Morgunblaðið - 17.09.2000, Side 2
2 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ferðamálastjóri segir um þróun ferðaþjónustu í höfuðborginni
Skortur á gistirými kann
að hamla uppbyggingu
ÞRÁTT íyrir aukin umsvif í ferða-
þjónustu hér á landi og að miklum
fjármunum sé veitt í markaðssetn-
ingu á Islandi erlendis eykst gistirými
ekki í Reykjavík að sama skapi.
Magnús Oddsson ferðamálastjóri
telur að þessi þróun geti skapað
vanda innan fárra ára. Þetta kom
fram í ávarpi hans á ferðakaupstefn-
unni Vest Norden sem haldin var hér
á landi og lauk í gær.
„Stóraukin umsvif í ferðaþjónustu
hljóta að krefjast uppbyggingar í
móttöku ferðamanna. Svo virðist sem
ekki muni koma inn stórir nýir gist-
istaðir á höfuðborgarsvæðinu á allra
næstu árum eins og áformað hafði
verið. Það var til dæmis gert ráð fyrir
að hótelið Dalur yrði opnað við Suð-
urlandsbraut á þessu ári en þar verð-
ur skrifstofubygging í staðinn. Þá
voru uppi áform um að stækka hótel
Mar við Brautarholt og stækka
Grand Hótel á næsta ári. Olíklegt er
að af því verði á settum tíma. Enn
fremur voru ráðgerðar stækkanir á
öðrum hótelum síðar og það er spum-
ing hvenær af þeim verður.“
Annað með íjármuni
Magnús segir að þegar til kom hafi
ekki tekist að fjármagna þessar hótel-
byggingar eða stækkanir þ.s. fjárfest-
ar hafi séð sér hag í að fara annað með
fjármuni sína.
„Það er ekki hægt að neita því að
þetta ástand vekur nokkum ugg með
okkur sem störfum í ferðaþjónustu og
við teljum að það geti orðið þröskuld-
ur í ferðauppbyggingu innan örfárra
ára. Það má ekki gleyma því að þó
uppbygging sé mikil á landsbyggðinni
þá er Reykjavík ákveðin dreifingar-
miðstöð fyrir landið. Þetta helst allt í
hendur þannig að aukið gistirými í
Reykjavík skapar frekari forsendur
fyrir aukinni nýtingu á landsbyggð-
inni.“
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Vonbrigði í Sydney
FIMLEIKAMAÐURINN Rúnar Alexandersson
er úr leik á Ólympíuleikunum í Sydney. Æf-
ing hans á bogahesti mistókst, en það er hans
besta grein. Rúnar datt tvívegis af hestinum
og fékk næstlægstu einkunn keppenda. Hann
varð í 50. sæti af 97 keppendum en 36 efstu
komust áfram í keppni í fjölþraut og átta
efstu í einstökum greinum komust áfram í úr-
slit.
Rúnar sagði að hann hefði orðið fyrir gríð-
arlegum vonbrigðum og hefði engar skýring-
ar á því hvernig fór nema helst þá að hann
hefði ætlað sér um of. Sundmennirnir Eydís
Konráðsdóttir og Hjalti Guðmundsson voru
einnig Iangt frá sfnu besta í sinum greinum
og eru úr leik.
■ Aftarlega/15
Gistinótt-
um fjölgaði
um rúm 9%
í fyrra
HAGSTOFAN hefur gefið út ritið
Gistiskýrslm- 1999. Ritið hefur að
geyma margvíslegar upplýsingar í
töflum og myndum um fjölda gisti-
nátta, gestakoma, gistirými, nýtingu
þess og streymi ferðamanna til lands-
ins. Upplýsingarnai- eru sundurliðað-
ar eftir tegund gististaða, landsvæð-
um, rfldsfangi gesta og tímabilum.
Af niðurstöðum úr ritinu má m.a.
nefna eftirfarandi.
Gistinóttum fjölgaði um 144 þús-
und á milli áranna 1998 og 1999, úr
1.541 þúsundi í 1.685 þúsund, eða um
rúmlega 9%. Þar af var fjölgun gisti-
nátta á hótelum og gistiheimilum um
83 þúsund (8% fjölgun), eða tæplega
58% heildaraukningarinnar. Um 70%
gistinátta árið 1999 voru í þessum
flokki. Gistinóttum fjölgaði í nær öll-
um tegundum gistingar á milli ár-
anna 1998 og 1999.
Heildarfjöldi gistinátta hefur auk-
ist jafnt og þétt allt frá því gisti-
náttatalning Hagstofunnai- hófst. Frá
árinu 1996 til ársins 1999 hefur gisti-
nóttum fjölgað um rúmlega 336 þús-
und eða um tæplega 25%. Þar af
fjölgaði gistinóttum á hótelum og
gistiheimilum um tæplega 288 þús-
und (32%) sem eru tæplega 86%
heildaraukningarinnar. Ai-ið 1996
voru 66% gistinátta á hótelum og
gistiheimilum og 20% á tjaldsvæðum.
Arið 1999 eru hlutföllin 70% á hótel-
um og gistiheimilum og 17% á tjald-
svæðum. Val á gistingu hefur því
færst frá tjaldsvæðum yfir í hærra
þjónustustig, s.s. hótel og gistiheimili.
Hótel og gistiheimili voru 254 árið
1999, einu fleiri en árið 1998. Her-
bergjum fjölgaði milli áranna 1998 og
1999 um 193 (3% fjölgun) og rúmum
um 441 (4%). Árið 1999 var fjöldi
gistinátta á hótelum og gistiheimilum
1.183 þús, sem er fjölgun um tæplega
8% frá fyrra ári. Hlutfallsleg aukning
var mest í febrúar, 14%, en aukningin
var líka töluverð í apríl (13%) og júlí
(12%). Samdráttur varð hins vegar í
nóvember (1%). Nýting gistirýmis
batnaði á hótelum og gistiheimilum á
milli áranna 1998 og 1999.
Vatn á Hólma-
vík laust við
kampýlóbakter
FYRSTU niðurstöður rannsókna á
sýnum, sem tekin voru úr vatnsból-
um á Hólmavík í vikunni, benda til
þess að vatnið sé laust við kampýló-
bakter, að sögn Antons Helgasonar,
heilbrigðisfulltrúa á Vestfjörðum.
Von er á endanlegum niðurstöðum
um helgina. Ibúar voru þó áfram
beðnir um að sjóða neysluvatn og
starfsemi fiskvinnslu- og sláturhúss
lá ennþá niðri í gær. Anton segir að
fáist niðurstöður staðfestar um að
vatnið sé hreint af bakteríunni, taki
fiskvinnslan og sláturhúsið að öllum
líkindum til starfa eftir helgi.
Kampýlóbakter greindist í vatns-
bólum Hólmavíkur á mánudag og í
ágúst fannst kampýlóbakter í vatns-
bólum á Patreksfirði og Bfldudal.
Anton segir að grannt sé fylgst með
öllum vatnsbólum á svæðinu.
Alþingi verður
sett 2. október
ALÞINGI íslendinga, 126.
löggjafarþing, verður sett mánu-
daginn 2. október næstkomandi.
Áformað er að fjárlagafrumvarpi
verði dreift þá um daginn en
fyrsta umræða um frumvarpið
fer síðan fram fimmtudaginn 5.
október. Stefnuræða forsætis-
ráðherra og umræða um hana
fer fram þriðjudaginn 3. október.
Formenn þingflokka áttu fund
á föstudag með forsetum þings-
ins og náðist þar sátt um fyrir-
komulag þinghalds nú í haust.
Dagskrá þingsetningarfundar
verður með hefðbundnu sniði en
þingfundur hefst kl. 13.30 að lok-
inni athöfn í Dómkirkjunni. Ald-
ursforseti þingsins, Páll Péturs-
son, stýrir fundi í upphafi en
síðan fer fram kosning forseta,
varaforseta og nefnda, auk þess
sem hlutað verður um sæti þing-
manna.
Stefnuræða forsætisráðherra
verður flutt þriðjudaginn 3.
október, eins og áður sagði, en
venjuleg þingstörf hefjast síðan
á miðvikudegi. Að sögn
Guðmundar Árna Stefánssonar,
starfandi forseta Alþingis, er
dagskrá haustþings hefðbundin
að öðru leyti en því að sátt náðist
um það markmið að ljúka af-
greiðslu fjárlagafrumvarps fyrr
en venja er. Stefnt er að því að
ljúka umræðu um fjárlögin 8.
desember.
Framkvæmdir á Vatnsendalandi
50-60 athugasemd-
ir um hvora tillögu
BIRGIR Sigurðsson, skipulags-
stjóri í Kópavogi, segir að u.þ.b.
50-60 athugasemdir hafi borist
vegna fyrirhugaðra byggingar-
framkvæmda á svokölluðum F-reit
í Vatnsendalandi og álíka margar
athugasemdir hafi borist vegna
framkvæmda á svæðinu milli vatns
og vegar. Hann segir að að veru-
legu leyti sé um að ræða athuga-
semdir frá sömu aðilum við báðar
skipulagstillögurnar.
Birgir segir að strax eftir helg-
ina verði byrjað að fara yfir at-
hugasemdir og ábendingar sem
borist hafa. Fundur verði um málið
í skipulagsnefnd Kópavogsbæjar
nk. þriðjudag. Samkvæmt lögum
beri að semja umsagnir um at-
hugasemdirnar og þegar þær liggi
fyrir verði málið aftur lagt fyrir
skipulagsnefnd. í framhaldi af því
fari málið til bæjarráðs og bæjar-
stjómar.
Birgir sagði að samkvæmt aðal-
skipulagi þyrfti skipulagsnefnd að
hafa lokið umfjöllun sinni innan
átta vikna frá því að frestur til að
senda athugasemdir rennur út.
Hann segist hins vegar gera ráð
fyrir að reynt verði að hraða vinn-
unni eins og hægt er, en menn
muni eftir sem áður fara vandlega
yfir málið.