Morgunblaðið - 17.09.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.09.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 213. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Thorpe sigursæll Bretland Konung- leg- for- dæming ÓLYMPÍULEIKARNIR í Sydney í Ástralfu voru settir á föstudag og hófust leikamir sfðan í gær m.a. með keppni í 400 metra skriðsundi. Það var Ástralinn Ian Thorpe sem þar fór með sigur af hólmi og setti hann heimsmet í greininni er hann synti vegalengdina á 3,40:59 mínútum. Thorpe hlaut þá einnig önnur gullverðlaun á Ólympíuleik- unum í gær og voru þau verðlaun fyrir 4x100 metra boðsund karla, en í þeim flokki setti ástralska sveitin heimsmet. Eldsneytisdeilan talin í rénun Mikil ásókn í eldsneyti í Bretlandi London. AFP. BIFREIÐAEIGENDUR í Bret- landi eltu í gær flutningabíla með eldsneyti í von um að geta fyllt á tanka sína að því er AFP-frétta- stofan greindi frá. Um það bil einn fjórði allra bensínstöðva í landinu var starfhæfur og var ásóknin í eldsneyti slík að dælur bensín- stöðva tæmdust jafnóðum og þær voru fylltar. „Vandinn er sá að strax og það er búið að fylla tanka bensínstöðv- ar þá er búið að tæma þá á ný,“ sagði talsmaður Shell-olíufyrirtæk- isins. „Flutningabílunum er fylgt eftir langar leiðar af stórum hópi ökumanna til að sjá hvert næsta sending fari.“ Læknum, sjúkra- og slökkviliðsbílum var þó veittur for- gangur og hvatti breska lögreglan í gær fólk til að sýna stillingu. í Svíþjóð safnaðist hópur flutn- ingabílstjóra við ferjuna í Hels- ingjaborg til að mótmæla háu verði á díselolíu og hindruðu mót- mælendur flutningabfla, sem ekki báru lyf eða fersk matvæli, í að halda leiðar sinnar. Fleiri höfðu þá safnast saman í Málmey til að hindra umferð milli Svíþjóðar og Þýskalands að því er TT-frétta- stofan greindi frá og sagði tals- maður sambands flutningabflstjóra að búast mætti einnig við svipuð- um aðgerðum í bæði Trelleborg og Gautaborg. I Þýskalandi, á Irlandi og Spáni var hins vegar allt með kyrrum kjörum eftir mótmælaaðgerðirnar á föstudag og var ekki tilkynnt um að neinna frekari aðgerða væri að vænta á næstunni. í Noregi tilkynntu flutningabíl- stjórar og samtök ökumanna hins vegar að þeir hefðu hug á að standa fyrir aðgerðum og hindra aðgang að fimm stærstu olíustöðv- um landsins á mánudag. Filippseysk stjórnvöld grípa til aðgerða í gíslamálinu Ráðist gegn upp- reisnarmönnum Manila, Jolo. AP, AFP, Reuters. ELISABET Bretadrottning og Karl Bretaprins hafa fordæmt Patrick Jephson, fyrrum að- stoðarmann Díönu prins- essu, fyrir að hafa hug á að gefa út bók sem fjallar um hjónaband þeirra Karls og Díönu. „Drottning- in og prinsinn af Wales harma innilega þá ákvörðun Jephsons að gefa út bók sína,“ sagði í yfirlýsingu frá höllinni. „Hvert sem innihald bókarinn- ar kann að vera þá er hún lfldeg til að vekja á ný upp getgátur um líf prinsessunnar sem munu ekki þjóna öðrum tilgangi en að valda prinsunum William og Harry og fjölskyldu prinsess- unnar sárindum.“ Utkoma bókarinnar hefur vakið töluvert umtal í Bretlandi og sagði í dagblaðinu Daily Telegraph í gær að það eitt að drottningin haf! séð ástæðu til að skipta sér persónulega af málinu, gefi skýrt til kynna hve alvarlegum augum bókin sé lit- in af konungsfjölskyldunni. FILIPPSEYSKAR hersveitir réðust í gær gegn uppreisnarmönnum músl- ima á Jolo-eyju í því skyni að reyna að bjarga 19 gíslum sem þar hafa verið í haldi. Arás hersveitanna hófst snemma í gærmorgun að staðartíma og var í gærdag ekki vitað um örlög gísla eða uppreisnarmanna þar sem fjarskiptasamband við eyjuna lá niðri. Að sögn Reuters-fréttastofunn- ar hafði hersveitum þó tekist að taka 18 uppreisnarmenn höndum er þeir reyndu að flýja eyjuna. Þúsundir hermanna tóku þátt í árásinni á Jolo og hafði undirbúning- ur vel vopnaðra sveita staðið undan- fama viku. „Hersveitimar era nú þannig staðsettar að þær geti náð sambandi við þau svæði þar sem gísl- unum er haldið,“ sagði Ricardo Puno, talsmaður Joseph Estrada, forseta Filippseyja. Puno neitaði að ræða einstök atriði aðgerðarinnar en sagð- ist búast við að málinu lyki fljótlega. Símasambandslaust var við eyjuna en að sögn íbúa Jolo hafði fjöldi fólks flúið frá árásarsvæðum til höfuðborg- ar eyjarinnar. Fólk fylkti sér þar inn í verslanir til að njóta húsaskjóls en samgöngur við Jolo hafa einnig verið rofnar meðan á aðgerðum hersins stendur. íbúar sögðu vitað að nokkrii- hefðu farist og margir særst í árásum hersins. Slíkar upplýsingar hafa þó ekki fengist staðfestar af hemum. Að sögn Estrada íyrirskipaði hann árásina eftir að uppreisnarliðar þeir sem kenna sig við Abu Sayyaf tóku þrjá nýja gísla sl. sunnudag. „Nú er mælirinn fullur. Við munum ekki líða mannræningjum og öðram glæpa- mönnum að hæðast að lögum okkar og ógna lífi fólks,“ sagði Estrada. Njóta stuðnings Stuðningur við að gripið yrði til að- gerða gegn uppreisnarmönnum hef- ur vaxið töluvert frá gíslatökunni sl. sunnudag. En áður höfðu uppreisnar- menn Abu Sayyaf heitið að taka ekki fleiri gísla á meðan á samningavið- ræðum stæði. Uppreisnarmennimir hafa áður hótað að taka gísla sína af lífi ef á þá yrði ráðist og hefur Jacqu- es Chirac Frakklandsforseti lýst yfir áhyggjum af örlögum tveggja Frakka sem era meðal gíslanna. Lafði Diana S I viðjum vanans Spáð I gerd spila BRAKANDI, TEYGJANLEGT OGBRAGÐGOTT Noregur Yfir þriðj- ungnr styð- ur Hagen YFIR þriðjungur allra kjósenda í Noregi, 34,2%, styður nú Framfara- flokk Carls I. Hagens, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Aftenposten birti nýlega. Verka- mannaflokkur Jens Stoltenbergs forsætisráðherra mælist hins vegar aðeins með 22% fylgi. Ef kosið yrði nú, myndi sam- kvæmt könnuninni Framfaraflokk- inn og íhaldsflokkinn Hoyre aðeins skorta eitt þingsæti til að fá hreinan meirihluta á Stórþinginu. Þingflokk- ur Framfaraflokksins myndi næst- um tvöfaldast að stærð. Athygli vek- ur einnig, að samkvæmt sérstakri könnun sem gerð var meðal meðlima í norska alþýðusambandinu styðja nú 39% þeirra Framfaraflokkinn, sex prósentustigum fleiri en segjast myndu styðja Verkamannaflokkinn. í könnuninni vora stuðningsmenn Framfaraflokksins einnig spurðii- sérstaklega um helztu ástæður fyrir vali sínu. 32% gáfu upp stefnu flokksins í heilbrigðismálum og mál- efnum aldraðra og 28% óánægju með aðra flokka. Þrátt fyrir áber- andi mikla óánægju með hátt benzín- verð að undanfömu gera þó aðeins 13% aðspurðra stuðningsmanna Framfai'aflokksins skattheimtu af eldsneyti að veigamesta atriðinu. MORGUNBLAÐH) 17. SEPTEMBER 2000 511690900 090000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.