann mikið, já hann var heppinn
að hafa eignast svona góða konu.
Þorvaldur, Erna, Haddý, Jonni,
fjölskyldur þeirra og amma og afi,
þetta er erfitt tímabil. Ég mun alltaf
minnast þín Bjössi minn með mikilli
hlýju. Þú varst hetjan í mínum aug-
um þessa síðustu mánuði er við
heimsóttum þig á spítalann. Eins er
ég og Óli komum til þín á Karlagöt-
una, þú varst svo bjartsýnn og dug-
legur að maður hughreystist við að
sjá þig og heyra hvað þú varst
bjartsýnn. Ég á margar góðar minn-
ingar af þér á Fellsbrautinni hjá
ömmu og afa. Við sátum oft og spil-
uðum og töluðum saman. Allar þess-
ar minningar varðveiti ég vel í hjarta
mér, elsku Bjössi minn. Það er falleg
og góð mynd af þér eins og þú varst.
Þín frænka,
Valdís, Hlíðar og böm.
Elsku Bjössi. Mig langaði til að
kveðja þig með örfáum orðum. Ég er
búinn að þekkja þig í rúm þrjú ár og
þegar ég hugsa til baka, finnst mér
eins og ég hafi þekkt þig alla mína
ævi. Þú varst svo sérstakur og frá-
bær persóna. Minningin sem ég hef
af þér er björt og góð. Þú varst ætíð
með bros á vör og einlægni skein úr
augunum þínum og hvað sem bjátaði
á leistu alltaf á björtu hliðarnar. Þú
varst ótrúlega sterkur persónuleiki
og í mínum augum varstu hetja. Það
er svo sárt að fá aldrei að sjá þig aft-
ur, en í staðinn geymi ég þig í hjarta
mínu og hugsa fallega til þín. Það
sem veitir mér hugarró er að ég veit
að þú ert á góðum stað og þér líður
vel. Það var yndislegt að fá að kynn-
ast þér og ég vil þakka þér fýrir að
hafa verið til og það sem mér þykir
vænst um hve góður þú reyndist
systur minni.
Minningin er mild og góð
man ég alúð þína
stundum getur lítið Ijóð
látið sorgir dvína.
(Höf. ók.)
Fjölskyldu, vinum og vandamönn-
um votta ég mína innilegustu samúð.
Elsku systir, guð veri með þér.
Erla Súsanna Þórisdóttir.
Elsku Bjössi minn, takk fyrir að
ég fékk að kynnast þér í þessu lífi og
takk fyrir að kenna mér svona mikið
á trommurnar og píanóið. Ég veit að
við hittumst aftur í næsta lífi. Það
komu þrumur og eldingar í Mosfells-
bæ um daginn þá vissi ég að náttúr-
an var að kveðja þig.
Kertið mitt, kertið mitt,
þú ert svo ljúft og gott.
Þú kveikir ljós og loginn brennur
alveguppíloft.
Stjaman mín, stjaman mín,
þúertsvoljúfoggóð.
Og geislinn þinn hann lýsir
umallavegaslóð.
(Fanney Ósk Þórisdóttir.)
Vertu sæll, Bjössi minn.
Fanney Ósk.
Kæri Guð. Viltu hvíla hann Bjössa
hjá hinum hetjunum þínum því þar á
hann heima.
Takk fyrir að leyfa mér að kynn-
ast honum.
Elsku Ása mín, fjölskylda og ást-
vinir, á eftir rigningunni kemur
regnboginn.
Herdís (Dísa).
í dag langar mig með örfáum orð-
um að kveðja vin minn, sem hefur
þurft að glíma við erfið veikindi og
stóð sig sem hetja, en þurfti að lok-
um að lúta ílægra haldi.
Ég trúði varla mínum eigin eyrum
þegar Ása vinkona mín hringdi til
mín og sagði mér að Bjössi væri dá-
inn. Margs er að minnast þar sem ég
sit hér og velti fyrir mér hvers vegna
sumir þurfa að ganga í gegnum
meira en aðrir. Mér er hugsað til síð-
asta skiptis sem ég hitti þig og þú
sagðir mér að þú værir ekki tilbúinn
að gefast upp, það væri svo margt
sem þú og Ása ástin þín ættuð eftir
að gera og minntist þú sérstaklega á
blæjubjölluna sem þið hjónin höfðuð
keypt og ætluðuð að gera upp. Þessi
bíll hafði verið ykkar draumur frá
því að þið byrjuðuð að vera saman.
Tónlistin átti mikinn hlut af þínu
lífi og ekki voru það ófá skiptin sem
þú sast í græna sófanum í Víkurásn-
um með gítar í hönd og lést okkur
Ásu syngja fyrir þig og skemmtir
þér vel. Einnig minnist ég þess þeg-
ar ég var að flytja í nýju íbúðina
mína í maí, ólétt og unnusti minn á
sjónum hversu harður þú varst að
flytja með mér og slóst hvergi af
fyrr en allt var búið þó svo að þú haf-
ir verð svona mikið veikur. Svona
varst þú þrjóskur en alltaf stutt í
grínið hjá þér.
Ég man þegar þú og Ása sáuð
hvort annað með öðrum augum en
bara sem vinir, þetta var á Skagast-
rönd daginn eftir sjómannadag árið
’97 og sagði ég við Ásu að þetta
gengi sennilega ekki, en það var
rangt því önnur eins ást hefur senni-
lega sjaldan kviknað. Þið áttuð svo
vel saman, voruð svo flott. Þið voruð
sérstök.
Elsku Bjössi, ég vil þakka þér fýr-
ir þessi ár sem ég átti kost á því að
vera vinur þinn.
Lengi lifi minning um góðan vin.
Elsku Ása og aðrir aðstandendur.
Megi guð styrkja ykkur í þessari
miklu sorg.
Svanhildur.
Það er ekki á hverjum degi að
maður kynnist fólki eins og Sigur-
birni. Hann var enginn venjulegur
vinur, hann var minn sáluvinur.
Sama hvað ég hugsa, þetta er ekki
til að skilja að þú sért hér ekki
meira, en Guð veit hversu mikið ég
sakna þín. En allar mínar góðu
minningar um þig, geymi ég í hjarta
mínu. Minningarnar getur enginn
tekið frá mér, aldrei.
í þau tíu ár, sem ég var svo heppin
að þekkja þig höfum við upplifað svo
margt saman. Og þó að ég flytti til
Danmerkur og langt liði stundum á
milli að vð hefðum samband urðum
við alltaf að fylgjast með - hvað
gerðist í hvort annars lífi.
Elsku Sigurbjöm, ég kveð með
þessu litla versi:
Margs er að minnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V.Briem)
Elsku Ása þú varst konan í hans
lífi, megir þú fá þann styrk til að yf-
irvinna söknuðinn og sársaukann.
Kveðja,
Linda Gunnarsdóttir og
börnin í Heming.
Mig langar að minnast besta vinar
míns, og frænda, Sigurbjöms F.
Þorvaldssonar, sem lést langt fyrir
aldur fram eftir erfið veikindi. Kynni
okkar Bjössa, eins og hann var alltaf
kallaður, hófust fyrir 12 ámm er við
vomm saman á sjó á Hrafni Svein-
bjarnarsyni. Um leið tókst með okk-
ur mjög góður vinskapur og fljótlega
komumst við að því að við væmm
frændur og eftir það kallaði hann
mig alltaf frænda.
Margar góðar minningar koma
upp í hugann frá þeim áram er við
voram saman á sjó. Bjössi var mjög
góður sjómaður og var farinn að
leysa af sem bátsmaður um tvítugt.
Sjómennska var hans aðalstarf þar
til fyrir 3 áram þá hóf hann vinnu í
landi til að geta verið meira heima
hjá Ásu sinni. Þau höfðu keypt gam-
alt hús á Karlagötu 1 og gert það
mjög smekklega upp. Bjössi hafði
mikinn áhuga á að gera upp gamla
fallega hluti og ber heimili þeirra
þess merki og í sumar eignaðist
hann draumabílinn, blæju VW-bjöllu
sem hann langaði að gera upp. Ann-
að áhugamál Bjössa var tónlist.
Snemma byrjaði hann í hljómsveit á
Skagaströnd en lá þetta áhugamál í
dvala á meðan hann var úti á sjó en
strax og hann kom í land byrjaði
hann aftur og var einn af stofnend-
um hljómsveitarinnar Sólon.
í mars ’99 veiktist Bjössi mjög al-
varlega og var fram í júní að jafna
sig að fullu. En Bjössi hafði alla tíð
verið mjög heilsuhraustur. Síðasta
gamlárskvöld hringdi Bjössi í mig og
sagði mér þær hörmulegu fréttir að
hann hefði greinst með æxli í brjóst-
holi. Síðan er hann búinn að berjast
hetjulega við sjúkdóminn. Kæri vin-
ur, ég þakka fyrir yndislegar sam-
verastundir sem engin orð fá líst.
Elsku Ása mín, ég sendi þér, for-
eldram, systkinum og öðram ástvin-
um mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Elvar Hreinsson og fjölskylda.
Þann 13. ágúst hringdi hún Ása til
okkar með sorgarfréttir: Hann
Bjössi er dáinn. Við höfðum fylgst
með honum í veikindum hans en
samt var svo sárt að heyra að öllu
væri lokið og við ættum ekki eftir að
sjá hann aftur eða heyra hann spila á
gítarinn sinn. Þegar maður sest nið-
ur og hugsar um Bjössa kemur eitt
strax upp í hugann og það er tónlist-
in. Tónlist var mikið áhugamál hjá
honum og einnig hljóðfæri, gömul og
ný, og ekki er langt síðan hann sýndi
okkur eldgamalt banjó sem hann
hafði keypt á einhverri bílskúrssölu
hér í bæ, og var mjög ánægður með.
Hann spilaði með hljómsveit áður en
hann veiktist og vora samskipti okk-
ar mest þá og var gaman að fylgjast
með Bjössa þá því hann hafði
ákveðnar skoðanir á því sem hann
var að spila og oftast varð honum
rfisdrykkjur í Veislusalnum
Sóltúni 3, Akógeshúsinu,
fyrir allt að300 manns.
EÍNNIG LETTIJR HADEGISMATUR
IXI AEF
MEÐKAFFI OG TERTU A EFTIR - SAMA VERD
. SkoSij
lCY0,««o
Wu7
ó n®h‘nu/
VEISLAN
G3
Glœsilegar veitingar frá Veislunni
Auslurströnd 12 »170Sótjnmames » Simi: 561 2031 »Fox: 561 200B
VEITINGAELDHÚS
www.veislan.is
og
hvergi hnikað, svo stundum sauð
uppúr hjá öðram meðlimum, en allt-
af leystust deilumar og allir vora
þeir vinir í dag. Eftir að hann veikt-
ist og hætti að spila vora þau ófá
matarboðin sem við fórum í upp á
Karlagötu og áttum við alltaf nota-
lega kvöldstund með þeim Ásu, og
nú þegar við getum farið að launa
þeim greiðann er Bjössi fallinn frá,
en ég vona að við Ása höldum þessu
áfram og minnumst hans þá og höf-
um minningu hans í heiðri. Nóg er til
að rifja upp og mörg era þau lögin
sem minna okkur á hann og ekki síst
með John Lennon og Bítlunum.
Minning hans verður alltaf með okk-
ur.
Elsku Ása, við vonum að Guð gefi
þér, fjölskyldu þinni og tengdafjöl-
skyldu, styrk í sorg ykkar og til að
takast á rið næstu rikurnar.
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Lilja og Þúrir (Tóti).
Mig langar að kveðja góðan dreng
með nokkram orðum.
Bjössi var fyrir mér sérstakur
maður; nærgætinn, hlýr og
réttsýnn.
Þó að kynni okkar hafi verið stutt
finnst mér eins og ég hafi þekkt
hann miklu lengur en þau þrjú ár
sem nú era liðin frá þri ég kynntist
honum fyrst.
Bjössi var sterkur persónuleiki,
ungur maður sem hafði mikið að
gefa. Það veitti mér hlýja tilfinningu
að dóttir mín hafði eignast svo
traustan, og umfram allt, góðan
mann sem lífsförunaut.
Um síðustu áramót stóð Bjössi
frammi fyrir alvarlegum veikindum.
Ég kom í heimsókn til Bjössa á
spítalann eftir stutta rannsókn. Þau
Ása og Bjössi sátu á setustofu og
biðu eftir lækni. Mér verða alla tíð
minnisstæð riðbrögð Bjössa rið um-
búðalausum orðum læknisins. Hann
brást rið af einstöku hugrekki ungs
manns.
Tónlistaráhugi Bjössa var mikill
og var hann góður gítarleikari. Það
var gaman að sjá hann spila með
hljómsveit sinni og sjá og heyra hvað
þeir vora góðir.
Á vordögum hringdi ég í Bjössa
og sagði rið hann að komið væri
trommusett í bílskúrinn. „Hvað seg-
irðu maður,“ sagði hann, „er þetta
satt? Ég kem strax og ég get.“
Skömmu síðar birtist Bjössi og átt-
um rið margar ánægjustundir í
skúmum eftir þetta.
í skúrnum sá ég nýja hlið á
Bjössa. Hann var með mjög óþolin-
móðan nemanda sem ég er. Þegar
þolinmæði mín var á þrotum var
honum mjög skemmt og hló hann
mikið. Þolinmæði hans var óþrjót-
andi rið kennsluna.
Bjössi minn, ég kveð þig nú í
hinsta sinn. Megi Ijós lífsins fylgja
þér um alla eilífð.
Elsku Ása Lára mín, þú sem alltaf
stóðst eins og klettur rið hlið
Bjössa- ég veit að þú býrð yfir þeim
styrk sem þið áttuð saman.
Kæra Þorvaldur, Erna, Hafdís,
Jónas og aðrir vandamenn; ég votta
ykkur mína innilegustu samúð.
Þórir Bjarnarson.
Elsku rinur. Ég ætla að kveðja
þig með nokkram orðum.
Þú stóðst þig svo vel í þessum
miklu veikindum að ég hélt að þú
fengir að vera lengur hjá okkur og
ungu fallegu konuni þinni henni Ásu
sem stóð eins og hetja rið hlið þér,
ég ber mikla virðingu fyrir henni.
Þakka þér fyrir allt. Ég geymi mfnn-
inguna um þig í hjarta minu, ég veit
að þú ert laus rið þjáningar núna og
ert öragglega á fallegu hritu skýi og
sérð um tónlistina þar, þú getur
áreiðanlega spilað á hörpu.
Maðurinn með ljáinn sló þig til
jarðar en eftir stendur konan þín og
fjölskylda harmi slegin. Vertu sæll
elsku vinur og far þú í friði.
Elsku Ása, Érna, Þorvaldur,
Hafdis og Jónas, afar og ömmur,
innilegar samúðarkveðjur í þessari
miklu sorg.
Anna Skaftadóttir og
íjölskylda.
£ia*43shom
v/ T-ossvogskiVkjwgci^ð
Sími: 554 0500
Erfisdrykkjur
H
H
H
H
H
H
H
H
Sími 562 0200
i inimuiiiii:
Varanleg
minning
er meitlub
ístein.
S S.HRfiASONHF
STEINSMIÐJA
Skemmuvegi 48, 200 Kop.
Sími: 557-6677 Fax: 557-8410?-
Netfang: sh.stone@vortex.is
"
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
meg þjónuStU allan
sólarhringinn.
7
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður «
Kistur og krossarf
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
£ §
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF. ^