Morgunblaðið - 22.08.2000, Page 53

Morgunblaðið - 22.08.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 53 Skólamál í Mosfellsbæ FRAMUNDAN er nýtt skólaár og er það með nokkrum kvíða sem ég hugsa til þess hvernig skóla- haldi í grunnskólum Mosfellsbæjar verður háttað á kom- andi vetri. Ég óttast að vegna fálmkenndra athafna meirihluta G- lista og Framsóknar í skólamálum baejarins að undanförnu muni ríkja mikil óvissa á meðal kennara og annars starfsfólks um framtíðarfyrirkomu- lag skólahaldsins og að upplausnarástand muni ríkja í stjórnun skólanna. Á síðasta vetri var samþykkt í bæjar- stjórn að fram skyldi fara stjórnsýsluúttekt á fræðslu og menn- ingarsviði bæjarins ásamt því að unnið skyldi að gerð heildstæðrar skólastefnu fyrir bæinn. Fenginn var utanaðkomandi ráðgjafi til að vinna stjórnsýsluúttektina og að vera til aðstoðar við mótun heild- stæðrar skólastefnu. Við sjálfstæð- Fræðslumál Fræðslunefndin hefur ekkert verið upplýst, segir Ásta Björg Björns- dóttir, um breyt- ingar á stjórnun skólanna. ismenn fögnuðum þessum áform- um enda ítrekað barist fyrir að þessi vinna færi fram og boðið meirihlutanum samstarf í skóla- málum bæjarins, en meirihluti G- lista og Framsóknar hafa ekki haft þor til þess að taka þeirri áskorun. í lok maímánaðar, var stjórn- sýsluúttektin kynnt í bæjarstjórn. Á þeim tíma var starfsfólk skól- anna að fara í sumarfrí og því gafst því ekki mikil tækifæri til þess að koma á framfæri skoðun- um sínum á efni úttektarskýrsl- unnar eða að taka þátt í að móta framhaldsvinnuna. Þrátt fyrir það leggur meirihluti bæjarstjórnar fram tillögu í lok júni um nýskipan í uppskiptingu skólasvæða sem taka eigi gildi á miðju næsta skóla- ári, þ.e. um næstu áramót. Sjálf- stæðismenn leggja þá fram þá til- lögu að ekki verði farið í slíka breytingar fyrr en að loknu næsta skólaári, þ.e. haustið 2001, og að komandi haust verði notað til þess að móta fyrirhugaðar breyt- ingar og að kynna þær fyrir starfsmönn- um skólanna. Við töld- um eðlilegt og mikil- vægt að menn gæfu sér góðan tíma til þess að vinna að þess- um breytingum og umfram allt að hafa skólafólk með í ráð- um. Ennfremur var bent á að seinni part- ur sumars væri óheppilegur tími til þess að auglýsa eftir skólastjórum því reyndir og hæfir skólastjórar hlypu ekki úr skóla- stjórastöðum sínum í nýjan skóla á miðju skólaári. Þessu hafnaði meirihlutinn og taldi mikilvægt að breytingarnar færu fram á miðju skólaári og að tveir skólar yrðu sameinaðir í einn stóran skóla fyr- ir 1000 nemendur án þess að um þær breytingar færu fram of mikl- ar umræður á meðal bæjarbúa. Stjórnsýsluúttektin átti að ná yfir allt fræðslu- og menningarsvið bæjarins. Umfjöllun um leikskóla bæjarins er þó afar takmörkuð í skýrslu ráðgjafanna. Þar ríkir mikill vandi við að fá starfsfólk til vinnu og að halda því. Síðastliðið vor vantað 10-15 starfsmenn til vinnu í leikskólunum. Þrátt fyrir það komu engar ábendingar frá skýrsluhöfundum um að þar sé þörf úrbóta. Á vegum bæjarins starfar fræðslunefnd. Þegar þetta er skrifað hefur ekki verið haldinn fundur í fræðslunefnd í tvo mán- uði. Nefndin fékk kynningu á skýrslu ráðgjafanna og lagði til að áfram yrði unnið í útfærslum og þegar nánari útfærslur lægju fyrir í einstökum þáttum kæmu þær til umsagnar nefndarinnar. Nefndin hefur ekkert verið upplýst um breytingar á stjórnun skólanna. Meirihlutinn hunsar fræðslunefnd- ina og hlýtur það að vera á ábyrgð formanns nefndarinnar, oddvita Alþýðubandalags, því ekki eru framsóknarmenn atkvæðamiklir í fræðslumálum bæjarins. Höfundur er bæjarfulltrúi sjálfstæð- ismanna í Mosfellsbæ og situr fyrir þeirra hönd í fræðslunefnd bæjarins. Ásta Björg Bjömsdóttir Á að leggja niður Þjóðhags- stofnun? ÞAÐ er alltaf fróð- legt og skemmtilegt að heyra sjónarmið fólks um landsins gagn og nauðsynjar. Fimmtu- daginn 17. ágúst spreyttu tveir heiðurs- menn sig á því í Kast- Ijósi Ríkissjónvarpsins að skilgreina efna- hagsástandið eins og það blasir við þeim um þessar mundir og setja fram ráðleggingar um landstjómina. Þetta voru þeir Bjarni Ár- mannsson, fram- kvæmdastjóri Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar. Báðum fannst hafa teldst af- bragðsvel um alla hagstjóm á íslandi á liðnum misseram. Bjami sagði að nú væri þeim umbunað sem „gera vel Stjórnmál Hér var djarfmannlega mælt gagnvart fólki, sem margt býr við lágar tekjur, segír Ögmundur Jónasson, af hálfu manns sem sjálfur fær greiddar litlar 17 hundruð þúsund krónur á mánuði. og byggja samfélagið upp“. Já, það er nú svo. Ymis teikn væru þó á lofti; verðbólga of mikil, atvinnuleysi kom- ið niður undir eitt prósent sem skilja mátti sem áhyggjuefni og talsverð þensla væri í efnahagslífinu. Nú yrðu stjómvöld að gæta sín, ekki síst í samningum við opinbera starfsmenn. Hér er djarfmannlega mælt gagnvart fólki, sem margt býr við lágar tekjur, af hálfu manns sem sjálfur fær greiddar litlar 17 hundrað þúsund krónur á mánuði. Undir þessi vamaðarorð tók þjóð- hagsstofuforstjórinn sem samkvæmt upplýsingum Frjálsrarverslunar get- ur státað af 775 þúsund krónum í tekjur á mánuði hverjum. Allir vita að þessar tekjur eru ekki í nokkra sam- ræmi við það sem gerist hjá opinber- um starfsmönnum, altént er þetta ekki dæmigert fyrir strætisvagna- stjórann, sjúkraliðann, kennarann, slökkviliðsmanninn eða skrifstofu- manninn sem þeir félagar hafa nú þungar áhyggjur af að kunni að fá einhveija launahækkun í næstu kjarasamningum. Athyglisverð mót- sögn kom fram í máli þessara tveggja hag- spekinga. Annars vegar hygg ég það hafi verið forstjóri FBA sem sagði að nú væri hið frjálsa hagkerfi að ganga í gegnum sínar fyrstu dýfur. Liðinn væri und- ir lok tími handaflsins, markaðurinn plumaði sig einn og óstuddur og manni skildist helst að þannig ætti það að vera. Síðan kom mótsögnin. Að sjálfsögðu þyrfti ríkið að beita sér við efnahagsstjómina. Svo var að skilja að handafli sínu ætti ríkið að beita við peningastjóm og með því að taka sér niðurskurðarhníf í hönd. Undir það tók þjóðhagstofu- stjóri. Á honum var helst að skilja að stjómmálamenn ættu sem minnst að koma að landstjóminni - og sagði hann að menn ættu ekki að teygja sig inn á svið hvers annars. En ef það er nú svo að hið opinbera á ekki að vasast í efnahagsstjóminni nema til að greiða götu markaðar og tryggja aðhald og framar öllu öðra niðurskurð - ef þessir aðilar era sam- mála um þetta grundvallaratriði og ef við gefum okkur að þeir ætli ekki að teygja sig inn á önnur svið en sín eig- in, hvort sem það era skólar, sjúkra- hús eða annar ámóta rekstur - þá liggur nærri að álykta að þeir hljóti að vera sammála um það skref sem nú beri að stíga: Að leggja niður Þjóð- hagsstofnun. Höfundur er alþingismaður og for- maður BSRB. Green Tea Til grenningar Fæst í apótekum Ögmundur Jónasson Veca dagur í Lyfju Lágmúla Ráðgjöf frá kl. 14-17 í dag Kemur þér beint að efninu! hjálpar til við að losa hitaeiningar úr forðabúrum líkamans og koma þeim I orkuframleiðslu. Ýtir undir jafnvægi blóðsykurs. Minnkar sykurþörf og dregur úr hungurtilfinningu LYFJA Lyf á lágmarksverði Lyfja Lágmúlae Lyfja Hamraborge Lyfja Laugavegi Lyfja Setbergie Útibú Grindavíke Eldhústæki Neve eldhústæki kr. 5.678 FEUU B O E T Feliu elhústæki kr. 7.038 CROHE Grohe eldhústæki kr. 9.696 Mora eldhústæki kr. 8.765 Tveggja handa eldhústæki frá kr. 2.801 Heildsala/smásala VATNSVIRKINN ohf. Sf Ármúla 21, sími: 533 2020. 250 kr. aukaafsláttur ef bókað er á www.go-fly.com bókunarsími 00 44 12 79 66 63 88 miðast við eftirspurn; samkvæmt skilmálum nýja lágfárgjaldaflugfélagið í eigu british airways! flýgurtil stansted

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.