Morgunblaðið - 17.09.2000, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
Breiðablik og KR eigast við í úrslitum bikarkeppni kvenna á Laugardalsvelli í dag
Eitraður sóknarleikur
gæti skilað markaleik
Breiðablik - KR Líkleg byrjunarlið á Laugardalsvellinum, 17. sept. 2000 kl. 14
BIKARÚRSLITALEIKUR kvenna fer fram á Laugardalsvelli f dag
en þar leiða saman hesta sína Breiðablik og KR og hefst leikur-
inn kl. 14. Blikar fögnuðu fyrirtveimur vikum íslandsmeistaratiti
inum en KR var í fyrra tvöfaldur meistari. Þarna eru án efa á ferð-
inni tvö sterkustu lið íslands um þessar mundir í
kvennaknattspyrnu. Mikil spenna er í lofti vígstöðva beggja liða
en þau hafa undirbúið sig með nokkuð ólíkum hætti fyrir leikinn.
Sigfríður
Sophusdóttir
Sigrún
Gunnarsdóttir
Jigrun
Óttarsdóttir
Bára
Gunnarsdóttir
Helga Ósk
Hannesdóttir
4-4-2
Eva Sóley 5
Guðbjörnsdóttir.
Anna Berglind
Jónsdóttir
Margrét
Óiafsdóttir
Rakel. ^
Ögmundsdóttir
Olga
Færseth
Laufey
Óiafsdóttir
Erna Björk
Sigurðardóttir
Elín Jóna
Þorsteisndóttir
Hrefna.
Jóhannesdóttir Embla
Grétarsdóttir
Ásthildur
Helgadóttir
Guðrún Jóna
Kristjánsdóttir
Sólveig
Þórarinsdóttir
Guðrún S.
Gunnarsdóttir
Snædís
Hjartardóttir
Ásdis
Þorgilsdóttir
Sigríður F.
Pálsdóttir
4-4-2
I_______........
Liðin hafa kynnt leikinn þónokk-
uð vel í sínum hverfum og
vonast eftir að slá áhorfendamet
með því að fá yfír
1.000 stuðnings-
Eysteinsdóttir Tenn á leikinn.
skrifar Asamt því að fá
glæsilegan bikar að
launum fær sigurliðið að auki
300.000 krónur frá Vífilfelli en liðið
sem bíður ósigur fær 150.000 krón-
ur fyrir að komast alla leið í úr-
slitaleikinn.
Breiðablik hefur sjö sinnum
unnið titilinn síðan keppt var fyrst
árið 1981 en Blikastúlkur hafa
keppt tíu sinnum til úrslita. Undir-
búningur fyrir leikinn hefur staðið
yfir allt frá því að þær hömpuðu
Islandsmeistaratitlinum. Breiða-
blik mætir með fullskipað lið frá
því í síðasta leik en þrjá fastamenn
vantar í Iiðið frá því fyrr í sumar.
Það eru markvörðurinn Þóra
Helgadóttir, Eyrún Oddsdóttir og
Hjördís Þorsteinsdóttir en allar
eru þær farnar til Bandaríkjanna í
háskólanám.
„Frá því að deildin kláraðist tók-
um við það rólega fyrstu vikuna og
svo höfum við bara keyrt upp
hraða og reynt að ná góðri keyrslu
á æfingum. Ég tel að við séum í
góðu líkamlegu ástandi og að það
hafi skilað okkur miklu í sumar og
nú er bara lykillinn að halda vel á
spöðunum hvað það varðar,“ sagði
Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari
Breiðabliks, og bætti við að síðustu
dagarnir fyrir leik væru notaðir í
taktískar æfingar.
„Við einbeitum okkur að okkar
leik og hugsum ekki of mikið um
KR. Styrkleiki okkar í sumar hef-
ur mér fundist vera samheldni inn-
an liðsins og það hefur verið góð
stemmning og eins hafa stelpurnar
líka verið í finu formi og líkamlega
frískar,“ sagði Jörundur sem er á
því að leikmannamissirinn hafi
ekki of mikil áhrif á liðið. „Við höf-
um mjög góða breidd. Við misstum
þrjá leikmenn út og það koma nýir
í staðinn og þeir passa vel inn í og
þekkja sín hlutverk," sagði
Jörundur.
Markvörður Blika er þó kannski
undantekning þar á. Þegar Þóra
fór til Bandaríkjanna brugðu Blik-
ar á það ráð að kalla til hinn
gamalkunna markvörð Sigfríði
Sophusdóttur. „Hún hefur verið
mjög vaxandi á æfingum," sagði
Jörundur sem bætti við að hann
ætlaði að halda sig við sömu leik-
aðferð og liðið lék í sumar. „Það
eru engin leyndarmál í fótbolta.
Ég sé ekki ástæðu til þess að
breyta mikið fyrir þennan leik.“
í úrslitaleik sem þessum telja
margir að þær reynslumestu í
hverju liði séu mikilvægastar en
Jörundur hefur sína skoðun á því.
„Ailar ellefu eru lykilmenn í leikn-
um. Lykillinn að sigri er að allir
ellefu leikmennirnir séu með hug-
ann við efnið og séu vel einbeittir
að vinna að sama markmiði, að
vinna fyrir liðið sitt og kannski
hugsa minna um sjálfan sig og það
er eitthvað sem hefur verið viðloð-
andi okkur í sumar,“ sagði Jörund-
ur sem þekkir flestar þær tilfinn-
ingar sem fylgja því að leika slíkan
úrslitaleik. „Þetta er stærsti leikur
sumarsins og upplifun að taka þátt
í svona leik. Frá því að ég tók við
liðinu höfum við bæði unnið og
tapað bikarúrslitaleik og það er ól-
íkt skemmtilegra að vinna svona
leiki og þær vita það og vilja ekki
upplifa það að tapa,“ sagði Jörund-
ur.
Guðlaug skilur eftir
skarð í KR-liðinu
KR hefur einu sinni unnið bikar-
meistaratitilinn en það var einmitt
í fyrra þegar liðið sigraði Breiða-
blik í baráttuleikleik sem endaði
3:1. KR-stúlkur hafa æft vel að
undanförnu og fóru auk þess til
Borgarness til að stilla nánar sam-
an strengi sína. Magnús Pálsson er
þjálfari KR-stúlkna en hann þekk-
ir Blikastúlkur vel frá fyrri viður-
eignum þeirra í sumar. A Blika-
velli sigraði KR, 2:1, en á KR-velli
hafði Breiðablik betur, 3:1.
„Helsti styrkleiki Breiðablikslið-
sins er að þær eru með sterka
miðjumenn, Margréti Ólafsdóttur
og Laufeyju Ólafsdóttur, og ef þær
fá að ráða miðjunni þá eru þær
mjög hættulegar. Eins og kom í
ljós á KR-vellinum þá lentum við í
smávandræðum á miðjunni því þá
voru þær að fá skotfæri og enduðu
á því að skora þannig að við þurf-
um að stoppa þær þarna. Ég held
að ef við náum að vinna miðjuna
þá tökum við mikið úr þeirra leik
og þá er allt opið í þessu,“ sagði
Magnús sem ætlar einnig að halda
sig við sömu leikaðferð og KR hef-
ur gert fyrr í sumar. Mikill missir
fyrir liðið er þó að Guðlaug Jóns-
dóttir landsliðskona leikur ekki
með vegna leikbanns. „Guðlaug
hefur spilað mjög framarlega á
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ásthildur Helgadóttir og Hrefna Jóhannesdóttir verða í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í dag.
hægri kantinum. Nú er hún ekki
með þannig að við þurfum út frá
því eitthvað að breyta til og það er
á teikniborðinu ennþá. Auðvitað
skilur Guðlaug eftir sig stórt gat.
Þetta er náttúrulega leikmaður
Landssímadeildarinnar í fyrra.
Hún er mjög öflug og hefur verið
maðurinn á bak við sóknarleik
okkar að vissu leyti, ásamt Asthildi
Helgadóttur og Olgu Færseth,"
sagði Magnús en þríeykið hefur
skorað saman 58 mörk í sumar.
„Við þurfum að fara aðrar leiðir.
Sóknarleikurinn okkar er sterkur,
enda höfum við skorað 76 mörk í
sumar, það er okkar styrkleiki. Við
fáum okkar tækifæri og svo er
bara spuming hvort við nýtum
þau. Vörnin hefur ekki verið höf-
uðverkur hjá okkur enda erum við
með mjög öflugt lið en sóknin hef-
ur verið okkar aðall,“ sagði Magn-
ús sem hefur ekki áhyggjur af
varnarleiknum þar sem landslið-
skonan Guðrún Gunnarsdóttir er
eldfljót í öftustu varnarlínu.
„Lykilmenn sem verða náttúr-
lega að standa sig eru Olga og Ast-
hildur. Ég veit að hinar koma til
með að standa sig en af því að
Guðlaugu vantar þurfa þessar
tvær að vera sérstaklega góðar.
Olga getur nánast skorað upp úr
engu og á góðum degi getur Ást-
hildur haft leikinn í hendi sér,“
sagði Magnús sem var fullur til-
hlökkunar fyrir leikinn.
■ LIVERPOOL hefur gengið frá
kaupum á bakverðinum Gregory
Vignal, ungum Frakka sem leikið
hefur með U-18 ára landsliðinu.
Hann kemur frá Montpellier og
greiddi Liverpool 60 milljónir
króna fyrir leikmanninn.
■ BELGÍSKI landsliðsmaðurinn
Luc Nilis verður frá knattspyrnu-
iðkun í allt að eitt ár en Nilis tvífót-
brotnaði í leik með Aston Villa
gegn Ipswich um síðustu helgi. Nil-
is er á sjúkrahúsi í Ipswich og hef-
ur þegar gengist undir þrjár að-
gerðir.
■ ÍTALINN Claudio Ranieri hefur
verið ráðinn knattspyrnustjóri
Chelsea í stað landa síns Gianluca
Vialli. Ranieri er fyrrverandi þjálf-
ari Fiorentina á Ítalíu og spænsku
liðanna Valencia og Atietico Madr-
id.
■ MARK Bosnich, einn markvarða
Manchester United afþakkaði boð
Middlesbrough um að fá hann að
láni í nokkurn tíma. Bosnich segist
vilja berjast fyrir sæti sínu í liði
meistaranna frekar en leika með
einhverju öðru félagi.