Morgunblaðið - 22.08.2000, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 55
Verður stefnu-
breyting í
skattamálum?
UMRÆÐUR sem
hafa farið fram undan-
farna daga um skatta-
mál gefa tilefni til að
vekja athygli á þeirri
skattastefnu sem nú-
verandi stjómvöld hafa
rekið. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur notað
áhrifaaðstöðu sína í
valdastólum á undan-
fömum árum til að
skara eld að köku stór-
eignamanna og þeirra
sem hafa arð af við-
skiptum með einhverj-
um hætti. Óréttlæti og
mismunun skattþegna
hefur vaxið hröðum skrefum á valda-
tíma þeirra og er orðið óþolandi.
Launamenn verða að borga fulla
skatta af hverri krónu og há-
tekjuskatta ef þeii' hafa góð laun, en
þeir sem sitja yfir verðbréfa- og
hlutabréfaskránum til að grípa tæki-
færin borga einungis fjármagns-
tekjuskatt af sínum eyðslueyri.
Hér geta menn í viðskiptalífinu
rakað saman auðæfum á skömmum
tíma án þess að greiða
nokkum skatt til sam-
félagsins. Frestunar-
ákvæði skattalaganna
vegna hagnaðar duga
fullkomlega til að gefa
þeim sem hagnast vel í
viðskiptalífinu tækifæri
til að fjárfesta í nýjum
ábatasömum kostum.
Mestu auðmenn lands-
ins virðast jafnvel ekki
eiga málungi matar ef
marka má tekjur þeirra
í skattskrá. Menn geta
haft mikinn arð af við-
skiptum og notað hann
til framfæris án þess að
borga nema fjármagnstekjuskatt af
þeim hluta tekna sinna.
Betra samræmi og
réttlátara skattkerfí
Ákæra á hendur stjómvöldum
vegna skerðingar barnabóta og við-
brögð fjármálaráðherra við henni
benda til þess að eitthvað verði
krukkað í skattkerfið á komandi
vetri. Það er fagnaðarefni því það
Jóhann Ársælsson
Landssamband
eldri kylfínga -
LEK -15 ára
NÚ í ágústmánuði
(8. ágúst) em samtök
eldri kylfinga á íslandi
fimmtán ára. Þau voru
stofnuð í Borgamesi
föstudaginn 9. ágúst
1985. Fyrstu stjómina
skipuðu: formaður
Sveinn Snorrason,
meðstjórnendur: El-
ísabet Möller, Svan
Friðgeirsson, Ragnar
Steinbergsson, Ólafur
Ág. Ólafsson, Gyða Jó-
hannesdóttir og Her-
mann Magnússon.
Fyrsta verkefni
nýskipaðar stjómar
var að undirbúa þátttöku í Evrópu-
móti seníóra í Portúga) þá strax um
haustið.
Eitt aðalverkefni stjórnar LEK
hefur síðan verið að undirbúa og
standa að úrtökumótum til vals í
landslið öldunga. I fyrstu voru ein-
göngu karlar sendir, tvö sex manna
iið, annað keppti án forgjafar en hitt
með forgjöf. Síðar vora konur send-
ar til að etja kappi við kynsystur
Golf
Næstvinsælasta íþrótt
á Islandi, segir
Ríkarður Pálsson, hlýt-
ur ekki þá umfjöllun,
sem hún á skilið.
sínai- á meginlandi Evrópu. Nú í
september fara öldungar 70 ára og
eldri til Spánar á Evrópumót „mast-
er seniors" (Campeonata Europeo
master senior de golf) en nú er hald-
ið slíkt mót í fyrsta skipti í sögunni.
Stjórn LEK hefur árlega skipu-
lagt og staðið að yfir tug öldunga-
móta um land allt en þó mest á Stór-
Reykjavíkursvæðinu. Aðsóknin hef-
ur verið afar góð og eldri kylfingum
til mikils sóma. Tekjur LEK af
mótsgjöldum hafa að nokkru leyti
staðið undir kostnaði við utanfarir
landsliða. I mótum þessum hafa
kylfingar 50-54 ára spilað í svokall-
aðri bleyjudeild þar
sem kylfingar öðlast
skilning og þroska til
þess að spila með full-
þroskuðum öldungum.
Mót þessi eru
skemmtilegur vett-
vangur fyrir félagana
úr hinum ýmsu
klúbbum og kærkomið
umhverfi til að i-ifja
upp gömul kynni og
kynnast hver öðram.
Nú er að byrja ný
mótaröð eldri kylfinga.
Næsta Evrópumót fer
fram í Tékklandi
(Karlsbad og Marien-
bad) í júní 2001. Fyrstu tvö úrtöku-
mótin verða á Akureyri 19. og 20.
ágúst en hið þriðja verður á Leir-
unni 10. september. Hin mótin
verða haldin í vor.
Það er kunnugra en frá þurfi að
segja að áhugi fyrir golfi er geysi-
mikill og fer sívaxandi. Samkvæmt
opinberam tölum er fjöldi skráðra
félaga í golfklúbbum um 8.500 en
ætla má að 1.000 til 1.500 manns í
viðbót stundi í einhverjum mæli
íþróttina. Aðeins knattspyrnan er
vinsælli, 12-13 þúsund.
Golfið er eina íþróttagreinin utan
hnits og skíða, í litlum mæli, sem
eldri borgarar stunda. Eldri kylf-
ingar, karlar og kpnur, eru um 1.700
í golfklúbbum á íslandi. Stór hluti
fólks þessa hefur hætt vinnu og hef-
ur því tök á að stunda íþróttina um
miðjan dag.
Heilsufarslega er golfiðkunin
mjög æskileg. Hreyfingin er mátu-
leg og jöfn. Atján holu spil er áætlað
8-10 km gangur.
Okkur sem stöndum fyrir mótum
í golfi er óskiljanleg tregða íþrótta-
fjölmiðla að birta úrslit úr golfmót-
um þó svo að mót þessu séu auglýst
í blöðum þeirra. Næstvinsælasta
íþrótt á íslandi hlýtur ekki þá um-
fjöllun sem hún á skilið.
Að lokum óska ég öllum eldri
kylfingum skemmtunar og velfarn-
aðar á golfvellinum á þessu gróður-
ríka síðsumri.
Höfundur er forseti Landssam-
bands eldri kylfinga.
Ríkharður Pálsson
hlýtur að vekja umræðu um skatt-
kerfið í heild og þær leikreglur sem
hið opinbera hefur, með ákvæðum
skattalaga og hinum ýmsu reglum
sem snerta efnahag heimila og ein-
staklinga, búið þegnum landsins.
Kerfið er orðið alltof flókið. Það þarf
bókstaflega sérfræðiþekkingu á
hverju heimili til að ekki tapist af
rétti til bóta eða tækifæram til að
spara skattgreiðslur.
Þörf er á grandvallarbreytingu á
skattheimtunni. Þar þarf fyrst og
fremst að leggja áherslu á samræm-
ingu skatta. Það ber að líta á allai’
framfærslutekjur manna sömu aug-
Skattamál
Heildarendurskoðun á
skattkerfinu, segir
Jóhann Arsælsson, og
öllum hinum flóknu
bótakerfum hins opin-
bera er nú orðin knýj-
andi nauðsyn.
um. Verður er verkamaður launa
sinna var eitt sinn sagt. Nú væri þetta
máltæki betur orðað með því að segja
að verður sé verkamaður skatta
sinna, því að sá sem þiggur laun sín
fyrir að moka skurð er skattlagður
um 38,37 en sá sem tekur arð af
hlutabréfaeign sér til framfæris um
10%. Þetta geta ekki verið eðlilegar
leikreglur. Eðlilegast væri að með-
höndla atvinnutekjur, tekjur af eign-
um og fjármagnstekjm- með með
sama hætti.
Hátekjuskattur er tæki til jöfnun-
ar sem Sjálfstæðisflokkurinn vill af-
nema. Framsóknarflokkurinn og aðr-
ir flokkar hafa ekki tekið undir þá
kröfu. Þegar hátekjuskatturinn er
metinn með tilliti til samanburðar á
launatekjum virðist hann sanngjarn
og eðlilegur. En ef horft er yfir skatt-
kerfið í heild og það haft í huga að
aflafé þeirra sem græða í viðskiptum
er einungis skattlagt um 10% (þegar
og ef það er skattlagt) þá standast
rökin fyrir því, að þeir sem hafa hærri
laun fyrir sína vinnu borgi hærri
skattprósentu en 38,37% ekki. Það
má segja að hátekjumönnum sé mis-
munað í skattlagningu eftir því hvort
þeir þiggja tekjur sínar sem laun eða
taka þau út úr sínum atvinnurekstri
(hér ætti að líta á öll fjármagnsumsvif
til tekjuöfiunar sem atvinnurekstur)
sem fjármagnstekjur.
Þessi mismunun er nú þegar farin
að hafa þau óhrif að hátekjumenn
semja við þau fyrirtæki sem þeir
vinna hjá um að taka hluta launa
sinna í formi hlutabréfa. Hér er ekki
lagt til að hátekjuskattur verði af-
lagður en það verður að horfa yfir öll
hin margbreytilegu litbrigði skatt-
heimtu og bóta hins opinbera til að
gæta samræmis og réttlætis.
Heildarendurskoðun á skattkerf-
inu og öllum hinum flóknu bótakerf-
um hins opinbera er nú orðin knýj-
andi nauðsyn. I þeirri endurskoðun
verður grandvöllurinn að vera rétt-
læti, jöfnuður og einfaldar og skýrar
leikreglur. Það verður fróðlegt að sjá
hvort tillögur um réttlátara skatt-
kerfi nái fram að ganga eða hvort
Framsóknarflokkurinn er tilbúinn að
bera áfram ábyrgð á þeirri hróplegu
mismunun sem Sjálfstæðisflokkurinp
hefur haft forystu um að koma á við
skattheimtu í landinu.
Höfundur er alþingismaður.
Tvö góð fyrirtæki
Vínbar með dansgólfi
Vínbar til sölu sem tekur 190 manns og er aðeins opinn um
helgar og er þá með lifandi músík. Snyrtileg og góð aðstaða.
Oft er þarna mikið fjör og mikið dansað. Hægt að hafa mun
fjölbreyttari starfsemi en nú er gert. öll leyfi til staðar.
Heildverslun
Lítil heildverslun með gjafavörur og leikföng. Flytur inn frá Eng-
landi. Mikil og góð álagning. Laus strax enda besti tíminn fram-
undan.
Mikið af litlum og stórum fyrirtækjum á skrá.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
F.YRIRTÆKIflSALAN
SUÐURVE R I
SÍMAR581 2040 OG 581 4755. REYNIR ÞORGRÍMSSON.
STAPRÆNN
LJÓSMYNDALEIKUR
á mbl.is
Taktu þátt í sumaraiyndaleik sem CaJion og
<0>NÝHERJI standa fyrir á mbl.is og sendu
myndirnar þínar inn. Glæsilegir vinningar
eru í boði fyrir skemmtilegustu myndirnar.
ÞÍNAR MYNDIR Á
mbl.is
Eiguleg borðstofuhúsgögn
Sígild og falleg í miklu úrval á frábæru verði.
húsgögn
Ármúla 44
simi 553 2035