Morgunblaðið - 17.09.2000, Page 26

Morgunblaðið - 17.09.2000, Page 26
26 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Spáð spila Spil hafa lengi verió mannfólki til mikils is en líka stundum til vandræóa þegar pen- ingar eru meö f spilinu. Guðrún Guðlaugs- dóttir skoöaöi sýningu í Hollandi þar sem gerð var grein fyrir þróun spilagerðar og nokkurra erlendra. ræddi einnig vió séra Ragnar Fjalar Lárus- son, sem á fágætt safn íslenskra spila og Morgunblaöiö/Guörún Guölaugsdóttir Rauði, ítalski leirinn sem notaður var til að mála rauð hjörtu og tígla, sem og rauða fleti í mannspilum á fyrri tímum. úr tréskurði og var nánast fullmótuð í lok 18. aldar. Líklega hafa íslensku spilin verið af þeirri gerðinni. Þá var skorið á viðinn þversum á æðamar og notaður harðviður. Síðan var skorið út með greffli (litlum meitli sem notaður er til að skera í börk). Með þessum útskurði varð prentunin fínni og spilin voru gædd meiri smá- atriðum og fínleika. Iðnbyltingin gerði spilin að iðnaðarframleiðsluvöru Á 18. öld breyttist framleiðslan verulega með tilkomu hraðvirkra pentvéla, gufuvéla og loks stein- prentunar. Iðnbyltingin gerði spilin að iðnaðarframleiðsluvöru og hin gamla tækni, eins og notkun stensla, hvarf. Þróun í efnafræði og uppfinn- ing ljósmyndarinnar og tölvunnar hafa síðan breytt þessari gömlu grein, að búa til spil, þannig að með ólíkindum er. Þegar stensill var notaður voru að- eins útlínur myndanna prentaðar en svo þurfti að lita þær með stensil- tækni. Stenslarnir voru gerðir í höndunum úr pappírsblöðum og framleiðendur spilanna skáru burt þau svæði sem áttu að hafa sama lit. SPIL hafa lengi verið ríkur þáttur í daglegu lífi fólks út um allan heim. En hver er saga spilanna? í tilefni af Ólympíumótinu í bridge í Maastricht fyrir skömmu var haldin sýning um gerð spila á vegum The Historic Printing Shop í samstarfi við belgíska þjóð- minjasafnið. Þetta var athyglisverð sýning. Þegar ég gekk inn til að skoða hana á heitum eftirmiðdegi hugsaði ég með sjálfri mér að undar- legt væri til þess að hugsa að spil væru búin til. Maður notar einfald- lega spilin til að spiia með eða spá í og finnst næstum að að þau hljóti að verða til á sama hátt og blóm eða gras, svo samtvinnuð eru þau upp- eldi okkar og umhverfi. En spii eru sannarlega mannanna verk og gerð þeirra hefur þróast í takt við vitn- eskju þeirra og framleiðslutækni. Uppruni spilanna Mjög er óvíst hver er uppruni spil- anna. Þó er talið sennilegast að þau hafi orðið til í Kína á 7. til 10. öld e.Kr. Ekki er vitað hvemig spilin bárust til Evrópu en þau munu hafa komið þar fram á sjónarsviðið á síð- ari hluta 13. aldar. Til er ítölsk heim- ild um spil frá 1299, spönsk frá 1371, ein á Niðurlöndum frá 1379 og þýsk frá 1380. Hingað til lands eru spil talin hafa borist snemma á 16. öld eða jafnvel fyir. í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar frá ámnum 1752 til 1757 segir að alls konar spil tíðkist, svo sem styrvolt, imperiál og púkk „sem öll þekkjast annars staðar". Hins vegar vom aðeins iðkuð hér spilin alkort, handkurra, trúspil og pamfíll. Þeir félagar geta þess sér- staklega að íslendingar spili aldrei um peninga né nokkurs konar hagn- að. Fornmenn spiluðu mikið upp á peninga Sjá má af fomum landslögum (Jónsb. Þjófab. 18. kap.) að peninga- spil hafa tíðkast fyrram. Af Grágás sést að þegar í fomöld hafa Islend- ingar spilað mikið um peninga og aðra fjármuni, því þar em ákvæði sem telja þann fjörbaugsmann sem spilar um fjármuni og allt hans fé sekt. Hver sem vildi gat sótt hann til sakar. Ég velti því fyrir mér hvemig spil forfeðurnir hefðu spilað á þegar ég gekk um húsakynni safnsins á Jodenstraat 22 í gamla borgarhlut- anum í Maastricht ásamt safnverði þar, sem útskýrði lauslega fyrir mér hvað hver og ein vél og ýmisskonar áhöld hefðu þýtt í gerð spilanna. Fyrstu spilin vom mjög frumstæð en sú spilagerð sem við notum þróað- ist í Frakklandi úr tarot-spilunum. Á miðöldum vom notuð, auk frönsku spilapakkanna með 52 spilum og tar- ot-spilanna 78, ítalskir spilapakkar með 40 spilum, spænskir með 48 spil- um og þýskir með 32 spilum. Fyrstu spilin vom handmáluð en á 15. öld var byrjað að prenta þau og spilagerð er samofin þróun prentlist- arinnar, það er auðséð þegar skoðuð era þau tæki sem notuð hafa verið í þessu skyni. Hin mikla fjölbreytni fyrstu spila- gerðanna varð þó minni með til- komu einfaldra teikninga franskra spilagerðarmanna. Nútímaaf- brigði þeirra finnst aðallega í mannspilunum. Á síðari hluta miðalda þróaðist líf- leg iðn í prenti, bæði í trúarlegum og veraldlegum efnum. Óhætt er að full- yrða að fyrstu spilin spmttu úr þess- um jarðvegi. Að spila á spO var vin- sælt í Evrópu í lok 14. aldar og spil vom fjöldaframleidd áþeim tíma. Uppranalega vom spilin prentuð með tréskurði. Fyrst var skorið út í mjúkan við, t.d. úr ávaxtatrjám (peratrjám). Þá vom hinar prentuðu myndir skornar í viðinn sem þýddi að það sem átti að prenta varð eftir en hvítu hlutarnir vom skornir úr viðn- um. Síðan var prentformið blekað og prentað á pappír með höndunum. Blekið var blanda af kinrok (kola- svertu) og línolíu (hörfræjaolíu). Næsta stig var svo útskurður, en það var sérstök tækni sem þróaðist Spilasafn í „spilaborg" ÍSLENDINGAR fóra að spila á spil á 16. öld, að því er talið er, og hafa löngum unað við það síðan. Eigi að síður er lítið til af spilum á söfnum hér. Séra Ragnar Fjalar Lámsson er einn helsti safnari og sérfræðing- ur um íslensk spil frá upphafi og nokkuð á hann af erlendum fágætum spilum. „Ég átti miklu stærra safn, en seldi það þegar við hjónin keypt- um okkur hús, ég segi stundum að það sé „spilaborg“,“ segir séra Ragnar þegar blaðamaður sótti hann heim til að fá að skoða hið fá- gæta safn hans af íslenskum og er- lendum spilum. Ragnar vísar mér upp á skrifstofu sína, sem er á efri hæð á glæsilegu heimili hans og konu hans, Herdísar Helgadóttur, þar sem margt er til af fallegum munum sem þau hjón hafa safnað, einkum á ferðum sínum erlendis. Þegar upp á.skrifstofuna er komið tekur Ragnar upp úr skúffum og af hillum margvíslega spilastokka og fer að sýna mér. Hand- og heimagerð íslensk spii frá 1817 „Hér sérðu handgerð spil frá 1817. Ekki er vitað hver gerði spilin en þau em án efa heimagerð og handmáluð að franskri fyrirmynd,“ segir hann og breiðir úr handmáluð- um pappaspilum með fíngerðum og fallega máluðum mannspilamynd- um. „Magnús Kjaran gaf spilin Guð- brandi Magnússyni, kennara á Siglufirði, árið 1958. Ég keypti þau við lát Guðbrands árið 1994. Við Guðbrandur voram góðir vinir, kynntumst þegar ég var prestur um árabii á Siglufirði." Elstu prentuðu íslensku spilin málsháttaspil Næst sýnir Ragnar mér elstu ís- lensku spilin, prentuð á Akureyri ár- ið 1855, sem em öll með spámann- legum málsháttum. Þá koma spil prentuð í Kaupmannahöfn með róm- antískum málsháttum frá 1861, gerð af Páli Sveinssyni sem bjó þar ytra. Spil Muggs „Síðan líður nokkuð langur tími þar til næst koma fram íslensk spil. Þau teiknaði Guðmundur Thor- steinsson, Muggur. Þau voru prent- uð í Þýskalandi árið 1923. Þetta em bæði vist- og lomberspil. Myndinar á ásunum em frá landsfjórðungunum, en ævintýramyndir á mannspilun- um. Þessi spil hafa verið endur- prentuð og fást nú, en minni en þau upphaflegu.“ Alþingishátíðarspilin hans Tryggva Magnússonar ,Árið 1930 vom fyrst seld á al- þingishátíðinni spil teiknuð af Tryggva Magnússyni." Ragnar sýn- ir mér spilapakkana, inn í lok þeirra hefur Þorsteinn Jónsson (rithöfund- urinn Þórir Bergsson) skrifað: „Þetta era hin réttu hátíðarspil. Keypt 30. júní á Alþingishátíðinni. Verð kr. 10. Þ. Jónsson.“ „Tryggvi var vinur Magnúsar Kjaran sem var framkvæmdastjóri alþingishátíðar- innar og sá um útgáfu spilanna. Á hjartasjöunni stendur: „Tryggvi Magnússon, öll réttindi áskilin." Þetta eru hin svokölluðu fommanna- eða víkingaspil sem prentuð em enn í dag og em fáanleg. Á stríðsáranum vora þau prentuð hér heima, en höfðu verið prentuð í Þýskalandi, og þar vora þau aftur prentuð eftir stríð. Þau er enn mikið seld.“ Rammíslensku spilin hennar Louisu Matthíasdóttur og Geysisspilin Nú kemur Ragnar með spil teikn- uð af Louisu Matthíasdóttur, sem kölluð eru ramm-íslensk spil. Haraldur Johannessen gaf þessi spil út árið 1941. Á mannspilum þeirra eru bóndi, húsfreyja og vinnumaður í stað kóngs, drottningar og gosa. Geysisspilin gaf Haraldur líka út. Þau era líka einskonar „stéttaspil“, á mannspilunum era mynd- ir af lækni, hjúkranar- konu, presti, bónda, sjó- manni o.s.frv. Þau komu út 1943. Það var Eggert Guðmundsson listmálari sem teiknaði þau í litum. Þessi spil komu út aftur, örlítið breytt, árið 1944. ÍR-spilin ogýmis spil frá íslenskum fyrirtækjum Öll umrædd spil setm- Ragnar á borðið í skrif- stofu sinni. Þangað fara líka ÍR-spilin sem ÍR gaf út 1935, þau era að danskri fyrirmynd, nema að ásarnir era með mynd- um af íþróttafólki. Eimskipafélagið gaf út spil fyrir 1930, með Þórs- merki og Eimskipafélags- merkinu og fleiri spil síð- ar. Spil Ástu Sigurðardótt- ur og stjórnmálaspil Tryggva „Svo er ég héma með spil Ástu Sigurðardóttur, hún lauk ekki alveg við þau. Ég fékk að taka myndir af þeim, þau hafa ekki komið út ennþá,“ segir Ragnar. Hann á líka myndir af stjórnmálaspilum frá 1940. „Tryggvi Magnússon, sem lengi teiknaði í Spegilinn, teiknaði svokölluð stjórnmálaspil. Þar setur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.