Morgunblaðið - 17.09.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 17.09.2000, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ SÉRGREIN hans er að ljósmynda staði, sem hann hefur aldrei komið nær en um 100 milljónir kílómetra og er ekki l£k- legur til að sjá nokkru sinni með eig- in augum. Hann heldur því fram að hann sé draumóramaður, en draum- arnir hafa þó komið til framkvæmda í myndavélum, sem hafa farið upp til fjarlægra staða eins og Mars og fara brátt til Títan, stærsta fylgihnattar Satúmusar. En það voru líka Mars- draumamir, sem bára hann til Is- lands. „Alhr, sem fást við rannsóknir á Mars, hafa hug á að koma til Islands einhvem tímann,“ segir Peter Smith, prófessor við Háskólann í Ar- izona. Og hann hefur greinilega nokkuð til síns máls, því nýlega söfn- uðust um 200 vísindamenn saman á ráðstefnu í Reykjavík um Mars. Það er ekki ofsögum sagt að Is- land minni sérfræðinga um Mars á þetta viðfangsefni sitt. Strax þegar hlíðar Esju blasa við handan hús- anna í miðbænum er Peter Smith búinn að koma auga á hliðstæður. V- laga lækjarfarvegir Esju minna á gíghlíðar á Mars og með samanburði við myndir frá Mars blasa hliðstæð- umarvið. Þegar komið er framhjá Krýsuvík og að hraunbreiðunum þar fer um- hverfið að minna á Mars. „Þetta er liturinn á Mars,“ segir vísindamað- urinn og grípur upp gulan stein í hraunauðninni. „Mars er gulur á lit- inn, ekki rauður eins og búast mætti við.“ Peter Smith leiðir hóp vísinda- manna er hanna myndavélar tfi geimrannsókna. Eitt er að hanna myndavélar, sem virka, annað að koma þeim hefium á áfangastað ljós- ár úti í geimnum. Og það tekur lang- an tíma að hrinda þessum áætlunum í framkvæmd. Hafist var handa við undirbúning Títan-leiðangursins 1989, en hann verður ekki farinn fyrr en 2004. Títan er hulinn skýjaþykkni og hefur því aldrei áður verið séður af mannlegum augum. Aðeins verður hægt að ljósmynda Títan í þær 2'h klukkustund, sem það tekur að fara í gegnum skýjahjúpinn og fljúga yfir yfirborðið, svo það er eins gott að allt gangi upp. Til að draga úr spennunni við að vinna svo lengi að sama verkefni, þar sem svo margt getur farið úrskeiðis, undu Peter Smith og samstarfsmenn hans sér í að gera tilboð í smiði myndavélarinnar fyrir Pathfinder, sem lenti á Mars 1997. Það var þó ekki nema verkefni upp á þrjú ár. Þær myndir þóttu takast með slíkri prýði að Smith fékk „Eisie“-verðlaun tímaritsins Life það ár fyrir bestu vísindaljósmyndina. Ögn skondið í ljósi þess að hann hefur aldrei kom- ist í návígi við myndefnið, ekki einu sinni verið á sömu reikistjömu, eins og hann benti á þegar hann tók á móti verðlaununum. Leitin að eðli hlutanna „Ég hef alltaf verið upptekinn af eðli hlutanna,“ segir Peter Smith með bros á vör, þegar talinu víkur að því hvemig leið hans hafi legið inn í núverandi viðfangsefni hans. „Og þegar foreldrar mínir gátu ekki veitt mér svör við spumingum mínum lá leiðin í eðlisfræðina. Svörin sýndu sig að vera fremur flókin, svo það er heilt ævistarf að leita þeirra, en upp- hafið var þessi forvitni mín.“ Eftir að hafa lokið prófi frá Berk- eley á tímum stúdentaóeirða og mót- mæla gegn Víetnam-stríðinu hafði Peter Smith ekki minnstu von um að finna vinnu og ætlaði því að leggjast í ferðalög. En skömmu áður en hann lagði af stað hitti hann stúdenta frá Peter Smith prófessor. í leit að æsispennandi sannleika Peter Smith, prófessor við Háskólann í Arizona, fæst við að ljósmynda staði, sem hann mun aldrei komast á, en Sigrún Davíðsdóttir ræddi við hann úti á Reykja- nesi, þar sem umhverfið minnir á Mars, viðfangsefni hans. Hawaii. Og þar sem Hawaii virtist ákjósanlegur staður datt honum í hug að grennslast fyrir um störf þar. Tveimur vikum síðar hafði hann fengið starfstilboð írá háskólanum á Hawaii. „í stað þess að fást við að rann- saka fjöll og firnindi lenti ég í hópi, sem vann að því að skjóta flaugum upp úr óson-laginu og taka myndir af sólinni við útfjólublátt ljós,“ segir Smith. Eftir þessi fyrstu kynni af geimljósmyndun stundaði hann frek- ara nám á sviði linsa við Háskólann í Arizona og gekk síðan til samstarfs við þá deild háskólans, er fæst við himintunglarannsóknir. Himintunglarannsóknir drógust saman á tímum Reagan Bandaríkja- forseta og það bætti ekki úr skák þegar geimferjan Challenger sprakk í loft upp við flugtak 1986. En 1989 var hafist handa við umfangsmikið verkefni, sem er að senda ómannaða geimflaug til Satúrnusar. Hópurinn, sem Smith vann með fékk augastað á Títan, stærsta fylgihnetti Satúrnus- ar. Ætlunin er að senda niður litla könnunarflaug, sem heitin er í höfuð- ið á hollenska stærðfræðingnum Christiaan Huygens, er uppgötvaði Titan 1655. Leiðangurinn til Satúm- usar heitir hins vegar í höfuðið á Giovanni Domenico Cassini, sem nokkrum árum síðar sá fjóra aðra fylgihnetti Satúrnusar. Mörg hundr- uð manns vinna að þessari áætlun og lending er áætluð 2004. „Þó við vitum ógjörla hvað þarna er að sjá þá vitum við að þama er bjart svæði á stærð við Ástralíu og ætlunin er að lenda könnunarflaug- inni á jaðri þess svæðis, þannig að við sjáum bæði inn á bjarta svæðið og næsta umhverfi þess,“ segir Peter Smith. „Við könnum andrúmsloftið þarna, sem er fremur þykk slæða af mistri, líkt og yfir Los Angeles og London. í mistrinu er methan, svo einhvers staðar þarna er uppspretta methans og það myndar agnir, sem stöðugt rignir niður. Það mætti búast við að litur yfirborðsins væri rauðleitur, en samt er þetta bjarta svæði þarna. Ég hygg að það séu frostfjöll, sem era annaðhvort hulin skýjum eða að methanið hefur orsak- að rof, svo ísinn kemur í ljós.“ Könnunai’flauginni verður skotið í gegnum skýjaþykkni Títans og myndirnar, sem fást gætu leyst gát- una um Títan. „Myndavélin sendir frá sér um 50 yfirlitsmyndir, meðan hún nálgast yfirborðið og þar sem hún mun sýna yfirborðið frá mis- munandi sjónarhomum fást þrívídd- armyndir, sem veita upplýsingar um hæðamismun og vindhraða," segir Smith og bætir við að myndirnar verði vísast alveg einstakar. Ekki er búist við að myndavélin standist lendinguna, svo það era myndimar frá fluginu, sem er verið að sækjast eftir og þær upplýsingar, sem þær fela í sér. Myndavél með mannlegt sjónarhorn En fimmtán ára vinna að verkefni, sem aðeins stendur í 2'A klukku- stund og gæti af milljón ástæðum mistekist er langur tími, svo Smith svipaðist um eftir öðram verkefnum og þar varð Pathfinder fyrir valinu. Forskriftin, sem NASA setti Smith og samstarfsmönnum hans var ein- föld: Þeir áttu að halda kostnaðar- áætlunina og skila myndavélinni í tæka tíð. En myndgæðin skiptu vís- indamanninn ekki síður máli. „Sem vísindamaður vil ég fá eins góðar upplýsingar og mögulegt er,“ bætir hann við. Myndavélin, sem send var upp til Mars 1997 með Pathfinder var hönn- uð með það í huga að gefa myndir, sem væra eins og sýn manns. Hún tók myndir í um 1,75 metra hæð, eins og frá sjónarhorni meðalmanns og gat horft í kringum sig og upp og nið- ur. Tvær myndavélar voru smíðaðar, önnur-fór upp með Pathfinder, hin var notuð til æfinga á jörðu niðri. Ljósmynd/Sigrún Þremur dögum áður en Pathfinder lenti, 4. júlí 1997, vora síðustu breyt- ingarnar gerðar á hugbúnaði mynda- vélarinnar og sendar upp. Geimlending er alltaf stór stund og þannig var um lendingu Pathfind- er. Yfirmenn NASA, vísindamenn- irnir, sem stóðu að leiðangrinum, þingmenn og aðrir fyrirmenn, að ógleymdum herskara blaðamanna höfðu safnast saman. Loftið var raf- magnað, þegar beðið var frétta af því hvemig lendingin, sem tók fjórar mínútur, tækist. Við hvert þrep í at- burðarásinni sendi flaugin frá sér tón, sem aðeins sérfræðingar geta greint. Þegar fyrsti tónninn greind- ist bratust út fagnaðarlæti, sem bár- ust úr hverri vistarverunni á fætur annarri, þar sem hinir ýmsu hópar vora samankomnir. A endanum var ljóst að lendingin hafði heppnast vel. Hin óbærilega spenna lendingarinnar Enn sem komið var höfðu þó eng- ar myndir borist. „Það sagði enginn neitt, en mér fannst allra augu hvfla á mér,“ rifjar Smith upp. „Ég var svo taugaóstyrkur, að ég gat varla horft beint. Við vissum að það gæti tekið nokkum tíma áður en myndimar tækju að berast. Þegar flaugin var lent þurfti myndavélin að ná áttum, beina loftnetum í átt til jarðar og það vora ótal góðar ástæður fyrir að þetta tækist ekki. En sem ég stóð þarna og velti fyrir mér hvað hefði gerst birtist skyndilega fyrsta mynd- in á skjánum. Síðan kom hver mynd- in á fætur annarri." Á blaðamannafundi tveimur tím- um síðar lýsti Peter Smith því í kvæði hvemig það hefði verið fyrir hann og samastarfsmenn hans að lifa á Mars-tíma undanfarna mánuði. Greinilega oft stutt á milli vísindalegrar sköpunargáfu og sköp- unargáfu almennt, en hann tekur því fjarri að hann sé eitthvert skáld. „Marstími er 24 klukkustundir og 37 mínútur," útskýrir hann. „Það virðist kannski ekki muna miklu, en tíman- um skeikar býsna miklu eftir nokkra daga og maður kemst alveg úr takt við jarðartíma." Það var nauðsynlegt að lifa á Marstíma við undirbúning- inn til að geta fylgst með mælitækj- um og öðra er ferðina varðaði. En hann lýsti því einnig hvemig myndavélinni hefði hugsanlega liðið að líta nú yfir umhverfið á Mars eftir að hafa skoppað út úr sjö mánaða prísund, sem var sannarlega engin ferð á fyi'sta farrými. Svo brá hann yfirlitsmynd upp, sem var sett sam- an úr 120 myndum er komu í fyrstu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.