Morgunblaðið - 17.09.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 17.09.2000, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ 10 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 ----1------------ Leifar bændasam- „ÉG ER alvegviss um að sterk félags- mótun íslenska bændasamfélags- ins og einangrunin hefur haft einhver áhrif á íslenskan nútíma þótt erfitt sé að fullyrða með nokkurri vissu hvernig það hefur gerst,“ segir Guð- mundur Hálfdan- arson, prófessor í sagnfræði við Há- skóla íslands. Guðmundur hef- ur búið í Frakklandi og borið saman aðstæður á Islandi og Bretagne- skaga á 19. öld í doktorsritgerð sinni. „Sagnfræðingi þykir að sjálf- sögðu freistandi að leita skýringa í fortíðinni þótt alltaf sé erfitt að segja með vissu hvernig líf nútíma- manna stjórnast af aðstæðum fyrri tíma. Ef litið er til baka til sögu Frakklands er áberandi hversu al- gengt er að fólk berjist fyrir réttind- um sínum með kjafti og klóm. Sér- staka athygli rannsakenda hafa vakið mótmæli í tengslum við upp- skerubrest og hækkandi kornverð. Almenningur sat ekki við orðin tóm heldur tók lögin í sínar hendur. Stjórnvöld voru krafin um að sjá til þess að verðlag héldist innan skynsamlegra marka og einn hópur hagnaðist ekki á neyð annars. Svip- að mynstur kom upp í tengslum við aukna skattlagningu. Togstreita á milli ríkisvalds og al- mennings varð áberandi á 17. og 18. öld. Ríkisvaldið styrktist og reyndi að kveða niður uppreisnimar á 18. öld. Meginástæðan var sú að upp- reisnir ógnuðu ríkisvaldinu. Önnur ástæða fólst í því að mótmælin stríddu gegn efnahagshugsjónum aldarinnar, t.d. frjálsari verslunar- háttum. Konungi tókst þó aldrei að kveða mótmælin algjörlega niður eins og kom skýrt fram með frönsku byltingunni. Grunnstefið í upphafi byltingarinnar var að almenningur reis upp til að mótmæla brotum á sjálfsögðum mannréttindum sín- um.“ Rótgróin samvinna Guðmundur segir að ekki aðeins í Frakklandi heldur víðar í Evrópu sé samvinna afar rótgróin. „Þorpsbúar þurftu að skipuleggja saman rækt- unina á ökrum þorpanna. Allir íbúarnir höfðu þar að auki rétt til að nýta sér ákveðin svæði, þ.e. svokall- aða almenninga. Gríðarleg átök gátu orðið um almenningana enda voru íbúarnir sér afar meðvitandi um rétt sinn að ógleymdri baráttu landeig- endanna í tengslum við óljósan eign- arrétt sinn. í Bretlandi var skipulag- ið brotið upp í landbúnaðarbyltingu á 17. og 18. öld en þá var landinu skipt upp þannig að hver bóndi ræktaði sinn skika. Með breyting- unni hafði ákveðinn hópur ekki leng- ur nýtingarrétt á eignarlandi ann- arra, t.d. máttu fátæklingar ekki lengur veiða eða hirða eldivið af eignarjörðum. Fátæklingarnir stóðu því hallari fæti en áður. A hinn bóg- inn fólust jákvæðu afleiðingarnar í gríðarlegri framleiðsluaukningu. Frakkar reyndu að feta í fótspor Breta enda þótti ljóst að um nútíma- lega framleiðsluhætti væri að ræða. Ekki gekk jafn vel að koma breyt- ingunum á þar í landi.“ Lítil hefð fyrir mótmælum „Félagsmótunin var gríðarlega sterk í íslenska bændasamfélaginu," segir Guðmundur. „Allir vissu hvar þeir stóðu, hvað var leyfilegt og hvað óleyfilegt. Á bóndabænum var ákveðinn valdapýramídi. Bóndinn og bóndakonan fóru með völdin og litu með svipuðum hætti á vinnufólkið og bömin. Vinnumenn og -konur ættu eftir að fullorðnast, gift- ast og stofna eigið heimili. Vinnufólkið tók sig því ekki sam- an um að veija sam- eiginleg réttindi sín gagnvart húsbónd- anum. Ekki frekar en böm taka sig saman um að verja sameiginleg réttindi sín gagnvart for- eldranum. Eins kemur þama inn í að hver bær var tiltölu- lega einangraður og samgangur lít- ill. Á íslandi er afskaplega lítil hefð fyrir mótmælum þótt hægt sé að finna ákveðin dæmi eins og gegn einokunarkaupmönnum.Eiginlega er gríðarlega merkilegt að félags- kerfið skuli hafa lifað af hungurs- neyð móðuharðindanna. Að ekki skuli hafa orðið algjör upplausn í samfélaginu þegar 20-25% þjóðar- innar dóu. Sá möguleiki var auðvitað fyrir hendi að bindast samtökum og taka upp skipulagðan sauðaþjófnað en ekkert slíkt gerðist enda hefði tvennt þurft að vera fyrir hendi, þ.e. hefðin fyrir sameiginlegum mót- mælum og hugmyndin um rétt manneskjunnar gagnvart yfir- valdinu. Hvort tveggja skorti hér á landi. Vegna félagslegrar einangrunar er dálítill Bjartur í Sumarhúsum í íslendingum. Þeir era sér nokkuð meðvitandi um rétt sinn sem ein- staklinga en kröfur þeirra til ríkisins koma fram á nokkuð þverstæðu- kenndan hátt. Algengt er að gagn- rýna að ríkið sinni ekki skyldu sinni gagnvart sjúklingum eða börnum í menntakerfinu. Á hinn bóginn mót- mæla einstaklingar ekki markaðs- lögmálum á borð við verðhækkanir á bensíni, nema ef vera skyldi álögum ríkisins. íslendingar virðast heldur ekki hver fyrir sig hafa mótmælt há- um bílatryggingum með því að færa sig yfir í lægri tryggingar hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Ein skýr- ingin á því er að bifreiðaeigendur verða að huga að því að færa trygg- inguna á ákveðnu tímabili og slíkt krefst skipulagningar í fjármálum sem er ekki algeng á íslandi. Önnur gæti auðvitað verið að góðærið hefði það í för með sér að stór hópur þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa að greiða hærri tryggingu." Þjóðin skiptist í tvennt Guðmundur segist viss um að skipulagið í íslenska bændasamfé- laginu hafi haft einhver áhrif á ís- lenskan nútíma þótt erfitt sé að full- yrða með nokkurri vissu hvemig það hafi gerst. „Óneitanlega koma fram ýmsar mótsagnir í nútímanum enda hafa orðið gríðarlegar þjóðfélags- breytingar á umliðnum áram. Fáar þjóðir í Evrópu era komnar jafn langt frá landbúnaðarsamfélagi sínu og Islendingar. Einn liður í félags- mótuninni hefur gengið út á að fórna hluta lífsgæðanna fyrir aðra. Fróð- legt verður að fylgjast með hvemig næsta kynslóð kemur út. Al- þjóðavæðingin virðist ætla að skipta þjóðum í tvennt. Annars vegar verð- ur ákveðinn hópur í nánum tengsl- um við útlönd með ferðalögum, öðr- um samskiptum og möguleikum á að fá störf hvar sem er í heiminum. Hins vegar verður ákveðinn hópur í mun minni samskiptum við umheim- inn og kemur aðeins á sumarleyfis- staði í útlöndum. Fyrri hópurinn fer hugsanlega að bera sig saman við svipaða hópa í öðram löndum og hætta að skipta sér af manninum í næsta húsi. Ef menn hætta að líta á sig sem hluta af samfélaginu sem þeir búa í fer fljótt að bera á brest- um í undirstöðunum." íslendingar sinnulausir gagnvart hækkunum á neysluvörum I viðju vanans Með réttlætiskenndina að vopni hafa Evrópubúará meginlandinu ekki látiö veróhækkanir á elds- neyti ganga yfir sig hljóðalaust. Anna G. Ólafsdóttir veltir því fyr- ir sér hvers vegna íslendingar bregöistekki viö hækkunum á neysluvörum meó svipuöum hætti. Heimspekingur, sálfræó- ingur og sagnfræðingur nefna allir aö viójar vanans séu því miður afskaplega sterkarí ís- lensku nútímasamfélagi. íslend- ingar séu vanir því aö vægja fyrir yfirvaldinu. HÁR matarkostnaður, bensínverð og flugfargjöld hafa gefið íslendingum kjörin tækifæri til rök- ræðna á ýmsum vettvangi að undanfomu. Engu að síður rísa andmælin sjaldn- ast hátt eða ná út fyrir veggi heimila, kaffistofa eða heitra potta. íslensk- um neytendum virðist þykja fjarlægur kostur að nýta sér samtakamátt sinn til að stuðla að breytingum til batnaðar með svipuðum hætti og verið hefur að gerast á meginlandinu. Teikn álofti Að vísu virðast vera teikn á lofti um ákveðna hugarfarsbreytingu meðal þjóðarinnar. Lífsgilda- könnun Félagsvísinda- stofnunar hefur gefið til kynna stigvaxandi vilja ís- lendinga til að undirrita áskoran, sniðganga vörur, taka þátt í löglegum mót- mælaaðgerðum, fara í ólöglegt verkfall og yfir- taka húsnæði á síðustu 20 áram. Ekki er heldur ólík- legt að unga kynslóðin fari í vaxandi mæli að bera að- Haftah ugarfar " í nútímasamfélagi „ÉG HELD því miður að einokun og fákeppni hafi viðhaldið alda- gömlu haftahugarfari meðal þjóðar- innar allt til dagsins í dag. Við mót- mælum ekki þegar verð á matvöra er hækkað enda orðin alltof vön því að taka öllu sem okkur er mis/ boðið,“ segir Sigríður Þorgeirsdótt- ir, dósent í heimspeki við Háskóla Islands. „Matur og drykkur hefur svo lengi sem ég man eftir mér verið verðlagður eins og munaðarvara hér á landi,“ segir Sigríður og riíjar upp að hafa á unglingsámnum viðr- að vandann við aldamótamanninn afa sinn. „Hann sagði „ómenningu" að hafa mat, sem fullnægir einni af framþörfum mannsins, á upp- sprengdu verði. Meira að segja fiskurinn er ekki ódýr á íslandi miðað við fiskverð erlendis. Rökin fyrir háu verðlagi virka æ minna sannfærandi þegar verðlag í nágr- annalöndum okkar stendur ýmist í stað eða jafnvel lækkar. Á meðan ég bjó sjálf í 14 ár í Þýskalandi hækkaði mjólkurlítrinn ekki um einn eyri. Þótt eitt og annað hafi hækkað í verði á þessu tímabili í Þýskalandi jókst um leið framboð á ódýrri vöra. Á þessum áram átti sér stað þróun í átt til aukinnar fjölbreytni í matvöruverslun og matarverði. Þar var hægt að finna allt frá ítölskum sælkerabúðum til Aldi-stórmarkaða og hægt að haga innkaupum eftir persónulegum fjár- hag hvers og eins. Neytandinn hafði valið og gat lifað hvort heldur var dýrt eða ódýrt. Framboð á al- þjóðlegri sælkeravöra hefur aukist á undanfömum áram hér á landi en það breytir engu um það að venju- leg matvara er enn alltof dýr.“ Sigríður telur víst að dýrasta grænmeti í heimi fáist á Islandi. „Sú staðreynd ein og sér segir ým- islegt um stefnu yfirvalda í heil- brigðismálum. Almenningur er fræddur um hollustu grænmetisáts en vemdartollar valda því að þessi holla matvara er á okurverði. Hins vegar er sælgæti og gos á lágu verði svo allir geta leyft sér að kaupa þá vöraflokka. Ekki er því að undra að íslensk börn skuli vera ein þau feitustu í heimi.“ Sigríður segist hafa tekið andköf yfir matarverðinu við kassann í stórverslunum fyrst eftir að hún flutti heim frá Þýskalandi. „En það var til lítils að kvarta við ungl- ingana sem stóðu við kassana í stórverslununum. Mest þrúgandi fannst mér að fara í Hagkaups- verslunina í Skeifunni. Bæði er Skeifuhverfið svo mikið skipulag- sslys og svo er eins og þessi versl- un sé sérhönnuð íyrir undir- málsfólk. Samt selur hún mat á verði sem hálaunafólki í ná- grannalöndum myndi svelgjast á. Kaup á léttvíni og bjór sem teljast í mínum huga til matvöra verða hvergi að meira niðurlægingarferli en hér á landi. Hvergi nema á ís- landi hef ég sé vínbúðir sem eru innréttaðar eins og fordyri Helvítis (kjallaravínbúðin á Eiðistorgi) eða lýstai’ upp eins og tannlæknastofur (vínbúðin í Ki-inglunni) og hvers vegna í ósköpunum era sölumenn í „Itíkinu" í einkennisskyrtum sem minna á ljósbláu hálfjakkana sem landamæraverðir í gamla Austur- Þýskalandi klæddust? Er það nema von að manni líði eins og maður hafi brotið af sér þegar maður stendur við kassann með eina eða tvær flöskur og er svo refsað með svívirðilegu verði í ofanálag." Ekki nægilega virkir borgarar „Ég held að þessi einokun á áfengi og fákeppni á matvöramark-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.