Morgunblaðið - 22.08.2000, Page 65

Morgunblaðið - 22.08.2000, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM ÞRIÐJUDAGUR 22, ÁGÚST 2000 Name of the Rose, eða Nafn Rósarinnar gerði Annaud eftir samnefndri sögu Umbertos Ecos. Til stóð að Quest For Fire yrði mynduð á Islandi en á endanum vai'ð Kanada fyrir valinu. JEAN-JACQUES ANNAUD HILDARLEIKUR síðari heimsstyrj- aldarinnar er farin að Qarlægjast huga manna og full þörf á að rifja upp þær skelfingar fyrir heimsbyggðinni. Einkum yngri kyn- slóðum sem verða að vera meðvitaðar um hversu grunnt er á grimmd og illsku mannskepn- unnar. Franski leik- syóri Jean-Jacques Annad er einn þeirra sem eru á varðbergi, er að gera mynd um cina örlagarikustu at- burði þessa ógnar- lega stríðs, orrust- una um Stalíngrad. Atökin um borgina (sem hefur eftir fall harðstjórans, endur- Franska leikstjóranum og Islandsvininum Jean-Jacq- ues Annaud þótti það mjög miður, að sögn Gísla Gests- sonar, að fá ekki tækifæri til að Ijúka tökum Leitar- innar að eldinum í haustlit- um Þórsmerkur og á há- lendisbrúninni. Hann heiðraði okkur með nær- veru sinni á frumsýningu Bjarnarins. heimt sittt gamla nafn, Volgograd), voru ein þau afdrifaríkustu í stríð- inu. Hér stöðvuðu fræknir Sov- étmenn framsókn Þjóðverja á aust- urvígstöðvunum og upp úr því fór að halla undan fæti. Nýjasta mynd- in hans Annauds nefnist Enemy a t the Gates, og fjallar um þessi mögn- uðu þáttaskil í veraldarsögunni með rómantísku, sannsögulegu ív- afi. Aðalpersónan Vassili (Jude Law), rússnesk leyniskytta sem banaði yfir 140 úr óvinaliðinu, sem fórnaði kvartmilljón manna í þess- um hryllingi og á annað hundrað þús- und þýskra her- manna var tekið til fanga. Samnefndar endurminningar Ieyniskyttunnar komu út 1973, en slíkt orð fór af Vass- ili í orrustunni um borgina að Þjóðverj- ar sendu sína fær- ustu skyttu (Ed Harris), til að kála þessum erkióvini Þriðja ríkisins. Þeir háðu sitt einkastríð í rústum Stalingrad. Myndin er sú dýr- asta sem gerð hefur verið fyrir evrópskt fjáimagn, kostnað- urinn nálgast 100 milljónir dala, frumsýningin verð- ur í desember. Sú staðreynd hlýtur að gleðja Annaud sérstaklega því hann lét svo um mælt fyrir örfáum árum að Bandaríkin væru eina landið sem hefði efni á að gera stór- myndir. „Menning þeirra er orðin heimsmenning. Ég veit að það er ekki sársaukalaust að viðurkenna það, en þegar einhver er veikur verður að byija á að greina sjúk- dóminn til að geta læknað hann.“ Forvitnilegt verður að sjá árang- urinn og óskandi að Enemy at the Gate verði til þess að koma þessum persónulega og mikilhæfa frans- Sígild myndbönd leitin að eldinum - LA GUERRE DU FEU (1981) Til stóð að mynda „Leitina að eld- inum“ hérlendis, en af því varð ekki. Það kemur þó ekki í veg fyrir að myndin er stórfengleg á allan hátt í bæði grimmri og miskunnarlausri en líka skoplegri lýsingu á forfeðr- um okkar og leit þeirra að eldi. Eftir að slokknað hefur í hinni dýrmætu höfuðskepnu hjá kynþætti einum fyrir tugum þúsunda ára leggja þrír þeir stæltustu af stað yfir landið og lenda í heilmiklum ævintýrum í leit að lífsnauðsyninni, eldinum. Verður margt á vegi þeirra eins og forsögu- leg ljón, mannætur og mammútar en öllu er þessu lýst með skemmti- legum ævintýrablæ þótt myndin sé alls ekki ætluð börnum. Gervin eru frábær og myndatakan einnig og breski rithöfundurinn Anthony Burgess var fenginn til að búa til forsögulegt mál í myndina. BJÖRNINN 1988 ★★★% Stórfengleg dýralífsmynd með ósviknum björnum í aðalhlutverk- um. Kvikmyndagerðin hlýtur því að teljast minni háttar afrek í kvik- myndasögunni. Segir af ævintýrum í harðsnúinni lífsbaráttu umkomu- lauss bjarnarunga (þjálfun dýranna tók ein fjögur ár), og er myndin sýnd frá sjónarhorni ungans. Frá æsku til þroska, gleði hans og sorg- um, uns bangsi er samþykktur inn í bjarndýrasamfélagið. Myndin býr yfir töfrandi sakleysi og heiðarleika sem er næsta óvenjulegur í kvik- myndum. Veiðimaðurinn er hættu- legasta dýr merkurinnar, öfugt við það sem kvikmyndahúsagestir eiga að venjast. Gullfalleg fyrir auga og og önnur skilningarvit og fór sigur- för um heiminn. NAFN RÓSARINNAR - LE NOM DE LA ROSE (1986) ★★★‘A Morð er framið í afskekktu munkaklaustri á miðöldum. Einn munkanna fellur úr klausturturnin- um, var það slys, sjálfsmorð eða glæpaverk? Fenginn er kunnur rannsóknarmaður úr munkastétt (Sean Connery), til að kanna málið, á meðan týna fleiri klausturbúar lífi. Óvenjulegt umhverfi morðgátu, sem vísar til Sherlocks Holmes (að- stoðarmunkurinn á svipuðum slóð- um og Watson). Spennandi, ná- kvæm í sögulegum skilningi, vandvirknisleg og falleg fyrir aug- að. Connery, F. Murray Abraham og Ron Perlman styrkja myndina og Christian Slater ekki sem verst- ur í einu sínu fyrsta hlutverki sem aðstoðarmunkurinn. Sæbjörn Valdimarsson manni aftur á sporið. Annaud er fæddur á stríðsárun- um, nánar tiltekið 1. október 1943, í Draveil, Frakklandi. Gekk ungur í herinn þar sem hann lærði undir- stöðuatriðin í kvikmyndagerð en lauk náminu við IDHEC í París. Gerði allmargar kennslumyndir fyrir franska herinn og mýgrút auglýsinga áður en hann tókst á við frumraunina, La Victoir en Chant- ant - Svart/hvítt ílit (76). Annaud kom með hvelli inní kvikmynda- heiminn, Svart/hvít í lit, sem hann t,ók í fyrrum, frönsku nýlendunni Filabeinsströndinni, vann til Óskarsverðlauna sem besta erlenda mynd ársins. Sögulegir atburðir, jafnvel for- sögulegir, eru leikstjóranum kær- komið yrkisefni og hann aftekur að fegra þær sýnir með farða og fölsk- um sviðum. Næsta mynd hans, Leit- in að eidinum (’81), gerist einmitt fyrir einum 80 þúsund árum, og lýs- ir myndin glögglega þessari virð- ingarverðu viðleitni. Myndin gerði fransmanninn að einum kunnasta leikstjóra hérlendis, því til stóð að taka myndina að talsverðum hluta í Þórsmörk og víðar. Annaud kom til landsins nokkrum sinnum og undir- bjó jarðveginn með aðstoð Víðsjár, fyrirtækis Gísla Gestssonar, en því miður breyttust þær áætlanir okk- ur í óhag. Um þessar mundir var myndbandavæðingin í stórsókn, einn angi hennar varð til þess að Fox gafst upp á kröfum leikara sem þá sóttu fast hlutdeild í ágóða af myndbandarétti. Fóru í hálfsárs verkfall (án árangurs), og Fox seldi Bank of Canada kvikmyndaréttinn. Annað stórvirki, Nafn rósarinn- ar, var frumsýnd 86. Aftur hvarf leikstjórinn aftur í tíma en mun skemra, eðatil 15. aldarinnar. Myndin gerist meðal munka í klaustri á Italíu. Báðar unnu mynd- imar til frönsku Cesarverðlaun- anna og þau þriðu hlaut Annaud fyrir Björninn, dýralífsmyndina góðu, árið 1989. Því næst fékkst Annaud við efni- við af allt öðrum toga og skorti illi- lega mikilleika fyrri verka. Eisk- huginn - L Amant (92), segir af eldheitu ástarsambandi franskrar táningsstúlku og kínversks eldri manns í Indókína (Víetnam), á þriðja tug aldarinnar. Djörf, opinská, og allt það. Fallega tekin en náttúru- laus. Ástarsenumar með þeim c(jarf- ari en ámóta kynæsandi og þáttur með Simpson-fjölskyldunni. Wings of Courage (95), kemst á ~ blöð sögunnar fyrir það eitt að vera fyrsta, leikna, langa myndin tekin í nýrri byltingarkenndri tækni sem nefnist IMAX 3-D. Að öðru leyti þykir hún lítið áhugaverð lýsing á þó ævintýralegu lífi frumkvöðulsins og flugkappans Henri Guillaumet (Craig Sheffer). Ilollywood fékk Annaud til liðs við sig í annarri mynd um ævin- týramann, Austurríkismanninn Heinrich Harrer (Brad Pitt), stríðs- fanga Breta á Indlandi á tímum síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Harrer var kunnur fjallgöngugarpur og útivistarmaður sem tókst að strjúka ásamt félaga sínum til Tíbet. Á þaki heimsins lenti hann í undarlegrií V atburðarás. Eftir að hafa þraukað langdvölum í auðninni varð hann m.a. kennari hins unga Dalai Lama. Myndin er stórkostleg fyrir augað, líkt og allar myndir Annauds, en er plöguð af hliðarsögum og kemst ekki í gang fyrr en um seinan. Annaud hefur verið viðriðinn handrit flestra mynda sinna og skrifaði að auki myndina Running Free, sem sýnd verður á árinu. Nú um stundir bíða menn spenntir jóla- frumsýningar Enemy at the G;Ue,. MYNDASAGA VIKUNNAR 1 - . Stríðsminningar guðföðurins Last Day In Vietnam eftir Will Eisner. I bókinni eru sex endur- minngar Eisner frá stríðstímum, þar af fimm úr Víetnam-stríðinu þar sem höfundur vann sem frétt- aritari. Bókin er gefin út af Dark Horse Comics árið 2000. Fæst í myndasöguverslun Nexus VI. GUÐFAÐIR þeirra strauma sem eru nú ráðandi í myndasögugerð heitir Will Eisner. Hann er fæddur árið 1917 og er enn að. Það var á bernskuárum myndasögunnar, ár- ið 1941, sem Eisner fékk þá hug- mynd að gera sextán blaðsíðna myndasögublað sem myndi fylgja með sunnudagsdagblöðum. í hverju blaði voru þrjár sögur og þar af var alltaf ein sjö blaðsíðna saga um Andann, eða „The Spirit". Hinn svokallaði Andi var í raun fyrrverandi lögreglumaðurinn Dennis Colt sem hafði verið talinn af þegar vitfirrtur vísindamaður kom honum fyrir kattarnef með dularfullri efnablöndu sinni. Raunin var önnur því blandan brögðótta hafði einungis sent hetjuna í eins konar dásvefn sem hún vaknaði upp af. Sögurnar um Andann þóttu afar sérstakar á sínum tíma, ekki bara fyrir óaðfinnandi teiknistíl þeirra heldur líka fyrir frumlega sögugerð. Eisner bjó til hetju sem barðist við glæpi en klæddist þó venjulegum fatnaði (fyrir utan litla grímu sem hetjan bar yfir augunum). Andinn hafði enga ofurkrafta né undratæki, ekki einu sinni sitt eigið farartæki. Hann bjó í kirkjugarði og í þessum sögum var hetjan ekki alltaf sigur- sæl að lokum, ef hún kom þá fram í sögunum yfir höfuð því oft var And- asu LAST m VIEB IN nm inn einungis aukapersóna í þessum sögum sem báru þó nafn hans. Eisner varð fljótlega mjög virtur fyrir vinnu sína og hann varð fyrstur manna til þess að flokka bækur sínar sem „myndrænar skáldsögur" (graphic novels) sem hann gerði árið 1978 og varð þannig brautryðjandi í þeirri baráttu myndasagnahöfunda að öðlast almenna viðurkenningu innan bókmenntaheimsins. Bókin innihélt endurminningar hans frá uppvaxtarárum sínum í Bronx hverf- inu í New York um 1930. Eisner er það virtur innan myndasögugeirans að hin árlegu myndasöguverðlaun heita í höfuðið á honum (þ.e. eins konar Pulitzer-verðlaun mynda- söguhöfunda. Reyndar hefur þó ein myndasaga unnið Pulitzer- verðlaunin en það var „Maus“ eftir Art Spiegel- man). Mesti heiður sem myndasöguhöfundur getur öðlast í dag er að verða Eisner-verðlaunahafi. Þrátt fyrir að vera orðinn 83 ára gamall er Eisner ekki af baki dottinn. I nýjustu bók sinni rifjar Eisner upp nokkur atvik frá þeim árum, þegar hann vann við að skrifa í fréttasnepla her- búða. Hann fór í Kóreu- stríðið árið 1954 og í Víetnamstríðið árið 1967.-* - í bókinni er að finna sex sögur og eru fimm þeirra reynslusögur frá Víetnam. Allar eru þær mjög stuttar, auðlesnar og líklegast ein- faldaðar en ná þó með ótrúlegri fimi að fanga hinar fjölmörgu hliðar stríðsins. Þessi bók segir ekki helfar- arsögu, þótt hún taki oft á mjög al- varlegum hlutum, því hún sýnir oft afar spaugilega hlið á öllum alvarleg- heitunum. Lesandinn áttar sig á því hve nauðsynlegt það er fyrir her- menn að halda heljartaki í kímnigáf- una, því enginn vill vera staddu/JU helvíti ef hann getur ekki fundið neitt til þess að brosa yfir. Án kímni- gáfunar og ólifnaðarins hefðu her- mennirnir líklegast ekkert til þess að halda sér gangandi nema þá von um að komast kannski einhvern tímann aftur heim. Birgir Örn Steinarssbn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.