Morgunblaðið - 22.08.2000, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 22.08.2000, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 Handlaugartæki í úrvali UMRÆÐAN Grohe handlaugartæki meö lyftitappa kr. 7.627 Handlaugartæki Tveggjahanda frá kr. 3.335 mora iffiwmnnii tSOfOOI Mora handlaugartæki með lyftitappa kr. 9.636 FEUU B_0_Ejr Felin handlaugartæki með lyftitapp kr. 7.038 Neve handlaugartæki með lyftitappa kr. 6196 Heildsala/smásala sif VATNSVIRKINN ehf. >/ Ármúla 21, sími: 533 2020. Maestro ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT „Sjálfbær“ fjarvinnsla AÐ undanförnu hefur mikið verið fjallað um það hversu erfíðlega gengur að afla verkefna fyrir þær fjarvinnslustöðvar sem settar hafa verið á fót á nokkrum stöðum utan Reykjavíkur. Þessir erfiðleikar tengjast þeirri tregðu sem öll við- leitni til að flytja störf á vegum hins opinbera út fyrir suðvesturhornið virðist mæta og gildir þar einu hvort um er að ræða heilar stofnan- ir eða einstök verkefni. Það eru óneitanlega mikil von- brigði og harla ískyggilegt að horfa upp á það að byggðapólitískar að- gerðir sem breið samstaða er um skuli eiga svo erfitt uppdráttar þeg- ar kemur að framkvæmdahliðinni. Hvað með fjarkennsluna? í framhaldi af þessu langar mig að spyrja hvort ekki megi kanna betur möguleika á starfsemi utan Reykjavíkur sem byggðist á hag- nýtingu tölvutækninnar en væri óháð ákvörðunum stjórnenda á höf- uðborgarsvæðinu um það hvort og hvenær hagnýtt sé að notfæra sér þjónustu hennar. Það sem ég hef í huga er starfsemi sem væri sjálf- bær í þeim skilningi að stjórnun hennar og rekstur yrði óháð sér- stökum byggðapólitískum stuðn- ingsaðgerðum. Eg er ekki í nokkr- um vafa um að fyrirtæki og stofnanir af slíku tagi geti átt fram- tíð fyrir sér víða úti á landsbyggð- inni og vil benda á dæmi sem ég tel að styðji þessa skoðun mína. Frá árinu 1995 hefur verið starf- rækt fjarkennsla á vegum Verk- menntaskólans á Akureyri. Upp- hafsmenn að þessu verkefni voru Haukur Ágústsson og Adam Ósk- arsson sem báðir eru starfsmenn Verkmenntaskólans. Starfsemin var smá í sniðum til að byrja með og rekin sem tilraunaverkefni fyrstu árin. Það kom strax í ljós að þörfin fyrir þjónustu af þessu tagi er mikil enda varð spurnin eftir henni miklu meiri heldur en Verkmenntaskólinn gat annað með tilliti til þeirra fjár- veitinga sem fengust til verkefnis- ins. Nú, fimm árum síðar, er staðan þannig að hátt á fimmta hundrað nemenda víðsvegar um landið (og reyndar heimsbyggðina) nýta sér þessa þjónustu Verkmenntaskólans en til að halda sér innan ramma Fjarkennsla í ljósi þess hversu al- varlegt ástand hefur skapast í byggðamálum þá höfum við tæplega efni á því að láta augljós sóknarfæri fara fram hjá okkur, segir Hálfdán Örnólfsson. Efling fjarkennslunnar er slíkt sóknarfæri. fjárheimilda hefur skólinn orðið að vísa hundruðum nemenda frá. Tugir atvinnutækifæra Það hefur oft verið bent á mikil- vægi fjarkennslunnar í tengslum við umræðu um byggðaþróun en þá hefur umræðan fyrst og fremst snúist um það hvernig hún auðveld- ar fólki í hinum dreifðu byggðum að komast til mennta. Minna hefur farið fyrir því að menn hafi skoðað hvaða þátt hún geti átt í atvinnu- uppbyggingu á landsbyggðinni. Ég tel að reynslan af fjarkennslu Verk- menntaskólans á Akureyri sýni að vænta megi mikils í þeim efnum. Á síðasta skólaári störfuðu lið- lega 70 kennarar við fjarkennslu Verkmenntaskólans. Langflestir hafa þeir fjarkennsl- una að aukastarfi með kennslu eða öðrum störfum en segja má að þetta jafngildi u.þ.b. 15 heilum ársverkum. Liðlega helmingur þessara starfa er unninn af fólki sem starfar utan veggja V erkmenntaskólans og er búsett víðs vegar um landið. Fengjust fjárveit- ingar til að sinna þeim umsækjendum sem vísa hefur þurft frá myndu skapast allt að 10 árs- verk til viðbótar. Ljóst er að fjarkennsla Verk- menntaskólans hefur nú þegar um- talsverða þýðingu fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni. Það hlýtur að sporna gegn byggðaröskun að hundruð íbúa landsbyggðarinnar skuli eiga þess kost að stunda fram- haldsskólanám án þess að rífa sig upp frá heimilum sínum. Fjar- kennslan er líka stuðningur við smærri framhaldsskóla á lands- byggðinni því hún gerir þeim kleift að bjóða nemendum sínum fjöl- breyttara nám og treystir þar með starfsgrundvöll þeirra. Því má álykta að tugir atvinnu- tækifæra á landsbyggðinni séu með beinum og óbeinum hætti háð fjar- kennslunni. Óþrjótandi þróunarverkefni Hér hefur fyrst og fremst verið vísað til starfa sem snúa beinlínis að fjarkennslunni en á það er einnig að líta að fjarkennsla er hluti upplýs- ingatæknibyltingarinnar og er sjálf viðfang hraðstígra framfara um leið og hún stuðlar að miklum breyting- um í starfsháttum skólanna. Því skapast í tengslum við fjarkennsl- una óþrjótandi verkefni sem flokka má undir þróunarstörf. Sem stend- ur eru 1-2 ársverk unnin innan Verkmenntaskólans sem segja má að séu sérstaklega launuð sem þró- unarstörf tengd fjarkennslu. Mjög hugsanlegt er að Verk- menntaskólinn á Akureyri hafi ver- ið fyrstur skóla í veröldinni til að bjóða nám til viðurkenndra próf- loka á framhaldsskóla- stigi í formi fjarkennslu. í dag virðist ljóst að skólinn bjóði fjölbreytt- ara námsframboð í fjarkennslu en þekkist á nokkru öðru byggðu bóli. Þessum árangri náði skólinn með því að nýta sér nýjustu mögu- leika á sviði tölvufjar- skipta um leið og þessir möguleikar urðu að- gengilegir almenningi. Seinustu árin hefur tækni á þessu sviði fleygt mjög fram sem kallar á aukna áherslu á vinnu við að færa hin ýmsu fög í þann búning sem best hentar til fjarkennslu og nýta þá möguleika sem til eru orðnir eða eru í sjón- máli. Ef vel ætti að vera þyrfti að stór- auka þróunarstarfið ef takast á að halda í við þá ægihröðu þróun sem er á þessu sviði. Þetta kallar á fjöl- mörg ný störf á sviði hugbúnaðar og námsgagnagerðar. Augljós sóknarfæri Ég býst við að öllum séu ljósir þeir möguleikar sem búa í þróun fjarkennslunnar ef vel er að verki staðið. Megintilefni þessa greinar- korns er hins vegar að benda á það að „sjálfbær" starfsemi sem byggir á upplýsingatækni getur hæglega dafnað utan Reykjavíkur og að frumkvæði að slíkri starfsemi getur orðið til þar ekkert síður en á höf- uðborgarsvæðinu. Ég skora á þá aðila sem um þessi mál fjalla að huga nú vandlega að því hvern þátt frekari uppbygging og þróun fjarkennslunnar getur átt í baráttunni gegn frekari röskun byggðar í landinu. Hér hafa verið leidd rök að því að slík uppbygging geti skilað skjótum árangri. í ljósi þess hversu alvarlegt ástand hefur skapast í byggðamál- um þá höfum við tæplega efni á því að láta augljós sóknarfæri fara fram hjá okkur. Efling fjarkennsl- unnar er slíkt sóknarfæri. Höfundur er aðstoðarskóla- meistari VMA. Nafli heimsins ÍSLENDINGAR, sem hlusta á hið frjálsa útvarp og fylgjast með útsendingum íslenskra sjónvarps- stöðva, ganga ekki að því gruflandi hvar nafla heimsins er að finna. Flesta daga ársins er stöðug um- fjöllun um hvers konar menningar- viðburði og freistandi tilboð, „ókeypis" þjónustu og allt það sem hugurinn girnist. Hafi hugurinn ekki verið við það sem í boði er má alltaf beita því sem kallað er mark- aðssetning og skapa ímynd sem fá- ir standast. í allri hringiðunni hleypur hver um annan þveran og fjölmiðlafólkið færir okkur stöðugt fréttir af hvað tímanum líður, hver sást með hverjum og allt svo spennandi. Ekki gleymast fréttir af veðri, færð og malbikunarfram- kvæmdum, en sjaldnast er getið á hvaða landshorni öll þessi ósköp eiga sér stað. Þess þarf ekki. Þetta - *Wk Wm w Él 1 1 - M| ! m, * * \V\ 1 1 ' . ?am. STJÓRNMÁL staf fjrrir ataf. 1 er í nafla heimsins, Reykjavíkur- borg. Einstöku sinnum berast fréttir frá öðrum landshlutum, en því miður oftar en ekki af slæmum tíð- indum, sem undirstrika hversu hættulegt og ömurlegt lífið getur verið utan naflans, og þá áréttað með landfræðilegum upplýsingum hvaða staður þetta sé og við í nafl- anum skiljum ekki hvernig fólk getur hugsað sér að búa á svona stað. Ferðahelgi Af ástæðum, sem ekki eru í frá- sögu færandi, sat ég einn heima í Reykjavík um verslunarmanna- helgina, helgi sem þjakaðir höfuð- borgarbúar og fleiri nota til að njóta þess sem okkar fagra land og dreifbýlisbúar hafa uppá að bjóða. Þetta var engin smávegis dýrð og nú brá svo við að fjölmiðlafólkið lagðist allt á eitt og dásamaði landsbyggðina og framtak heima- fólks. Veðrið var svo gott, allt var svo fallegt og allir skemmtu sér svo vel. Varla var minnst á við- burði í Reykjavík. Fréttamaður þurfti þó að skýra frá atburði, og eins og hálf afsakandi sagði hann að þetta hafi verið í Reykjavík. Allt í einu fannst mér ömurlegt að sitja fastur í þessu þorpi og fá ekki notið þess sem landið hafði að bjóða. Naflinn hafði færst til. Aðdráttarafl Satt að segja held ég að þarna liggi hundurinn grafinn. Það er hægt að færa til naílann. Það skyldi þó ekki vera markaðssetn- ing og oft innihaldslítil ímynd sem er að sporðreisa landið. Þótt sem betur fer megi finna ánægjulegar undantekningar umfjöllun af lands- byggðinni er ég hræddur um að fljót- lega falli allt í sama farið eftir þessa helgi, darraðardansinn á suðvesturhorninu hefjist á ný og aðrir landshlutar gleymast. Landsbyggðin hentar okkur ekki lengur! Ágæta fjölmiðlafólk og aðrir. Við ættum, ekki bara stundum heldur alltaf, að hafa í huga að við erum ein þjóð í einu landi og að við þurfum á hverju öðru að halda. Það er kominn tími til að kippa Reykjavikurryksugunni úr sam- Naflinn / Eg vil ekki gera lítið úr höfuðborginni, segir Snorri Siguijónsson, sem hefur margt gott að bjóða, en ég efast um að hlutfallslega fínnist hér á landi jafn margir óhamingjusamir og ein- mana en einmitt þar. bandi og snúa sér að því sem upp- byggilegt er allt í kringum landið. Á landsbyggðinni er sumar, vetur, vor og haust, sorg og gleði, alveg eins og í Reykjavík. Víða er veður- far betra, betri störf, betra fjöl- skyldulíf, merkilegri menningar- viðburðir og skemmtilegri afþrey- ing. Samgöngur fara batnandi, „punkti is“ má koma fyrir hvar sem er og það er ekkert smáveg- is sem má byggja upp í kringum netfangið, bæði í nýjum og eldri atvinnugreinum. Gef- um þessu gaum og týnum okkur ekki í eigin nafla. Sjálfur er ég fædd- ur í Reykjavík en hef þó aldrei tekið meðvit- aða ákvörðun um að búa þar, en í samfélagi nútímasamskiptatækni gæti ég unnið starf mitt hvar sem póst- samgöngur, síma- og tölvuteng- ingu er að finna og ég er ekki í vafa um að þetta á við um fjölda starfa. Fordómar Ég vil ekki gera h'tið úr höfuð- borginni, sem hefur margt gott að bjóða, en ég efast um að hlutfalls- lega finnist hér á landi jafn marg- ar óhamingjusamar og einmana sálir en einmitt þar. Á sama tíma heldur unga fólkið á landsbyggð- inni að það sé að missa af ein- hverju. Auðvitað er jafnan best að halda sig frá alhæfingum, en ég leyfi mér að nota þær hér til að undir- strika hvað ég á við. Það er hins vegar fullkomlega ástæðulaust að gera einum landshluta hærra undir höfði en öðrum. Margir eru svo stútfullir af fordómum án þess að vita af því og þannig tekist ómeð- vitað að skekkja ímynd um landið okkar. Þessa skekkju er hægt að leiðrétta með eðlilegri umfjöllun og ég spái því reyndar að áður en langt um líður verði það „inn“ að búa úti á landi. Höfundur er lögreglufulltrúi. Snorri Signrjdnsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.