Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 22.08.2000, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ -<%2 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 20—30% afsláttur. Rúmteppi, púðar, dúkar, föt. Handunnin húsgögn.l Öðruwísi Ijós og gjafavara. Signrstjama Opið virka daga kl. 11—18 og lau. kl. 11—15 Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545 | r Haust og vetrarlistinn Laugalæk 4 Pöntunarsími 5881980 ^ www.otto.is Skóli Helgu Sigurjónsdóttur Meðalbraut 14, 200 Kópavogi Lestrarskólinn Innritun er hafin á nýtt átta vikna lestrarnámskeið fyrir fimm ára börn. Námskeiðið hefst 4. september og lýkur 26. október. Námið hentar líka börnum sem eru komin hátt á fimmta árið. Kennt verður fyrir hádegi fjórum sinnum í viku. Nánari upplýsingar og innritun í síma 554 2337. Gistiþjónusta í Boston Gistiþjónusta, „ Bed n' Breakfast" í Wellesley, Boston. Innifalið er gisting, morgunverður („continental m.m.“) og flutningur til < og frá flugvelli. Sérbaðherbergi og kapalsjónvarp fylgir hverju her- bergi. Akstursþjónusta til reiðu um Boston svæðið og víðar. (Ekki innifalið í gistiverðinu). Verð fyrir 2 manna herbergi, $ 120.00 fyrir nóttina. Verð fyrir 1 manns herbergi $ 100.00 fyrir nóttina. Afsláttur eftir 2 nætur. • Góðar lestarsamgöngur inn í hjarta Boston-borgar, (25 mínútur). • Yfir 50 golfvellir á svæðinu. • Loftslag og hiti þægilegt í september og október. • Ennfremur fjöldi sögulegra staða í Boston. • Sömuleiðis mikið úrval verslana - tilboðsverð og útsölur allan ársins hring. Vinsamlegast hafið samband við undirritaðan, Hauk. HAUKUR og INGA. 30 Abbott Road, Wellesley Hills, MA. 02481, USA. Heima-og skrifstofusími: 001-781-237-6558 Farsími: 001-781-258-9539 Fax: 001-781-237-3060 Töivupóstur: ICE-NET@MSN.com Arlð 2000 Ve I d u ^Jeit i n y a k ú s mánaðarins og þú gætir unnið kvöldverð fyrir tvo! -X- Sendist til: Morgunblaðsins, merkt "Veitingahús mánaðarins'', Kringlunni 1, 103 Reykjavík Veitingahús mánaðarins er: Nafn: Kennitala:Sími: Heimilisfang: Umsögn: ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þingvellir ÉG HÉLT að ekki væru leyfðir sumarbústaðir á Þingvöllum aðrir en þeir sem voru byggðir fyrr á tíð. Getur það því átt sér stað að útlendum auðkýf- ingi verði leyft að kaupa Valhöll og reka sumar- bústað í hjarta Þingvalla? Ég stórefast um að Islend- ingi yrði leyft að kaupa Valhöll fyrir sumarhús. Einhver í sjónvarpi eða útvarpi sagði að það besta sem Island hefði fengið frá útlöndum var að Thor Jen- sen flutti til landsins. Það má til sanns vegar færa en að bera komu hans til Is- lands saman við þennan útlending er nánast móðg- un. Thor Jensen kom hing- að fátækur ungur maður með hugsjón, kvæntist ís- lenskri stúlku og saman byggðu þau upp arðbæran búskap og sköpuðu stór- veldi, gáfu Islandi góðan arf í sonum og dætrum og enn eru a.m.k. tvö stórhýsi sem hann reisti, með merkari húsum á Islandi, Korpúlfsstaðir og Frí- kirkjuvegur nr. 11. I kvöld, 14. ágúst, voru umræður í Kastljósi varð- andi þessi fyrirhuguðu „kaup“. Enginn þeirra þriggja, sem talað var við, lagðist afdráttarlaust gegn þessum kaupum og vísuðu til eignar einstaklipga á náttúruperlum á Islandi hingað og þangað, m.a. að Dyrhólaey væri að hluta eign iandeigenda, sem lok- uðu eynni fyrir ferða- mönnum meðan æðavarp stæði yfir. Eru ferðamenn mikilvægari en æðavarp á Islandi? Látum iandeig- endur, Islendinga sem stundað hafa æðarvarp í Dyrhólaey eiga staðinn þann stutta tíma sem æða- varpið stendur yfir. Þingvellir er meira en náttúruperla. Staðurinn er sambærilegur Alþingis- húsinu og Austurveili. Niðurlæging Islands er al- ger ef Valhöll verður seld auðugum útlendingi sem sumarhús. Enda kom draugur í sjónvarpið í kvöld meðan Kastljósið stóð yfir. Var það andi erlends auðkýf- ings eða var það sagnar- andi Islands? Ingibjörg. Hvað er andmælaréttur? HVERSU mikið mega stjórnvöld íþyngja tak- mörkuðum hópi borgara án þess að þeir fái borið hönd fyrir höfuð sér? Hafa stjórnvöld ótakmarkaða heimild til að skerða kjör manna til afkomu og ræna eignum þeirra? Þetta eru spurningar sem leita á huga um þess- ar mundir þegar „glaðn- ingur“ skattstofunnar er að berast mönnum. Á síðastliðnum vetri sá ég um að útfylla skatta- skýrslu fyrir kunningja minn sem á síðasta ári hafði innan við eina millj- ón króna í samanlagðar tekjur frá lífeyrissjóði og tryggingastofnun og naut á síðasta ári fulltrúa vaxtabóta. Afkomuaðstæð- ur þessa kunningja míns höfðu í engu breyst frá næsta ári á undan, og því brá mér geysilega þegar mér varð ljóst að á þessu ári yrði ekki um neinar vaxtabætur að ræða. Það eina sem hafði breyst var að stjómvöld höfðu hækk- að mat eigna hans um tvær milljónir og þar með fellt vaxtabæturnar burt með öllu. Er þetta virkilega hægt? Getur það virkilega viðgengist að stjórnvöld sem sett hafi reglur og komið á eftirliti með því að fólk reisi sér ekki hurðar- ás um öxl við húsakaup, geti síðan komið aftan að mönnum og gert þá að vanskilamönnum og jafn- vel rænt húsum þeirra? Lítum á dæmi: Árið 1999: Fasteignamat húseignar 12,6 millj. Skuldir 9,5 millj. Nettó eign 3,1 millj. Vaxtabætur kr. 144.426.- Árið 2000: Fasteignamat húseignar kr. 14.716.800,- Skuidir (óbreyttar) 9,5 millj. Nettó eign 5.216.000.- Vaxtabætur kr. 0 Þessi niðurfelling vaxta- bóta er gífurleg kjara- skerðing fyrir fólk sem hefur ekki nema ca 70 til 80 þúsund á mánuði og er þó ekki allt talið. Til við- bótar er nefnilega hækkun fasteignagjaldsins og við- bótar eignaskattur. Þarna er verið að tala um 30- 40% af þeim tekjum sem til ráðstöfunar eru þegar greiddir hafa verið vextir, afborganir og skattar. Ég vil að lokum beina þeirri áskorun til þeirra stjórnvalda sem þessum málum ráða að þau vindi nú bráðan bug að því að leiðrétta þetta hróplega ranglæti. Baldur Böðvarsson. Þakklæti fyrir gott krem ÉG vil koma á framfæri þakklæti til framleiðenda SD-sjávar- og jurta- smyrsl. Ég byrjaði að nota smyrslið að staðaldri í eitt ár vegna þurrkbletta í húðinni. Þetta hefur borið stórkostlegan árangur. Ég nota smyrslið sem raka- krem á hverjum degi. Það gengur vel inn í húðina sem fær mýkri og sléttari áferð. Einnig er gott að bera það á allan líkamann. Smyrslið er mjög gott við sólbruna, brúnkan helst iíka lengur á líkamanum. Smyrslið er gott á öll sár sem ég hef tekið eftir að eru mikiu fljótari að gróa þannig að smyrslið er mjög alhliða. Ég vil hvetja alla þá sem vilja varðveita og vernda húðina, sem er okkar stærsta iíffæri, að prófa þessa frábæru vöru sem er 100% náttúruafurð. Guðfinna Gústafsdóttir. Tapad/fundið Silfurarmband týndist AÐFARANÓTT 13. ágúst á Klaustrinu eða á leið nið- ur í Lækjargötu týndist 50 ára gamalt silfurarmband. Armbandið hefur mikið tilfinningaiegt gildi fyrir eigandann. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 555-1534. Fundariaun. Hjól í óskilum HJÓL er í óskilum í Lang- holtshverfi. Upplýsingar í síma 553-4784. Munir í óskilum UNGBARNATEPPI úr gæru fannst 4. ágúst við Klapparstíg. Á svipuðum stað fannst bakpoki fullur af fötum og skóm. Upp- lýsingar í síma 551-0332. Hvít skjalamappa týndist HVÍT skjalamappa týnd- ist á leiðinni frá Hólum í Breiðholti að Landspítala við Hringbraut. Skilvís finnandi hafi samband í síma 866-7537. Dýrahald Köttur í óskilum UNGUR köttur fannst sl. sunnudag í Guðmundar- lundi, skógarreit skammt frá hesthúsahverfinu á Vatnsenda. Hann er svart- ur með hvítar loppur og trýni og smárifa er á öðru eyranu. Bláleit hálsól er á honum en engin merki. Hann er mikil kelirófa og greiniléga góðu vanur. Reynt verður að koma honum í Kattholt. Upplýs- ingar í síma 554-1039. Víkverji skrifar... REYKJAVÍK er sannkölluð menningarborg. Það sannaðist síðastliðinn laugardag. Glæsileg dagskrá menningarnætur, sem lauk með stórbrotinni flugeldasýn- ingu. Víkverji hefur aldrei séð ann- an eins fjölda fólks samankominn í höfuðborginni og reyndar má segja að borgin hafi tæpast ráðið við all- an þennan fjölda. Víkverji hefur aldrei séð jafnmargt fólk í biðröð- um fyrir utan skemmtistaði og ör- ugglega hafa margir þurft frá að hverfa og ekki notið þeirra listvið- burða, sem upp á var boðið. Það var ekki bara erfitt að komast í bæinn vegna umferðar, heldur reyndist mjög erfitt að komast úr bænum aftur og greinilega var ekki nægi- lega vel staðið að strætisvagnaferð- um úr borginni um nóttina. Talið er að um 50.000 manns hafi verið í bænum þegar mest var. Svo miklum fjölda fylgir því miður tölu- verður sóðaskapur, en starfsmenn hreinsunardeildar borgarinnar voru fljótir að taka til og um hádeg- isbilið á sunnudag var ekki hægt að sjá að allt þetta fólk hefði verið á ferðinni um nóttina. xxx AÐ er víða hægt að fá góðan mat á íslandi, þótt ruslfæðið sé áberandi, einkum við þjóðveg- inn. Það hefur komið Víkverja þægilega á óvart hve góðan mat er boðið upp á á veitingastaðnum Haf- urbirninum í Grindavík. Víkverji hefur snætt þar nokkrum sinnum og ætíð fengið mjög góðan mat og fallega fram borinn. Matreiðslan og þjónustan stendur hvergi að baki því sem býðst á svokölluðum betri veitingastöðum í höfuðborginni, munurinn er aðeins sá að verðinu á Hafurbirninum er stillt í hóf. XXX NÚ er boltinn byrjaður að rúlla í Bretlandi og spennan að auk- ast hér heima. Mikið er talað um dómgæzlu og sýnist eðlilega sitt hverjum. Mest virðist rætt um það hvernig megi koma í veg fyrir kjaftbrúk leikmanna, þegar þeir eru ekki sáttir við dómarann. Vík- verja þykir allt of langt gengið í refsingum fyrir ljótt orðbragð. Menn fjúka umsvifalaust út af fyrir að láta dómarann vita að þeir séu ósáttir við ákvörðun hans, en hanga þess í stað inni á vellinum þrátt fyr- ir svo grófan leik að jaðrar við lík- amsárás. Víkverji telur reyndar að það að ausa skömmum yfir dóm- arana sé ljótur siður. Hann reynir að gera sitt bezta eins og aðrir á vellinum, en hann hlýtur að þola það þótt einhver skammist í hon- um. Það hefur engin áhrif á leikinn og leikmenn hljóta að mega segja skoðun sína, en auðvitað eiga þeir að gera það á kurteislegan hátt. UMHVERFISMÁL eru ofar- lega á baugi nú og sýnist þar sitt hverjum að vanda. Nú er gleðilegt lífsmark með fiskeldi, sem eftir allar þrenging- arnar virðist geta gengið nokkuð vel. Eldi í svokölluðum strand- stöðvum er dýrt, en kvíaeldi í sjó mun ódýrara. Hins vegar er sjó- kvíaeldi erfitt vegna veðurs og hamfara sjávarins og brenndu margir sig á því í bernsku atvinnu- greinarinnar. Nú er byrjað að stunda svokallað skiptieldi, en þá er fiskurinn fyrst alinn í landi, en svo settur í sjókvíar yfir sumarið og alinn þar til slát- urstærðar. Þetta virðist góður kostur, en sumir stangveiðimenn telja að banna eigi laxeldi í sjó vegna meintrar hættu á því að eld- isfiskur sleppi úr kvíum og geti haft neikvæð áhrif á villta laxa- stofna og dregið úr veiði. Það er hins vegar ekkert sem bendir til að svo sé. Það er ljóst að hvergi er hægt að útskýra slaka laxveiði í sumar með því að eldi í sjó hafi dregið úr henni. Það hefur nánast ekkert eldi í sjó verið hér um ára- bil. í Noregi eru nú allar ár fullar af laxi þrátt fyrir að eldi á laxi í sjó hafi þar aldrei verið meira. Víkverji telur að stangveiðimenn verði að finna aðrar skýringar á slakri veiði í stað þess að hengja bakara fyrir smið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.