Morgunblaðið - 17.09.2000, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 7
Formaður og varaformaður útvarpsráðs um rekstur Ríkisútvarpsins
Myndlistar-
nemar mála
mannlífið
NEMAR við Myndlistarskólann á
Akureyri hafa verið á ferð og
flugi síðustu daga í þvi skyni að
fanga mannlif þessara fögru
haustdaga á strigann. Við skól-
ann starfar nú gestakennari frá
Kanada, Aaron Mitchell, og liður
í kennslu hans er að leita að við-
fangsefnum úti í náttúrunni.
Myndlistarnemarnir Jóna Bergdal
Jakobsdóttir og Ingunn St. Svav-
arsdóttir höfðu komið sér fyrir í
miðbænum og máluðu það sem
þar bar fyrir augu, en meðal þess
sem þær hafa verið að starfa við
síðustu daga er að mála gömul
hús, smábáta, gróðurinn og
mannlífið.
Jóna og Ingunn mála í miðbæ Akureyrar. Morgunblaðið/Knstján
Samið á
Selfossi
KJARASAMNINGAR náðust í
fyrrinótt í kjaradeilu verka-
lýðsfélagsins Bárunnar-Þórs á
Arborgarsvæðinu og samn-
inganefndar ríkisins eftir að
ríkissáttasemjari lagði fram
innanhústillögu.
Samningurinn verður kynnt-
ur á þriðjudag og borinn undir
atkvæði í framhaldi af því.
Félagið samþykkti sl. mánu-
dag að boða tÚ verkfalls 29.
september nk. Ekkert verður
af verkfalli ef samningurinn
verður samþykktur.
Ríkisútvarpið verði sett á
fjárlög í stað afnotagjalda
FORMAÐUR og varaformaður út-
varpsráðs telja báðir að RUV eigi að
fara hægt í að auka kostun á sjónv-
arpsefni. Forstjóri íslenska út-
varpsfélagsins segir að einkareknu
sjónvarpsstöðvarnar kepgi ekki á
jafnréttisgrundvelli við RUV meðan
stofnunin njóti afnotagjalda.
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs-
son, formaður útvarpsráðs, segist í
hjarta sínu ekki vera sérstaklega
hrifinn af kostun á sjónvarpsefni,
samanber álit í skýrslu sem unnin
var fyrir nokkrum árum um fram-
tíðarrekstur RÚV. En málið sé ekki
svo einfalt, það verði að horfa á
raunveruleikann eins og hann er.
„Við viljum ekki skerða dagskrár-
efnið. Stofnunin hefur verið rekin
með tapi og þær áætlanir sem hafa
verið kynntar fyrir næsta ár benda
til áframhaldandi taps. Sjónvarpið
verður því að leita leiða til að afla
sér sértekna. Ekki eru líkur á að af-
notagjöld verði hækkuð en auðvitað
verða menn að fara varlega í þessu.
Vissir þættir verða aldrei kostaðir,
eins og fréttir og fréttatengt efni.
Veðurfréttir eru ekki fréttir sem
slíkar heldur veðurlýsing og -spá,“
segir Gunnlaugur.
Aðspurður hvort aukin kostun
veiki ekki rökin fyrir afnotagjöldum
Ríkisútvarpsins segir Gunnlaugur
það ávallt vera til skoðunar hvort
ríkið eigi að „vasast í þessum rekstri
sem öðrum.“ Hann segist hafa að-
hyllst þá skoðun að leggja afnota-
gjöldin niður og fjármagna rekstur-
inn með öðrum leiðum, t.d. með því
að setja Ríkisútvarpið á fjárlög. Af-
notagjöldin séu í raun fráleit, inn-
heimta þeirra kosti um 60 milljónir á
ári. Ríkið geti notað aðrar leiðir við
að sækja peninga í vasa fólks.
„Þetta myndi veita stofnuninni
ákveðinn frið því eins og við vitum
eru ekki allir ánægðir með að borga
afnotagjöldin með þessum hætti,“
segir Gunnlaugur Sævar.
RUV þarf að kunna sér hóf
Utvarpsráð fjallaði nýlega um
kostun veðurfregna og ákvað að
setja sig ekki á móti því. Einn ráðs-
maður sat þó hjá, Gissur Pétursson,
varaformaður. Gissur segir í samtali
við Morgunblaðið að Ríkisútvarpið
þurfi að kunna sér hóf. Alkunn sé sú
staðreynd að því meira sem fjölmiðl-
ar verði háðir auglýsingamarkaðn-
um því meiri áhrif geti það haft á
efnisval og umfjöllun.
„Menn þurfa að ganga hægt um
gleðinnar dyr. Þetta er orðið þannig
að þriðjungur af tekjum stofnunar-
innar koma af auglýsingum. Við
hljótum að nálgast hratt punkta þar
sem við segjum, hingað og ekki
lengra,“ segir Gissur en auglýsinga-
tekjur RÚV eru árlega um 800 millj-
ónir af um 2,7 milljarða tekjum. Að-
spurður segir Gissur tekjur af
kostun dagskrárefnis ekki vera
nema um 45 milljónir króna, en fari
vaxandi.
Stofnunin er rekald
Hvort hann sé sammála formanni
útvarpsráðs, að það beri að leggja
niður afnotagjöld og setja RÚV á
fjárlög, segir Gissur að það sé alls
ekki fráleit hugmynd. Stofnunin
þurfi að fara að ákveða hvað hún
ætli að verða. Málið þarfnist um-
ræðu, sem þurfí að fara fram á Al-
þingi og fleiri stöðum. Jafnvel sé það
athugandi að Sjónvarpið hætti með
auglýsingar.
„Stofnunin á ekki að vera í sam-
keppni við aðra miðla. Hún á að vera
að gera eitthvað annað, til dæmis að
sinna meira menntun, upplýsingu og
þess háttar. Það verður að móta ein-
hverja stefnu. Stofnunin er bara
rekald,“ segir Gissur og vitnar til er-
lendra skýrslna um að ríkisfjölmið-
lun sem lifir á afnotagjöldum og
auglýsingum leiði menn í ógöngur.
Slíkt sambýli sé erfitt.
Fá að vera á takkaskóm
Hreggviður Jónsson, forstjóri ís-
lenska útvarpsfélagsins, er ósáttur
við samkeppnisgrundvöllinn eins og
hann er á sjónvarpsmarkaðnum,
„þeir hafa lögvemdaðan rétt til að
vera á takkaskóm en við ekki“, og
vísar þar til Sjónvarpsins. Hann
segir að um 70% tekna Sjónvarpsins
séu lögbundnar mánaðarlega með
afnotagjöldunum. Sífellt sé verið að
herja á sameiginlegan auglýsinga-
markað, litlu skipti hvort það heiti
kostun eða venjulegar auglýsingar.
„Við viljum einfaldlega fá að
keppa á jafnréttisgrundvelli þannig
að okkar áskrifendur geti ákveðið
það í hverjum mánuði hvort þeir
vilja kaupa vömna eða ekki,“ segir
Hreggviður og telur málin ekki leys-
ast nema með afnámi afnotagjalda,
og að RÚV verði rekið á markað-
slegum forsendum.
Vísað til reynslunnar af BBC
Arni Þór Vigfússon, sjónvarps-
stjóri Skjás 1, segir að lítið sé í raun
hægt að segja við aukinni kostun
dagskrárefnis hjá Sjónvarpinu. Að-
almálið sé stefna og skipulag Ríkis-
útvarpsins. Það eigi fyrst og fremst
að einbeita sér að öflugri fréttaþjón-
ustu fyrir landsmenn, styrkja hana
með umræðuþáttum og menningar-
efni. Vísar Árni Þór til BBC í þessu
sambandi, sem berjist ekki á auglýs-
ingamarkaði heldur sinni frétta- og
fræðsluhlutverki sínu afar vel með
fjármögnun í gegnum nefskatt.
Ef Sjónvarpið einbeitti sér að
þessu og t.d. hætti að kaupa erlent
afþreyingarefni þá væri samkeppn-
isstaðan jafnari á markaðnum.
Veðurstofustjóri um kostun
Nýjar forsendur
samnings
MAGNÚS Jónsson veðurstofu-
stjóri telur samning þann sem er í
gildi milli Veðurstofunnar og
Sjónvarpsins um flutning veður-
fregna fá nýjar forsendur verði af
áformum forráðamanna RÚV að
kosta veðurfregnimar, líkt og
Morgunblaðið greindi frá nýlega.
Magnús sagðist ekki hafa til
þessa litið á veðurfregnir sem
tæki til fjáröflunar, frekar en aðr-
ar fréttir sem Sjónvarpið flytti. Að
öðru leyti vildi Magnús ekki tjá
sig um þessi áform.
Forseti
Finnlands
til Islands á
þriðjudag
FORSETI Finnlands, Taija Halon-
en, mun á fyrsta degi opinberrar
heimsóknar sinnar til Islands næst-
komandi þriðjudag eiga viðræður við
forseta íslands, Olaf Ragnar Gríms-
son, heimsækja Alþingi og um kvöld-
ið verður hátíðarkvöldverður á Bess-
astöðum til heiðurs forsetanum og
eiginmanni hennar, Pentti Arajárvi.
Áætlað er að flugvél Finnlandsfor-
seta lendi í Keflavík kl. 11 og verður
þá strax haldið til Bessastaða. Þar
munu forsetamir ræðast við og
snæða hádegisverð að viðræðunum
loknum. Jan-Erik Enestam, vamar-
málaráðherra og samstarfsráðherra
Finnlands, er í fylgdarliði forsetans
og býður Siv Friðleifsdóttir sam-
starfsráðherra honum og fylgdarliði
tO hádegisverðar í Iðnó. Síðdegis
heimsækir Finnlandsforseti síðan Al-
þingi og tekur Guðmundur Ami Stef-
ánsson, fyrsti varaforseti þingsins, á
móti henni þar.
Dagskrá miðvikudags 20. septem-
ber hefst með viðræðum Törju Hal-
onen og Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðherra og verður síðan haldið til
gróðursetningar í Vinaskógi. Að því
loknu verður haldið til Þingvalla. For-
sætisráðherrahjónin bjóða síðan til
hádegisverðar í Þjóðmenningarhús-
inu og verða sýningar þar einnig
skoðaðar. Kl. 14.40 heimsækir forset-
inn Höfða í boði Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur borgarstjóra og síðar
Hafnarhúsið þar sem kynna á sam-
starfsverkefni menningarborganna
Helsinki og Reykjavík. Um kvöldið
bjóða Tarja Halonen og Pentti Ara-
járvi til móttöku í Norræna húsinu til
heiðurs forseta íslands.
Síðasti dagurinn á Akureyri
Síðasti dagur heimsóknar Finn-
landsforseta verður á Akureyri og
hefst með heimsókn í Háskólann á
Akureyri. Þorsteinn Gunnarsson
rektor kynnir starfsemi skólans og
rannsóknastofu norðursvæða og Ní-
els Einarsson, forstöðumaður Stofn-
unar Vilhjálms Stefánssonar, kynnir
hana. Þá flytur Tarja Halonen fyrir-
lestur um norðurskautssvæðin og fer
hann fram á ensku.
Eftir skoðunarferð um Akureyri
heldur forsetinn ásamt fylgdarliði til
Útgerðarfélags Akureyringa og Sam-
heija og verður síðan snæddur há-
degisverður í boði Akureyrarbæjar í
mötuneyti ÚA með starfsfólkijiess.
Klukkan 14 hefst athöfn í Iþrótta-
höllinni með ávarpi Sigurðar J. Sig-
urðssonar, forseta bæjarstjórnar,
flutt verða tónlistaratriði frá Tónlist-
arskóla Akureyrar og atriði frá leik-
skólabömum á Akureyri. Ráðgert er
síðan að forsetinn haldi frá Akureyri í
flugvél sinni kl. 15.
-----------------
Kona á sjötugsaldri
í gæsluvarðhaldi
Rannsókn
á viðkvæmu
stigi
RANNSÓKN efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra í máli tæplega
sjötíu ára gamallar konu úr Reykja-
vík er á mjög viðkvæmu stigi að sögn
Jóns Snorrasonar hjá efnahags-
brotadeildinni.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu á föstudag hefur héraðsdóm-
ur Reykjavíkur úrskurðað konuna í
gæsluvarðahld til 25. september nk.
vegna gruns um tugmilljóna króna
fjársvik gagnvart nokkrum einstakl-
ingum. Rannsókn málsins beinist
m.a. að því hversu umfangsmikið það
sé, hverja konan hafi hugsanlega
svikið, um hve háar fjárhæðir sé að
ræða og hvað gert hafi verið við þær
fjárhæðir.