Morgunblaðið - 17.09.2000, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000
15
'aT
^ot>o OQP
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Eydís Konráðsdóttir var fyrsti íslendingurinn sem hóf keppni á Ólympíuleikunum í Sydney.
Hjalti Guðmundsson í 100 m bringusundi f Sydney.
Rúnari brást
bogalistin
gg geri mér ekki alveg grein fyrir
Ivar
Benediktsson
skrifar
frá Sydney
af hverju svona fór, en líklegast
þykir mér að ég hafi ætlað mér um
of, verið of spenntur.
Það hefur aldrei
komið fyrir mig áður
að falla í tvígang af
hestinum," sagði
Rúnar Alexandersson fimleikmaður,
eftir keppni á Ólympíuleikunum í
gærmorgun. Þar gekk Rúnari ekki
eins og best var á kosið, brást al-
gjörlega bogalistin í sinni sérgrein,
æfingum á bogahesti. Hann féll í
tvígang af hestinum á meðan á æf-
ingunum stóð og varð í 79. sæti af 80
keppendum, fékk 7,975 í einkun. Alls
fékk Rúnar samtals 52,149 í einkun
fyrir æfingar á sex áhöldum og varð
í 50. sæti af 97 keppendum, en rétt
er að geta þess að aðeins 53 tókst að
Ijúka öllum æfingunum. Þetta þýðir
að Rúnar hefur lokið keppni á Ól-
ympíuleikunum, draumurinn um að
komast í úrslit á bogahesti eru að
engu orðnir og einnig möguleikinn á
að vera með í íjölþrautarkeppninni á
miðvikudaginn. Þar fá aðeins 36 þeir
stigahæstu úr keppninni í gær að
spreyta sig.
Þetta eru gríðarleg vonbrigði og
margra mánaða og ára vinna fór fyr-
ir lítið. Eg ætlaði mér að komast í
fjölþrautarkeppnina og einnig í úr-
slita á bogahestinum, en það brást.
Þar með er keppni minni á Ólympíu-
leikunum lokið, fyrr en ég hafði ætl-
að mér,“ sagði Rúnar sem ekki hefur
fengið lakari einkunn fyrir æfing-
arnar sex en nú. „Æfingar hafa
gengið vel upp á síðkastið og það
benti ekkert til þess á síðustu dög-
um að svona færi,“ bætti Rúnar við
og var greinilega afar óánægður
með frammistöðu sína.
Eins og fyrr segir varð Rúnar í 79.
sæti í æfingum á bogahesti. I æfing-
um á slá fékk hann 9,575 í einkunn
og varð í 39. sæti og í tvísláræfingum
hlaut hann 9,462 og varð 36. Stökkið
tókst ekki sem skyldi og einkunnin
varð eftir því, 8,600 og 79. sæti. í æf-
ingum í hringjum varð Rúnar í 74.
sæti með 8,312, en það var næsta
grein á eftir bogahestinum og
greinilegt var að vonbrigðin skinu í
gegnum æfingar í hringjunum eftir
áfallið á bogahestinum. Loks varð
Rúnar í 71. sæti í gólfæfingum með
8,225 í einkunn en þar mistókst hon-
um einnig nokkuð. Vildi hann kenna
um einstaklega hörðu gólfi.
Það er því óhætt að segja að fyrsti
keppnisdagur íslendinga á Ólymp-
iuleikunum hafi verið dagur von-
brigða. Þrír íþróttamenn spreyttu
sig og tókst ekki betur til en svo að
allir eru þeir úr leik og verða að
njóta keppni Ólympíuleikanna
næstu tvær vikurnar úr áhorfend-
astúkunni. Miklar vonir voru bundn-
ar við frammistöðu Rúnars á leikun-
um og sagði Ami Arnason, formaður
Fimleikasambands Islands, eftir að
Rúnar hafði lokið keppni að framm-
istaða pilts væri ekki einungis áfall
fyrir Rúnar heldur einnig Fimleika-
sambandið.
TVEIR fyrstu íslensku sundmennirnir féllu úr keppni strax eftir
undanrásir í fyrrinótt á Ólympíuleikunum í Sydney. Eydís Kon-
ráðsdóttir varð í 39. sæti af 50 keppendum í 100 m f lugsundi á
1.03,27 mínútum og Hjalti Guðmundsson hreppti 52. sætið af 66
sundmönnum í 100 m bringusundi. Hjalti fékk tímann 1.05,55
sem er rúmlega sekúndu frá íslandsmetinu sem hann á sjálfur.
Eydís var hins vegar um þriðjungi frá íslandsmeti sínu. Þar með
hafa Eydís og Hjalti lokið þátttöku sinni á leikunum en hvorugt
þeirra er skráð til leiks í fleiri greinar.
gydís varð fyrst íslenskra íþrótta-
Ivar
Benediktsson
skrifar
frá Sydney
manna til þess að taka þátt í
leikunum er hún stakkk sér til sunds
í 100 m flugsundi.
Var hún í þriðja riðli
af sjö og ljóst að hún
myndi eiga við
ramman reip að
draga. Eftir 50 metra var tíminn
29,52 sekúndur og hún kom í mark á
1.03,27 en íslandsmet hennar í
greininni er 1.02,93 sett í Mónakó í
maí sl. Af átta keppendum í riðlinum
var Eydís í sjöunda sæti. Þrátt fyrir
að vera aftarlega á merinni og nokk-
uð frá íslandsmetinu var Eydís
ánægð með árangurinn að keppni
lokinni. Mandy Loots, S-Afríku, varð
sextánda til þess að komast í úrslit,
hún synti á 59,94.
Foreldrar
Eydísar í
Sydney
KONRÁÐ Guðmundsson og R:ign-
heiður Ásta Magnúsdóttir, for-
eldrar Eydísar Konráðsdóttur
sundkonu, voru á meðal þeirra
sem fylgdust með íslensku sund-
mönnunum í kcppni á fyrsta degi
Ólympíuleikanna. Að sögn Eydís-
ar hafa þau hjón dvalið í Ástralíu
undanfarnar þrjár vikur og ætla
að vera fram yfir leika og fylgjast
með nokkrum greinum. „Það var
ofsalegur styrkur af því að vita af
þeim á áhorfendapöllunum,“ sagði
Eydís en auk Konráðs og Ragn-
heiðar er Hanna Björg systir
Eydísar með í för. „Þau hafa ferð-
ast hringinn f kríngum Ástralfu og
líkað vel það sem fyrir augu hefur
borið,“ sagði Eydfs um ferðalag
foreldra sinna.
„Ég er virkilega sátt við sundið
mitt og árangurinn þar af leiðandi,"
sagði Eydís. „Einkum vegna þess að
það er örugglega eitt af best útfærðu
sundum mínum á ferlinum, ég hélt
það út og náði að vera virkilega sterk
á síðari hlutanum sem hefur verið
mín veikari hlið. Þetta var mitt sund
frá upphafi til enda, ég var við
stjórnina þannig að þetta var gott.
Ég naut þess virkilega að taka eitt í
einu,“ sagði Eydís sem keppir ekki
meira á leikunum. „Þetta var mín
grein,“ segir hún og brosir við.
Eydís sagði framhaldið hjá sér í
sundinu vera óráðið. Nú ætli hún að
koma heim og hefja nám í Háskóla
Islands. „Það er aldrei að vita hvað
gerist í framhaldinu, hvað sundið
varðai-. Að minnsta kosti þarf ég smá
tíma til að þorna áður en ég tek
ákvörðun um hvort ég haldi áfram af
krafti eða fer að draga saman seglin.“
Óhætt er að segja að Hjalti hafi
aldrei náð sér á strik í 100 m bringu-
sundi. Allan kraft vantaði í sundið
frá upphafi og greinilegt var að
spenna var í pilti. Hjalti synti í 4. riðli
af níu. Hann varð í fjórða sæti eftir
50 metra á 30,28 og kom í mark sjötti
af átta sundmönnum í riðlinum á
1.05,55 eða 98/100 frá eigin íslands-
meti sem hann setti á Evrópumeist-
aramótinu í Istanbúl í fyrrasumar.
Sextán þeir bestu komust í úrslit og
var Remo Luetolf frá Sviss sá sex-
tándi á 1.02,54.
Greinilegt var eftir sundið að
Hjalti var óánægður með frammi-
stöðu sína en því miður tókst Morg-
unblaðinu ekki að ná tali af Hjalta
þrátt fyrir ítrekaða bið og leit að
honum og landsliðþjálfaranum Brian
Marshall.
Þar með hafa tveir af níu sund-
mönnum íslands lokið keppni og
hvorugum þeirra tókst að setja Isl-
andsmet. Éngin íslandsmet voru
sett í sundi á síðustu leikum fyrir
fjórum árum í Atlanta.
Altt annað að
keppa núna
„MÉR fannst mikill munur á því að keppa núna á Ólympleikunum
eða fyrir fyrir fjórum árum. Nú vissi ég að hverju gekk og við hverju
mætti búast auk þess sem ég þekki aðstæður i Sydney eftir að hafa
búið hér um nokkurt skeið og verið við æfingar," sagði Eydís Kon-
ráðsdóttir sundkona aðspurð um muninn að keppa nú á Ólympíuleik-
um eða fyrir fjórum árum þegar hún tók þátt fyrsta sinni.
„Þar af leiðandi var engin spenna í mér sem oft vill vera í keppend-
um sem spreyta sig í fyrsta sinn á Ólympíuleikum." Eydís sagði und-
irbúning íslenska liðsins vera allan annan og betri en fyrir fjórum ár-
um, einkum er varðaði hlut Iþrótta- og ólympíusambands Islands.
„Það er alveg gjörólíkt hvað mikið betur var staðið að málum nú,
umgjörðin er frábær svo undirbúningurinn heima. Hvernig staðið
var ferðatilhögun og æfingabúðum hér ytra var einstakt auk þess
sem skilmerkilega var farið yfir öll atriði ferðarinnar og þátttökunn-
ar á ítarlegum fundum með keppendum áður en lagt var af stað.
Sé tekið mið af reynslu minni frá síðustu leikum þá er mun fag-
mannlegar staðið að öllum hlutum hjá ÍSÍ heldur en nokkru sinni áð-
ur. Vissulega hefur meiri fjármunum verið varið til þátttöku okkar á
leikunum en áður en ég tel engan vafa leika á að það skili sér,“ sagði
Eydís Konráðsdóttir.
Aftarlega