Morgunblaðið - 17.09.2000, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 1 9
LISTIR
Hafnarfjarðarleikhúsið
Morgunblaðið/Ásdís
Hafnarljarðarleikhúsið 5 ára. Hilmar Jónsson, Gunnar Helgason, Erl-
ing Jóhannesson, Ámi Ibsen. Finnur Amar Arnarson (og sonur), Björk
Jakobsdóttir, Ólafur Haukur Símonarson, Unnur Ólafsdóttir.
Rússneskar
heimildar-
myndir
KVIKMYNDASÝNIN GAR MÍR
hefjast að nýju eftir sumarhlé í bíó-
salnum á Vatnsstíg 10, í dag, sunnu-
dag. Sýndar verða tvær rússneskar
heimildarmyndir gerðar með rúm-
lega 70 ára millibili; kl. 15: „Fall Rom-
anov-ættarinnar“ (1927) og kl. 16.30:
„Þrælasala", ný mynd.
Kvikmyndin „Fall hinnar keisara-
legu Romanovættar" var þögul og
gerð undir stjóm Esfír Shubs, en út-
gáfan sem nú er sýnd er frá árinu
1967, tónsett, og stóð Sergei Jútkevits
að útgáfunni.
„Þrælasala“ er ný heimildarmynd
um mannrán, gíslatökur og illvirki
tsjetsjneskra glæpahópa. Kvikmynd-
in er gerð í samvinnu við rússnesk
stjómvöld. Enskur texti er með báð-
um myndunum. Aðgangur er ókeypis.
Fyrirlestur
í Listahá-
skolanum
HANS Christian Dany heldur fyrir-
lestur í Listaháskólanum í Laugar-
nesi í stofu 002, á morgun, mánudag,
kl. 15.
H.C. Dany er myndlistarmaður,
rithöfundur, útgefandi tímaritsins
„Starship" og bókarinnar „Against,
Within - Strategy of Self-Organiza-
tion Since 1969“. Fyrirlesturinn
nefnist „Division of Labour“ (Verka-
skipting). Myndlistarheimurinn er
enn skipulagður í kerfi sem skiptir
starfinu í: hráefni, framleiðslu,
dreifingu og neyslu. Rætt verður um
hvers vegna þetta samrýmist ekki
nútímaskilningi á vinnunni og settar
verða fram hugmyndir um hvernig
þessu gæti verið öðmvísi farið.
Tvö ný
leikrit
frumsýnd
í vetur
HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ
fagnaði fimm ára afmæli sínu á
fimmtudagskvöldið og af því tilefni
tilkynnti Hilmar Jónsson leikhús-
stjóri um verkefnaval leikársins.
Nú standa yfir æfingar á Vitleys-
ingunum, nýju leikriti Ólafs Hauks
Símonarsonar og er fmmsýning
fyrirhuguð um miðjan október.
„Þetta er gamansamt leikrit um fólk
á fertugsaldri; pör sem em á kafi í
lífsbaráttunni og íslenska lífsgæða-
kapphlaupinu, “ segir Hilmar sem
jafnframt er leikstjórinn. Leikend-
ur eru Björk Jakobsdóttir, Dofri
Hermannsson, Gunnar Helgason,
Erling Jóhannesson, Jóhanna Jón-
as, Halla Margrét Guðmundsdóttir,
María Ellingssen. Leikmynd gerir
Finnur Arnar Amarson.
Á jólaföstunni er ætlunin að bjóða
hafnfirskum börnum upp á Jólaand-
akt sem verður jólasýning í öðmm
dúr en þau eiga kannski að venjast.
„Við ætlum að bjóða þeim hingað til
okkar í leikhúsið að eiga fallega
stund með okkur. Hlusta á tónlist,
syngja jólalög, heyra jólasögu og
fleira gott,“ segir Hilmar.
Eftir áramótin verður fmmsýnt
nýtt leikrit eftir Hávar Sigurjóns-
son. Það nefnist Englabörn. Að
sögn Hilmars er þetta fyrsta fmm-
samda leikrit Hávars fyrir leiksvið
en hann hefur áður samið leikgerðir
og skrifað framhaldsleikrit fyrir Út-
varpsleikhúsið.
í hófi sem leikhúsið efndi til á af-
mælisdaginn lét Þorsteinn Njáls-
son, forseti bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar, svo um mælt að
Hafnfirðingar væru stoltir af Hafn-
arfjarðarleikhúsinu og því starfi
sem þar væri unnið. „Við eigum
okkur draum um að hér á norður-
bakka hafnarinnar rísi í framtíðinni
menningarmiðstöð. Ég bið ykkur að
taka þátt í að gera þann draum að
vemleika.“
Á afmælisdaginn vom nákvæm-
lega 5 ár liðin þann 14. september
frá framsýningu Himnaríkis, fýrsta
verkefnis Hafnarfjarðarleikhúss-
ins, eftir Áma Ibsen. Árni þakkaði
Hafnarfjarðarleikhúsinu fyrir þá
einurð sem það hefði sýnt í að hvika
ekki frá upphaflegri stefnu sinni að
sýna eingöngu ný íslensk leikverk.
„Stóm leikhúsin, Þjóðleikhúsið og
Borgarleikhúsið, em að bregðast
þessari skyldu sinni í vetur með því
að fmmsýna aðeins fjögur ný ís-
lensk leikrit samtals. Þar af eru
tvær leikgerðir. Hafnarfjarðarleik-
húsið stendur eitt undir merkjum
að þessu leyti, “ sagði Árni Ibsen.
Síðustu sýn-
ingar á Sjálf-
stæðu fólki
í TILEFNI af gestaleik Þjóð-
leikhússins á EXPO 2000 í
Hannover verða örfáar sýn-
ingar á Sjálfstæðu fólki á
Stóra sviðinu. Þetta em allra
síðustu sýningar og þær verða
allar á löngum leikhúsdögum,
þegar báðir hlutar verksins
verða sýndir á sama degi. Sýn-
ingardagar era fyrirhugaðir
17. september, 23. september,
30. september og 7. október.
2000
17. september
NORRÆNA HÚSIÐ KL. 17
CAPUT
Síöari tónleikar örhátíðar CAPUT þar
sem fram koma skoski píanóleikarinn
James Clapperton og kanadíski fiðlu-
leikarinn Sharleen Harshenin. Tón-
leikarnireru ísamvinnu við Bergen -
menningarborg Evrópu árið 2000. Á
efnisskrá eru verk eftir Ruben Sverre
Gjertsen, Salvatore Sciarrino, James
Ciapperton, Atla Ingólfsson og lannis
Xenakis.
USTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNARHÚS
KL.14
cafe9.net
Gestgjafartaka á móti fólki frá kl. 14.
Meðal viðburða eru WWCA CONTin-
ENT, gagnvirk sýning listaverka eftir
20 listamenn frá Frakklandi, Finnlandi
ogBeigíu. Umræður verða haidnar og
er mögulegt að koma með fyrirspumir
frá öðrum borgum inn í þær.
LiSTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNARHÚS
KL.16
cafe9.net
Þóroddur Bjamason þýður í kaffi og
með því um leið og hann kynnir verk-
efni sitt „ Þing fljótandi umræðu" -
www. discussion. is.
www.cafe9.net
www.reykjavik2000.is - wap.olis.is
18. september
LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNAR-
HÚS KL. 15
cafe9.net
Gestgjafar taka á móti fólki frá kl.
15.
www.cafe9.net
www.reykjavik2000.is - wap.olis.is
rfuhúsnæði/hótel á frábærum stað?
sýnis í ðag, sunnudag, frá kl. 14-17!
Vantar þig skril
bessieigner
FASTEIGNASALA
Skúlagata 51 - Til leigu eða sölu strax!
Þetta landsþekkta hús er til leigu í mismunandi stórum einingum, allt frá 210 fm eða til sölu í heilu lagi, 2.636 fm. 35 bílastæði. Stór
hluti af húsinu er til afhendingar nú þegar (allt til afhendingar 1. des. nk.) Eignin hefur sterkt auglýsingagildi og liggur við allar helstu
umferðaræðar borgarinnar. Húsið er byggt á súlum og því auðvelt að breyta skipulagi innandyra og aðlaga það nákvæmlega að þínum
þörfum. Viltu vita meira? Já, við erum ekki hissa - og bjóðum þér að sjálfsögðu að heilsa upp á fríska sölumenn Hóls, sem ætla svo sann-
arlega að taka vel á móti þér í opnu húsi í dag milli kl. 14-17.
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri!! Hóll fasteignsala, Skúlagata 17, sími 595 9000, opið allar helgar frá kl. 2-4.
Eigandi: Kirkjuhvoll ehf.
Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf. er traust fasteignafélag
sem sérhæfir I útleigu atvinnuhúsnæðis. „Þjónustulipurð
við viðskiptavini okkar'' eru einkunarorð félagins.
/ - Hóll er til fyrir þig - Sími 595 9000
Söluaðili: Hóll fasteignsala.
Hóll er kraftmikil fasteignsala sem vinnur af
fagmennsku og trúnaði fyrir viðskiptavini sína