Morgunblaðið - 17.09.2000, Síða 20

Morgunblaðið - 17.09.2000, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Þióðkirkjan og íslenska ríkið TtÚIN hefur ætíð skipað stóran sess í lífi sr. Hjálmars Jónssonar. Ekki hvað síst á meðan hann var sóknar- prestur í tveimur prestaköllum á Norðurlandi vestra í nærri tvo áratugi. Eftir að hann tók sæti á Alþingi fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins hefur hann sérstaklega látið sig málefni þjóðkirkjunnar varða og átt sæti í nefnd til undirbúnings laga um stjóm, stöðu og starfshætti þjóðkirkjunnar frá árinu 1997. Með blik í augum byrjar Hjálmar á því að rifja upp að íslenska kirkjan hafi frá upphafi verið býsna sjálfstæð stofnun. „Páfavaldið var of langt í burtu til að hafa afgerandi áhrif á trúarlífið í landinu fyrir siðaskipti. Biskupar, sýnoda (prestastefna) og Alþingi höfðu því talsvert sjálfstæði í ákvarðanatöku alveg frá upphafi. Biskupar og höfuðklerkar áttu sæti á Alþingi þær aldirnar eins og kunnugt er. Við siðbótina færðist yfirstjórn kirkjunnar úr höndum páfans til þjóðhöfðingja í hverju landi. Danakonungur tók því við yfirstjórn ís- lensku kirkjunnar lögum samkvæmt. Með lúterskri kirkjuskipun átti að stuðla að meiri nálægð kristinna manna við guð sinn. Einn liður í því var að gefa Biblíuna út á þjóð- tungunum. Nýja testamentið var til í þýðingu Odds Gottskálkssonar. Gamla testamenntið þýddi og lét Guðbrandur Þorláksson biskup þýða. Hvort tveggja gaf Guðbrandur út í Guð- brandsbiblíunni svokölluðu árið 1584. Enn var talsvert langt í land til að ná settu marki því að stór hluti þjóðarinnar var enn ólæs og gat því ekki meðtekið guðsorðið með beinum hætti. Við siðbót voru klaustrin lögð niður en Dana- konungur tók við þeim. I þeim átti að koma úpp skóla- og sjúkrastofnunum. Ekkert varð úr því enda stóð Danakonungur aldrei við gef- in loforð um uppbyggingu skólanna." Hversu lengi hafði kirkjan umsjón með öll- um kirkjujörðum? „Kirkjan hafði umsjón með öllum sínum eig- um fram til ársins 1907. Með breyttum bú- skaparháttum myndaðist þrýstingur á að bændur hefðu yfirráð á bújörðum sínum. Al- þingi taldi því eðlilegt að ríkið fengi umsjón með kirkjujörðum gegn því að greiða laun presta. Ríkið tók í framhaldi af því við umsjón með töluverðum fjölda kirkjujarðanna með lögum frá árinu 1907. Enn lengra var gengið á sömu braut með samningi ríkis og kirkju rétt- um níutíu árum síðar. Eftir að samningurinn tók gildi hefur þjóðkirkjan aðeins haft umsjón með prestsetrum. Ríkið hefur tekið við öðrum jörðum, ýmist leigt þær eða selt til bænda, og hefur andvirði seldra eigna runnið í ríkissjóð.11 Arðgreiðslur laun presta Hvert væri verðmæti eigna kirkjunnar á núvirði? „Erfitt er að áætla verðmæti eignanna á nú- virði. Fyrir nokkrum árum var það talið um 20 milljarðar. Sumir nefna tölur upp í 50 millj- arða. Samningurinn gerir ráð fyrir því að af upphæðinni renni 750 milljóna króna arður til kirkjunnar á hverju ári. Sú upphæð dugi til að greiða laun biskupa, prófasta og 138 presta auk 18 manna starfsliðs biskupsembættisins. Ekki er laust við að sumum þyki ávöxtunin heldur rýr,“ segir Hjálmar og ítrekar hversu augljós misskilningur sé fólginn í því að líta svo á að ríkið haldi þjóðkirkjunni uppi. „Eins er vert að vekja athygli á því að ríkið gerir til- kall til þess að dágóður hluti gömlu kirkjujarð- anna verði brátt þjóðlendur, þ.e. almennings- eign.“ Hver eru tengsl ríkis og þjóðkirkju í dag? „Tímamót urðu í starfsemi þjóðkirkjunnar með lögum um stjóm, stöðu og starfshætti þjóðkirkjunnar frá sama ári, þ.e. 1997. Með lögunum voru felldir úr gildi ýmsir lagabálkar í tengslum við stjómun kirkjunnar. Kirkju- þingi þjóðkirkjunnar var falið að setja sér starfsreglur innan almenns ramma laganna. Eftir breytinguna hefur Alþingi því ekki þurft að fjalla um ýmislegt í starfi kirkjunnar, t.d. hvort stofnsetja skuli eða leggja niður emb- ætti. Einu raunvemlegu tengslin felast í því að kirkjumálaráðherra skipar enn presta að fenginni umsögn valnefnda. Ég get í sjálfu sér ekki séð neitt þvi til fyrirstöðu að þessi tengsl séu rofin. Biskup gefi einn og sjálfur út skip- unarbréf að fenginni umsögn valnefndanna. Önnur lausleg tengsl felast í því að ríkið hef- ur tekið að sér að innheimta sóknargjald fyrir þjóðkirkjuna eins og önnur trúfélög. Sóknar- gjaldinu er ætlað að fjármagna rekstrarkostn- að ef frá er talinn launakostnaður presta. Fjármununum er skilað til trúfélaga í réttu hlutfalli við höfðatölu,“ segir Hjálmar og hnýt- ir því við að íslendingar utan trúfélaga greiði sérstakt gjald til Háskóla íslands. „Eins og þú heyrir em því aðeins laus formleg tengsl á milli ríkis og þjóðkirkju. Svíar hafa tekið upp svipað fyrirkomulag og em nánast með sjálf- stæða þjóðkirkju. Norðmenn og Danir halda enn nánum tengslum ríkis og kirkju en í Nor- egi er vaxandi fylgi við að losað verði um þau tengsl.“ Hvaða hugmyndir hafa komið fram um aI- Morgunblaðið/Jim Smart Sr. Hjálmar segir að kristin trú eigi sér djúpar rætur í þjóðarsálinni. Misskilning- ur að ríkið haldi þjóð- kirkjunni uppi Hefð er fyrir því að afmælisbörn njóti sérstakrar at- hygli á stórafmælum. Önnu G. Ólafsdóttur þótti við hæfí að spyrja sr. Hjálmar Jónsson alþingismann um þjóðkirkjuna og hvort tímabært væri að rjúfa algjör- lega tengsl hennar við ríkið. Svörin voru á þann veg að aðeins væri um lausleg tengsl jafnrétthárra aðila að ræða. Misskilningur væri að ríkið héldi þjóðkirkjunni uppi eins og oft væri haldið fram. gjöran aðskilnaðríkis ogkirkju? „Sumir virðast vilja slíta algjörlega tengsl ríkis og kirkju og láta eins og kirkjan hafi ekki eignast neinar eignir í gegnum tíðina. Aðrir fámennari söfnuðir eins og hvítasunnusöfnuð- urinn og aðventistar hafa myndað sínar eignir á mun skemmri tíma. Hvorki er hægt að gera þær né aðrar eignir upptækar enda er eignar- réttur lögvarinn í landinu. Ef ríkið léti ekki kirkjuna njóta eigna sinna væri um eignarnám að ræða og um eignarnám gilda sérstök lög. Hverja einustu landspildu þyrfti þá að meta sérstaklega. Það er flókið mál en ekki ófram- kvæmanlegt. Ekkert kemur í raun í veg fyrir að kirkjan sjái sjálf um að ávaxta eignir sínar. Stóra spurningin felst í því hvort þjóðin telji við hæfi að ein deild innan kirkjunnar sjái um hluta- bréfaávöxtun og kirkjan eigi hlutabréf og full- trúa í stjórn stórfyrirtækja á borð við Kaup- þing, deCODE, Eimskip, Flugleiðir, VÍS, Marel og Össur, að ógleymdum bönkunum. Með því væri kirkjan ekki aðeins að dreifa kröftum sínum heldur gæti komið til alvar- legra hagsmunaárekstra," segir Hjálmar og honum geðjast ekki að því að kirkjan verði eignaumsýslustofnun. Kirkjan væri þá áhrifa- valdur í íslensku efnahagslífi. Kirkjan sinn eigin húsbóndi Er ekki eðlilegt að líta svo á að algert sjálf- stæði myndi hafa hvetjandi áhrif á alla starf- semi þjóðkirkjunnar? „Kirkjan hefur verið sinn eigin húsbóndi al- veg frá því lögin um stjórn, stöðu og starfs- hætti þjóðkirkjunnar tóku gildi árið 1997. Ekki eru aðrir ábyrgir fyrir því hvernig best er hægt að nýta starfsliðið í þágu starfseminn- ar í heild. Markmið kirkjunnar er að sjálf- sögðu að þjóna fólkinu í landinu sem best. Ef kirkjan gerir það ekki hefur þjóðin ekkert við hana að gera. Kirkjan þarf að vera trú herra sínum Jesú Kristi og kærleiksboðskap hans. Aldrei má heldur gleymast að kirkjan þarf á allan hátt að vera farvegur réttlætis, miskunn- ar og kærleika samkvæmt orði guðs.“ ísland er óðum að verða fjölþjóðlegra og þar með einnig í trúarlegum skilningi. Hefur ríkið mismunað öðrum trúfélögum með greiðslum sínum til þjóðkirkjunnar? „Við skulum byrja á því að minna á að á ís- landi og öllum hinum Norðurlöndunum er þjóðkirkja. Hvergi er trúfrelsi, lýðræði og mannréttindi betur í hávegum höfð en í þess- um heimshluta. Þjóðkirkjan hefur ráðið sér- stakan prest til að vera innflytjendum til halds og trausts. Eins og aðrir sannkristnir menn ber honum að virða hvers konar trúarbrögð og menningu. Á hinn bóginn verð ég að minna á að önnur trúfélög eiga ekki eignir inni hjá rík- inu með sama hætti og þjóðkirkjan. Ef styðja ætti smærri trúfélög með svipuðum greiðslum þyrfti að sækja fjármagnið í vasa skattgreið- endanna í landinu. Mér finnst sjálfum ekki sanngjamt að ganga svo langt til að fjármagna stofnun nýrra trúfélaga. Ríkið gætir jafnræðis milli trúfélaga með því að innheimta sóknar- gjöld fyrir þau öll jafnt.“ Háleitt markmið Sinnir þjóðkirkjan hlutverki sínu nægilega vel? „Starfshættir þjóðkirkjunnar hafa tekið gíf- urlegum breytingum á undanförnum þremur áratugum. Hægt er að nefna að orðið hafa til nýjar stéttir safnaðarstarfsfólks sem söfnuð- irnir ráða sjálfir til sín. Starf kirkjunnar er orðið miklu, miklu fjölbreyttara, að sjálfsögðu vegna breyttra tíma og aðstæðna. Kirkjan leitast sérstaklega við að höfða til allra aldurs- og þjóðfélagshópa. Kvenprestar eru orðnir svo sjálfsagðir að menn muna ekki lengur eftir kirkjunni öðmvísi. Ég get ekki betur séð en að af stofnunum þjóðfélagsins standi kirkjan sig hvað best hvað varðar jafnan rétt og stöðu kynjanna. Við skulum hafa hugfast að boð- skapur kirkjunnar er sá háleitasti í heimi hér. Hún á að starfa eins og það væri Kristur sjálf- ur sem gengi um meðal manna. Þess vegna getur kirkjan aldrei verið ánægð með árangur sinn. Hún hlýtur alltaf að vilja leitast af fremsta megni við að gera enn betur. Þess vegna á hún að taka gagnrýni með þökkum." Eru tengsl kirkju og þjóðar nægilega góð? „Um 90% þjóðarinnar mynda þjóðkirkjuna og enginn er í kirkjunni nema hann vilji það sjálfur. Af langri prestsreynslu veit ég að víð- ast hvar eru ágæt tengsl á milli presta og safn- aða. Flestir prestar vinna með stómm hópi fólks innan safnaðanna að safnaðarmálunum og víðast hvar gengur það vel. Við sjáum það af því hversu fréttnæmt það verður ef út af því bregður. Þau tilvik fara hátt í þjóðfélags um- ræðunni vegna þess að fólk vill almennt að kirkjulífið gangi vel og friður og glaðværð sé þar ríkjandi. Kirkju- og trúarlífið er eðlilegur og sjálfsagður þáttur í lífi samfélagsins og ein- staklinganna. Þau tengsl má ekki með nokkru móti rjúfa. Á tímum hraðfara breytinga er þörf fyrir meiri festu í líf og samfélag. Við sjá- um ýmis teikn á lofti um regluleysi, hömlu- leysi og lítinn sjálfsaga. Að taka stofnanirnar í þjóðfélaginu og rýra þær er ekki til bóta fyrir líf þjóðarinnar. Kirkjan er fyrst og fremst samfélag fólks við guð sinn. Þess vegna er kirkjan til og trúin - kristin trú, á djúpar rætur í þjóðarsálinni. Mér finnst erindi kirkjunnar koma svo skýrt fram í versi sálms eftir sr. Friðrik Friðriksson, þann mikla leiðtoga og trúarhetju, þar sem hann segir um kristna trú: Þú ert hin mikla eining sú sem eina gerir kirkju á jörð, ogmillialda ertubrú og allra þjóða sáttargjörð. Þú niðja vorra verður skjól, uns veröld ferst og slokknar sól. Ég vil gera allt sem ég get til þess að kirkj- an fái að sinna þessu hlutverki með þjóðinni - og geti helgað sig því áfram og sífellt betur.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.