Morgunblaðið - 17.09.2000, Page 22

Morgunblaðið - 17.09.2000, Page 22
22 H’-SUNN'GDAGUR TJl SEPTEMBER 2000 )■' MORGUNBLMJIBOF/ VIRK VÍSINDI BJÖRN INGI HRAFNSSON || bingi@mbl.is Rannsókn lyfjafræðings á algengi þunglyndis ungs fólks vekur mikla athygli Réttgreining og mebhöndlun skiptir öllu máli Vísindamaðurinn NAFN: Tinna Traustadóttir, f. 1974. FORELDRAR: Dr. Trausti Valsson arkitekt, f. 1946 og Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur, f. 1950. MENNTUN: Grunnskólapróffrá Hlídaskóla, 1990, stúdentspróf frá Verslunarskóla íslands, 1994 og kandídatspróf í lyfjafræði frá Háskóla íslands, 2000. STARF: Markaðsfulltrúi Delta hf. og vísindamaður hjá AstraZeneca í Svíþjóö. ALGENGI þunglyndis hér á Iandi og notkun þunglyndislyfja meðal ungs fólks á Islandi var rannsóknarefni Tinnu [Traustadóttir, 26 ára Reykvíkings, sem útskrifaðist sem lyfjafræðingur frá Læknadeild Há- skóla íslands sl. vor. Rannsókn Tinnu á þunglyndi hefur vakið mikla athygli og frá því hún skilaði inn niðurstöðum sínum hefur hún verið beðin um að flytja erindi á ýmsum ráðstefnum og verið kvödd til ráðgjafar í þessum málaflokki, m.a. verið valin í stýrihóp Landlæknis til eflingar geðheilsu til næstu þriggja ára. Verkefni Tinnu var til 15 eininga í lyfjafræði og snýr að þunglyndi, sem er meðal algengustu sjúkdóma ungs fólks. Fjöldi sérfræðinga telur þung- lyndi vera vaxandi vandamál, sér- staklega meðal kvenna og yngra fólks. Ekki eru allir sem leita sér að- stoðar og aðeins um þriðjungur þung- lyndra fær einhverja meðferð. í rann- sókn Tinnu var algengi þunglyndis og notkunar þunglyndislyíja meðal ungs fólks á íslandi, 18-25 ára, kannað og um leið metinn sá óbeini kostnaður sem af þunglyndi hlýst á ári hverju. Átti fyrst eingöngu aó taka til háskólastúdenta Tinna segir að vorið 1999 hafi hún fengið þá hugmynd að taka fyrir stúdenta við Háskólann og bera sam- an andlega h'ðan eftir deildum og kanna hvort mikið vinnuálag og aðrir þættir hefðu þar áhrif. „Þá fannst mér áhugavert að kanna hvort fólk í húmanískum greinum er til dæmis þunglyndara en stúdentar í raunvísindum. Rannsókn- ir hafa nefnilega sýnt að 60% ljóð- skálda eru haldin þunglyndi á ein- hveiju stigi, svo dæmi sé tekið.“ Til þessa verkefnis fékk Tinna styrk úr Nýsköpunarsjóði náms- manna ásamt nema í stjómmála- fræði. Mótframlag kom frá íslenskri erfðagreiningu og einnig Þorgeir Þorgeirsson sem leiðbeinandi. Svo fór þó að fýsilegra þótti að einskorða rannsóknina ekki við háskólastúd- enta, taka fremur tilviljanakennt úr- tak úr þjóðskrá á ákveðnu aldursbili og greina þannig hvort munur væri á andlegri líðan þeirra sem væru í skóla annars vegar og annarra hins vegar. Urtakið var semsé vahð af handa- hófi úr þjóðskrá og náði til 2.000 ís- lendinga fæddra á árunum 1973- 1980, eða tæplega 6% fólks á þessum aldri. Var þátttakendum sendur spumingalisti í pósti sem innihélt staðlaðar spumingar þar sem skimað var eftir þunglyndis- og kvíða- röskunum og áfengissýki. Var svar- hlutfall í könnuninni 62,5%. Tinna segir að markmiðið með þessum þætti rannsóknarinnar hafí verið þríþætt. í fyrsta lagi að kanna algengi þunglyndis meðal 18-25 ára íslendinga, í öðm lagi að kanna notk- un þessa aldurshóps á þunglyndis- lyfjum og í þriðja lagi að kanna hvort einhver tengsl væm á milh notkunar áfengis og annarra vímuefna og and- legrar vanhðunar. Hún bendir á að Tómas Helga- songeðlæknir hafi gert rannsókn árið 1984, en hún hafi tekið til fólks, 20-59 ára. Þar hafi algengi þunglyndis- og kvíðaraskana reynst hæst hjá yngsta fólkinu, 20-29 ára, og virtist fara lækkandi með hækkandi aldri. Hins vegar hafi ávísun á geðdeyfðarlyf aukist með hækkandi aldri og notkun lyfjanna því verið í öfugu hlutfalli við algengi sjúkdómsins. Aðeins 0,4% fólks á þessum aldri hafi þannig notað þunglyndislyf þrátt fyrir að miklu fleiri, eða 21% hafi haft þunglyndis- eða kvíðaraskanir. „Af þessum sökum þótti mér afar spennandi að reyna að sjá hvemig þessir þættir hefðu breyst. Ekki síst þar sem ný lyf hafa verið kynnt til sögunnar frá árinu 1984,“ segir Tinna. 17,2% fundið fyrir þunglyndisröskun En hveijar vora þær? - Algengi þunglyndisraskana hjá ungu fólki á Islandi virðist 17,2%. Konur þjást oft- ar af slíkum röskunum en karlar og notkun þunglyndislyfja í þessum ald- urshópi nam 4%, hið minnsta árið 1999, eða tífalt meira en árið 1984. Alls hafði helmingur þátttakenda í könnuninni neytt ólöglegra vímuefna og ríflega 17% virtust hafa tilhneig- ingu til að misnota áfengi. Vom þar karlar í meirihluta. Þá vora sjálfs- vígshugsanir algengar, 47% hjá ungu fólki og meira en 5% þátttakenda höfðu í raun reynt að stytta sér aldur. Samband reyndist á milli þunglyndis- raskana og áfengis- og vímuefna- neyslu. ,J>að getur verið erfitt að segja hvort misnotkun áfengis kemur á undan þunglyndi eða öfugt. Þetta hefur verið rannsakað og komið hefur í ljós að hvort tveggja getur gerst. Það er því ýmislegt til í því að fólk drekki sorgum sínum, ekki síst karl- menn sem virðast frekar reyna að taka á sínum málum sjálfir. Konur „í þunglyndisköstunum skreið ég stundum yfir gólfið til þess að kom- ast á milli veggja, mánuðum saman.“ Kay Redfield Jamison, úr bókinni í róti hugans. Jamison hefur þjáðst af geð- hvörfum í þijá áratngi. Hún er sálfræðingur að mennt og starfar sem prófess- or við læknadeild John Hopkins-háskólans i Bandaríkjimum. Ungurvareg,ogungir austan um land á hausti laufvindar blésu Ijúfir, lékegmérþáaðstráum. En hretið kom að hvetja harðamenníbylsennu, þásategennþáinni alldapurákvenpalli. Sekur var eg, og sækja sjálfsagt hlaut eg með þrautum aleigumínaogala ötullbæðiviðjötu. Hvemig fór? Hér eg gjama, hjarta mannlegt um sanna, að hvað sem hinu líður hjartað gott skóp oss drottinn. Eg fann á millum fanna í felling á blásvelli lófalága við þúfu lítinn grátittling sýta. Flogið gat ekki hinn fleygi, frosinn niður við mosa, augunum óttabljúgum á mig skaut dýrið gráa. - Grátittlingurinn, e. Jónas Hallgrímsson. Sú kenning hefur verið sett fram að hér só ort um mann sem var svo veikur að honum leið eins og fugli þar sem vængurinn hafði frosið fastur við jörðina og koinst því hvcrgi. virðast fremur leita til læknis með sín vandamál," segir Tinna. Hún tekur fram að þótt tæplega 43% aðspurðra segist hafa leitt hug- ann að sjálfsmorði, hafi þessi hópur um leið sagst ekld ætla að fram- kvæma það. Algengt virðist því að til- hugsun um sjálfsmorð hvarfli að fólki, en það bægi hugsuninni samstundis eða því sem næst frá. Hins vegar hafi 3,6% hugsað um sjálfsvíg og oft lang- að til þess. 5,4% hafi hins vegar reynt að stytta sér aldur með einhveijum hætti og þriðjungur þeirra hafði ein- hvem tímann fengið þunglyndislyf. Margir fá ekki viðeigandi meöhöndlun Með öðram orðum: Tveir af hverj- um þremur sem vitað er að reynt hafa sjálfsmorð hafa hvorki verið í sam- talsmeðferð né fengið lyf. Tinna segir að þetta sé einmitt svo sláandi: „Erlendis hefur verið reynt að kanna feril þeirra sem stytta sér líf. Þá kemur í ljós að í langflestum til- fellum er um að ræða fólk sem ekki hefur fengið næga meðhöndlun. Sum- ir höfðu fengið einhverja meðhöndl- un, en flestir þeirra höfðu þá fengið alltof væga lyfjaskammta. Reyndar kom í Ijós að margir þessara einstakl- inga höfðu leitað læknis, en ekki verið greindir rétt og því ekki fengið við- eigandi meðhöndlun. Sumir þunglyndis- og kvíðasjúkl- ingar gera sér ekki grein fyrir hvað gengur að þeim. Þeir nota heilbrigð- isþjónustuna meira en aðrir og fara t.d. til læknis útaf einkennum eins og meltingartraflunum, höfðuðverk eða brjóstverk. Þetta gerir það að verk- um að læknar eiga oft erfitt með að sjá í gegnum þessi líkamlegu ein- kenni og koma auga á þá geðkvilla sem liggja að baki og meðhöndla þá.“ Varðandi kostnaðarhluta þessara mála bendir Tinna á að í athugun Al- þjóðabankans og Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) komi fram að byrðin sem fylgi í kjölfar geð- sjúkdóma hafi verið alvarlega van- metin um heim allan og því virðist rannsakendur einnig vera sammála. Hún segir athyglisvert að nefnd á vegum Evrópusambandsins hafi komist að því að geðsjúkdómar kosti ríki sambandsins 3-4% af vergri landsframleiðslu á ári, en samkvæmt því mati hafi geðsjúkdómar kostað ís- lenskt samfélag um 20 milljarða árið 1998. 300 þúsund vinnudagar tapast árlega ,Á íslandi hefur beinn kostnaður vegna þunglyndisraskana verið tek- inn saman og nemur hann um 2,6 milljörðum króna á ári,“ segir Tinna og bendir á að ekki hafi áður verið gerð tilraun til að reikna út óbeinan kostnað vegna þunglyndisraskana og því hafi hún fengið Axel Hall, sér- fræðing á Hagfræðistofnun Háskól- ans, í lið með sér við gerð slíkrar út- tektar. Tinna segist hafa aflað þessara talna til þess að sýna fram á gríðar-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.