Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
.
BÓKMENNTAHÁTÍÐIN,
sem stóð liðna viku, var
kærkomið tækifæri til að
kynnast skoðunum margra
þeirra sem sett hafa mark sitt á hinn
alþjóðlega bókmenntaheim samtím-
ans. AS. Byatt, einn gesta hátíðarinn-
ar, er með þekktari rithöfundum Bret-
lands og mörgum íslendingum að góðu
kunn fyrir bækur sínar, þó enn sem
komið er hafi engin þeirra verið þýdd.
Hún hefur verið mikilvirkur höfundur
bæði á sviði skáldskapar og fræðirita,
og féllst góðfuslega á að spjalla við
blaðamann um ferii sinn og hug-
myndafræðilegar þreifingar síðustu
ára á sviði bókmenntanna.
„Við höfum verið að ganga í gegnum
timabil þar sem allir hafa haldið því
fram að tungumálið sé ekki nógu vel
tengt raunveruleikanum," sagði Byatt
í upphafi samtalsins, en hún hefur
löngum haft mikinn áhuga á tengslum
tungumálsins við raunveruleikann,
eins og ljóslega kemur fram í verkum
hennar. „Og við höfum einnig verið að
ganga í gegnum tímbil þar sem póst>
módemistar og franskir hugmynda-
fræðingar hafa haldið því fram að
tungumálið sé kerfi sem einungis tali
við sjálft sig. Ég er ekki samþykk
þessu, mestmegnis vegna þess að við
notum tungumálið til að koma skoðun-
um á borð við þessar á framfæri. Það
er eins og þeir sem smíða þessar kenn-
ingar sjái ekki að tungumálið sem þeir
nota til að hugsa þessa hugsun er að
sjálfsögðu hluti af henni. í mínum huga
býr tungumálið yfir ótrúlegum mögu-
leikum og miklum sveigjanieika og er
því vel hæft til þess að lýsa hvers kyns
reynslu af ólíkum toga.“
„Stundum er sagt að skáldskapur-
inn standi nær sannleikanum en
raunveruleikinn,“ heldur Byatt
áfram, „fólki finnst þetta vegna þess
að skáldskapurinn þykdst aldrei vera
sannur. Af þeim sökum getur rithöf-
undur gefið mótsagnakennda mynd
af hlutunum, án þess að það virki
óraunverulegt. Rithöfundurinn skap-
ar þá mynd af heiminum sem honum
sýnist standa sannleikanum næst og
lesendur samsama sig þeirri mynd. I
skáldskapnum felst frelsi sem ekki
takmarkast af sönnunarbyrði."
Sjálf er ég þó ákaflega hriftn af
sönnunum," segir Byatt og brosir,
„því ég er þjálfuð sem fræðimaður.
Eitt af því sem vekur áhuga minn um
þessar mundir í sambandi við skáld-
skapinn er sú hugmynd að nota sönn-
unargögn sem hluta frásagnarinnar,
en það gerði ég einmitt í síðustu
skáldsögunni minni, Sögu ævisögur-
itarans. í því verki vinn ég út frá
þeirri hugmynd að maður viti það
sem hægt er að finna út, - en svo er
allt hitt, allir þeir hlutir sem ekki er
hægt að komast að af því sönnunar-
gögnin vantar.“
Ég er loksins búin að
læra vinnubrögðin
„Minn skáldskapur hefur verið að
breytast í gegnum tíðina, hann skarar
sífellt fleiri svið í öllum skftningi,“segir
Byatt. „Þessi þróun þýðir einfaldlega
að ég er loksins búinn að læra vinnu-
brögðin. Ég veit með meiri vissu hvaða
lögmálum skáldskapurinn lýtur. Fyrir
svona tíu árum sagði Irish Murdoch
við mig, „þú veist að þú getur gert það
sem þér sýnist, þú mátt nota allt sem
þig lystir við skriftimar,“ - og það rann
upp fyrir mér að hún hafði rétt fyrir
sér. Svo lengi sem maður veit hvað
maður er að gera, er alveg óhætt að
flakka á milli allra bókmenntagreina,
tegunda, tíma og sviða. Að því tilskildu
að það þjóni því formi sem maður hef-
urvaliðverkinu.“
„Ég held að flestir séu þannig að eft-
ir því sem þeir eldast aukist áhugi
þeirra á því sem ekki tengist persónu-
legu lífi fólks. Þegar ég var ung kona
hafði ég eðlilega meiri áhuga á því sem
laut að því æviskeiði, svo sem ástar-
málum og bömum. Það er einnig erfið-
ara að þekkja þjóðfélagslega stöðu sína
og hlutverk manns í heiminum, sem
ung kona. Eftir því sem maður eldist
eykst skilningurinn og maður getur
snúið sér að öðm. Núna hef ég t.d.
ákaflega mikinn áhuga á þeim lögmál-
um sem málverk lúta og ég hef sömu-
leiðis ódrepandi áhuga á vísindum. Ég
nálgast þennan áhuga á formlegan
hátt og þannig skilar það sér inn í
byggingu skáldverka minna, eins og
formið skilar sér í málverkinu. Lögmál
myndlistarinnar em alls ekki óskyld
Morgunblaðið/Kristinn
Skáldskapurinn þykist aldrei vera sannur, segir A. S. Byatt.
Skoða lífíð
ávallt frá fleiri
en einni hlið
Skáldkonan og bókmenntafræðingurinn A.S. Byatt er einn þekktasti
skáldsagnahöfundur Bretlands og kom hingað til lands sem gestur á bók-
menntahátíð. Friða Björk Ingvarsdóttir ræddi við hana um áhuga hennar á
því sem gerist undir yfirborðinu og völundarhús skáldskaparins.
lögmálum skilningsins. Vísindin geta
einnig afhjúpað listina þannig að skiln-
ingur manns aukist, þó það virki ekki á
hinn bóginn, - listir varpa því miður
ekki ljósi á vísindin. Sú hugmynd er þó
algengur misskilningur á meðal lista-
manna," segir Byatt og hlær við.
Hef áhuga á því sem
sagnfræðingum yfirsést
Skáldsögur Byatt hverfast oft um
það sem gerist á bak við tjöldin. Hún
reynir að greina samhengið á milli
persónulegs lífs og þeirrar myndar
sem gefin er á opinberum vettvangi.
Aðspurð um viðfangsefni verka
sinna segir Byatt: „Hvað varðar við-
horf mín til söguefnisins er ég yfir-
leitt að vinna með það sem leynist
undir yfirborðinu, en ekki endilega í
pólitískum skilningi. Ég vil gera
greinarmun á mínum efnistökum og
því hvemig t.d. femínistar líta á
heiminn. Femínistar leitast alltaf við
að koma sjónarhorni konunnar á
framfæri þar sem þeir álíta sem svo
að sjónarhom hefðarinnar sé það
sama og karlmannsins. Það sama
gerist hjá mörgum þeim rithöfund-
um sem eiga rætur sínar í nýlendu-
bókmenntum, þeir trúa þvi að til sé
opinber og óopinber saga. Ég er ekki
að leitast eftir neinu á borð við þetta,
minn áhugi beinist að því sem sagn-
fræðingum hefur yfirsést. Ég hef
áhuga á misræminu á milli einkalífs
og opinberrar umræðu, á því sem
verður útundan.“
„Það er því hugmyndin um einka-
lífið og hlutverk þess vekur með mér
áhuga," segir hún. „Þótt ég hafi vissu-
lega áhuga á stjómmálum sé ég ekki
nauðsyn þess að nota skáldsögur sem
pólitísk tæki. Að minnsta kosti ekki í
því samfélagi þar sem ég bý, þótt
maður verði þess vissulega var á bók-
menntahátíðum sem þessari að þörfin
fyrir góðar pólitískar skáldsögur er
víða til staðar. Það er töluvert um
svokallaðar pólitískar skáldsögur í
Bretlandi, en þær eru allar eftirlík-
ingar af einhveiju öðm, t.d. sovéskum
skáldskap. Þegar þrír breskir
skáldsagnahöfundar fóru til Spánar
fyrir nokkrum árum og sögðust búa
við fasistastjóm undir Thatcher, þá
sagði það meira um þeirra eigin
sjálfsímynd en stjómarfarið. Manni
ber skylda til að vera nákvæmur og
Thatcher var ekki fasisti, þótt margt
megi um hana segja. Þessir menn
höfðu bara sterka löngun til að sam-
sama sig ákveðinni tegund rithöf-
unda,“ segir Byatt ákveðin.
Það form sem lífið tekur og
skáldskapurinn sömuleiðis
Byggingu verka Byatt hefur oft
verið líkt við völundarhús, en þau ein-
kenni má ekki hvað síst merkja í síð-
asta verki hennar Sögu ævisögu-
ritarans. Þar er hver sagan fólgin í
annarri svo frásögnin verður að þétt-
um vef sem hægt er að rekja í allar
áttir. Blaðamaður spurði hana hvort
hún væri aðdáandi Jorge Luis Borg-
es, en hann vann mikið með hug-
myndina um völundarhúsið.
„Þessi bygging í verkum mínum
kemur til vegna þess forms sem lífið
tekur og skáldskapurinn sömuleiðis.
Og kannski að hluta til vegna þess
hvemig ég var alin upp. Ég var nefni-
lega svo heppin að vera alinn upp við
það að skoða lífið ávallt frá fleiri en
einni hlið. Þetta var viðhorf sem fijáls-
lyndir foreldrar mínir tóku mjög alvar-
lega. Á einhvem kynlegan máta hefur
þetta skilað sér í skrifum mínum, þvi
þar er alltaf um margar hliðar og
margar nálganir að ræða. Ég er mikill
aðdáandi Jorges Luis Borges, en held
þó ekki að ég hafi tekið meðvitaða
ákvörðun um að líkja eftir völundar-
húsinu, þó það hafi verið þróunin. Saga
ævisöguritarans er þess eðlis sem
skáldverk að það er engu líkara en það
hafi mótast af tilviljun, en sú tilviljun er
samt sem áður ákaflega skyld nauð-
syninni. Annars er það einhverra hluta
vegna svo að mjög margar samtíma-
skáldsögur mótast af þeirri hugmynd
að örlög og hlutskipti manna séu skyld
tilviljuninni. Þannig líkja þær eftir
áhrifum völundarhússins."
Söguhetja þriggja skáldsagna Byatt
er Frederica Potter og von er á ljórðu
og síðustu bókinni um hana á næsta
ári. Frederica er ung kona í byijun
sjöunda áratugarins þegar hugmynda-
fræðilegar hræringar kvennahreyfing-
arinnar voru að byija að geijast, en
þær vom mikilvægur þáttur í bók-
menntaumræðu áratuganna á eftir.
Sumar konur vom þó gagnrýnar á þá
umræðu og var Byatt ein þeirra. |
SkáldkonanAngelaCartersemhófrit- t
feril sinn um sama leyti og Byatt lenti
illilegaupp á kant við það sem hún áleit
vera feminíska réttrtúnaðarstefnu.
„Angela Carter trúði aldrei á póli-
tískan rétttrúnað og varð fyrir mikilli
gagnrýni af þeim sökum,“ segir Byatt
þegar við rifjum þessar hræringar
upp. „En það er ákaflega erfitt að ræða
þessa spumingu um femínismann. |
Frederica Potter verður til fyrir þann
tíma og hún dregst ekki inn í þá um-
ræðu. En að mínu mati fékk femínismi 1
mörgu framgengt á pólitíska sviðinu
og ég hafði kannski meiri efasemdir
um hann á sínum tíma en ástæða var
til. Ávinningurinn af kvennahreyfing-
unni í þjóðfélaginu er fyrst og fremst í
smáum hlutum, svo sem í því að ég get
farið út með karlmanni til að ræða hluti
er varða vinnu mína, eða jafhvel bara
sem vinur þótt ég sé gift kona. Engin ,
minna formæðra hefði nokkru sinni
getað leyft sér slíkt. Þetta virðist ekki §
vera veigamikið spor í frelsisátt en í 1
raun stórt framfarastökk," segir Byatt
afeinlægni.
„En hvað varðar femínisma í bók-
menntum finnst mér hann hafa haft
vondar afleiðingar þegar litið er til
heildarinnar. Það sem gerðist var að
hópur kvenrithöfunda tók sig saman
af því þeim fannst þær vera kúgaðar,
en sannleikurinn er sá að kvenrithöf-
undar hafa aldrei sætt alvarlegri kúg-
un í Bretlandi. Þessu var allt öðruvísi
farið í Bandaríkjunum og Frakklandi
því þar var kvenhefðin í skáldskapn-
um ekki eins sterk. Það var hreinlega
eins og við í Bretlandi yrðum að
herma eftir þeim röddum sem þar
heyrðust. Það sem síðan gerðist var
að konur fóru að skrifa bækur fyrir
konur. Það fór í taugamar á fleirum
en mér, meðal annars Doris Lessing,
því svoleiðis einangrunarstefna var ,
nákvæmlega það sem femínistar
hefðu átt að setja sig upp á móti. Því J
ef maður vill öðlast völd í þjóðfélag-
inu, ef maður vill standa jafnfætis
karlmönnum þá ætti maður ekki að
fara fram á annað en að vera þjóðfé-
lagslegur jafningi þeirra. Maður ætti
einungis að vilja eiga jafnan þátt í
heiminum og leiðin til þess er ekki sú
að skrifa sögur um konur eingöngu
fyrir konur.“
Karlmennirnir tóku við af því
konumar fylltust fordómum
í mínum skáldskap segi ég iðulega
hluti sem gefa til kynna hvemig það
er að vera kona og höfða til kvenna,
því ég er hreint ekki að tala um að úti-
loka kvenleg sjónarmið," útskýrir
Byatt. „Enda er höfundur eins og
Angela Carter sem skrifar mikið um
konur, lesin af ákafa af karlmönnum
og þeir hafa rannsakað höfundarverk
hennar til jafns við kynsystur hennar.
Af þeirri kynslóð rithöfunda sem eru
aðeins eldri en ég vom margir kven-
rithöfundar, svo sem Muriel Spark,
Irish Murdoch og Doris Lessing.
Penelope Fitzgerald var einnig mjög
merkilegur skáldsagnahöfundur af
þessari kynslóð. Á eftir minni kynslóð
koma hins vegar engir góðir kvenrit-
höfundar. Þá reis á hinn bóginn upp
áberandi kynslóð karlmanna, sem all-
ir em frábærir höfundar. Að mínu
mati er þetta engin tilviljun, karl-
mennimir tóku við af því að konumar
fylltust fordómum og kreddum. Ég
held að það sé samhengi á milli þess
hvemig konumar lokuðu sig af, á
sama tíma og strákamir spókuðu sig
og vom með mannalæti," segir Byatt.
„Mér þykir ákaflega leitt að það
skuli vera svo fáir góðir kvenrithöf-
undar samtíða strákakynslóðinni,"
heldur hún áfram, „en nú era sem
betur fer margar nýjar konur að
koma fram á ritvöllinn. Ein besta
skáldsaga sem ég hef lesið nýlega er |
eftir bandaríska konu sem býr í Bret-
landi, Helen de Witt að nafni. Sú bók
fjallar ekki um það sem gæti talist til f
femínisma, hún fjallar um bælingu
vitsmunanna og eðli menningarinnar.
Bókin er ákaflega áhrifamikil og það
er augljóst að höfundurinn er full-
komlega sáttur við kynferði sitt. Það
er það sem skiptir máli.“
Sá tími sem Byatt hafði gefið sér til
viðtalsins var nú löngu liðinn og hún á
leið út til að hlusta á fyrirlestur. „Mér j
þykir það skemmtilegra en að fara í
kokkteilboð,“ sagði hún hlæjandi um
leiðoghúnkvaddi.